Morgunblaðið - 09.11.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.11.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1968 Fylgishrun Verka mannaflokksins Einar Hákonarson við vinnu á einni grafíkmynda sinna. London, 8. nóv. (NTB) IHALDSFLOKKURINN brezki íók fylgi sitt verulega í auka- kosningum í New Forest kjör- dæmi í Suður-Englandi í dag, en fylgið hrundi af Verkamanna- flokki Harolds Wilsons forsætis- ráðherra og einnig tapaði Frjáls- lyndi flokkurinn miklu fylgi. Fyrirfram var talið víst að Patrick McNair Wilson fram- Einar Hákonarson opnar grafík- sýningu í Unuhúsi Heldur fyrirlestur um grafík á fimmtudag EINAR Hákonarson opnar sýn- ingu á grafíkmyndum í Unuhúsi kl. 4 á morgun. Sýning mun standa til 22. þ. m. og verður opin daglega frá kl. 2—10. Grafík er fremur lítt þekkt grein mynd listar hér á landi og er þetta fyrsta sýningin, þar sem ein- göngu eru sýndar grafíkmyndir. Einar er einn af fyrstu mynd- listarmönnunum hérlendis, sem leggur þessa grein fyrir sig að verulegu leyti, og á fimmtudag nk. mun hann halda fyrirlestur um grafík í Unuhúsi. Hefst fyrir. lesturinn kl. 8.30 sd. í sýningarskrá gerir Einar nokkra grein fyrir grafískum listaverkum, og segir m. a. „Grafísk listaverk eru þrykkt á pappír frá þrykkplötu, sem lista- maðurinn hefur sjálfur unnið myndina í með ýmsum hætti eftir eiginleikum plötunnar. Graf ísk listaverk eru í ákveðnum — oftast litlum upplögum, þar sem listamaðurinn hefur áritað og númerað hvert þrykk. í grafík er hvert þrykk frummynd." Alls eru 35 grafíkmyndir á þessari sýningu Einars, og eru þær allar til sölu. Upplag hverr- ar myndar eru frá 10—20, sem Varðorfélugar VARÐARFÉLAGAR eru minntir á að gera sem allra fyrst skil í mndshappdrætci Sjálfstæðisflokks ins, þar sem skammt er þar til dregið verður. Negrosólmar sungnir í Garðakirkju TVISVAR á ári eru haldnar sér- stakar kvöldathafnir í Garða- kirkju þar sem áherzla er lögð á ílutning tónlistar og þá jafnan ‘tekið fyrir ákveðið efni. Annað kvöld kl. 8.30 e. h. verður haldin sérstök kvöldat- höfn í Garðakirkju og þá fluttir negrasálmar. Þorkell Sigurbjörns son flytur erindi um þessa teg- und tónlistar og þrír landskunn- ir söngvarar, þeir frú Svala Ni- elsen, frú Margrét Eggertsdóttir og Jón Sigurbjörnsson, óperu- söngvari ásamt Garðakómum flytja nokkra negrasálma undir stjórn og undirleik Guðmundar Gilsso'nar, organleikara. Að lokinni kvöldathöfninni verður kaffisala i samkomuhús- inu að Garðaholti og mun allur ágóði af henni renna til Hjálpar- sjóðs Garðasóknar, en nokkrar konur í sókninni hafa gefið allar veitingar og vinnu við kaffisöl- una. Frá Tónlistarfélagi Garðahrepps. hefur í för með sér að verð hverrar myndar er lægra en ger- ist og gengur — eða frá 1500 í 4000 krónur. Einar er 23 ára að aldri og hefur stundað nám við Mynd- lista- og handíðaskólann og lista- háskóla í Gautaborg, þar sem hann lagði stund á grafík. Hann kennir nú við Myndlistar- og handíðaskólann. Einar hefur átt myndir á fjölda sýninga erlendis, og hlaut verðlaun fyrir framlag sitt á al- þjóðlegri sýningu í Júgóslavíu 1967. Hann á nú verk á alþjóð- legum sýningum, sem haldnar eru um þessar mundir í Júgó- Samkoma í Hafnur- íjarðarkirkju ÁFENGISVARNARNEFND Hafn aifjarðar efnii til samkomu í Hafnarfjarðarkirkju sunnudag- inn 10. nóvember klukkan 17 í tilefni bindindisdagsins. Séra Björn Jónsson flytur ræðu. Séra Garðar Þorsteinsson flytur ávarp og ritningarorð, Þór unn Ólafsdóttir syngur einsöng, Páll Kr. Pálsson leikur á orgel og kirkjukórinn syngur. HoUað réttu móli Breiðdalsvík, 8. nóvember. ÞAÐ vakti undrun hér, hve hall að var réttu or.áli í útvarps- og blaðafréttum um ástand vega hér eystra um síðustu mánaðamót. Fullyrt var, að allir vegir hefðu lokazt vegna snjóa, en það sanna er, að Suðurfjarðarvegur var fær og vegurinn milli Breið- dalsvíkur og Egilsstaða var far- inn á tveimur klukkustundum, sem um hásumsr. Það skaðar ekki að upplýst sé, að Breiðdalsheiði í Suður- Múlasýslu er oftast mjög snjó- lítil og þar er einn bezti vegur á Austurlandi. — Fréttaritari. 7 stjórn Hasselby- stofnunarinnar — Á FUNDI borgarráðs s.l. þriðju- daig var m.a. samþykkt að til- nefna Geir Hallgrímsson, borgar- stjóra, og GunnJaug Pétursson, borgarritara í stjórn Hasselby- stofnunarinnar árin 1969—1970. Varamenn voru tilefndir Auð- ur Auðuns, forseti borgarstjórnar og Jónas B. Jónsson, fræðslu- stjóri. Hasselby er höll ein veg- leg í nágrenmi Stokkhólmsborg- ar og er rekin af höfuðborgum Norðurlanda. Höllinn er m.a. safnhús listaverka. slavíu og Buenos Aires í Arg- entínu. Einar sagði í samtali við Mbl. í gær, að íslenzkir myndlistar- menn hefðu lengi vanrækt þessa grein myndlistar en nú virtist áhugi þeirra vera að vakna. Má t. d. geta þess að Þorvaldur Skúlason hefur setzt á skólabekk í Myndlista- og handíðaskólanum til að leggja stund á grafík. bjóðandi Ihaldsflokksins yrði kjörinn, því flokkur hans hefur jafnan verið öflugur í kjördæm- inu. Hitt kom á óvart hve at- kvæðamunurinn var'ð nú gífur- legur, og að frambjóðandi Verka mannaflokksins hlaut mun færri atkvæði en frambjóðandi Frjáls- lynda flokksins. McNair Wilson hlaut nú um 28.000 atkvæði, eða sex þúsund atkvæðum meira en frambjóð- andi flokksins í kosningunum 1966. Verkamannaflokkurinn hlaut 5.836 atkvæði, en fékk um 14.000 atkvæði 1966. Frjálslyndi flokkurinn hlaut 8.430 atkvæði, en hafði 11.700 við kosningamar 1966. Eftir þessar aukakosningar og aðrar í fyrri viku, þegar Verka- mannaflokkurinn hélt Basset- law-kjördæmi með naumum meirihluta, hefur Verkamanna- flokkurinn 70 atkvæ'ða meiri- hluta í Neðri málstofu þingsins, en eftir kosningarnar 1966 hafði flokkurinn 363 af 630 sætum deildarinnar, eða 96 atkvæða hreinan meirihluta. Konur úr Foreldra- og styrktarfélagi ganga frá munum á basarinn. heyrnardaufra barna Basor til styrktar heyrnardaufum FORELDRA- og styrktarfélag heymardaufra bama heldur bas- ar og kaffisölu á Hallveigarstöð- um sunnudaginn 10. nóvember klukkan 14. verður margt góðra muna og er það von félagsins, að fólk fjöl- menni þangað til styrktar góðu málefni. Fimmtugur í dag FIMMTUGSAFMÆLI á 1 dag Baldur Bjarnason bóndi og odd- viti í Vigur i ísafjarðardjúpi Myklebnst fer frd Osló, 8. nóv. (NTB) ODDMUND Myklebust fiskimála ráðherra Noregs, sem verið hef- ur í veikindaorlofi frá því í marz sl., hefur nú samkvæmt eigin ósk verið leystur úr embætti. Tekur Einar Hole Moxnes þing- maður við ráðherraembættinu, en hann hefur gegnt því í for- föllum Myklebusts. - LESTARRÆNINGI Framhald af bls. 1 sterlingspund fundust í skógar- rjóðri. Reynolds er sá eind rænirugj- anna, sem hefur til þessa komizt hjá handtöku, en einn félaga hans genigur þó laus. Er það Ron- ald Biggs, sem tókst að flýja úr Wandsworth fangelsinu í London í júlí 1965. Al’lt frá því 12 dögum eftir lestarránið mikla hefur Reynolds verið leitað víða um heim. Hafa lausafréttir oft borizt um að sézt hafi til Reynolds í Ástralíu, á Miðjarðarhafsströnd Frakklands og í Texas, og eitt sinn voru brezkir lögreglumenn sendir ti'l að leita hans í Tangier. Margir hafa orðið til þess að styðja málefni heyrnardaufra barna að undanförnu. Hafa bæði einstaklingar og félög lagt fram fé og gjafir og hafa foreldrar heyrnardaufra barna beðið Morg unblaðið að koma á framfæri í þökkum fyrir þennan stuðning. Á basarnum á sunnudaginn Fylgi Nixons eykst Hættuleg púðurskot FJÖGUR hundruð naglaskotum var stolið úr &f-ymslu í nýbygg- ingu að írabakka 2—16 í fyrri- nótt. Skot þessi eru púðurskot og getur hætta stafað af óvar- legri meðferð þeirar. Rannsókn- arlögreglan hvetur því foreldra til að athuga, hvort börn þeirra hafa skot, sem þessi undir hönd um og að brýra fyrir þeim hætt una, sem þeim er samfara. Heimdellingor DREGTÐ verður síðar í mánuð- inum í landsbappdrætti Sjálf- stæðisfélagsins, og eru Heimdell ingar því hvattir til að gera skil sem fyrst á skrifstofu flokksins í Sjáífstæðishúsinu við Au3tur- stræti. Hefur nú 323 þús. atkv. meira en Humphrey New York, 8. nóv. (AP) 1 Alaska er eftir að telja um sjö þúsund utankjörstáðaat- kvæði, en þar hefur Nixon hlotið 32. 245 atkvæði og Humphrey 31.337. Var reikn- að með sigri Nixons þar. 1 Maryland, sem talið var TALNINGU atkvæða úr for- áður með þeim ríkjum, sem setakosningunum í Banda- Humphrey hefði sigrað, er ríkjunum á þriðjudag er enn ekki von á neinni breytingu. ólokið, og á víða eftir að telja Þar standa atkvæði þannig í utankjörstaðaatkvæði. Ekki dag að Humphrey hefur hlot- geta atkvæði þessi þó breytt ið 519.797, en Nixon 502.059 neinu um forsetakjörið, því atkv. Eftir er að telja þar um Richard M. Nixon hefur hlot- 36 þúsund utankjörstaða- ið öruggt fylgi 287 kjör- atkvæði. manna, eða 17 fleiri en þarf Missouri var einnig talfð til til að ná kosningu. Einnig r£kja Humphreys, en þar hef- hefur Nixon hlotið rúmlega Nixon sótt mjög á. Eftir 300 þúsund atkvæði umfram er að telja ^ 7S_100 þús Hubert Humphrey. atkvæði, og er staðan þannig Tírslit eru enn ekki kunn að Nixon hefur hlotið 766.169 úr þremur ríkjum Bandaríkj- atkvæði, en Humphrey 758. anna, Alaska, Missouri og 547. Maryland, en þótt þau féllu Kjörmenn þessara þriggja öll í hlut Humphreys breytti ríkja eru alls 25, þ.e. þrír frá það engu. Alaska, 10 frá Maryland og Síðustu heildar-atkvæðatöl- 12 frá Missouri. Fari eins og ur voru þessar: Nixon 30.446. nú horfir hlýtur Nixon 15 028, Humphrey 30.122.715 og þeirra, en Humphrey 10. Wallace 9.186.703. Hefur Nix- Verður kjörmannatala Nixons on þá hlotið 43,6%, Hump- þá 302 í stað 290, eins og álitið hrey 43,2% og Wallace var á miðvikudag. 13,2%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.