Morgunblaðið - 09.11.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.11.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1968 3 Frá sýningunni á silfurmununum frá Georg Jensen og hinni nýju verzlun Jóh. Norðfjörð hf. að Laugavegi 5. Stúlkurnar standa við sýningarskáp hins danska fyrirtækis, en silfurmunirnir þar njóta sín engan veginn á myndinni .X.h. er T. Brandstrup, framkvæmdastjóri útflutnings- deildar liins danska firma og Wilhelm Norðfjörð, umboðsmaður og eigandi verzlunarinnar. Sýning á listmunum úr silfri við opnun verzlunar Silfur frá Georg t DAG opnar Jóh. Norðfjörð hf. nýja verzlun í hjarta verzlunar- svæðis höfuðborgarinnar, Lauga- vegi 5. Með opnuninni verður hafin sérstök sýning á fjölda silf urmuna ,silfurskartgripa og borðbúnaðar frá Georg Jensen í Kaupmannahöfn. Fjöldi þessara muna er lánaður hingað frá firm anu í Kaupmannahöfn, svo ís- lendingum gefizt kostur á að sjá það bezta í silfurmunafram- leiðslu heimsins. Verðmæti sýn- ingarmuna nemur um 800 þús- unda króna. f tilefni þessarar sýningar kom hingað til lands T. Brandstrup, forstjóri útflutn- ingsdeildar Georg Jensen Sölv- smedie A/S. En þú sérstök áheirzla verði löígð á got't úrval hins mikla silf- ur- og stálvairnings frá Georg Jen.sen, verður í veirzluninni einnig úrval vöru frá Kongelig Porcelæn Fabrik, Alpinia úr og kiukkur í miklu úrvali, gull, silfurvörur, kopar og tiinvaming ur víða að, krystalsvörur og alls kyns gjafavörur. Silfurmunir frá Georg Jensen hafa hlotið aðdáun allra eir til þekkja. Sýniingarmunimir gefa nokkra hugmynd um glæsileik fraimleiðslumiar. Georg Jensen Sölvsmedie er stærst samsvairandi firimia í Evrópu. Ekki er vitað um annað slíkt firma sem jafn mikinin út- flutning hefur. STOFNAÐ SMÁTT — VARÐ STÓRT Firmað stofnsetti Georg Jen- Jensen á sýningu sen með lítilli smiðju 19. apríl 1904. Smíði hams og listmunir vöktu fljótt athygli fyriir frá- bært haindbragð, sarma list. 'Hann skóp mörg listaverk úr sil'fri sem skipa mú sæti meðal safngiripa víöa um heim og hlot- ið hafa verðlaun fyrir fegurð. En firmað óx og óx og margir liista- menn hafa lagt hönd á plóginn ti.1 að vinna framleiðslu f.irmans þá frægð sem hún í dag nýtur. Meðal listamannanna sem teikn- að hafa og skapað hina fögru muni má nefna Johan Rodhe, Henning Koppel, Sigvard Berna- dotte og Magnus Stephensen, sem mun vera af íslenzkum ætt- um. Alls vinna nú við firmað um 300 manns. Það hefur löngum verið aðals- merki firmans að binda sig ekki við nein sénstök stíleinkenni eða stíleftirlikingar. Framleiðsían hefur þess vegna ætíð þótt hafa sérstæðan svip og vera nánast „á undan sinni sarntíð", mótun nýs tíma í silfursmíði, en bera ekki svip stíleftirlíkinga. Smíðtegripir frá Georg Jensen eru í ríkari mæli handunnir en annairs staðar gerizt og yfirleitt er hjá firmanu notiað meira silf- ur í smíðisgripina en hjá öðr- um ,að sögn T. Brandstrup. Smíðisgripi frá Georg Jensen er og að finna í tugum eða hundraða safna víða um heim, þjóðminjasöfnum, listiasöfnum og söfnum Hstvinafélaga. Miargir þeirra hafa hlotið verðlaun fyrir fegurð og fullkorrunun í list. Firmað framleiðir ekartgripi, borðbúnað og alls kyns stærri sil’furmuni. Á stríðsárunum, þá er erfitt var um útvegun á silfri, hófst framleiðsla á borðbúnaði úr stáli og hefur hún einnig náð feikna vinsældum. HIB NÝJA HÚSNÆÐI Hið nýja húsnæði Jóh. Norð- fjörð hf. sem nú er tekið í notk- un, er í gömlu húsi og þurfti því umfangsmiklar breytingar . að gera. Hafa margir lagt hönd á plóginn og unnið gott verk við erfiðar aðstæður. Gunnar Theodórsson, hú&gagna arkitekt, hefur gert allar teikn- ingar og haft yfirumsjón með verkinu. Erlingur Reyndal, húsa- smíðameistari, hefur annazt breytingar á húsinu. G. Gunniar Einarsson ,málarameistari, ann- aðist málningu. Sigurður R. Guð jónsson, rafvirkjameistari, hefur annast ljósalögn og má sénstak- lega benda á nýjung í þeim efn- um, þar sem eru lampar á sér- stökum ljósbrautum, oig má færa þá eftir vild. Húsgagniaver.kstæði Friðriks Þorsteinssomar hefur séð um allaæ innréttingar. Marteinn Davíðs'son hefur séð um lagningu líparíts úr Drápuhlíðarfjöllum á forhlið verzlunarinmar. Oddur Geirsson sá um miðstöðvar- og hreinlætislögn. Henrik Annió sér um auglýsingatæikni og Daði Ágústsson, ljóstæknifræðingur, gaf góð ráð. ■ 7 skip með afln Rændu einni flug- vél í eigu Onassis París, 8. nóv. (AP) TVEIR vopnaðir farþegar neyddu í dag gríska farþegaþotu frá Olympic flugfélaginu til að lenda aftur á Orly-flugvelli við París skömmu eftir flugtak. Átti vélin að fljúga til Aþenu. Voru mcnnirnir tveir handteknir eft- ir að flugvélin lenti. Flugvélarræningjarnir báru skammbyssur og handsprengjur. Annar þeirra fór fram í stjórn- klefann, miðaði skammbyssu sinni að flugstjóranum og skip- aði honum að snúa við, en á með an gekk hirin um farþegarýmið og afhenti farþegum dreifimiða frá „Alþjóðasamtökum skæru- liða“ á vegum Grikklands. Stóð á miðanum að samtökin hefðu hertekið flugvélina og snúið henni við. Væri þetta liður í skemmdarverka-aðgerðum gegn fasistastjórninni í Grikklandi. „Olympic flugfélagið er eign auð kýfingsins Onassis, sem styður valdaníðingu gegn grísku þjóð- inni“, segja skæruliðar. „Olym- pic flugfélagið flytur ferðamenn og kaupsýslumenn, sem með pen ingum sínum stuðla að áfram- haldandi setu einræðisstjórnar- innar“. Lauk ávarpi skærulið- anna með orðunum „Lengi lifi Papandreou", og er ekki vitað hvort átt er við George Papan- dreou fyrrveranidi forsætisráð- herra, sem er nýlátinn, eða son hans Andreas, sem er landflótta. HAGSTÆTT veður var á síldar- miðunum um 50—60 mílur aust- ur af Norðfjarðarhorni fyrri sól- arhring, en lítið fannst af síld og var hún mjög dreifð. Sex skip þar tilkynntu um afla, sam- tals 270 lestir, og eitt skip fékk 130 lestir á Breiðamerkurdýpi. í gær var ágætt veður á miðun- um. Skipin sjö, sem afla fengu fyrri sólarhring, voru: Helga II RE 100 lestir, Lémur KE 30, Jón Finnsson GK 15, Óskar Halldóra:on RE 35, Héð- inn ÞH 50, Eidborg GK 40 og Gissur hvíti SF fékk 130 lestir á Breiðamerkurdýpi. Moskvu, 8. nóvember. NTB. NIKOLAI Podgorny, forseti So- vétríkjanna, óskaAi í dag Richard M. Nixon til haminigju með sig- urinn i bandarísku försetakosn- ingunum og lét í ljós von um að sambúð Sovétríkjanna og Banda- rikjanna batnaðL Héraðsfundur Árnes- prófustsdæmis SUNNUDAGINN 10. nóvember verður haldinn héraðsfunduæ Ár- nessprófastsdæmis á Selfossi. Prestaæ héraðsins munu messa í eftirtöldum kiækjum í nágrenmi fundarstaðarins: Hjalla, Kot- strönd, HraurugerðL Villingaholti, Stokikseyri og Eyrarbakka. Mess- uænar verða í öHum kirkjunum kl. 1 e.h. Klukkan 3:30 safnast héraðsfundarfuliltæúar saman til fundaæ í Selfosskirkju. Auk venjulegra fundarstarfa mun síra Bernharður Guðmundsson veita þar fræðsJu um notkun fjöl miðlunartækja í þágu kirkjunm- ar. Er áhugamönnum um þau mál boðin þátttaka í þeiæri fræðslu, þó þeir séu ekki úæ hópi fundarmanna. Gert er réð fyrir að sú fræðsla hefjist kL 6. Um kvöldið kl. 8:30 verður al- menn samoma í Selfosskirkju. Hún er heiguð BiblíuféLaginu, sem sér um útgáfu biblíunnar á íslandi og er elzta útgáfutfélag ísilands. Þar verða til sýnis ailaæ íslenzkaæ Biblíur fornar og nýj- ar. Mun framkvæmdastjóri Biblíu fédagsins Heæmann Þorsteinsson annast fræðslu um Bilblíiuna og starf félagsins. Á þeiræi saimkomu synguæ kirkjukór Gaulverjabæj- ankirkju nokfcur lög mieð undir- Ueik Pálmars Eyjóltfssonaæ oæigan- ista. — í tframihal'di af þessaæi samkomu verðuæ guðsþjónusta, sem verður að því leyti tfrábrugð in, að þrír liðir messunnaæ verða einsömgur, sem ungt fólk úr Reykjavík syngur við undirleik Gústafs Jóhanmesson, organista í Laugneskirkju. Þar miunu og tveir prestar tflytja eima predikun í samtalsformi. Að öðru lieyti verður almiennur kirkjusönguæ og annast hinn nýi organisti Sel- fosskirkju Abel Rodrigues Lor- etto umdirleik. Hann mun og leika tforspil og eftirspil. Athygli skal vakin á, að á sýn- ingu þessari verða gersemar, sem fæstir fá önnur tækifæri tiil að sjá, og messa hefur aldæei fyrr verið flutt með þessum hætti austanfjalls. ♦ ♦ ■«--- Tonleikar d flkureyri Akureyri 6. nóv. FRÚ Aða'lheiður Guðmundsdótt- ir, mezzósópran, hélt tónilieika í Akureyraækirkju s.L sunnudags- kvöld. Páll Kr. Pálsson lék undir á ongel. Á íyirri hluta etfniss'krárinnar voru 'lög eftir G. F. Hanöed, Guð- rúnu Þorsteinsdóttuæ, Fjölni Stefánisson og Michael Head, en síðari hlutinn var 6 andleg Ijóð eftiæ L. von Beethoven. Að tóndeikunum iloknum ávaæp aði séra Birgir Snæbjörnsson fyrir hönd áheyrenda sömgkonu og undirleikaira og þafckaði þeim komiuna Norðuæ og eftirminni- leiga kvöldstund. Síldorsöltun ó Breiðdalsvík Breiðdalsvík, 8. nóvember. , HINGAÐ hafa borizt af heima- bátum 1878 tunnur, sem saltað var í um borð á miðunum, og í landi hefur verið saltað í 1140 tunnur. Samtari 3018 tunnur upp saltaðar. ALLS var slátrað í sláturhúsinu hér 9418 kindum og 92 nautgrip um og var slátrun ekki lokið fyrr en um síðustu mánaðamót. Gripir þessir 'oru úr Breiðdals- og Stöðvarhreppum svo og frá nokkrum bæjurn í Berunes- og Fáskrú ðsf jarða rnr eppi. — Fréttaritari. STAKSTEIHAR ,,Blað allra ílokka“ Eftirfarandi klausa birtist í síðasta tölublaðið „Frjálsrar Þjóð ar:“ „Það vekur athygli, hversu Morgunblaðið hefur að undan- förnu kappkostað, að skýra les- endum sínum nákvæmlega frá málefnum Alþýðubandalagsins. Varla er nokkur sú samþykkt gerð í þeim herbúðum, að hún sé ekki rakin nákvæmlega í Mbl„ með myndum, viðtölum og ná- kvæmum útlistunum. Svo er nú komið, að Alþýðubandalags- menn líta fyrst í Mbl. vilji þeir fá nákvæma og greinargóða frá- sögn um málefni flokks síns. Það hefur löngum verið á al- manna vitorði, að Sjálfstæðis- flokkurinn er flokkur allra stétta — nú er allt útlit fyrir að Morg- unblaðið ætli að verða blað allra flokka.“ Þessi klausa birtist sem sagt í vikublaði, sem formaður Kommúnistaflokksins lýsti ný- verið yfir, að styddi flokk sinn. Nýútkomið blað á vegum Komm únistaflokksins er hins vegar ekki sammála ofangreindu stuðn ingsblaði flokksins um greinar- góðar og nákvæmar frásagnir Mbl. af málefnum Kommún- istaflokksins. Þetta nýja blað segir m.a.: „Ein þeirra tilrauna sem gerð hefur verið í því skyni að gera Alþýðubandalagið tor- tryggilegt hefur birzt í and- stæðingablöðunum á degi hverj- um eftir að landsfundinum lauk, einkum Morgunblaðinu......... Fyrirsögn Morgunblaðsins um að landsfundurinn hafi neitað að fordæma innrásina er vísvit- andi ósannindi ..“ Af þessum ummælum má sjá að kommún- istum kemur ekki saman um Morgunblaðið frekar en önnur mál! Hvar eru áhrif verka- lýðsforingjanna ? Eitt af því eftirtektarverðasta vlð landsfund Kommúnistaflokks ins, sem haldinn var um síðustu I helgi, var það hversu áhrifalitlir | verkalýðsforingjarnir eru orðnir , innan flokksins. Formaður komm I únista er lögfræðingur, varafor- maðurinn veðurfræðingur, ritar- inn er að vísu formaður verka- lýðsfélags, en hann var ekki kjör inn vegna þess heldur hins, að hann studdi I-listann í síðustu kosningum. Hann er partur af þeirri yfirbreiðslu, sem kommún istar eru enn að dröslast með. t sjálfri miðstjóminni eru 27 full- trúar en aðeins 4 þeirra eru meiriháttar verkalýðsleiðtogar, Eðvarð, Guðmundur J., Jón Snorri og Þórir Daníelsson, sem einnig er hluti af yfirbreiðslunni. Hins vegar eru menn eins og Snorri Jónsson og Benedikt Davíðsson á varamannabekk. Þessar staðreyndir sýna glögg- lega hver hlutur verkalýðshreyf- ingarinnar á að vera í Kommún- istaflokknum. Hún er ekki áhrifa afl í þeim herbúðum heldur er henni ætlað hlutverk þjónsins. Verkalýðsleiðtogarnir eiga að taka við fyrirmælum á miðstjórn arfundum og framkvæma þau fyrirmæli. Síðan verða þeir kall- aðir á fundi í Kommúnistaflokkn um og látnir gefa skýrslur um það hvernig þeir hafi staðið að framkvæmd þessara fyrirmæla. Á þeim fundum munu þeir liggja undir þungum ákúrum, þegar kommúnistum þykir þeir ekki hafa gengið nægilega vasklega fram. Þetta er ömurlegt hlut- skipti fyrir menn eins og Eðvarð Sigurðsson og Guðmund J. Guð- mundsson. En það sýnir einnig, að Kommúnistaflokkurinn er eng inn verkalýðsflokkur — völdin eru í höndum skrifborðsmanna af ýmsu tagi. f t < <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.