Morgunblaðið - 09.11.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.11.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1968 11 — 40% af heildarviðskiptum Islendinga við EFT A-löndin Framhald af bls. 28 stofnunar Evrópu árið 1948, en markmið hennar var að stuðla að eindurreisn Evrópu úr rúst- um styrjaldarinnar. Bandaríkin stuðluðu mjög að því endur- reisnarstarfi með Marshallaðstoð inni svonefndu. Á árinu 1952 var myndað Kol- og stálbanda- lag Evrópu, sem hin sex ríki, sem síðar stóðu að stofnun Efna- hagsbandalagsins bundust sam- tökum um. Árið 1955 efndu þessi ríki til ráðstefnu í Messína á ítalíu um stofnun víðtækara efna hagsbandalags og tóku Breta í fyrstu þátt í þeim viðræðum en hættu þeirri þátttöku í árslok 1955. í marz 1957 var Rómar- samningurinn undirritaður um stofnun Efnahagsbandalags Ev- rópu og tók bandalagið til starfa 1. jan. 1958. Að undirlagi Breta hófust víðtækar umræður um við skiptamál Evrópu innan Efna- hagssamvinnustofnunarinnar en þær viðræður urðu árangurslaus ar. Þá hófust hins vegar við- ræður milli 7 landa í V-Evrópu, Austurríkis, Bretlands, Danmerk ur, Noregs, Portúgals, Sviss og Svíþjóðar um stofnun viðskiptá- bandalags sín á mi'lli og lauk þeim með stofnun Fríverzlunax- samtaka Evrópu í janúar 1960. Sáttmáli þessara ríkja fjallar fyrst og fremst um afnám tolla og viðskiptatálmana milli aðildar ríkjanna. Ákvæði hans taka ein göngu til viðskipta með iðnaðar- vörur, en hvorki til viðskipta með landbúnaðarafurðir né ó- unnar eða lítt unnar sjávarafurð ir. Unnar sjávarafurðir, svo sem freðfiskmjöl, lýsi og niðursuðu- vörur te'ljast hins vegar til iðn aðarvarnings, þó að nokkrar sér reglur gildi að vísu um innfluttn ing freðfisks til Bretlands. Þá er gert ráð fyrir sérstökum samn imgi milli einstakra aðildarríkja um vörur, sem sáttmálinn nær ekki til, svo sem landbúnaðar- afurða. Tilgangurinn með stofnun Frí- verzlunarsamtaka Evrópu var tvíþættur, annars vegar vildu aðildarríkin styrkja aðstöðu sína í samkeppni við Efnahagsbanda- lagsríkin með tóllalækkunum er sexveldin yrðu ekki aðnjótandi, hins vegar vildu þau styrkja samningsaðstöðu sína ef til þess kæmi að reynt yrði að koma á allsherjarsamkomulagi um við skiptamál V-Evrópu. Reynslan af starfsemi viðskipta bandalaganna tveggja hefur orð ið mjög jákvæð fyrir aðildar- ríkin, þar sem viðskipti innan hvors bandalags hafa stóraukizt en hins vegar hefur aðstaðan versnað milli bandalaganna. Þess vegna hafa aðildarríki Frí- verálunarsamtakanna leitað eftir aðild að Efnahagsbandalaginu en tilraunir Breta til þess að hafa tví vegis strandað 1963 og 1967 í bæði skiptin vegna andstöðu Frakka. í stórum dráttum er staðan því þannig að V-Evrópa er klofin í tvær viðskiptaheildar sem ætla má að starfi sjálf- stætt nú um skeið a.m.k. ísland tók þátt ístofnun Efna hagssamvinnustofnunarinnar og endurskipulagningu hennar 1960 er henni var breytt í Efnahags- og framfarastofnunina og Banda ríkin og Kanada gerðust a'ðil- ar að henni. Þessi aðild hefur reynzt okkur gagnleg á marg- an hátt. Árin 1948—1953 urðu íslendingar aðnjótandi Marshal'l aðstoðarinnar og fyrir forgöngu stofnunarinnar afnámu öll aðild arríki hennar innflutningshöít á sjávarafurðum, öðrum en nýjum fiski. Að tillögu fslendinga hef- ur stofnunin gert margvíslegar athuganir á sjávarútvegsmálum V-Evrópu og einnig var að til- lögu íslendinga komið á fót sér- stakri sjávarútvegsnefnd, sem starfa skal stöðugt að athugun- um á sjávarútvegsmálum aði'ld- arríkjanna og stuðla að því að viðskipti með sjávarafurðir verði sem frjálsust. Ennfremur veitti Evrópusjóðurinn íslandi yfirdrátt arián í sambandi við þá endur- skoðun etfnahagsmála, sem fram fór 1960. Þegar Bretar hófu viðræður sínar við Efnahagsbandalagið ár ið 1961 var almennt búist við því að þessi tvö bandalög rynnu saman í eina heild. Var því gerð af íslendinga hálfu könnun á því, hvemig viðskiptahagsmunir landsins yrðu tryggðir ef til slíkrar sameiningar kæmi. Þegar Kennedyviðræðurnar á vegum GATT hófust 1964 var augljóst að niðurstaða þeirra gæti haft þýðingu fyrir viðskiptahagsmuni íálands og gerðist ísland það ár bráðabirgðaraðili að GATT og hefur nú gerzt fullgildur aðili að þeim samtökum. f Kennedy- viðræðunum náðist nokkur ár- angur fyrir íslendinga, einkum afnám tolls af freðfiskblokkum í Bandaríkjunum og lækkun tolls af síldarlýsi í Bretlandi. Á síðastliðnu ári taldi ríkis- stjórnin tímabært að kanna hvort hagkvæmt yrði að ísland gerð- ist aðili að Fríverzlunarbanda- lagi Evrópu, EFTA og var sett á fót nefnd, sem allir þingflokk arnir tilnefndu fulltrúa í. Á veg um þessarar nefndar var gerð skýrsla um málið og nefndin ráðgaðist einnig við fulltrúa sam taka atvinnuveganna. Nefndin tel ur að með þessum áfanga, sé hægt að taka ákvörðun um það, hvort sækja sku'li um aðild að EFTA og fá þannig úr því skor- ið með hváða kjörum ísland gæti gerzt aðili að samtökunum. Full- trúar stjórnarandstöðuflokkanna hafa af ýmsum ástæðum talið æskilest að ákvörðun um um- sókn vrði frestað. R'kisstiórnin telur hins vegar æskilegt að á- kvörðun um umsnkn verði tekin nú en endanleg afstaða til máls- ins verður auðvitað ekki tekin fyrr en niðurstöður af væntanleg um samningaviðræðum liggja fyr ir. Jafnframt mun ríkisstjórnin æskja áfram samstarfs við stjórn arandstöðuna um málið og láta hana fýlgjast með því. Meginrökin fyrir því, að ríkis stjórnin telur nú rétt að hefj- ast handa um könnun á því, með hvaða kjörum Island geti gerzt aðili að Fríverzlunarsamtökum, eru þessi: Um það bil 40% heildarviðskipta íslendinga eru aðili að Fríverzlunarsaimtökumum |essum löndum má búast við mjög aukinni eftirspurn á næstu ár- um og áratugum eftir ýmsum helztu útflutningsafurðum íslend inga. Ef við stöndum utan sam- takanna, mundu aðrar fiskveiði þjóðir og þá fyrst og fremst Nor- egur, Danmörk og Bretland full nægja þessum auknu þörfum, en írflendingar enga hlutdelld eiga þar að eða að verða að sætta sig við lægra verð fyrir útflutn ing sinn til þessara landa. Við myndum þá missa af þeim skil- yrðum til aukins útflutnings. Slíkrar þróunar hefur raunar gætt á áberandi hátt undanfarin 2—3 ár. Enn fremur er á því eniginn vafi, að í aðildarríkj- IJ0HN8 - MMVIILE glerullareinangrunin Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareinangrun- ina með álpappírnum, enda eitt bezta einangrunar- efnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4” J-M glerull og 2Va” frauð- plasteinangrun og fáið auk þess álpappír með! Jafnvel flugfragt borgar sig- Sendum um land allt — Jón Loftsson hf. Hringbraut 121. - Sími 10600. um Fríverzlunarsamtakanna er nú markaður, er mun vaxa á komandi árum, fyrir iðnaðarvör ur, sem nú er unnt eða væri í framtíðinni unnt að framleiða á íslandi á samkeppnisfæru verði bæði vegna skilyrða íslands til orkuframleiðs'lu og hagnýtingu fossiaafls og jarðhita og vegina annarria að-'tæðna. Ef íislending- ar standa til frambúðar uta<n Frí verzluniarsamtakanna, gætu þeir að sjálfsögðu enga aðild átt að slíkum markaði eða vexti hans. Það er enn fremur hugsanlegit, að íslendingar gætu innan Frí- verzlunarsamtakanna með sér- stökum samningum við einstök aðildarríki og þá fyrst og fremst Framliald á bls. 17 CQ rodioóhugamenn CQ á öllum aldri. fslenzkir radioamatörar boða til kynn- ingarfundar í Slysavarnafélagshúsinu við Grandagarð í dag laugardag 9. nóvember kl. 3 e.h. Flutt verða erindi um starf I.R.A., prófkröfur fyrir radioáhugamenn og um radioviðskipti. Innritun á morsenámskeið. Félagsstöðin TF3IRA verður starfrækt á fundinum. Zu Ehren und zum Gedenken der Gefaillenen und Toten beider Weltkriege wird die Botschaft der Bundesrepublik Deutschland in Reykjavik an der deutschen Kriegsgráberstatte auf dem Friedhof in Reykjavik Fossvogi am Volkstrauertag, Sonntag, dem 17. 11. 1968 um 11 Uhr eine Kranzniederlegung ver- bunden mit einer Andacht veranstalten. Die Botschaft wáre fúr eine rege Beteiligung der deutschen und deutschstámmigen Personen, die zur Zeit in Reykjavik und Umgebung leben, dankbar. til kl. 4 í dag MAYFAIR VINYL VEGGFÓÐUR SOMVYLVEGGDÚKUR FEBOLIT GÓLFTEPPI GÓLFFLÍSAR í FJÖLBREYTTU ÚRVALI GÓLFLISTAR. GÓLFDÚKAR OG LÍM. MÁLNINGARVÖRUR O. M. FL. AÐEINS ÞAÐ BEZTA. enda eru þau falleg og vönduð. Breiddin er 365 cm. Engin samskeyti á miðju gólfi er gerir teppin mun fallegri og endingarbetri. Teppaleggjum frá eigin lager, með stuttum fyrirvara og veitum góða greiðsluskilmála. ^ OPIÐ TIL KL. 4.00 í DAG LAUGARDAG. Grensasvegi 3 Simi 83430

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.