Morgunblaðið - 28.11.1968, Side 8

Morgunblaðið - 28.11.1968, Side 8
8 MOBGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1968 - Ræða BJARNA Framhald af bls. 1 setið á þingi og hefur því mikla og mjög margháttaða reynslu að baki sér. Eg tel eirmig, að marg- ar af þeim athugasemdum sem þingmatíurinn hefur gert, einkan lega í framsöguræðu sinni með tillögunni, séu athyglisverðar. En sumar athugasedir hans fá tæp- ast staðizt og aðalefni ályktunar hans er svo hæpin, að ég tel að menn þurfi að velta því fyrir sér á’ður en unnt er að fallasf á þá breytingu á starfsháttum Alþing Is, sem þingmaðurinn leggur aðaláherzluna á. BETRI STARFSHÆTTIR EN ÁÐUR FYRR Ég er sammála þingmannin- um um það, að margt er nú með betra móti í starfsháttum þings- ins heldur en var áður fyrr. Eng- inn efi er á því, að umræður eru yfirleitt málefnalegri heldur en þaer voru. En sumt hefur þó far'ð úrskeiðis t.d. er alveg ljóst að fyrirspumir í því formi, sem nú tíðikazt, hafa farið út yfir öll bönd og ná alls ekki sinum til- gangi. Það má vel vera, að margt gagnlegt komi fram í þessum al- mennu umræðum sem hér eiga eér stað, en þetta eru meira og íninna umræður um daginn og veginn og eiga elikert skylt við eiginlegar fyrirspumir. Á þessu þarf að verða rík breyting, og eins og ég hef tekið fi.m í sam- bandi við umræður mn frum- varp til nýrra þingskapalaga, þá eru þær breytingar, „em þar er lagt til að gerðar verði engan veginn fullnægjandi til þess að ráðin verði bót á vanköntunum, sem fram hafa komið í sambandi við fyrirspurnarumræðurnar. IJó tekur út yfir þegar því er haldið fram, að eftir sem áður eigi að tíðkazt þær takmarkalausu um- ræður um fyrirspurnir eða at- hugasemdir utan dagskrár, sem mjög hafa farið í vöxt á síðustu árum. Sannleikurimn er sá, að ef slíkar xunræður eiga að halda áfram, er öll þingskapasetning meira og minna þýingarlaus. Ég vil engan veginn halda þvi fram, að ekki þurfi að finna eitt hvert form á því, að menn geti komið fyrirspurnum að fyrirvara laust. Það kann að vera rík á- stæða til þess, en þá verður einn ig að vera mjög takmaricaður tími til umræðna. Hér -r því nefnt eitt dæmi þess, að breyta þarf starfsháttum Alþingis, þar sem fyrirspumartÍTiinn hefur engan veginn náð þeim tilgangi sem vákti fyrir mönnum, þegar hann var lögfestur fyTÍr hálfum öðrum áratugi. STYTTRI URIRÆÐITR Þá vil ég einnig gera athuga- semd við það sem flutningsmað- ur tillögunnar segir, að nú- verandi þingskapaákvæði hafi sýnt eða tryggi að ekki eigi sér stað málþóf, eða það só miklu minna en áður var. Það er út af fyrir sig rétt, að hreint mál- þóf er nú sjaldgæfara. Hins vegar kernst ég ekki hjá að vekja at- hygli á því, að þó að nú takizt venjulega að fá afgreidd frum- vörp af skyndingu, þegar mikið liggur við, þá fæst það einungis gert me'ð því að stjómarandstæð ingar einir tali, — að talsmenn ríkisstjórnarinnar flytji aðeins stuttar ræður til þess að gera grein fyrir höfuðatrijum máls, en taki svo ekki þátt í frekari um ræðum. Þingskaparákvæðin eins og þau em nú em ekki næg trygging til að koma í veg íyrir þessa óvenju. Auðvitað væri það eina skynsamlega í þessum efn- um að ríkisstjóm og stji’mar- andstæðingar kæmu sér saman um ákveðinn tíma, sem tiltekið mál retti áð vera til umræðu og síðan væri ræðutíma skipt nokk- um veginn jafn á milli máls- svara hvors málstaðar um sig. Ef annar hvor aðili kærir sig ekfci um að flytja sitt mál, þá hann um það, en það eina eðli- lega væri, að báðir aðilar fengju færi á því að láta uppi sínar sl:oð anir í nokkurn veginn réttu hlut- falli hvor um sig, án þess að það þyrfti að verða til þess að mál drægjust óhæfilega. UMRÆÐUR SLITNAR SUNDUR Þá kem ég að því sem ég hef einnig oft vikið að áður og ein- mitt umræður um bessa tillögu er gott dæmi um. Það er, hvernig umræður eru oft algerlega sund- urslitnar. Nú eru tvær vi.mr liðn ar síðan flutningsmaður tillög- unnar flutti sína a+hyglisverðu framsöguræðu, en síðan var um- ræðu frestað í stáð þess rð halda henni áfram, þannig að um lif- andi tunræðu gæti orðið að ræða. Auðvitað er það eina eðlúega að forsetar, með samþykld fulltrúa þingflokka, komi sér saman um að ætla vissum meiri háttar mál- um tiltekinn tíma til umræðu á ákve’ðnum dögum, og þeim sé síðan lokið á þeim tilsetta tíma. Menn viti þá hér um bil fyrir- fram hversu langan tíma þeir hafa til umráða, og honum sé nokkurn veginn skipt jafn milli meðhaldsmanna og móthalds- manna. Þannig er t.d. málum hátt að á því þingi sem er fyrirmynd um þingræði, þ.e. brezka þing- inu, og allvíða annars staðar. Það er að vísu hægt ef um- ræður teygjast mjög úr hófi að stytta umræðutímann samkvæi -t núgildandi þingsköpum, en það yrði þó ekki gert fyrr heldux en fullkomin misbeiting hefði átt sér stað. Nú skilja menn, að bæði til þess að umræður verði skipu- legri og til þess að þær veki einhvern áhuga hjá almenningi á þeim tíma, þegar allir hafa miklu að sinna, þá er um að gera rð þjappa þeim saman, þann ig að þær taki tiltölulega skamm an tíma, og séu með þeim hætti að líkur séu til þess að menn endist til að veita þeim einhverja athyglL FORSETAR UR MISMUNANDI ÞINGFLOKKUM Það má vel vera, eirus og flutn- ingsmaður tillögunnar hefur bent á, að ef áðalforsetar væru úr mis munandi þingflokkum gæti tek- izt betur að koma skipun á þessi mál. Með mismunandi þingflokk- um er átt við að þeir séu bæði frá ríkisstjórnarflokkum og stjómarandstöðu. Ég tcl þessa til lögu flutningsmanns mjög athygl isverða, en hún er þá forsendc. þess, að það séu nokkurn veginn sömu hugmyndir sem eru hjá öllum þingflokkum um það, hvemig störf þingsins verði bezt rekin, þannig að allir hafi gagn af. ÞINGTÍMINN En það eru önnur veigameiri atriði sem þingmaðurmn hefur minnst á sem meiri ágreiningur mun vetíða um heldur en það sem hér hefur verið talið. Þing- maðurinn heldur því fram, að þingstörf hafi vegna þess að þingíð sitji nú of skamman tíma á ári færzt meira í hendur rikis- stjómar og embættismanna á þann veg að ýmiist séu gefin út bráðabirgðalög eða samning laga og vinna að lagasetningu sé meira og minna komið úr hönd- um alþingimanna. Hér hygg ég að mjög sé rnálum blandið í raun og veru. í fjrrsta lagi hefur það aldrei farið eftir lengd þing- tíma hversu mörg bráðabirgða- lög eru gefin út á hverju ári. Það er miklu fremur um hitt að ræða um hvaða tíma er að : æða, hvort það em umrótstímar sem krefjast skjótra aðgerða eða ekki. Það var t.d. árið 1934, þegar flutningsmaður taiögunnar fyrst var ráðherra, að gefin vom út svo mörg bráðabirgðalög, að nær einsdæmi var. Og það einkenni- lega um setningu þeirra nrá*a- birgðalaga var annars vagar það, að sum þeirra voru gefin út ein- um eða tveimur dögum eftir þing slit, einungis af því að ríkisstjóm inni sýndist þá hentara að láta þingið ekki sitja og gefin vom út bráðabirgðalög rétt áður en Alþingi kom saman, sem ekki áttu að taka gildi fyrr en eftir slit Alþingis. Ég hygg að slíkt sé nokkurt einsdæmi í setningu bráðabirgðalaga, og var aúðvitað nokkuð umdeilt á sínum tíma. ÓVÍÐA EINS MÖRG Þ3NG- MANNAFRUM V ÖRP AFGREIDD Hitt er svo rétt sem þingmað- urinn vekur athygli á, að á síð- ustu 10—lö árum hefur sú breyt- ing á orðið að fLeiri stjómarfrum vörp en þingmannafrumvörp hljóta afgreiðslu. Þó er þetta ekki undantekningalaust Ég held t.d. á hinu mikla lög- gjafartímaibili, eirau því iglæsileg- asta í sögu þjóðarinnar fyrst eft- ir að heiimastjórnin var hér lög- fest, á timabilinu frá 1905-1907 hafi stjómarfrumvörp verið fleirL sem voru lögfest heidur en þingmannafrumvörp. Þetta var hins vegar undantekning. En hef ur svo breytzt á æinni órum, þannig að nú eru stjórnarfrum- vörp yfirleitt orðin fleiri, sem ná fram að ganga helöur en þing mannafrumvörp. En þingmaður- inn lætur að því liggja í ræðu sinni, hvort sem hann segir það berum orðum eða efcki, að þetta sé einstætt fyrirbæri hér á landi og sýni það, að þingmenn hér taki minnfcandi þátt í löggjafar- starfsemi igagnstætt því, sem er með öðrum þjóðum. Sannleikur- inn er sá, að með öðrum þjóðum, bæði á Norðurlöndum og í Bret- landi, er það alger undanitefcning, að þingmannafrumvörp yfirleitt séu samþyfckt. Það var eitf af því, sem gerði Alþingi áður fyrri og gerir það enn, ólífct því, œm er um flest önniur þjóðþing hjá okkur skyldum þjóðum, að þing menn beittu frumkvæðisrétti til löggjafar í mifclu rífcara mæli heldur en tíðkaðist aninars stað- ar. Þetta kom af auðskitldum ástæðum, af því, að á fyrstu ár- um Alþingis eftir endurreisn þess var ríkisstjómin útlend, sinnti efcki mifcið íslenzfcum mál- efnum, svo að ef menn vildu koma þarflegum endumýjung- um fraim og breytiingum, þurfti á frumkvæði þingmanna að halda, Annars staðar hefur venj- an sem sagt orðið allt önniur. Það er alger imdantefcning, bæði í Bretlandi og öllum Norðurlönd- um, að þinigmannafrumvarp í ofckar skiiningi séu flutt eða niái fram að ganga og er það svo, að frumkvæðisrétti þingmanina á ís- landi er beitt í mifclu ríkara mæli og þingmannafrumvörp eru miklu stærri hluti af þeim frumvörpum, sem að lokum eru samþyfcbt heldur en tíðfcast í þeim löndum öðrum, sem ég gat um. Breytingin hér, að stjóroar- frumvörp hafi orðið tiliölulega fleiri hygg ég, að stafi fyrtst og fremst af því, að eftir því, sem löggj afarmálefni hafa orðið flokn ari er það svo, að þingmenn eiga erfiðara með að semja lagafrum- vörp. Þess vegna hefur ríkis- stjómin og hennar starfsmenn meira og meira tekið að sér að forma þær tillögur, ®em menn telja þörf á, að gerðar séu til endurbóta. Þetta hygg ég, að sé höfuðorsökin í miklu ríkara mæli heldur en það, að þingmenn út af fyrir sig hafi efcki nægan tíma til þess að sinna löggjafarmál- málum eða ríkiisstjórnin, þessi eða þær sem á undan voru, hafi haft nokkra löngun til þess að sölsa mei-ri völd í stjórnartoerf- inu undir sig heldur en áður var. Hér sé um að ræða eðlilega af- leiðingu þess, að málefni eru orðin flóknari, margbreytnari, krefjast óhjáfcvæmilegra meiri sérþekkingar heldur en áður, til þess að þau séu sæmilega undir- búin. Þingmaðurinn hefur einnig að nokkru opin augu fyrir þess- ari staðreynd og af þeirn sötoum telur hann, að nauðsynilegt væri, að betur sé búið að þingflokkum heldur en gert er í dag hér á hinu háa Álþinigi. Ég hygg, að nokkuð sé til í þessu, að ekfci væri óeðlilegt, að þingflokkar fengju sérfræðiniga, hjálparmenn tii þess að vinna að undirbún- ingi mála með sér í ríkara mæli heldur en verið hefur. Það hef- ur að vísu löngum tíðkazf, að menn hatfi fengið vissa aðstoð hér á skrifstotfu hjá starfsmönn- um Alþingis til þeirra hluta, en vitanilega eru þeir starfslkraftar aills ónógir til þess að geta tekið að sér löggjafarsamningu, þann- ig að í nokkru lagi sé. Raunar getum við því miður sagt það sama um stjórnaTráð íálands, að miðað við það, sem tíðkast hjá öðrum þjóðum, er það alger Skortur á nægum mannafla tdl undirbúnings löggjafar sem við verðum sárlega varir við, t.d. í starfi okkar í Norðurllaindaráði, þar sem yfirleitt stendur upp á okkur um tillögugerð, af því að við njótuim ekki sams konar að- stoðar eins og starfsfélagar okk- ar í öðrum löndum. Við þessu verður aldrei gert til hlítar vegna mannfæðar okkar og ólíkra að- stæðna. STYRKUR TIL STJÓRNMÁLA- FLOKKANNA. En ég hygg, að þó væri hægl að gera hér mun betur heldur en gert hefur verið, og án þess að af því stafaði óhæfiliegur kostnaður. Sums staðar annars staðar annars staðar hefur verið tekinn upp sá hátitur, að flokkar hafa femgið beinan styrfc úr rífc- issjóði til sinnar starfseimi og þá, að því er mér skilst, yfirleitt mið að við þingmannafjölda hvers flokks. Hér hafa menn ekki tal- ið ráðlegt að hafa þemnan hátt á. I srtað þess var tekinn upp með samþyfcki þingflofcka 1 fyrra viss fyrirgreiðsia, að vísu ekki sem beinn styrfcur, heldur á þann veg, að nú var greditt fyrir þjónustu blaðanna, sem áður var látin ókeypis í té. En hvort menn vildu breyta tiil og láta flokfca hafa í þessu beiinan styrk, það er mál, sem vissulega er til athugunar. Hitt fær aiftur á móti ekki staðizt hjá flutninigsmanni, þegar hann segir að hjá flestuim nágrannaþjóðum ofctoar sé nú búið að taka upp þann hátt, að formemn stjórniarandistöðuflotóka séu launaðir sérstaklega að því er mér skiilst á borð við ráð- herra. Þetta er að vísu tíðkað í Bretlamdi. Ég hygg, að það sé einnig í Kainada, þó einumgis einn svokallaðan formanm stjórn aramdstöðummair, en samkvæmt þeim gögnum, sem ég hef aflað mér, er þetta með öHu óþektot t.d. á Norðuriöndum. Menm hafa ekki treyst sér til að taka þennan hátt upp þar, ekki einungis um for- mann stærsta stjómarandstöðu- flokksins, hvað þá um ailla formenn stjómaramd- stöðuflokka, eins og varð að skilja ummæli þingmannsins, að þar væri tíðkað. Með þessu móti get ég sagt, að eitthvað slíkt gæti ekki komið til greina hér. Það er að sjálfsögðu til athugunar, en það verða þó að vera önnur rök fyrir því heldur en þau, sem þing maðurinn færir, að þetta sé orð- in almenn regla í þeim lýðræðis- löndum, sem okkur eru skyldust og við tökum helzt okbur til fyrirmyndar. NÁIN TENGSL VIÐ ATVINNU- LÍFIÐ En þá kem ég að því, þar sem skoðanir mínar og þingmannsins fara mest á mis og ég verð að telja, að þar sé komið að megin- vandamáli. Flutningsmaður telur, að þingmannsstarf nú sé orðið svo viðamikið, að bæði verði að miða þinghald við það og starfs- skilyrðí þingmanna að þing- mennska sé í raun og veru einka starf þess, sem á þing er kosinn. Ef þessi háttur væri upp tekinn, Framhald á bls. 20 Hefi kaupendur að 150—200 smálesta stál- fiskiskipi. Sverrir Hermannsson Skólav.stig 30, sími 20625, kvöldsímar 32842, 24515. Til sölu Stórglœsileg 8 herb. hálf húseign efri hæð, og hálf jarðhæð með innbyggðum bílskúr við StóragerðL 6 herb. vönduð 135 ferm. 4. hæð, endaibúð við Meistara- vellL Vöndiuð eign með stór- um svölum. Nýleg 3ja herb. hæð við Álf- heima. 3ja herb. hæð við Skúlagötu, útb. 400 þúsund, verð 850 þúsund. 4ra ’herb. hæð við Stóragerði. 3ja herb. 2. hæð, endaíbúð við Eskihlíð. 5 herb. 1. hæð við Laugarnes- veg. 3ja herb. I. hæð við Álfheima, rúmgóð íbúð. 5 herb. hæð við Þórsgötu, ný- íeg íbúð með sérhita og góð- um svölum. 6 herb. 2. hæð við Laugarnes- veg, ásamt bílskúr. 6 herb. einbýlishús við Hóf- gerði, laust strax. Raðhús, fokhelt 6 herb. með bílskúr við Sæviðarsund, Vill taka upp í 3ja—4ra herb. íbúð. Einar Sigurðsson, hdl. Ingólfsstræti 4. Sími 16767. Kvöldsími 35993. Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, Guðmundar Péturssonar, Axels Einarssonar, Aðalstræti 6, III. hæð. Símar 12002, 13202, 13602. Sími 19977 2ja herb. íbúð við Laugaveg. 3ja herb. íbúð við Lokastíg, gott verð. 3ja herb. íbúð við Blómvalla- götu. 4ra—5 herb. íbúðir við Álfa- skeið. 4ra herb. jarðhæð við Gnoða- vog og Lindarbraut. 4ra herb. íbúð við Kleppsvag. 5 herb. íbúð við Ljósheima. 5 herb. íbúð við Laugarnes- veg, sérhæðir. 95 ferm. hæð við Skipasund. 115 ferm. hæð við öldutún. 140 ferm. hæð við Borgar- gerði. 140 ferm. hæð við Bragagötu. 150 ferm. hæð við Laugarnes- veg. Stórglæsileg hæð og jarðhæð við Stóragerði. ÍBÚÐIR ÓSKAST Tilfinnanlegur skortur er á 2ja, 3ja, 4ra herb. íbúðum á söluskrá okkar, því eftir- spurn hefur verið mikil eft- ir þeirri stærð. Einnig vantar okkur góðar sérhæðir, raðhús og einbýlis hús af ýmsum stærðum og gerðum. HIÐMBOBS FASTEIGNASALA VONARSTRÆTI 4 JÓHANN RAGNARSSON HRL. Sfml 19085 SOIumaöur KHISHNN RAGNARSSON Slml 19971 utan ekrlfstofutíma 31074 Hefi kaupanda að lítilli 3ja herb. íbúð, helzt í Hafnarfirði. Sverrir Hermannsson Skólavörðustíg 30, simi 20625, kvöldsimar 32842 og 24515.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.