Morgunblaðið - 09.11.1968, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1968
í vesturvíking
Rœtt við skipstjórann og /. stýrimann
á Erni RE, sem í dag heldur til síld-
veiða við austurströnd Bandaríkjanna
SILFUR hafsins lokkar ís-
lenzka sjómenn á æ fjarlæg-
ari mið. Sú var tíðin, að sild-
in veiddist upp í landstein-
um að heita mátti, en síðdegis
í dag heldur síldveiðiskipið
Örn RE vestur um haf til síld
veiða við austurströnd Banda-
ríkjanna. Við þessa ferð eru
bundnar miklar og góðar von
ir og því þótti okkur ekki úr
vegi að spjalla ofurlítið við
skipstjórann, sem þarna ríður
á vaðið, Sævar Brynjólfsson,
og fyrsta stýrimann hans, Ing
ólf Falsson.
Það rigndi í Keflavík, þeg-
ar við kvöddum dyra að heim
ili Sævars. sem þegar tók
okkur í stofu. Þegar við höfð
um komið okkur vel fyrir og
þegið stórsígar hjá skipstjór-
anum, hófum við máls á því,
'hvernig honum litist á þessa
ferð.
flutningaskip utan við 12
mílna fiskveiðilögsögu Banda
ríkjanna, en flutningaskipið
flytur síldina til bræðslu í
Glouchester í Massachusetts-
fylki. Afköst verksmiðjunnar
þar eru um 500 tonn á sólar-
hring.
— Hvaða þjóðir sækja nú
mest á þessi mið?
— Þarna eru skip frá mörg
um þjóðum, en ég held, að
Rússarnir eigi einna stærsta
flotann. Tveir bátar frá Kan
ada eru þarna og veiða í
bræðsluna í Gloucester og
þar til fyrir skömmu veiddu
á þessum miðum þrír banda-
rískir bátar, sem einnig lögðu
upp hjá þessari sömu verk-
smiðju.
— Hvernig leizt svo áhöfn-
inni á þessa fyrirhuguðu
ferð?
— Yfirleitt vel, þeim sem
— Þú ert að læra á miðin,
segjuim við.
— Já, ég er svona að reyna
að átta mig á þessu, segir
Sævar og brosir.
— Hvað er löng sigling
héðan á þessi mið?
— Ætli við verðum ekki
um tíu sólarhringa á leiðinni,
ef við fáum sæmilegt veður.
— Og hvenær fáið þið svo
frí?
— Við fljúgum heim um
jólin og skiljum bátinn eftir
vestra.
— En hvað verðið þið lengi
þarna í allt?
— Það get ég ekki sagt um.
Ætli það fari ekki eftir ár-
angrinum.
— Þú ert aflakóngurinn á
síldveiðunum í ár.
— Ja, ég veit ekki, hvort
við erum í efsta sæti ennþá.
En okkur gekk illa, eins og
reyndar öllum öðrum. Við
byrjuðum í kring um mánaða-
mótin júní—júlí og báturinn
kom til Keflavíkur á sunnu-
dag. í millitíðinni lögðum við
bátnum í 3 vikur.
Om RE a siglingu við Vestmannaeyjar.
— Ég hef trú á þessu yfir
sumarmánuðina, en er ekki
vel ánægður með tímann núna,
sagði Sævar. Mér er sagt, að
þarna séu desember og janú-
ar verstu mánuðirnir, hvað
veður snertir, en í endaðan
febrúar byrji sumarið.
— Hvar ætlið þið að stunda
síldveiðarnar?
— Miðin sem við ætlum að
reyna, eru sunnan og norðan
^GLOUCESTER
B0ST0M
við Cape Cod, stutt undan
ströndinnL Þetta eru auðug
síldarmið, eftir því sem mér
er sagt, og síldin svipuð að
stærð að sjá og Ffxaflóasíld-
in, en eitthvað hnraðri. Mér
skilst að þetta séu tiltöluléga
ný mið.
— Og þið ætlið að setja
aflann í flutningaskip?
— Já. Við verðum að losa í
heimangengt áttu. Við verð-
um 13 á þar af tveir nýir
menn, sem ekki voru í sumar.
í þessari ferð verðum við fjór
ir fjölskyldumennirnir um
borð.
— Notið þið sömu nótina
vestra og á miðunuha hér?
— Nei. Við förum með nýja
nót, sem er allmiklu grynnri,
eða 50 faðmar. og 250 faðma
löng. f sumar vorum við með
nót, sem er 118 faðma löng.
Við verðum svo miklu
grynnra þarna vestur frá.
— Hvernig verður með olíu
og kost?
— Ég reikna með, að við
verðum að sækja hvoru
tveggja sjálfir og þá til Glou-
cester. Við getum tekið uim
mánaðarbirgðir hverju sinni.
Nú kemur frúin með kaffi
og meðlæti og við notum
tækifærið til að spyrja hana,
hvernig henni lítizt á þetta
ferðalag bóndans.
— Ja, hvemig lízt sjómanns
konum yfirleitt á útivistir
manna sinna? Ég held, að ég
verði að sætta mig við þetta
og kannske er ekkert verra
að vita af honum þarna en
lengst norður í hafi. Ég bíð
og sé hvað setur.
Að svo mæltu heldur frúin
aftur fram í eldhús, þegar
hún hefur hellt í bollana og
fullvissað sig um, að við ætl-
um að gera meðlætinu ein-
hver skil.
Á borðinu í stofunni liggja
mörg og mikil sjókort.
Sævar Brynjólfsson með konu sinni; Ingibjörgu Hafliða-
dóttur, og börnunum Hafliða, 3 ára, og Bryndísi, 7 ára.
Ljósm. Heimir Stígsson.
— Og tókuð ykkur sumar-
frí?
— Það má kannske kalla
það svo.
— Hvað fenguð þið svo
mikið þennan tíma?
— Það munu vera rétt rúm
3000 tonn.
— Söltuðuð þið um borð?
— Nei, við höfðum engan
útbúnað til þess.
— Hvað hefur þú stundað
sjóinn lengi, Sævar?
— Ég fór fyrst 14 ára á
sjó og 15 ára var ég, þegar
ég fór fyrst á síld. Skipstjóri
hef ég verið frá tvítugsaldri,
eða í 18 ár.
— Þú hefur þá fylgzt með
því, hvernig síldin hefur
breytt sér hér við land.
— Já. Og það eru miklar
breytingar. Auk þess að fjar-
lægjast landið æ meir í
byrjun sumars er síldin núna
miklu styggari og síðustu ár-
in hefur hún lítið sézt vaða.
— Hvernig er það? Eygir
þú möguleika fyrir íslenzkan
síldveiðiflota á miðunum við
Cape Cod?
— Vissulega er þessi mögu-
leiki fyrir hendi. Þegar lengst
var af miðunum í sumar tók
siglingin hingað á sjötta sól-
arhring. Haldj síldin áfram
að fjarlægjast landið í upp-
hafi sumarvertxðar, getur vel
farið svo, að ekki verði verra
að láta flutningaskipin sigla
vestan um haf en norðan úr
hafsauga, segir Sævar skip-
stjóri að lokum.
Frá Sævari héldum við svo
heim til Ingólfs Falssonar,
fyrsta stýrimanns á Erni, en
Ingólfur býr einnig í Kefla-
vík. Við tókum eftir því, að
hann hafði hert rigninguna.
— Mér lízt allvel á þessa
tilraun, segir Ingólfur, þegar
við spyrjum, hvert álit hann
hafi á vesturförinni. Þó litist
mér enn betur á hana á öðr-
um tíma.
Við verðum að gera okkur
grein fyrir því, að við förum
eiginlega á versta tímanum
og mér er sagt að í desember
og janúar geti gert þarna
vond veður, einkum þó fjær
ströndinni, en að því er mér
skilst verðum við jafnvel innT
an við 50 mílur undan landi
eða 4—5 tima stím. Ég held,
að við megum ekki gera okk-
ur of miklar vonir um árang-
ur fyrr en fer að líða á vorið.
— Hvað með sjávarkuld-
ann?
— Sjávarkuldi er þarna
miklu minni en út af Ný-
fundnalandi, þar sem togar-
axnir voru, enda eru þessi mið
um 5—600 mílum sunnar eða
suðvestur en togaramiðin
voru.
Og nú kemur frúin með
kaffi. Eftir nokkrar fortölur
Framhald á bls. 17
Ingólfur Falsson með konu sinni; Elinborgu Einarsdóttur, og sonum Einari Fal, 2
Margeiri, 7 ára. — Ljósm. Heiimir Stígsson.
ara,