Morgunblaðið - 28.11.1968, Síða 2

Morgunblaðið - 28.11.1968, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1968 Reykjavíkurborg fær nýtt barnaheimili THORVALDSENSFELAGIÐ af- henti Reykjavíkurborg barna- heimili til eignar og rekstrar 19. nóvember sl., en þann dag átti félagið 93 ára afmæli. Hér er um að ræða nýbyggingu við Vöggu- stofu Thorvaldsensfélagsins við Dyngjuveg. Afhendingin fór fram í kaffi- samsæti í barnaheimilinu. Frú Unnur Ágústsdóttir, formaður félagsins afhenti Geir Hallgríms- syni barnaheimilið. Borgarstjóri þakkaði þessa höfðinglegu gjöf og fórnfúst og heilladrjúgt starf í þágu félagsins í þágu Reyk- víkinga á 93 ára starfsferli. Afsal félagsins fyrir fasteigninni til borgarsjóðs Reykjavíkur var lagt fram í borgarráði í fyrradag. Barnaheimilið er að öllu kost- að af Thorvaldsensfélaginu, en byggingardeild borgarverkfræð- ings veitti nokkra tæknilega að- stoð. Húsið er rúmir 300 fermetrar að flatarmáli og um 1000 rúm- metrar. Það er mjög vandað að efni og frágangi. Verkið var haf- ið í ágúst 1967 og lokið nú ný- lega. Arkitekt hússins er Skarp- héðinn Jóhannsson, en verktaki Vegir lokast vegna snjókomu MIKIL HÁLKA var á vegum víða um land í gær og sums stað ar á Norður- og norðausturlandi spillti snjókoma færðinni. Fjall- vegir á Austfjörðum eru lokaðir vegna snjóa, en fært er um Suð- urfjarðaveg. Oddsskarð var í gær mokað, þar sem koma þurfti sjúklingi á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað, en lokaðist svo strax aftur. Allir fjallvegir á Vestfjörðum, nema Þingmanna- heiði og Breiðadalsheiði, voru í gær færir stórum bílum og jepp- um. Vegurinn til Siglufjarðar var ruddur í fyrradag, en snjókoma spillti fljótt færðinni og lokaðist vegurinn aftur í gærmorgun. — Fært var fyrir Ólafsfjarðarmúla í gærmorgun, en er á daginn leið þyngdist færðin og var búist við að vegurinn lokaðist seint í gær eða gærkvöldi. Aðrir vegir á Norðurlandi. voru færir í gær. Á Norðausturlandi voru veg- irnir frá Raufarhöfn til Þórshafn ar um Hálsa og Vopnafjarðar um Sandvíkurheiði færir í gærmorg. un, en í gær spilltist færð þar ört og var búist við, að vegirnir lokuðust í gærkvöldi. Island staðfesti reglur um fiskveiði — þingsályktunartillaga á Alþingi LAGT var fram á Alþingi í gær tillaga til þinigsálykbunar um heimild fyrir ríkisstjórnina að fullgilda fyrir fslands hönd saimn img um reglur um fiskiveiðar í NorðuT Atlantáhafi. Er tillagan svohljóðandi: Alþingi ályktar, að heimila ríkisstjórninni að full gera fyrir fslands hönd samning uim reglur um fiskveiðar í Norð ur-Atlantsihaíi, sem gerður var í London 1 júní 1967. í greinargerð tillögunnar seg- ir svo: Samningur þessi var und irritaður fyrir íslands hönd í London 1. ágúst 1967. Er tnark- Fyriispurn um húsnæðismúlu- 1 ■■ • if •• loggjohna í SVARI sem Eggert G. Þorsteina son félagsmálaráðherra gaf við fyrirspurn á Alþingi í gær kom fram, að í næsta mánuði mun Húsnæðismálastofnunin skila áliti um heildarendurskoðun á húsnæðismálalöggjöfinni. Sagði ráðherra, að athugun hefði eink- um beinst að þvi, að afla meira fjármagns til byggingarsjóðs rík- isins og byggingarsjóðs verka- manna. Fyrirspurnin var frá Einari Ágústssyni og var hún svohljóð- andi: Hvað líður þeirri heildar- endurskoðun húsnæðismálalög- gjafar, sem Húsnæðismálastjórn var falin í framhaldi af yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar hinn 9. júlí 1965 um nokkra þætti þeirra mála? mið hans að tryggja góða reglu og eftirlit með alþjóðlegum sigl- ingareglum við fiskveiðar á Norður-Atlantshatfi Samningur- inn var gerður í Londion 1. júní 1967. Tekur hann gildi á nítug- asta degi eftir þann dag, sem 10. fullgildingar eða staðfesting arskjalið hefur verið afhent. Hafa flest ríki, sem fiskveiðar stunda á samningssvæðinu undirritað samninginn. Árshúfíð ÁRSHÁTÍÐ sj álfstæð isfélaganna í Dalasýslu verður haldin í Dala- búð laugardaginn 30. nóvember og hefst með sameiginlegri kaffi- drykkju klukkan 21. Fjölbreytt skemmtiatriði verða flutt og að lokum verður stiginn dans. Frú Unnur Ágústsdóttir, formaður Thorvaidsensfélagsins af- hendir Geir Hallgrimssyni, borgarstjóra, barnaheimilið. var Böðvar Bjarnason, húsa- í byggingarnefnd frú Guðný Al- smíðameistari. Formaður bygg- bertsson og frú Halldóra Guð- inganefndar var frú Steinunn mundsdóttir. Guðmundsdóttir, en með henni I (Frá skrifstofu borgarstjóra). Stefna Portúgala að mestu óbreytt — Hinn nýi forsœtisráðherra veittist harkalega að Rússum Lissabon, 27. nóv., NTB. HINN nýi forsætisráðherra Portú gals dr. Marcello Caetano, gerði grein fyrir stefnu stjórnar sinnar á mánudaginn, og verður hún í öllum meginatriðum hin sama og stefna stjórnar Salazars. Ræða hans í þjóðþinginu gerði að engu þær vonir stjórnarandstöðunnar að frelsi yrði aukið í landinu nú þegar, en forsætisráðherrann úti lokaði ekki þann möguleika að það yrði aukið smám saman ein- hverntíma seinna. Hann lagði mikla áherzlu á að Portúgal myndi verja landsvæði sín í Afríku ef á þau yrði ráð- izt og gaf í skyn, að í framtíðinni kynnj svo að fara að hinir inn- fæddu fengju sjálfir að taka þátt í stjórn þeirra. Hann hélt því fram að nauðsynlegt sé fyrir ör- yggi Evrópu að Portúgalar haldi áhrifum sínum í Afríku. Frelsi hennar og sjálfstæði væri ekki bara undir Evrópu sjálfri komið, heldur einnig Afríku. Ráðherrann réðst harkalega á stefnu Rússa á Miðjarðarhafi, Mið-Austurlöndum og Afríku og sagði að þeir væru að reyna að einangra Evrópu. Hann sagði að Rússar hefðu tvöfaldað stuðning sinn við skæruliða í Portúgölsku Gíneu því hún væri góður stað- ur til árásar á Cape Verde eyjar, sem væru lykillinn að samband- inu milli Suður- og Norður-At- lantshafsins. Það værf ástæðan til að þeir yrðu að verja Gíneu, Vatnsflóð í Garðsenda NOKKRAR skemmdir urðu á þremur götum í Reykjavík, Garðsenda, Básenda og Ásenda, í gærmorgun, þegar tólf þuml- unga vatnsæð sprakk í garði við Garðsenda. Gífurlegur vatns- flaumur rann eftir götunum, en að sögn Þóroddar Sigurðssonar vatnsveitustjóra, rann vatnið hvergi inn í húsakjallara, en aft ur á móti flæddi það inn í tvo bílskúra við Ásenda og olli þar einhverjum spjöllum. Viðgerð á vatnsæðinni og götunum lauk í gær. Vatnsæðin sprakk laust fyrir klukkan 7 í garðinum við hús númer 21 við Garðsenda. Hallar lóðinni frá húsinu og flæddi vatn ið því út á götu, rann eftir henni nokkurn spöl en beygði svo nið- ur Básenda og rann yfir Ás- enda, þar sem það myndaði all- stórt lón. Starfsmenn Vatnsveitu Reykjavíkur brugðu þegar við og skrúfuðu fyrir vatnið og ekki löngu síðar var hægt að hefja viðgerðir á vatnsæðinni og göt- unum. Að sögn Þóroddar skolaði vatnið utan af síma- og rafmagns strengjum í götunum, en olli engum skemmdum á þeim. og það væri nokkuð sem Vestur- Evrópa og Bandaríkin hefðu mik inn áhuga á. Þrek Greys oð bila London, 27. nóv., NTB. BREZKA stjórnin er í stööugu / sambandi við fulltrúa sína í) Peking, í tilraunum sínum tilf að fá látinn lausan hinn þrí-( tuga Reuter fréttamann Ant- hony Grey, en hann hefur set-' ið þar í stofufangelsi í 16 mánf uði samfleytt. í tilkynningu stjórnarinnar J voru fordæmd þau skilyrði| sem Grey býr við, og sagt að | miki'l áherzla sé á það lögðJ að honum verði þegar sleppt J úr haldi. Brezkir diplomatar | fengu að heimsækja Grey á{ þriðjudaginn og var það i fyrsta heimsóknin, sem hannl ’ - 5nr fenigið síðain í marz. Þeir | sögðu að hann væri við góða | heils'u líkamlega, en að and-) legt þrek hans væri farið að J bila. Michael Stewart, utanrikis-, [ ráðherra Bretlands, sagðij J fréttamönnum, að hann von-1 ) aðist til að Grey yrði látinn ( 1 laus áður en langt um liði, l en ekkert hefur verið sagt um' Jmálið í Peking. Grey var sett-l lur í stafufangelsi fyrir skrifj jsín um menningarbyltinguna, ( en þau þótitu móðgandi. Hann neitaði staðhæfingum um að Portúgal, Rhodesía og Suður-Afríka hefðu gert með sér einhvers konar samning, en sagði að löndin hefðu mörg sameigin- leg hagsmunamál. Stjórnendur þeirra al'lra væru sammála um nauðsyn þess að hvítir menn búi áfram í þeim. Það væri mjög nauðsynlegt að Rhodesría og Bret land kæmust að samkomulagi um lausn deilu sinnar, það væri einn ig mikilvægt fyrir heimsfriðinn. r I Okumælar díselbifreiðar 1 SVARI við fyrirspurn á AI- þingi í gær kom fram hjá Ing- ólfi Jónssyni, samgöngumálaráð- herra, að væntanlega verður unnt að taka í notkun aksturs- mæla í disilbifreiðum á næsta ári, og verður þá þungaskattur þeirra greiddur í samræmi við akstur bifreiðanna. Jón Ármann Héðinsson bar fyr irspurn fram og var hún svohljóð andi: Hvað Iíður undirbúningi að notkun á akstursmælum í dísil- bifreiðum vegna þungaskatts? Ingólfur Jónsson, samgöngu- málaráðherra, sagði í svari sínu, að þegar ‘lögin um þungaskatt voru sett sl. vor hetfði verið ákveðið að hafa í þeim heimild til að innheimta þungaskattinn etftir ökumæli. Það væri vitað, að ef þungaskatturinn væri að- eins innheimtur eftir þunga bitf- reiðanna, en ekki akstursvega- lengd skapaðist ætíð töluvert mis ræmi, og væri því tvímælalaust réttlætismál að nota slíka mæla. Hins vegar væri notkun þeirra nokkrum erfiðleik-um . bundinn. Eina þjóðin sem slíka ökumæla notar er Noregur, en þar gátfust þeir illa til að byrja með. Þá sagði ráðherra, að umræður hetfðu verið í Svíþjóð í þrjú ár um að taka slíka mæla upp, en ekki hefði þótt þar fært að láta verða af framkvæmdum. Ráðherra sagði, að á vegum vegamálaskrifstofunnar hefði mál þetta verið í athugun, og m. a. verið fluttir inn 10 öku- mælar og settir í bifreiðar vega- gerðarinnar. Sú reynsla sem af þeim hefði fengizt benti til þess, að unnt yrði að framkvæma þetta. Rætt hefði verið um að láta ökumælana koma til fram- kvæmda á miðju ári 1969, eða um áramót 1969—1970, en ekki hefði enn verið tekin um það endanleg ákvörðun. Jón Ármann Héðinsson og Guð laugur Gíslason lýstu yfir ánægju sinni yfir að unnið skyldi að málinu, og sögðu, að um mik- ið sanngirnismál væri að ræða. Benti Guðlaugur m. a. á hversu mikla sérstöðu bilfreiðaeigendur í Vestmannaeyjum hefðu, en þeir ækju miklu styttri vegalengd ár- lega en bifreiðastjórar á flestum öðrum stöðum landsins, en yrðu að greiða jafnmikinn þunga- skatt. Gjafir tU Bornaspítalo- sjóðs Hringsins t TILEFNI af 100 ára afmæli Margrétar Jónínu Hinriksdóttur frá Gljúfraholti, sem var þann 3. október 1968, afhentu börn og tengdabörn Barnaspítalasjóðnum til minningar um foreldra þeirra, hjónjn Margréti Jónínu og Giss- ur Guðmundsson frá Gljúfur- holti, kr. 10.000,00. í tilefni atf 80 ára afmæli sínu gaf maður, sem ekki vi‘11 iáta nafns síns getið, Barnaspítala- sjóðnum kr. 8.000,00. Tii minningar um Magnús Má Héðinsson barst gjöf eins og ár- lega, kr. 300,00. — Samtals kr. 18.300,00. Hringurinn þakkar þessar ágætu gjafir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.