Morgunblaðið - 28.11.1968, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBBR 1968
ERLENT YFIRLIT
★ Frankinn traustari um sinn
★ De Caulle kom öllum á óvart
★ Ráðstefna um alþjóðapeningamál?
Óvissa um
afleiðingar
FRANKI, pund og dollar hafa
styrkzt við þá ákvörðun de Gaull
es forseta að fella ekki gengi
frankans, en hann hefur tekið
mikla áhættu. Ef traust það,
sem frankinn virðist hafa fengið
í svipinn, fer síðan út um þúfur,
geta afleiðingarnar orðið ófyrir-
sjáanlegar. Allt gjaldeyriskerfi
heimsins kemst í hættu, og lík-
legt er talið að kalla verði sam-
an alþjóðaráðstefnu í því skyni
að gera breytingar á álþjóða-
g j aldeyTÍskerf inu.
Spákaupmenn hafa þannig orð
ið fyrir vonbrigðum, en enginn
veit hvað framtíðin ber í skauti.
Áhrifin, sem ákvörðun de Gaull
es forseta getur haft í Frakk-
landi, valda einnig herlabrot-
um. Sumir halda því fram, að
ráðstafanir hans kunni að reyn-
ast óvinsælli en hrein gengisfell
tog. Verkalýðshreyfingin virðist
hafa tekið illa í ráðstafanirn-
£ir, sem koma eiga í stað gengis-
fellingar, og hefur greinilega
gramizt að forsetinn kenndi ó-
eirðunum í vor um það, hvernig
komið er í frönskum efnahags-
málum. Forsetinn tók skýrt fram
i ræðu sinni, að lögum og reglu
yrði haldið uppi hvað sem það
kostaði, svo að stúdentum er
ljóst, að nýjar óeirðir verða
miskunnarlaust barðar niður.
En þeir eru óánægðir vegna
þess, að dregið verður úr fjár-
veitingum til menntamála.
VARKÁR BJARTSÝNI
Bretar telja, að pundið hafi
fengið aukið svigrúm, þar sem
frankinn var ekki felldur, og
Ijóst er að pundið ætti erfitt
uppdráttar nú ef forsetinn hefði
gripið til stórfelldrar gengisfell-
togar. Bretar eru órólegir, en
telja sig geta ráðið við ástandið.
Svipaða sögu er að segja um tí-
veldto svokölluðu í heild, það er
tíu helztu fjármálaþjóðir heims
sem samþykktu á ráðstefnu sinni
í Bonn í síðustu viku að veita
Frökkum stórfelld lán til þess að
gera þeim kleift að sigrast á
mestu erfiðleikunum. Tíveldin
eru ánægð með þau áhrif sem
ákvörðun de Gaulles hefur haft,
ekki vegna þess að þau telji þró-
unina lofa góðu, heldur vegna
þess, að þau telja að ástandið
sé ekki óviðráðanlegt.
Athygli hefur vakið, að gull
hefur sveiflazt lítillega, en
það er misjafnt eftir löndum,
og einna mest er sveiflan í
Bretlandi. Raunar hafði verið bú
izt við því að gullkaup yrðu
næsta úrræði spákaupmanna. Úr
því sem komið er, er vafasamt
hvort enn vaki fyrir de Gaulle
að knýja fram hækkun á gull-
verðinu. Gullsjóðir Frakka hafa
rýrnað til muna á undanförnum
mánuðum, og þeir hafa selt mik-
ið magn til þess að koma í veg
fyrir spákaupmennsku. Ef það er
enn stefna de Gaulles að knýja
fram hækkun á gullinu, er talið
að honum takisf það ekki nema
honum takist að halda gengi
frankans óbreyttu þar til hin
nýja stjórn Richard Nixons tek-
ur til starfa í Washington.
Ljóst er, að ástandið í alþjóða
gjaldeyrismálum er mikið komið
undir því hvernig Nixon heldur
á málunum. Ástandið verður
ekki siður komið undir því hvort
de Gaulle tekst að halda frank-
anum á óbreyttu gengi þar til
aðstaða hans verður nógu sterk
til þess að hann geti komizt að
samkomulagi við Bandaríkja-
menn. Erfiðleikarnir á alþjóða-
gjaldeyrismarkaðnum hafa auk-
izt til muna, og ef de Gaulle
kemst hjá gengisfe'llingu hlýtur
að teljast mjög líklegt, að haldin
verði alþjóðleg ráðstefna, þar
sem reynt verði að grafast fyrir
rót vandans.
Árangursríkar
ráðstafanir?
ÞÓTT ákvörðun de Gaulles um
að grípa ekki til gengisfellingar
kæmi mönnum á óvart, var hann
þó sjálfum sér samkvæmur, og
hann stóð við loforð, sem hann
hafði gefið rúmri viku áður, þeg
ar hann sagði að gengisfelling
væri hin mesta fásinna. Forset-
inn hefur alltaf verið mótfall-
inn gengisfe'llingu.
Almennt hafði verið talið, að
samkomulag það, sem fjármála-
ráðherrar tíveldanna gerðu með
sér á fundinum í Bonn, fæli í
sér að Frakkar gripu til lítils-
háttar gengisfellingar. Þannig
var vonað að binda mætti enda
á hin gífurlegu kaup á þýzkum
mörkum og brask það með
franska frankann, sem skók al-
þjóðagjaldeyriskerfið í síðustu
viku. Vestur-Þjóðverjar gátu
með efnahagsstyrk sínum neitað
að hækka gengi marksins, sem
spákaupmenn hefðu hagnazt á
og spillt hefði hinni traustu að-
stöðu Vestur-Þjóðverja í alþjóða
viðskiptum.
Vestur-Þjóðverjar létu ein-
dregin tilmæli Frakka sem vind
um eyru þjóta, en í staðinn á-
kváðu þeir að grípa til skaitta-
ráðstafana í því skyni að bæta
samkeppniaðstöðu annarra
landa, en þessar ráðstafanir eiga
að hafa mjög svipuð áhrif og
gengishækkun. Bretar boðuðu
um leið mjög strangar skatta- og
tolla ráðstafanir til að bæta sí-
aukinn greiðsluhalla og aðstöðu
pundsins, sem enn er valt. Ríkin
tíu samþykktu öll að lána Frökk-
um 2.000 milljón dollara, og auk
þess leggur A'lþjóðagjaldeyris-
sjóðurton í Washington fram
1.000 milljón dollara til þess að
verja frankann gegn spákaup-
mennsku.
RÓTTÆKAR RÁÐSTAFANIR
Fastlega var gert ráð fyrir
því, að Frakkar mundu grípa til
um 10 prs. gengisfellingar, til
þess að bæta viðskiptaaðstöðu
sína og efla stöðu frankans þann
ig, að þeir stofnuðu ekki alþjóða
gjaldeyriskerfinu í hættu. Franz
Josef Strauss, fjármálaráðherra
►étsur-Þjóðverja, sagði að Frakk-
ar mundu fella frankann, og
Frakkar gerðu Alþjóðagjaldeyris
sjóðnum viðvart um, að miki'l-
vægar ráðstafanir stæðu fyrir
dyrum, og var almennt talið, að
þessi tilkynning boðaði það, að
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætti
að vera við því búinn að sam-
þykkja ákvörðun um gengisfell-
ingu. Fjármálaráðherrar Afríku-
landa á frankasvæðinu héldutiil
fundar sem boðað var til í París,
og í Brússel kom framkvæmda-
ráð Efnahagsbandalagisins saman
til fundar, að því er virtist til
að ræða hvaða ráðstafanir yrði
að grípa til í kjölfar genigisfell-
ingar frankans.
De Gaulle kom öllum á óvart
með ákvörðun sinni, sem sam-
þykkt var eftir einn lengsta
stjórnarfund sem haldinn hefur
verið í stjórnartíð hans. Mesta
hættan, sem nú blasir við er sú,
að spákaupmenn telji þær ráð-
stafanir sem forsetinn hefur boð
að í staðinn fyrir gengisfellingu,
ganga ekki nógu langt til þess
að verja frankann. En forsetinn
hefur greint frá róttækum ráð-
stöfunum til þess að stöðva fjár-
magnsflóttanm úr landi, hert
verður á eftirliti með innflutn-
ingi, verðlagi haldið niðri, eng-
ar launahækkanir teknar til
greina og frönskum fyrirtækjum
gert auðvelt fyrir með skattaí-
vilnunum. Nú þegar eru spákaup
menn farnir að flytja peninga
stoa aftur til Frakklands, og
frankinn hefur fengið aukið svig
rúm, en spurningin er hvort aft-
ur verður þrengt að frankanum
þegar hjá líður. Ráðstafanir for-
setans eiga að afstýra þeirri
hættu, en eftir á að koma í ljós
hvort þær nægi til þess.
ÓTTAZT UM DOLLARANN
Erfiðleikar frankans geta auk
izt, þar sem ekki var gripið til
gengisfellingar, en á hton bóg-
inn hefur de Gaulle sterkt vopn á
hendi þar sem óttazt hefur ver-
ið, að dollarinn og pundið verði
næst fyrir árásum spákaup-
manna, en áhrif þess á alþjóða-
viðskipti yrðu ófyrirsjáanileg.
Grípa yrði til hafta, sem snerta
mundu alla, og allt gjaldeyris-
kerfið kæmist í hættu. Þetta
vopn getur de Gaulle óspartnot
að, jafnvel þótt tíveldin hóti að
taka aftur lánin sem þeir hafa
heitið Frökkum, því að ef þau
yrðu afturkölluð, kæmist allt
gja'ldeyriskerfið í hættu.
Raunar hefur komið í ljós, að
Bandaríkjamenn og Vestur-Þjóð
verjar eru reiðubúnir að styrkja
Frakka með jafnvel ennþá
meiri fjárframlögum ef nauðsyn
krefur til að tryggja eigin gjald
miðil. De Gaulle getur þannig
reitt sig á töluverðan alþjóðleg-
an stuðning án þess að grípa til
gengisfellingar. Ef til vill kemur
í ljós, að de Gaul'le hafi valið
rétta leið fyrir Frakkland, þar
sem oft hefur komið í ljós, að
gengisfelling er síður en svo ör-
ugg lækning, en til þess að svo
megi vera verða efnahagsráðstaf
anir hans að bera árangur.
Johnson vill
ekki ráðstefnu
ÞAð sem nú er hvað mest bolla-
lagt um í sambandi við ástand-
ið í gjaldeyrismálunum er, hvort
haldto verði alþjóðleg ráðstefna
til þess að endurskoða gengi
helztu gja'ldmiðla heims í fyrsta
skipti síðan hin fræga ráðstefna í
Bretton Wood 1944 lagði grund-
völlinn að núverandi peninga-
kerfi. Vitað er, að Frakkar vilja
að slík ráðstefna verði haldin,
en bæði Vestur-Þjóðverjar og
Bandaríkjamenn eru því mótfall
nir.
Henry Fowler, fjármálaráð-
herra Bandaríkjanna, hefurlagzt
eindregið gegn því að slík ráð-
stefna verði haldin og hefur
sagt, að ástandið lagist aðeins
með hægfara þróun. Ljóst er, að
slík ráðstefna yrði ekki haldin
fyrr en Richard Nixon hefur tek
ið við forsetaembættinu, þar sem
Johnson forseti getur varla tek-
ið mikilvægar ákvarðanir, sem
verða bindandi fyrir Nixon, tvo
síðustu mánuði sína í forsetaem-
bættinu. Ta'lið er, að ef ráðstefn
an yrði haldin nú mundi gull
hækka í verði og dollar lækka.
Johnson forseti mun því vilja
draga slíka ráðstefnu á langinn,
og telja sumir sérfræðinga að
það sé ástæðan til þess að hamn
hét Frökkum mjög eindregnum
stuðntogi skömmu eftir að de
Gaulle skýrði frá þeirri ákvörð-
un sinni að fella ekki frankann.
En ef ráðstafanir Frakka fara
Út um þúfur og nýtt hættu-
ástand skapast á ný eftir nokkr-
ar vikur, getur alþjóðleg ráð-
stefna orðið óhjákvæmileg. John
son vi'll fyrir hvern mun forð-
ast hvers konar lækkun á gengi
dollarans áður en hann lætur af
embætti, en bandaríska stjórnin
er tiltölulega bjartsýn vegna
þess, að talið er að dollarinn
eflist jafnframt því sem Banda-
ríkjamenn draga úr þátttöku
stoni í Vietnamistríðinu, og ef
dollarinn eflist verður enginn
þörf á gengisfellingu, að því er
tálið er í Washington.
ENDURSKOÐUN Á KERFINU?
Sumir sérfræðingar í Washing
ton eru þeirrar skoðunar, að það
sem vakað hafi fyrir de Gaulle
með því að neita að fella frank-
ann hafi verið að sýna fram á,
að ef ekki tekst að halda gengi
Framhald á bls. 20
Fjármálaráðherrar Vestur-Þýzkalandg og Frakklands, Franz Josef Strauss og Franiois Xavier
Ortoli, heilsast á skyndifundi „tíveldanna" í Bonn í síðustu viku.
Fjármálaráðherrar „tíveldanna“ á Bonn-fundinum (talið frá vinstri): Y Kashiwagi, Japan, F. Or-
toli, Frakklandi, Snoy et de Oppures barón, Belgíu, K. Wickman, Svíþjóð, K. Schiller, Vestur-
Þýzkalandi, H. Fowler, Bandaríkiunum, H.J. Witteveen, Hollandi, R. Jenkins, Bretlandi, E. Co-
lombo, Ítalíu, og Benson, Kanada.