Morgunblaðið - 09.11.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.11.1968, Blaðsíða 1
28 SIÐUR Stúdentar í Prag boða nýjar mótmælaaðgerðir — Atferli kvislinga fordœmt Ungir stræti Tékkar í Prag kveikja á afmæli í sovézkum fána við Washingtonova- sovézku byltingarinnar. Prag, 8. nóv. — AP-NTB HÁSKÓLASTÚDENTAR í Prag hvöttu til þess í dag, að efnt yrði til nýrra mótmæla- aðgerða á alþjóðadegi stúd- enta 17. nóvember til þess að heiðra minningu „allra stúd- enta sem fórnuðu lífi sínu fyrir frelsi landsins og frjálsa hugsun“. í áskoruninni sagði, að mótmælaaðgerðirnar gætu orðið undanfari allsherjar- verkfalls stúdenta, en þótt þær yrðu ekki í eðli sínu andsovézkar yrði mótmælt er lendri hersetu hvarvetna í heiminum. Stúdentarnir von- ast eftir alþjóðlegum stuðn- Lestarræningi handtekinn — eftir fimm ára víðtœka leit London, 8. nóv. (AP). BRUCE Reynolds, sem grunaður er um að hafa verið fyrirliði lestarræningjanna er stóðu að lestarráninu mikla í Bretlandi fyrir fimm árum, var handtek- inn í dag. Hefur hann um fimm ára skeið verið efstur á lista Scotland Yard yfir eftirlýsta glæpamenn. Reynolds var handtekinn í Torquay, sem er vinsæll sumar- Ný tillaga Thieus um friöarviöræður Vill tvœr sendiefndir, aðra undir forystu Suður-Vietnam — Saigon og Washington, 8. nóvember. NTB—AP. FORSETI Suður-Vietnam, Nguy- en Van Thieu lagði til í dag, að tvær sendinefndir tækju þátt í hinni fyrirhuguðu friðarráð- stefnu í París, önnur undir for- ystu Suður-Vietnam með þátt- töku Bandaríkjanna, hin undir forystu Suður-Vietnam með aðild Viet Cong. Forsetinn sagði í sjónvarpsræðu, að þar sem Framhald á bls. 27 leyfisstaður brezkra auðkýfinga á suðurströnd Englands. Bjó Reynolds þar nú með konu sinni og tveimur börnum, en ekki er vitað hve lengi. I tilkyniningiu lögreglunnar í dag uan handtöku Reynolds segir, að hiamn hafi verið tek- inn í sambandi við lestarránið hinn 8. ágúst 1963. Er eikki tekið fram að hann hafi verið foringi ræningjanna 15, sem ránið frömdu, en brezik blöð hafa alltaf haldið því fram að Reynolds hafi skipulagt ránið. Ránið var framið fyrir norð- aiustan London. Tókst rænángj- unum að stöðva hraðlest á leið til London, en meðai varnings, sem lestin flutti, voru notaðir penimgaseðlar, sem átti að eyði- leggja. Er talið að ræningjarnir hafi komizt yfir um 2% milljón sterlingspunda, og hefuæ lög- reglunni til þessa aðeins tekizt að hafa upp á tíunda hliuta upp- hæðarinnar. Var það skömmu etftir ránið þegar um 250 þúsund Framhald á bls. 2 ingi, að því er góðar heim- ildir herma. Sovézkir fánar voru dregnir niður af byggingum í dag, eftir vináttudag Tékkóslakíu og Sovét ríkjanna á afmæli sovézku bylt- ingarinnar og mótmælaaðgerðir þúsunda æskufólks, sem brenndi sovézkum fánum og hrópaði „Rússar farið heim“. Tugir ungl- inga voru handteknir í óeii'ð- unum, sem lauk ekki fyrr en kl. 3 eftir miðnætti að staðartíma, þegar lögreglan hafði beitt kylf- um, táragasi og vatnsslöngum til þess að dreifa mannfjöldanum. Opinberlega er sagt að 137 hafi verið handteknir. KVISLINGUM MÓTMÆLT Málgagn kommúnistaflokksins, „Rude Pravo“, birti í dag mót- mæli gamalreyndra flokksmanna sem mótmæltu atferli réttlínu- kommúnista. Tilraunir þessara harðlínumanna t il þess að knýja fram breytingar á núverandi for- ystu komu berlega í ljós þegar Framhald á bls. 27 Bítils-skilnaðir London, 8. róv (AP). FRÚ Cynthia, kona John Lenn- ons bítils, fékk í dag skilnað frá manni sínum vegna hjúskapar- brota hans með japönsku lista- konunni Yoko Ono. John Lenn- on mætti ekki fyrir rétti þegar skilnaðarmálið var tekið fyrir. Hann gistir nú við sjúkrabeð Yoko Ono í sjúkrahúsi einu í London. Yoko og John eiga von á barni í febrúar, og var óttazt að hún missti fóstrið. Er hún und ir læknishendi, og neitar John að yfirgefa hana. Sefur hann á næturnar í svefnpoka á gólfinu við rúm ástmeyjar sinnar. Alexandros Panagoulis fyrir herréttinum í Aþenu í gær. Tilrœðismaður Papadopoulosar fyrir rétti: Rétfarhöld í Póllandi Varsjá, 8. nóv. (AP). FREGNIR hafa borizt um réttar- höld í Pólandi í málum stúdenta, sem sakaðir eru um andstöðu við innrás Varsjárbandalagsríkjanna í Tékkóslóvakíu. Freg-nir þessar eru óstaðfestar, en hafðar eftir áreiðanlegum heimildium, og sagðar í beiniu framhaldi af a/uiknu eftirliti og áróðursherferð kommúnista í æðri sikólum landsins. Samkivæmt þessum heimildum hefur þegar verið kveðinn upp dómur í máli eins stúdentanna, og var hann dæmdur til nokkra mánaða fangeisisivistar og látinn gireiða háa sekt fyrir að bera á sér áróðursrit. „ Núverandi ástandi verður aðeins breytt með ofbeldi “ Neitar samstarfi við Andreas Papand- reou og ráðherra í Kýpurstjórn Aþenu, 8. nóvember — NTB-AP ALEXANDROS Panagoul- is, 30 ára gamall óbreyttur hermaður, játaði fyrir her- rétti í Aþenu í dag, að hann hafi reynt að ráða Georg Papadopoulos, for- sætisráðherra, af dögum og sagði, að göfugasti dauðdagi sannrar frelsis- hetju væri að falla fyrir aftökusveit harðstjóranna. Pamagoulis er úr hópi 15 Grikkja, sem leiddir hafa verið fyrir herréttinn, ákæirð- ít fyrir að hafa tekið þátt í samsæri um að myrða Papa- dopoulos, forsætisráðhema, og steypa herforingjiastjórninini af stóli. Morðtilfraunin átti sér stað í ágúst. Sakborningarnir eiga það á hættu að verða dæmdir ti'l dauða eða í ævi- lamgt faingelsi, samkvæmt tuttugu ára gömlum lögum sem beinaist gegn undirróðri komimúnista og uppreismartil- raunum. Alexandros Panagoulis, sem strauk úr gríska hernum og Frambald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.