Morgunblaðið - 09.11.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.11.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1968 > i > »H,elnta« Bréfaservíettur, bómull og Módess. Póstsendum. HELMA Hafnarstræti, sími 11877. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Hagstætt leigugjald. Símí 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748. Sigurður Jónsson. BILALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. 350,- kr. daggjald. 3,50 kr. hver kílómetri. BÍLALEIGAN AKBRAUT SENDUM NÝIR BÍLAR ÁRG. ’69 SÍMI 8-23-47 SAMKOMUR K.F.U.M. á moorgun: Kl. 10,30 f. h. Sunnudaga- skólinn við Amtmannsstíg. Drengjadeildirnar í Langa- gerði og Félagsheimilinu við Hlaðbæ í Árbæjarhverfi. — Barnasamkoma í Digranes- skóla við Álfhólsv.eg í Kópa- vogi. Kl. 10,45 f. h. Drengjadeild- in Kirkjuteigi 33. Kl. 1,30 e. h. Drengjadeild- irnar við Amtmannsstíg og drengjadeildin við Holtaveg. Kl. 8,30 e. h. Almenn sam- koma í húsi félagsins við Amt mannsstíg. Séra Lárus Hall- dórsson talar. Sex kórfélagar syngja. Alþjóðabænavika K. F.U.M. og K.F.U.K. hefst. — Allir velkomnir á samkom- una. 0 Saknar Ieynilögreglu- mynda Sjomarpið þarf ekki að kvarta undan sinnis’.eysi almennings. Hér er enn eitt bréf um það: „Velvakandi: Ég sá að Sjónvarpið er enn komið á dagskrá í dálkum þín- um og eftir lestur þriggja bréfa um frammistöðu sjónvarps- manna að undanförnu ákvað ég að stinga niður penna og leggja fáein orð í fcelg. Ég verð að feegja. að vetrardagskrá Sjón- varpsins hefur ekki uppfyllt þær vonir, sem ég var búin að gera mér um efni þess eftir góð fyrir- heit forráðam-nna þess, og veit ég að sambýbsfólk mitt. og kunn ingjar eru vel flestiv á sama máli. Að vís i hafa ýmsir góðir þættir bætzt við dagskrána, en aðrir jafnágæt’r eða betri verið látnir hverfa af einhverjum ann PwðmtWa&iíi arlegum ástæðum, sem mér eru ekki ljósar. Ég man það, að formaður Sjón varpsráðs sagði í viðtali fyrir nokkru að þæ’tir eins og Dýrling urinn, Harðjaxii-m og Haukuryrðu ekki gjörsamlega útilokaðir, held ur sýndir armað veifið í dag- skránni í vetu . En nú er okk- ur farið að .engja eftir þessu efni og þó að Melissa sé ágæt, þá standa þtir þremenningar henni fyllileg'j á sporði. Það hlýt ur að vera blutverk dagskrár- stjórans í Sjonvarpinu að kynna sér þessi viðnorf áhorfenda, og ég trúi ekki öðru en að vart hafi orðið við þessar óskir fyrr. Menn óska mjög almennt eftir slíkum leynilögreglumyndum í sjónvarpinu, og þó að þeir séu ekki efnislega stórmerkilegir, þá veita þeir stundargaman og spennu, sem sjónvarpsmenn er- lendis, með miklu ríkari reynslu að baki í þessum efnum en okk- ar annars ágætu nýliðar í fag- inu, telja sjálfsagt að veita á- horfendum sínam.“ 0 Frágang þátta má bæta „Annars má margt gott um sjón varpið segja. Ég gerði mér ekki ýkja háar hugmyndir um það, frekar en flestir aðrir í upphafi, Heildsölu- og umboðsverzlun með mjög góðum umboðum til sölu, selst í einu lagi eða að hluta. Lítill góður vörulager. Tilboð merkt: „Sala — 6585“ sendist blaðinu fyrir 14. 11. 1968. Hef opnuð tunnlækningustoiu að TÚNGÖTU 7, sími 17011. BJÖRGVIN JÓNSSON, tannlæknir. Aðuliundur STEFNIS F.U.S. í Hufnuríirði verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu sunnudaginn 10. nóv. kl. 15. Venjuleg aðlfundarstörf. STJÓRNIN. INNFLUTNINGS- OG UMBOÐSVERZLUN öskur eftir meðeigundu Framlag þyrfti að vera um 1 milljón. Mjög góð sam- bönd erlendis og innanlands. Tilboð merkt: „Meðeigandi — 6762“ sendist blaðinu fyrir 13. þessa mánaðar. Próf í bifvélovirkjun verða haldin laugardaginn 23. nóvember. Umsóknir sendist formanni prófnefndar fyrir 20. nóvember. en starfsmenn sjónvarpsins hafa oft komið okkur þægilega á óvart þó að mörgu sé líka áfátt. Frá- gangur ýmissa þátta er langt frá þvi að vera nógu góður. Oft ber á ónákvæmni ’ ið gerð íslenzkra texta, stundum er lesandinn með myndinni látinn tala um of fyrir munn þeirra sem sjást tjá sig, og þar finnst mér textann oft vanta Ég álít ennfremur að lengra mætti líða á milli sýn- inga á þátturo úr sömu syrpum eins og t.d. Maupassant. Þessar myndir voru hm bezta skemmtun til að byrja in.'ð, en nú er mað- ur heldur farian að þreytast á þeim. Börn hafa o-ð á því, að barna- tíminn sé lélegri en áður, of mik- ill sögulestur og of mikið endur- tekið efni. Og börnin spyrja af hverju jafn vinsæll gestur og Krun.mi sé hættur að koma í heimsókn. Hún Rannveig, sem stendur sig annars ágætlega sem stjórnandi, ætti nú að endurnýja kynni við Krumma á næstunni." 0 Fréttamenn og þættir þeirra „Flestir eru sammála um ágæti sjónvarpsfréttanna. Þær eru fjöl- breytuegar og fram bornar með öðrum og skemmtilegri hætti en við höfum vanizt hjá útvarpi og blöðum. Frettamenn sjónvarps ins virðast valið lið og færir í flestan sjó. Efni þeirra í dag- skrá utan fréttanna er líka með þvi athyglisvtrðasta, sem Sjón- varpið flytur. Á ég þar við þætti eins og um Vestmannaeyjar, Fær eyja: að ógleymdum föstum lið- um eins og erlendum málefnum. Sá þáttur er búinn að vera frá upphafi sjónvarpsins en hefur þó tekið útlitsbreytingum, sem ég held að séu nauðsynlegar fyrir fastaþætti. Og í tilefni af þessu vildi ég aðeins mælast til þess að jafn ágætur þulur og frétta- maður sem Markús öm Antons son er, komi oftar fram í viðtöl- um við innlenda aðila og þá helzt stjórnmálamenn, sem hann virðirt kunna að ræða við mátu- lega léttilega. Vona ég að Mark- ús sé ekki of önnum kafinn við að fylgjast með erlendum málefnum og heimsvandamálum, að hann megi ekki vera að þvl aS bregða sér á skerminn aðeins oft ar. Og þar sem þetta em nú allt góðkunningjar á flestum heimil- um þá langar mig til að spyrja hvort þú getir upplýst mig um hvar Eiður Guðnason, sá ágæti sjónvarpsmaður, elur manninn um þessar mundir. Við söknum hans úr hópi þeirra fjórmenning- anna. Og áður en ég lýk þessu spjalli minu um sjónvarpið vildi ég að- eins biðja hinn nýja dagskrár- stjóra sjónvarpsins, Jón Þórarins son, að sjá til þess að í jafn stuttri dagskrá og hann getur boð ið okkur, verði leitast við að hafa efnið sem fjölbreytilegast og komi í veg fyrir stöðnun hjá jafn ungri stofnun, sem stundum hefur bólað a með vali langra syrpu-þátta, sem sýndir hafa ver- ið oí oft og orðið leiðinlegir áður en varði. Það er nauðsyn- legt að vera vel á verði hjá sjón- varpinu, þá ekki sist í þessum efn um. Vertu svo blessaður Velvak- andi góður. Kröfuharður sjónvarpsáhorfandi." Velvakanda er ljóst af þeim „sjónvarpsbréfum", sem honum hafa borizt, að leynilögregluþætt- irnir eru vinsælir — en hann get- ur þó ekki tekið undir þá „kröfu hörku“, að þeir verði „dóminer- andi“ í sjónvarpinu. Hins vegar er hann á sama máli og bréfrit- ari um að lengra mætti líða á milli „syrpu-þáttanna“, það er að segja séu þeir sjálfstæðir hverog einn. Fréttir sjónvarpsins hljóta eðli málsins samkvæmt að vera „mat- reiddir" á annan hátt en fréttir útvarps og blaða. Sjónvarpsmenn hafa þar mikla möguleika — en líka gryfjur, sem þeir geta fallið i, þar sem ætíð er hætta á, að fréttirnir miðist um of við þær fréttamyndir, sem þeim berast i hendar. Gildi sumra þeirra er skiljanlega takmarkað fyrir okk- ur. Eftir því sem Velvakandi veit bezt dvelst Eiður Guðnason í Sví þjóð (Stokkhólmi) um þessar mundir — og kemur væntanlega tvíefldur heim aftur. Umsóknir um styrk úr styrktarsjóði ekkna og munaðarlausra bama-ís- lenzkra lækna sendist undirrituðum fyrir 6. desem- ber n.k. Rétt til styrks úr sjóðnum hafa ekkjur íslienzkra lækna og munaðarlaus böm þeirra. ÓLAFUR EINARSSON, læknir Ölduslóð 46, Hafnarfirði. Beztu bókukuup úrsins Við eigum ennþá nokkur sett af Nordisk Konversa- tions Lexikon á sama verði og fyrir gengislækkunina í nóvember 1967. Öll 9 bindin og ljóshnöttur á kr. 7.550.00, með okkar hagstæðu afborgunarkjömm. Afborganir eru í ísl. krónum. Gegn staðgreiðslu kr. 6.795.00. Hér er um sömu útgáfu að ræða og seld er í Dan- mörku á d. kr. 1.138.00. Ennfremur eigum við nokkur eintök af Martins Verdens Atlas á 967.00. Sú bók kostar í Danmörku d. kr. 148.00. Framangreind verð eru aðeins bundin við hið mjög takmarkaða upplag sem við eigum af þessum verkum í dag. BÓKABÚÐ NORÐRA Hafnarstræti 4 — Sími 14281. >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.