Morgunblaðið - 28.11.1968, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28, NÓVEMBER 1968
Veizlunarhúsnæði til leigu
Verzlunarhúsnæði á götuhæð á góðum stað í Mið-
bænum er til leigu frá 1. des. n.k. Góðar geymslur í
kjallara fyrir lager. Húsnæðið gæti einnig hentað fyrir
skrifstofur. Tilboð merkt: „Leiga — 6518“ sendist Mbl.
Veðskuldabrél
Hef kaupanda að vel tryggðum veðskuldabréfum.
AGNAR GÚSTAFSSON, HRL.
Austurstræti 14.
5-6 herbergga
íbúð óskast til leigu. Helzt í Austurbænum.
Vinsamlegast hringið í síma 30109 í dag milli
kl. 12 og 15.
Jólnfötin ú drenginn
Dökkir jakkar, Ijósar buxur, dökkar buxur, vesti og
buxur, samstætt. Tvíhnepptar peysur og heilar, skyrtur,
slaufur, sokkar og margt fleira.
ALLT Á SAMA LÁGA GENGINU.
PÓSTSENDUM UM ALLT LAND.
Ó. L. Laugavegi 71, sími 20141.
Raforka auglýsir
SONOLOR-transistor viðtæki. — TEPPÁS plötu-
spilarar og SJÓNVARPSBORÐ.
Allt á gamla verðinu.
Húseignin Selvogsgntn 6
í Hnfnnrfirði til sölu
Húsið er járnvarið timburhús í mjög góðu ástandi og
á góðum srtað með fallegri lóð. í húsinu eru 3 íbúðir:
3ja herb. íbúð á aðalhæð, 2ja herb. íbúð á rishæð, og
2ja herb. íbúð í kjallara. Til greina kemur sala á hverri
íbúð sérstaklega.
ÁRNI GUNNLAUGSSON HRL.,
Austurgötu 10, Hafnarfirði,
sími 50764, kl. 9.30—12 og 1—5.
UPPBGD
Að kröfu innheimtumanns ríkissjóðs og fleiri kröfu-
hafa verða eftirtaldar bifreiðar seldar á opinberu upp-
boði í dag, fimmtudaginn 28. nóvember 1968, kL 5
síðdegis, við skemmu F.f.B. á Hvaleyrarholti í Hafnar-
firði: G-1163, G-1498, G-1931, G-1995, G-3546, G-4077,
G-4260, G-4710 og Ö-867. Ennfremur verða seld sjón-
varpstæki og ísskápur.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu,
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði,
Steingrímur Gautur Kristjánsson, ftr.
- Ræða BJARNA
Framhald af bls. 8
yrði sennilega gerbreyting á af-
stöðu þingmanna og aðsrtöðu Al-
þingis í íslenzku þjóðlífi. Það má
vel vera, að ætíð hafi nokkur
hópur þingmanna mjög stuðzt
við þingmannslaun um sína af-
komu. En þó hygg ég, að það
hafi ætíð talizt til undantekn-
inga og það er að vísu svo nú,
að þingmánnslaun eru orðin
þannig, að menn geta dregið
fram lífið á þeim laun.um. Það
skal viðurkennt. En þá verður
einnig að hafa í huga, að marg-
faldur kostnaður er þing-
mennsku samfara. sem þar kem-
ur til frádráttar. En þingmaður-
inn lætur sér þetta ekki nægja,
heldur telur, að launakjör og
starfsaðstaða þingmanna þurfi að
breytast svo, að það verði megin
regla, að þingmenn sinni ekki
öðrum störfum, þ. e. a. s., þá á
ekki að nægja að halda uppi
hinu fasta embættiskerfi, stjórn-
arkerfinu og ríkisstjórn, heldur
ættum við til viðbótar að fá 60
manna hóp, sem sæti hér á Al-
þingi og hefði yfirleitt ekki öðr-
um störfum að sinna. Ég hygg,
að hvað sem líður kostnaðarhlið-
inni á þessu máli og stundum
hafa menn þó talið hana ekki
vera eins'kis virði, og vitanlega
yrði mjög að hækka laun þing-
manna frá þvi, sem nú er ef þeir
ættu ekki að sinna öðrum störf-
um.
En hvað sem kostnaðarhliðinni
líður, og ég á'lít, að hún sé auka-
atriði, þá sé hér um mjög var-
hugaverða breytingu að ræða. Ég
hygg, að það sé nánast sagt lífs-
skilyrði fyrir Alþingi, að það sé
í sem nánustum tengslum við hið
almenna starfslíf í landinu, að
það skapist ekki sérstök stétt
stjórnmálamanna. Látum vera
að það er að vísu til nokkrir
atvinnustjórnmálamenn t. d.
starfsmenn flokka, en ef til við-
bótar slíkum undantekningum
ætti að koma, að hér væri 60
manna hópur eða fast að því,
sem fyrst og fremst stundaði
stjórnmál sem sitt lífsuppihald
og hefði s'ínar tekjur af því, þá
mundi það verða til þess að
veikja mjög Alþingi frá því, sem
er, bæði í skoðun almennings og
í möguleika þingmanna til þess
að sinna sínum störfum. Nú vit-
um við það að vísu, að það hefur
verið mjög breytilegt, hvaða
starfsstéttir hafa átt setu á Al-
þingi. í gamla daga voru það
einkum bændur og prestar. Síð-
an hafa það orðið öðru hverju
tiltölulega margir lögfræðingar,
sem hafa setið á Alþingi. Stund-
um hafa verið margir blaðamenn.
- ERLENT YFIRLIT
Framhald af bls. 10
hans óbreyttu með stuðningi ann
arra landa, komist þvílíkur
glundroði á alþjóðagjaldeyris-
kerfið, að eina leiðin til að
bjarga kerfinu sé sú að halda al-
þjóðlega ráðstefnu til þess að
leysa málin og veita viðskipta-
lífi heimsins þann frið og þá ró,
sem það þarfnast. En Vestur-
Þjóðverjar vilja ekki ráðstefnu
fremur en Bandaríkjamenn, að
minnsta kosti ekki að sinni, enda
verða kosningar haldnar í Vest-
ur Þýzkalandi í október á næsta
ári og sérhver breyting á gengi
marksins mundi spilla aðstöðu
vestur-þýzku stjórnarflokkanna,
jafnaðarmanna og kristilegra de
mókrata í kosningunum.
Þegar hin nýja stjórn Nixons
tekur við völdunum 20. janúar
má búast við að kröfurnar um
alþjóðlega ráðstefnu aukist um
allan helming. Síðan síðasta ráð
stefna þessarar tegundar var
haldin í Bretton Wood í lok síð-
ari heimsstyrjaldarinnar hefur
gengi margra landa verið breytt,
sumum þeirra mörgum sinnum,
en engin allsherjarendurskoðun
hefur átt sér stað. Þeir sem beita
sér fyrir því, að slík ráðstefna
verði haldin, benda á, að miklar
breytingar hafi orðið í efnahags-
málum heimsins síðan ráðstefnan
í Bretton Wood var ihaldin. Út-
flutningur Vestur-Evrópulanda
og Japans hefur stóraukizt og
dregið hefur úr mikilvægi þess
hlutverks sem Bandaríkin hafa
gegnt, þótt þau séu mesta við-
skipta- og fjárfestingarland
heimsins sem fyrr.
Nú er talað um, að það séu marg
ir bankastjórar. Þannig má telja
upp ýmsa hópa, sem eftir því,
sem tíðarandi hverju sinni hefur
verið, hafa sérstaklega valizt til
þessara starfa eða haft til þess
þær ytri aðstæður, að þeir gætu
þeim sinnt. En yfirleitt hefur það
verið svo og það er ekki neitt
sjálfshrós um þingmenn, einung-
is viðurkenning á staðreynd, að
yfirleitt hafa þeir valizt til þing-
setu, sem hafa í venjulegum borg
aralegum störfum unnið sér álit
og virðingu þannig, að menn
hafa litið upp til þeirra vegna
þess trausts, sem þeir hafa aflað
sér utan þingsins og halda áfram
að afla sér utan þingsins fyrir
sín störf. Og ég hygg, að Alþingi
megi ekki með nokkru móti vera
án þessarar stöðu, að Alþingi
mundi mjög veikjast og þá virð-
ingu þess verulega stefnt í hættu
ef frá þessu væri horfið og menn
yrðu hér einungis fastir starfs-
menn. Þeir geta gert gagn með
því að ferðast um landið, eins
og flutningsmaður gerir tillögu
um, farið og talað við sína kjós-
endur. Ég efast ekkert um, að
þeir geta að vissu leyti gert gagn,
en þeir missa þá stöðu, sem
þingmenn hingað til hafa haft og
hefur verið ekki sízt uppistaðan
í þeirri virðingu, sem hið háa
Alþingi þrátt fyrir allt hefur
notið. Og við megum ekki kippa
okkur upp við það, þó að um
þessar mundir sé hnýtt í þingið.
Það var gert fyrir endurreisn
þess. Jónas Hallgrímsson, það
Ijúfa skáld, orti þá níðbrag um
hið væntanlega þing. Margir góð
ir menn hafa síðan af ekki meiri
þekkingu heldur en Jónas Hall-
grímsson þá, tekið undir skamm
ir um þingmenn og það er ekkert
nýtt. En það er annað mál, hvort
menn skamma þingmenn fyrir
það, að þeir standi sig ekki nógu
vel eða menn geri enn þá hærri
kröfur ti‘l þeirra heldur en þeir
reynast menn til að fullnægja
eða hvort við viljum vísvitandi
kippa þingmönnum úr tengslum
vfð hið starfræna líf í landinu og
gera þá í raun og sannleika að
sérstakri stétt stjórnmálamanna,
sem væri þá óneitanlega hlut-
fallslega mjög stór stétt miðað
við það, sem hjá öðrum þjóðum
gerist.
Ég hygg, að þetta þurfi mjög
að athugast og sé þess eðlis, að
ekki megi taka til endurskoðun-
ar starfshætti þingsins nema
menn hafi alveg gert sér grein
fyrir og áttað sig á, hvert vilja
þeir stefna að þessari breytingu
eða stefna að því, sem ég tel að
eigi að stefna að, að menn geti
verið á Alþingi og stundað, þó
að með nokkrum frátöfum sé,
venju'leg borgaraleg störf sam-
fara sinni þingmennsku. Það get
ur verið, að slíkt eigi að leiða til
þess eins, eins og þingmaðurinn
sregir, að þingtímanum eigi að
dreifa í fleiri smærri tímabil og
hafa oftar, eða það ætti að leiða
til þess að þingtímanum ætti að
ýta saman og hann ætti að verða
sem allra skemmstur, einmitt um
hávetur, haust og fram á vor. Ég
hygg sannast að segja, að ef
menn koma sér saman um skyn-
samlega starfshætti, sé hægt að
ná því, að menn væru ef til vill
ekki hér að fundarhöldum, nema
3 daga í viku, en þó væri hægt
með því að koma saman fyrst í
okt., að Ijúka þingi seint í marz
eða byrjun apríl, ef menn kæmu
sér saman um skipuleg vinnu-
brögð og tækju upp það fyrir-
komulag að þó að mem deili um
málefni, sameinuðust þeir um
það að málefnin þurfa afgreiðslu,
og það er engum til góðs að
liggja lengi yfir því, sem ekki
þarf langa athugun, ef menn
vilja á annað borð afgreiða mál-
ið. Það er enginn vinningur að
því fyrir stjórnarandstöðu að
halda uppi málsþófi, þó í minna
mæli sé en áður fyrri var, en í
ofríkum mæli tíðkast i dag. Ég
hygg, að ef menn einheittu sér
að slíkri endurskoðun á starfs-
háttum þingsins væri hægt að
ná því, sem ég tel mikið keppi-
kefli að stytta þingtímann þann-
ig að það sé hægt að búast við
því að athafnasamir menn, einn-
ig aðrir en þeir, sem á kaifi eru
í stjórnmálum, gefi sig að þing-
mennsku.
Lán óskast
200 þúsund krónur óskast lánaðar til jólia. Háir vextir
og margföld trygging í fasteign.
Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 1. desember merkt:
„Þagmælska — 6548“.
V erzlunar I y rir tæki
með nýjum vélum er til sölu. Hagkvæmt í rekstri.
JÓN BJARNASON, HRL.
Bergstaðastræti 44.
Sími 11344 og 12471.
TIL SOLU
SKÁTABÚÐIN
við Snorrabraut er til sölu.
Upplýsingar í síma 23190 kl. 14—16.
/tá hatti&nÍAJcó
H ERRADEILD