Morgunblaðið - 07.11.1968, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1968
17
að segja frá því, hafa okkar
leiðir alveg lokast vegna þess að
það er ekki gert ráð fyrir í þess
um áfanga að hægt sé að koma
saman að neinu verulegu gagni,
það er ekki hægt að sameina t.d.
tvær stofur og gera þær að einni
eftir því sem skólastjóri harna-
skólans tjáði mér í gær. Við höf-
um aðstöðu í gamla barnaskólan-
um áður við Hlaðbæ, og það er
dálítið einkennilegt til þess að
vita að þar var miklu betri að-
staða til samkomuhalds. Prestur-
inn á Mosfe’lli hefur haldið þar
barnaguðsþjónustur hálfsmánað-
arlega að vetrinum til. Nú fer að
líða að jólum, og þá er það okk-
ar ósk að við gætum haldið aftan-
söng fyrir íbúa hverfisins eins
og íbúar annarra hverfa geta. Og
ég vil bera fram vinsamlega ósk
um, að borgarstjóri veiti okkur
fyrirgreiðslu til þess að við gæt
um haldið uppi kirkjulegri starf-
semi hér í hverfinu, eins og mögu
legt er að gera á þessu stigi máls
ins.
Það er langur aðdragandi
þangað til að hægt verður að
byggja hér kirkju. í fyrsta lagi
verðum við að fá sóknina sem
prestakall. Það er einkennilegt
til þess að vita, að þegar safn-
aðarfulltrúar bjóða á þing til
að mæta á aðalfundi prófasts-
dæmisins, þá er hann boðaður
til Vestmannaeyja. Og það sýn-
ir að þetta hverfi hefur sér-
stöðu að ýmsu leyti En mér sýn
ist líka að þeir vilji láta þetta
hverfi hafa sérstöðu á fleiri
sviðum, því að ég tók eftir þvi
í hans frumræðu hér áðan, hans
ágætu ræðu, að þegar hann
ræddi um skólabygginguna. þá
tók ég eftir því að hvorki í
þessu.n áf■ bsen buið er að
byggja né þeim, sem eftir er, á
að vera nokkur aðstaða til þess
að hafa samkomu fyrir börnin í
einum hóp. Ég vænti þess að
þetta mál verði líka tekið til
gagngerðar endurskoðunar. Ég
held að ég sé búin að taka það
fram sem ég var beðinn um að
koma hér á framfæri, og vænti
þess að borgarstjóri taki þetta
til vinsamlegrar athugunar, og
hlutist til um að við getum hald-
ið jól eins og aðrir borgarbúar.
Borgarstjóri: Niðurlagsorð þín
minna mig á, að ég var ekki bú-
inn að svara því, hvort hverfið
fengi jólatré, en að sjálfsögðu
verður það nú við næstu eins
og síðustu jól. Og vissulega vildi
ég gjarnan geta mætt óskum
sóknarnefndar hér um aðstöðu
til samkomuhalds. Ég býst við
því, að það kunni að vera erfið-
leikar á því að nýta leikskól-
ann, sem verður starfræktur nú
á næstunni til slíks samkomu-
halds, þar sem meiri áhöld og
leikföng eru þar e.t.v. fyrirheld
ur en voru, þegar þetta sama
húsnæði var notað sem skóla-
stofa. Og húsnæði eins og þetta,
eins og við höfum fundið fyrir,
sem komum hingað á þennan
fund, liggur ekki vel við funda-
eða samkomuhaldi í úthverfun-
um og var raunar áberandi,
þegar ég var að undirbúa þessa
fundi, hve erfitt mundi vera að
finna fundarstað í þessu hverfi,
vegna þess að ég vildi ekki
fara út fyrir það, taldi það rétt,
að við spjölluðum saman innan
hverfisins um hagsmunamál þess.
En ég tel mig geta fullyrt, að
i næsta áfanga Árbæjarskóla
verði aðstaða til samkomuhalds,
og m.a. kann að vera möguleiki
á því að nýta þar salinn, sem
ætlaður er til íþróttaiðkana að
einhverju leyti til þess að kalla
nemendur sarnan og almennt til
samkomuhalds hér í hverfinu, á
fyrstu stigum, meðan skólinn er
ekki fullbyggður, fyrir 5-6 þús.
manna nverfi. Kirkja á svo að
rísa í nágrenni við skólann eins
og ég býst við að sóknarnefnd
sé kunnugt, þótt ekki sé grund-
völlur e.t.v. fyrir svo fámennan
söfnuð að byggja kirkju strax.
Mér er það vonbrigði, ef skóla-
stofnun og niðurskipun í Ár-
bæjarskóla er svo háttað að
ekki sé þar færanlega skilrúm
nema með mikilli fyrirhöfn, því
að sannleikurinn er sá að við
höfum einmitt verið að reyna að
stefna að því að hafa innrétt-
ingu skólahúsa nokkuð breyti-
lega með tilliti til þess að geta
mætt breyttum kennsluháttum
í framtíðinni og skólaskipan. En
svar mitt er á þá lund, að ég
mun gera það sem í mínu valdi
stendur til þess að aðstoða sókn
arnefndina til þess að samkom-
ur geti verið haldnar hér í
hverfinu.
Og ég vildi þá aðeins segja
því að ég gleymdi að drepa á
ábendingu frá Mads Vibe Lund
áðan um háspennustrenginn að
athygli mín hefur áður verið vak
in á hættu, sem gæti stafað af
ef börnin væru t.d. að klifra
upp í þessa staura og ég hef ósk
að eftir því að RafmagnsVeitan
kannaði hvaða ráðstafanir væri
hægt að gera til þess að koma i
veg fyrir það. Það mun vera
töluverður kostnaður að leggja
svona háspennustreng í jörð, en
vitaskuld verður að kanna hve
mikill sá kostnaðut er og hvaða
nauðsyn ber til þess að koma
strengnum í jörð áður en illt
skyldi hljótast af.
Guttormur Einarsson: Ég er
með í höndunum skilmála fyrir
fjölbýli3hús í Hraunbæ. Mér hef
ur skilist að þetta blað hafi
verið fest við þau lögskjöl, sem
húsameistarar í Hraunbæ þurftu
að ganga að, þegar þeir tóku að
byggja fjölbýlishÚ3 þar. f þriðju
grein í þessu skjali segir. Húsa-
meistarar (lóðahafar). í fimmtu
grein segir síðan: Lóðahafar
skulu slétta lóðina og koma
henni í rétta hæð. Þar fyrir
neðan fylgja öll hin al-
mennu ákvæði um frágang lóða
' hverfinu. Nú er spurning mín
sú, hvernig mun borgarráð eða
borgin túlka þetta orð Lóðahaf-
ar, þegar svo er komið að flest-
ir íbúðaeigendur í hverfinu eru
búnir að skrifa undir afsöl þar
sem þeir hafa tekið á sig skyld-
ur húsameistaranna og eru þar
með að mér skilst búnir að
binda sig þessum skuldbinding-
um. 1. Að framkvæma þessi verk
efni á sinn kostnað. 2. Hvernig
lítur borgarstjórn á þá hlið mála,
þar sem enn hafa ekki
verið gerðir samningar, þannig
að íbúðareigendur hafa bundið
sig að þessum skyldum úr hendi
húsameistara. Þar sem að í þessu
skjali er að sjá að ef fram-
kvæmdum verður eigi lokið fyr-
ir 1. sept. 1968 getur borgar-
verkfræðingur framkvæmt um-
ræddan frágang á kostnað íbúð-
areigenda. Ef við setjum dæmið
þannig upp, að þessar fram-
kvæmdir hafi ekki verið gerðar
og að borgin tekur að sér að fram
kvæma þær, þá er spurning mín
sú, hverja mundi borgin krefja
greiðslu fyrir þessa framkvæmd
samkv. þessu skjali mundu það
vera húsameistararnir eða íbúða
eigendur sjálfir. Nú hefur mér
skilist að þessi atriði hafi verið
fastbundin mjög skilmerkilega
þegar hrundið var í framkvæmd
byggingaráætlun Breiðholtshverf
is, þannig að húsameistarar gætu
ekki framselt þessa skyldu sína
við borgina á hendur íbúðaeig-
endum. Því miður hefur mér
skilist, að mjög margir af nú-
verandi íbúðaeigendum í Hraun
bæjarhvorfi hafi tekið á sig þess
ar skyldur í afsölum og séu þar
með búnir að afselja kröfurétti
þess að húsbyggendur fram-
kvæmi þessar skipulagsfram-
kvæmdir á lóðum þeirra. Ef að
íbúðaeigendur eru ekki búnir
með afsölum og samningum að
taka á sig þessar skyldur og lóðir
nar eru enn óunnar, hvernig
mundi borgarstjórn krefja
greiðslna fyrir slíkar fram-
kvæmdir ef hún mundi taka að
sér að gera það.
Borgarstjóri: Borgaryfirvöld
hafa við úthlutun lóða stofnað
til tengsla við ákveðinn aðila,
lóðarhafa. Það er lóðarhafinn
sem hefur tékið á sig ákveðnar
skyldur, hvort sem það er bygg-
ingarmeistari eða einstaklingar,
sem ætla sjálfir að eiga íbúð á
viðkomandi lóð. Meðan ein-
göngu er um lóðarhafa að ræða,
lóðasamningur er ekki gerður, þá
hafa borgaryfirvöld eingöngu til
þess manns að sækja, sem hefur
fengið lóðina og hefur undir-
gengist þessa skilmála. Síðan
skeður það venjulega næst að
lóðasamningur er gerður. Og þá
skulum við segja við þann sem
upphaflega fékk lóðina. Það er
það venjulegasta. f lóðarsamning
eru teknir inn þeir skilmálar,
sem voru settir við lóðarúthlut-
un, að svo miklu leyti, sem þeim
hefur ekki verið fullnægt, og
eftir þann tíma á samningsaðili,
hver svo sem hann er, að sinna
skyldum, sem í lóðasamningi
greinir. Ég vil þess vegna segja
það og mér skilst að fyrir-
spyrjanda sé það Ijóst, að hafi
íbúðareigendur með samningi tek
ið á sig þessar skyldur, þá sé
enginn vafi á því að þær skyld-
ur hvíli á þeim. Ef hins vegar
þessar skyldur eru ekki fram-
seldar við íbúðaeigenda og ekki
er gengið frá lóðasamningi, þá
getur borgin út af fyrir sig ekki
sótt neinn til sakar nema þann
sem fékk lóðina í upphafi. Hins
vegar kann svo að vera, að samn
ingar séu svo fjölbreyttir í slík
um viðskiptum íbúðareigenda og
byggjenda að nauðsynlegt sé að
skoða hvert tilfelli fyrir sig til
þess að geta svarað en megin
reglan hlýtur að vera sú, að það
er ekki komið á neitt réttarsam
band milli borgarinnar og íbúð-
areigenda fyrr en íbúðareigand-
inn hefur tekið á sig skyldur sam
kv. lóðasamningi, og þá fer eftir
skyldurnar eru.
Fyrirspurn:
Við sem vorum svo heppinn að
fá íbúðir í einbýlishúsum Fram-
kvæmdanefndar byggingaráætl-
unar, fengum þær að öllu leyti
tilbúnar og lóðir að öllu leyti
frágengnar. Við erum í þeirri
stöðu í Breiðholtshverfinu að of
an við okkur liggUT ein aðalgat-
an og eins og gefur að skilja
þá er hverfið núna í byggingu,
en ég spyr hvort hægt sé að
vænta þess að hún verði malbik
uð. En einmitt umferðin við Arn
srbakka verður þess valdandi,
að húsin okkar liggja undir
stöðugum rykmekki í þurrkum.
Er ekki hægt að rykbinda Arn-
arbakka til bráðabirgða og
Lambastekkinn?
Borgarstjóri: Rykbinding er
tiltölulega dýr framkvæmd en
hefur þó á ódýran hátt verið
gerð á þann veg að vatni hef-
ur verið ausið yfir malargötur,
hins vegar er það ekki heppi-
leg aðferð að vetri til vegna
þess að það getur skapað ísingu
og hættu fyrir umferðina, en ég
skal gjarnan taka þessa ábend-
ingu til meðferðar og kanna,
hvaða úrbætur er hægt að gera
fyrir íbúana á þessum slóðum.
Valdimar Ólafsson Hraunbæ
80: Sunnan hitaveituhússins en
norðan Árbæjarhverfisins er
ennþá hár uppgröftur síðan nýr
vegur var steyptur til austurs
framhjá hverfinu. Þessi upp-
gröftur hindrar útsýn til hafs
og eyja. Væri mögulegt að fá
hann jafnaðan við jörð og þá
sem fyrst.
Borgarstjóri: Ég skal með
ánægju kanna hvort ekki er
unnt að verða við ósk fyrir-
spyrjanda. Þessi uppgröftur er
væntanlega frá vegagerð borgar
eða ríkis og þess vegna þeirra
skylda að hann sé fjarlægður.
Annars er uppgröftur mjög
hvimleiður, sem hefur lengi stað
ið eins og Árbæjarhverfisbúar
muna. Ef um slíkan uppgröft er
að ræða úr húsgrunnum, þá er
það húseiganda að fjarlægja
hann og það var m.a. vegna þess
að húsbyggjendur fjarlægðu ekki
slíka hauga að erfitt var um
heimtaugalagningu í Árbæjar-
hverfið á sínum tíma og leiddu
af spennuvandræði og fleiri vand
ræði, sem viðstaddir þekkja til.
Það er rétt sem fram hefur kom-
ið, að reynslan úr Árbæjarhverfi
gerði það að verkum að skilmál-
ar um úthlutun í Breiðholts-
hverfi voru nokkuð öðru vísi og
fastar tekið á málunum til þess
að koma í veg fyrir að það end-
urtæki sig annað eins og gerðist
meðal margra húsbyggjenda hér
í hverfinu að jafna ekki lóðir.
Það hefði t.d. verið mjög ill-
mögulegt að framkvæma hita-
veitulögn hér í hverfinu vegna
þessara hauga á þeim tíma, sem
upprunalega var áætlað þótt það
af öðrum ástæðum tækist nú
ekki. En varðandi þennan haug
er bersýnilega um haug að ræða,
sem borgin sjálf eða ríkið á sök
á og ætti ekki að vera ofgott
að fjarlægja.
Ásgeir Guðlaugsson: Þegar
keyrt er að Breiðholtshverfinu
meðfram skeiðvellinum, hefur
skapast mjög slæm aðkeyrsluæð
vegna umferðarþunga, sem þar
hefur farið um og í miklum rign-
ingum er þessi vegakafli ger-
samlega ófær. Og í öðru lagi.
Það hefur verið talað mikið um
sérstöðu Árhæjarhverfisins, en
við höfum þarna dálitla sérstöðu
líka í Breiðholtshverfinu, það eru
allar hina gjósandi holur, sem bú
ið er að grafa fyrir heitu vatni.
Er ekki beinasta leiðin að leiða
þetta góða vatn beint inn í hverf
ið, og það sem snarast svo það
renni ekki allt í Elliðaárnar ó-
notað. Allar götur eru þegar und
irbyggðar og tilbúnar undir mal
bikun. Liggur nókkuð beinna fyr
ir en að malbika þær þetta ár.
Þá er það skólabifreið sem geng-
ur þarna um hverfið. Hún er til
skammar borginni, því að þetta
er bíll sem var fyrir vinstri um-
ferð og börnin eru látin ganga
út í vinstri umferðina.
Borgarstjóri: Varðandi veginn
meðfram skeiðvellinum, þá er ætl
unin sem fyrst, þótt ég kunni
ekki að segja hvenær það verður
endanlega komið 1 framkvæmd,
að tengja Elliðavoginn Reykja-
nesbrautinni.
Varðandi heitavatnið, þá hefur
vatnið verið nýtt á s.l. vetri,
sem fékkst í holunum við Blesu
gróf í það minnsta annarri, hún
var virkjuð strax og nú var
verið að endurbæta virkjunina
og koma henni inn á kerfið ein-
mitt í morgun. Hóla nr. 2 verð-
ur tekin í notkun í næstu viku,
en þessar holur gera það raun-
ar að verkum, að við höfum nú
í huga að byrja hitaveitufram-
kvæmdir að fullum krafti í báð
um þessum hverfum, þó að ég
búist ekki við því að fram-
kvæmdum ljúki í hvorugu hverf
inu fyrr en á árinu 1970. Varð-
andi malbikunina þá er nú ekki
eins fjarstætt að ætla sér þá
röð framkvæmda, sem fyrirspyrj
andi hafði orð á að malbika bara
strax nýjar götur. Það kom til
tals meira að segja að setja mal-
bikslag á göturnar í Breiðholti
1. þegar áður en byggingarfram
kvæmdir hófust í hverfinu og
ég vonást til þess að það verði
framtíðin hér að svo verði gert.
Verkfræðingar og aðrir gatna-
gerðarsérfræðingar töldu að með
slíku einföldu lagi á málargöt-
urnar hefði verið betra að halda
götustæðunum í réttri hæð og
að ganga endanlega frá malbik-
un hverfisins en hitt er svo ann-
að mál að eldri borgarbúar í
öðrum hverfum, t.d. Smáíbúða-
hverfisbúar þætti áreiðanlega
súrt í broti, ef enn yrði nú geng
ið fram hjá þeirra bæjardyrum
og farið í svona splunkuný hverfi
til malbikunar, en við getum
huggað okkur við það að götur I
þessum nýju hverfum eru miklu
betur undir malbikun búnar og
það er miklu minna verk að
málbika nýju hverfin heldur en
t.d. eldri hverfin eins og Smá-
íbúðarhverfi. Svo ég á ekki von
á, að það verði löng bið á mal-
bikun í Breiðholti 1, þó að ég
vilji ekki segja nú hvenær það
verði gert. Varðandi skólabílinn,
þá þykir mér það leitt ef hann
er ekki borginni sæmandi, en
að hann sé gerður fyrir vinstri
umferð, mundi ég álíta, að bíl-
stjórinn tæki tillit til þannig að
hann stöðvi hann ekki eða tæki
börn upp í bílinn annars staðar
en á rúmgóðum svæðum að ekki
væri hætta á að börnin h’lypu
út í umferðina, en að fenginni
þessari ábendingu er sjálfsagt
að kanna það betur.
Þór Þorsteinsson, Fagrabæ 3:
Hvernig er með sumarhús þau,
sem byggð hafa verið í Árbæjar
hverfi eiga þau að fá að standa
lengur?
Borgarstjóri: Þarna verður
sennilega ekki um algilt svar
að ræða. Einstök sumarhús í Ár-
bæjarhverfi eru þannig stað-
sett, að þau geta staðið lengur
og ef þau hafa fengið lóðarétt-
indi við úthlutun lóða t.d. í ein-
býlishúsahverfinu, þá býst ég við
að rétt sé að ganga frá lóða-
samningum. Skilyrði þess er að
viðkomandi hús sé samþykkt af
byggingarnefnd og þá er ekkert
því til fyrirstöðu af hendi borg
aryfirvalda að það standi leng-
ur. Ef hér er aftur á móti
hú/s á óskipulögðu svæði eða
svæði, sem í framtíðinni á að
vera grænt svæði, eða takast til
annarra nota, þá liggur í augum
uppi, að þau eru ekki frambúð-
ar, þótt þau verði e.t.v. liðin
um eitthvert árabil.
Sigurður Haukur Sigurðsson,
Hábæ 41: Er nokkur hætta á,
að skipulag einbýlishúsahverfis
ins verði breytt, t.d. hús byggð
neðan við neðstu hús samkvæmt
skipulagi?
Borgarstjóri: Ég held ég geti
svarað þessari spurningu stutt
og laggott neitandi.
Sigurður Þorkelsson, Skriðu-
stekk 8. Er von til þess að
aðkeyrsla í Breiðholtshverfi verði
bætt. Sérstaklega vegurinn með-
fram Skeiðvellinum er erfiður
og hættulegur, þar sem hann er
óupplýstur. Þá er vegurinn í
gegnum íbúðahverfið Blesugróf
slæmur yfirferðar á vetrum
sökum fannfergis og bleytu. Gekk
svo til s.l. vetur, að bifreiðar
sátu iðulega fastar á þessari leið
Hvað er fyrirhugað í þessum
málum Breiðholts?
Borgarstjóri: Ég tel nú að hér
sé um sömu fyrirspurnina að
að ræða og Ásgeir Guðlaugs-
son beindi til min áðan og ég
reyndi að svara þá. En mun að
sjálfsögðu taka ábendingu fyrir
spyrjanda til greina. Fyrirhug-
að í aðkeyrslumálum Breiðholts
er fyrst og fremst það að reyna
að koma á sem fyrst þessu sam-
bandi milli Elliðavogs og Reykja
nesbrautar, sem fyrirhugað er
samkvæmt skipulagi. Það er
kannski rétt að segja frá þvi að
framkvæmdir þarna hafa að vissu
leyti tafist sökum þess, að ætl-
unin er að flytja vatnsæð sem
um þetta svæði liggur og enn-
fremur er þarna um nokkuð dýr
mætt malarefni að ræða, sem
skiptir miklu máli fyrir borgina
að geta nýtt. Að þessu leyti
kann að vera að framkvæmdir
geti tafist. En reynt verður að
flýta þeim sem mest.
Fyrirspurn:
Við íbúar Breiðholtshverfis
fengum ekki tilkynningu um það
hvar okkar börn ættu að ganga
í skóla. Það var auglýst að vísu
í blöðunum í vor að þeir
sem hyggðust ætla að eiga heima
í Breiðholti næsta vetur þeir
tilkynntu það fræðsluskrif-
stofunni. Og það gerði ég, en
ég fékk aldrei neitt svar þaðan
eða tilkynningu hvar börnin mín
ættu að vera í skóla. En svo
fór þetta að hvisast hvar skólinn
var, það var Austurbæjarbarna-
skólinn. Ég fór með mín þrjú
börn í skólann og fyrstu vikurn
ar þá var þetta alveg hreint í
megnasta ólestri, bæði skólagang
an, kennslan, ferðirnar í skól-
ann og annað slíkt og ég talaði
við skólastjórann yfirkennara og
þeir báru það að þeir hefðu
fengið að vita með viku fyrir-
vara frá yfirvöldunum, að þeir
ættu að fá öll þessi börn auka
í skólann og að skólinn væri
svo margsetinn, og tæki það mjög
langan tíma að koma þessu öllu
í réttar skorður,_ og sá tími er
ekki liðinn enn. Ég á stúlku sem
fer t.d. einn tíma ofan af Breið-
holti fyrir hádegi. Hún má ekki
hafa með sér nesti, hún má ekki
hafa brauðmat, það óhreinkar
skólastofurnar og annað slíkt
og hún kemur heim með skó’la-
bílnum, sem kemur kl. hálf eitt
og hún á að vera mætt aftur
kl. eitt. Síðan kemur hún heim
aftur kl. hálf sex. Á þessum
tíma hefur barnið ekkert tæki-
færi til að fá sér mat. Einnig
er þetta með tvo drengi, þeim
er fyrirboðað að hafa með sér
nesti. En börn þurfa að borða
og mér finnst þetta mjög óheppi
legt ef ekki er hægt að koma
því fyrir í skólanum að það sé
til matstofa. Ég vil spyrja um
í sambandi við heimkeyrsluna að
Hjaltabakka og Grýtubakka, þeg
ar maður kemur aðalveginn, eru
það eigendurnir sem teljast eiga
Framhald á bls. 27