Morgunblaðið - 28.11.1968, Síða 26

Morgunblaðið - 28.11.1968, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1968 HAU KAR hafa sn’jið taflinu við - sigruðu Val 19:17 ÞAÐ var greinilegt að Haukar mættu ákveðnir til leiks við Val í íslandsmótinu í handknattleik í gærkvöldi. Nógu oft eru þeir búnir að brenna sig á því soði að tapa fyrstu leikjunum í mót- inu, en nú hafa þeir snúið tafl- inu við og unnið tvo fyrstu leiki sína. Haukar höfðu örugga forystu allan fyrri hálfleik í leiknum í gær og var staðan í hálfleik 10:7. Valsmönnum tókst síðan að jafna í síðari hálfleik og var um mikinn og skemmtilegan baráttu leik að ræða undir Iokin. Baráttu sem lauk með verðskulduðum sigri Hauka 19:17. Vörn Vals í leiknum í gær var mjög léleg og allt önnur en var hjá liðinu í Reykjavíkurmeist- aramótinu. Þarna er gloppa hjá Val sem ætti að vera auðvelt að laga og verður að laga ef liðið á að ná umtalsverðum árangri í mótinu. Haukar léku mjög skynsam- lega í fyrri hálfleik leiksins, og Sértímar í borðtennis 1 anddyri Lauigardalshallarinn- ar hefur undanfarna daga verið stairfrækt borðtennisaðstaða fyrir aitanenning. Eru þar 9 borðtennis borð til afnota kl. 5—9 virka daga og kl. 2—6 á laugardöiguim, þá daga og þau kvöld, sem keppni fer ekki fram. Aðsókn hefur verið misjöfn, til jafnaðar 2/3 borðanna í notkun. Þeir sem áhuga hafa á að tryggja sér borð á föstum tímum og ákveðnum dögum geta haft samband við skrifstofu Í.B.R. dag lega kl. 4—6 og húsvörðinn í borð tennissalnum þegar hann er op- imn. skutu ekki mikið í vitleysu. Þá var vörn liðsins einnig all þétt. í síðari hálfleik settu svo Vals- menn upp meiri hraða og varð þá vörn Haukanna öll losara- legri en í fyrri hálfleiknum. Sóknarleikur liðsins er hins veg ar alltaf mjög skemmtilegur, sér staklega línuspilið. Það er greini legt að Haukar eru stóra spurn- ingarmerkið í íslandsmótinu í ár og vissulega eru möguleikar þeirra nokkrir. Beztu mennirnir í liði Hauka voru þeir Þórður, Ólafur og |Stefán. ■ Sérstaklega er Ólafur fraustur leikmaður. Þá varði Pét ur Jóakimsson all vel. Mest bar á Hermanni Gunn- arssyni í liði Vals, og voru mörg skot hans falleg. Þá átti Bergur einnig ágætan leik, en lítið bar á landsliðsmönnunum tveimur Ólafi og Jóni. Björn Kristjánsson og Sveinn Kristjánsson dæmdu leikinn all- vel. Mörkin skoruðu: Haukar: Stefán 4, Ólafur 4, Þórður 4, Sig- urður 3, Sturla 2, Viðar 2. Vaiur: Bergur 6, Hermann 5, Jón Ágústsson 1, Ólafur 1, Jón Karlsson 1, Sigurður Dagsson 1. í hófinu voru staddir nokkrir glímukappar sem unnið hafa Grettisbeltið, og var þessi mynd tekin af þeim. Sitjandi frá vinstri: Skúli Þorleifsson, Lárus Salómonsson, Kjartan Bergmann Guðjónsson og Ingimundur Guðmundsson. Standandi frá vinstri: Sigtryggur Sigurðsson, Ár- mann J. Lárusson, Guðmundur Ágústsson og Kristmundur Sigurðsson. Ármann J. Lárusson heiöraöur S.L. SUNNUDAG heiðraði Glímu- samband íslands Ármann J. Lár- usson, glímukappa, fyrir einstæð glímuafrek hans. Afhenti Kjart- Leikur kattarins að músinni — FH vann KR 24:15 KR REYNDIST FH auðveldur andstæðingur í Ieik liðanna i gærkvöldi. Þegar aðeins 5 mín. voru eftir af fyrri hálfleik var staða leiksins 11:1 fyrir FH og mark sitt höfðu KR-ingar skor- að úr vítakasti. í hálfleik var svo staðan 14:3, og mun það nærri einsdæmi að liði takist ekki að skora nema þrjú mörk í hálfleik. Síðari hálfleikur var hins vegar jafnari, enda virtust FH-ingar ekki leggja hart að sér þá, og var sérstaklega gefið eft- ir í varnarleiknum. Minnsti mun ur var 6 mörk 16:10, en úrslit urðu 24:15 fyrir FH. Það, að KR skyldi aðeins skora þrjú mörk í fyrri hálfleik, segir þá sögu að liðið er mjög fátækt af skotmönnum og að vörn FH var góð, svo og markvarzla Birg is Finnbogasonar. Varði hann oft Vilja kaupa Aston Villa - OG GERA ÞAÐ AÐ BEZTA LIÐI HEIMS BANDARÍKJAMENN eru aldrei smátækir þá er þeir fyrir alvöru hugsa til hreyf- ings. Nú hefur bandarískt fé- lag, Atlanta Chiefs félagið er vann meistaratign í banda- rískri knattspyrnu á sl. keppn istímabili, áhuga á „Iandnámi“ i Evrópu. Stjórn félagsins hef ur nú áhuga á að kaupa „í heilu lagi“ enska atvinnu- mannaliðið Aston Villa, en það félag á að baki litríkustu sögu allra enskra félagsliða, en er nú á barmi „glötunar“ er neðst í 2. deild og þar eru horfurnar meira að segja dökkar. Atlanta Chifes, sem nú er reiðubúið að kaupa allar eign ir Aston Villa, völl, leikvang, leikmenn, starfslið og alla að- stöðu er í kaupunum stutt af voldugu baseballliði Atlanta Braves. Varaformaður Atlanta Chiefs Dick Cecil, hefur staðfest við enska stórblaðið „News of the World“ áhuga Bandaríkja- manna og sagði hann ennfrem ur: „Ef úr þessu verður, er það takmark okkar að gera Aston Villa að bezta knattspyrnu- félagi heims." Dick Cecil kom í fyrra- haust til Englands í þvi skyni að ræða möguleikana við stjórn Aston Villa. Þá áttu þeir aðeins lauslegar viðræð- ur, sem ekkert varð úr, „en nú teljum við möguleika á, að undirtektir verði betri, vegna stöðu Aston Villa“. En Bandaríkjamaðurinn bætti við:„Þetta er stórmál, sem verður ekki afráðið á stuttum tíma — og jafnvel þó við tækjum við nú, gætum við ekki lofað kraftaverki þegar í stað. Ég veit að Aston Villa á sér frægari og helgari sögu en öll önnur ensk lið, þó sú saga hafi gerzt að mestu fyrir fyrri heimsstyrjöld. Ég er viss um að þúsundir stuðningsmanna Iiðsins, sem hætt hafa að sækja leiki þess, myndu koma aftur til að sjáhvað okkur tæk ist. Það fólk telur það skyldu sína að fagna frægð Aston Villa, jafnvel þó að baki standi menn sem tala með bandarískum hreim. Forsaga þessa máls er að tveir Aston Villa menn réðust til Atlanta Chiefs. Annar þeirra hefur nú tekið við landsliði Bandaríkjanna, en hinn snúið heim og er búist við að hann yrði framkvæmda stjóri félagsins ef Bandaríkja- mennirnir „keyptu" félagið. Allt þetta þyrfti samþykkis íhaldssamrar stjórnar brezka knattspyrnusambandsins við. En stuðningsmenn liðsins segja að nauðsyn sé til björg- unaraðgerða STRAX, áður en fallið í 3. deild er óumflýjan- legt. af stakri snilld, og einkum varði hann skemmtilega línuskot KR- inga. í byrjun síðari hálfleiks tóku KR-ingar síðan smá fjörkipp, enda vörn FH-inga þá ekki eins vel á verði og í fyrri hálfleik. Færðist þá meiri hraði } leikinn og smituðust dómararnir tveir Valur Benediktsson og Magnús Pétursson af honum og tóku að dæma all furðulega. Vísuðu þeir t.d. tveimur FH-ingum útaf í einu, fyrir mjög smávægileg brot og dæmdu auk þess hæpið víta- kast á FH. En þrátt fyrir þetta tókst KR-ingum ekki að skora. Hjalti, sem kominn var í mark- ið, varði vítakastið, og reyndar tvö önnur fljótlega á eftir og Örn skoraði, svo FH-ingar bættu því stöðu sína þótt þeir væru tveimur færri. í heild var leikurinn fremur tilþrifalítill, og alltof miklu mun aði á liðunum til þess að hann gæti verið skemmtilegur. FH- ingar sýndu þó stundum ljóm- andi fallega leikkafla, einkum í byrjun leiksins. Beztu menn FH voru auk markvarðanna, sem báðir vörðu stórkostlega, þeir Örn og Geir Hallsteinssynir og Auðunn Ósk- arsson. Virðist Auðunn í mjög góðri æfingu nú og orðinn einn af okkar al-beztu handknattleiks mönnum. í KR-liðinu áttu beztan leik þeir Gunnar Hjaltalín og Geir Friðgeirsson, og í heild átti lið- ið nú betri leik en gegn Haukum á dögunum. Dómarar voru sem fyrr segir Magnús Pétursson og Valur Benediktsson og dæmdu vægast sagt afar illa. Mörkin skoruðu: FH Örn 8, Auðunn 4, Páll 4, Geir 3, Árni 3, Gunnar 1, Birgir 1. KR: Geir 4, Gunnar 3, Halldór 3, Sigmundur 2, Haraldur 2, Karl 1. an Bergmann Guðjónsson Ár- manni fagran silfurskjöld sem gjöf frá Glímusambandinu. í ávarpi er Kjartan flutti gat hann þess, að árið 1950, hefði Ármann unnið Ármannsskjöld- inn, yngstur allra er til hans hafa unnið, og sama ári hefði hann einnig sigrað í 1. flokki í Landsflokkaglímunni. Árið 1952 vann Ármann svo Íslandsglím- una þá aðeins 20 ára, og svo næst 1954 og úr því samfellt í 14 ár í röð til 1968, en þá keppti hann ekki. Alls vann Ármann Grettisbeltið í 15 skipti, eða oft- ar en nokkur annar. Auk Kjartans Bergmanns Guðjónssonar tóku til máls Ei- ríkur J. Eiríksson, formaður UMFÍ, Lárus Salómonsson er flutti frumort ljóð um alla sem unnið hafa Grettisbeltið, Skúli Þorleifsson, Hörður Gunnarsson og loks heiðursgesturinn Ármann J. Lárusson, sem flutti Glímu- sambandinu þakkir. Næsto fimmtudag — en ekki í kvöld f GÆR sögðum við frá þátttöku íslenzkra stúdenta í fyrsta móti norrænna stúdenta í körfuknatt- leik sem haldið verði í Örebro í Svíþjóð 13., 14. og 15. des. ísl. stúdentarnir hafa ákveðið að efna til hraðmóts í körfu- knattleik til ágóða fyrir farar- sjóð. Það mót fer fram n.k. fimmtudag, 5. des. en ekki í kvöld eins og okkur varð á að segja í blaðinu í gær. Körfubolti f KVÖLD verður Reykjavíkur- mótinu í körfuknattleik yngri flokkanna fram haldið að Háloga landi og hefst keppnin kl. 20.15. Þá leika í 4. fl. Ármann — KR og síðan ÍR — KFR. í 3 .flokki leika Á — ÍR og að lokum KR — KFR.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.