Morgunblaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBIAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1968 Útgeíandi I'ramkvæmdastjóri Ritstjórar Ritst j ómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgrei’ðslg Auglýsingar Askriftargjald kr. 130.00 í lausasölu Hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson, Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson, Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 8.00 eintakið. 50 ÁRA FULLVELDI Vslenzka þjóðin minnist þess í dag að 50 ár eru liðin síðan fullveldi íslands var viðurkennt. Hinn 1. des. 1918 var stór dagur í íslandssög- unni. Að baki atburðum hans lá löng og hörð barátta. í þeirri baráttu höfðu marg- ir glæsilegir og mikilhæfir stjórnmálamenn haft giftu- ríka forustu. En eitt nafn ber þó hæst allra, nafn Jóns Sig- urðssonar forseta. Óeigin- gjams starfs hans og baráttu mun íslenzk þjóð minnast um allar aldir. Fullveldisdagurinn 1. des- ember rann upp í umróti heimsstyrjaldarloka. íslenzka þjóðin var þá aðeins um 92 þúsund manns. En hún var þess alráðin að njóta fengins frelsis og hagnýta það til þess að byggja upp land sitt og treysta framtíð sína. Sam- bandslagasáttmálinn við Dani fól í sér möguleika til skilnaðar við yfirþjóðina að 25 árum liðnum. Það var eitt mikilvægasta ákvæði hans. Þegar fullveldisviðurkenn- arinnar er minnzt hlýtur nafn Jóns Magnússonar for- sætisráðherra að bera hátt. Hann var frábær samninga- maður, djúpvitur og hygginn. Þessi margreyndi stjórnmála- maður barðist fyrir málstað íslands af sérstæðri lægni og farsæld. Atvikin höguðu því þann- ig, að þegar íslendingar neyttu uppsagnarákvæða Sambandslagasáttmálans og stofnuðu lýðveldi í landi sínu 17. júní 1944 geisaði á ný heimsstyrjöld. íslenzka þjóðin öðlaðist þannig full- veldi og sjálfstæði á öldufaldi tveggja heimssyrjalda. ★ Hvemig hefur þessari litlu þjóð svo farnast á því hálfr- ar aldar skeiði, sem liðið er frá því að íslenzki fáninn var dreginn á hún á stjórnarráðs- húsinu 1. des. 1918? Þessi spurning mun koma upp í huga margra íslendinga í dag. Sem betur fer verður svarið við henni jákvætt. Með fullveldinu var gmnd- völlur lagður að nýju og betra þjóðfélagi á íslandi. Þjóðin fann til máttar síns og neytti hans til þess að hefja stórfellda sókn fyrir alhliða uppbyggingu í landi sínu. Sú saga verður ekki rakin að þessu sinni. Þótt íslendinga greini á um margt, eru þeir allir sammála um það að frelsið varð hinn mikli afl- gjafi. Þjóðin rétti úr kútn- um, brautzt úr sárri fátækt til bjargálna og velsældar. Margvíslegir erfiðleikar hafa að sjálfsögðu steðjað að henni sl. 50 ár. En á þeim hef- ur verið sigrazt og baráttunni haldið áfram á öllum sviðum íslenzks þjóðlífs. Þótt að á móti blási í íslenzku efnahags lífi í dag, kemur engum ís- lendingi annað til hugar, en upp úr þeim erfiðleikum komi nýir og betri tímar. En vel mættum við á þess- um tímamótum minnast orða skáldsins, sem svo mælti ár- ið 1938 á 20 ára fullveldisaf- mælinu: „Litla þjóð, sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast.“ Ef íslenzka þjóðin hefur þessi orð í huga, mun hún ávallt kunna sér hóf í inn- byrðis deilum. Hún mun þá aldrei tefla á tæpt vað um varðveizlu andlegs og efna- legs sjálfstæðis síns. ★ En nýir tímar koma með ný viðhorf og vandamál. í dag er sjálfstæðisbarátta ís- lenzku þjóðarinnar fyrst og fremst í því fólgin að tryggja frelsi sitt og öryggi í nánu samstarfi við þær þjóðir, sem eru henni skyldastar að upp- runa og hugsunarhætti. Frels- ið verður ekki varðveitt með óskhyggju. einni saman. Fjar- lægðirnar eru horfnar, ísland er ekki lengur einangrað „yzt á Ránarslóðum“. Það er statt mitt á veðramótum mik- illa heimsátaka. íslendingar vilja hafa góða sambúð við allar þjóðir og skipta við alla þá, sem við okkur vilja skipta. En öryggi og sjálf- stæði landsins verður ekki varðveitt með því að setja traust sitt á löngu úrelta ein- angrunarstefnu. Náin og víð- tæk samvinna við þær þjóð- ir, sem standa vörð um lýð- ræði og mannréttindi er ís- lenzku þjóðinni lífsnauðsyn. Sem betur fer hefur yfir- gnæfandi meirihluti íslenzku þjóðarinnar á þessu fullan skilning. ★ íslendingar geta ekki minnzt svo 50 ára fullveldis, að hugurinn hvarfli ekki til fyrrverandi sambandsþjóðar þeirra. Sjálfstæðisbaráttunni við Dani lauk 1918. Síðan hef- ur sambúð þessara tveggja náskyldu þjóða stöðugt orð- ið betri og nánari. Nokkurs misskilnings varð að vísu vart þeirra í milli við skiin- aðinn og lýðveldisstofnunina 1944. En sá misskilningur er löngu úr sögunni. Danska r flL^l II 1 vss j U1 Vaiulr w 1 FAN UR HEIMI Auka litningur leiðir ekki óhjákvæmilega til afbrota — Segja brezkir visindamenn Observer,Christine Doyle. VISINDAMENN í Edinborg segja þá kenningu að maður sem hafi auka „Y-litning“ sé fæddur með afbrotamannseðli eða sé með „afbrota-litning“ vera ranga. Þetta eru sömu vísindamennirnir sem fundu þetta erfðafræðilega afbrigði við rannsóknir á föngum. Vís indamennirnir komust að raun um, að um það bil 3 af hundr aði fanganna voru með 47 litn inga í stað 46 eins og eðilegt er. Auka litningurinn var í kyn litningunum. Venjulega heilbrigð kona hefur tvo x litninga (xx) og venjulegur heilbrigður maður einnig tvo en það eru x og Y litningar (xY). Umræddir fangar höfðu hinsvegar xYY samsetningu. Sú uppgötvun, 1965 og 1966, að nokkur hópur fanga í ströngustu fangelsum Bret- lands hefði þessa xYY sam- setningu kom af stað miklum umræðum um ’læknisfræðileg og lögfræðileg atriði. Kjarni þeirra var hvort auka litning urinn yrði þess valdandi að menn hneigðust frekar til af- brota. Við réttarhöld í Ásfcralíu fyrir skömmu, var maður sýkn aður af morðákæru, að því er bezt var séð, vegna þess að hann hafði auka Y-litning. Um srvipað leyti ákváðu fransk ir dómstólar að xyy samsetn- ingin myndi ekki nægja til sýknunar af morðákæru. f síðustu viku (22. nóvember) var tilkynnt að reynt yrði að fá litninga sýnishorn frá Sir- han Bisihara Sirhan, sem ákærður er um morðið á Ro- bert Keamedy. Ástæðan er talin sú að maður no'kkur í Kaliforníu lýsti sig saklausan af nauðgunarákæru, á þeirri forsendu að rannsókn leiddi í ljós xYY litningarsamsetn- ingu. í ritinu „The British Med- ical Journal" segir dr. Wilil- iam Court Brown, stjórnandi erfðafræðideildar við West General sjúkrahúsið í Edin- borg, að tilfellafjöldi í rann- sóknum hans og félaga hans tveggja útiloki að það sé til- viljun að þeir sem rannsakað ir voru séu afbrotamenn. Þeir vilja þó leggja áherzlu á nokkuð sem þeim hættir til að líta framhjá sem aðhýllaat kenninguna um meðfædda af brotahneigð. f fyrsta lagi var upplýsingum safnað með rann sóknum á mönnum sem eru for hertir afbrotamenn, af hvaða orsökum sem þeir nú urðu það. í öðru lagi er lítið vit- að um „xYYmenn" við fæðingu eða í daglegu lífi, þar sem ekki er vitað að þeir séu með þessum ósköpum fæddir. Vísindamennirnir segja að þar til, ráðin hafi verið bót á þessu sé aðeins hægt að draga þá ályktun að manni sem hafi auka Y-litning sé hættara við andlegri veilu eða jafnvægis leysi. Þetta getur verið sítór uppgötvun, eða lítil uppgötrv- un, en það liggja ekiki fyrir það- mikil gögn að hægt sé að draga nokkrar ákveðnar línur. Og þeir bæta við: „Það bend ir ekfcert til þess að xYY sam setningin leiði óhjákvæmi- lega til erfiðrar sambúðar við þjóðfélagið enda var persónu leiki þeirra sem við rannsök- uðum mjög mismunandi. Sum ir þeirra sem við fundum xYY hjá, voru rólyndir og þægi- legir í framkomu en aðrir aft ur ofsafengnir og erfiðir. Sum ir þeirra eru stór afbrotamenn en alls ekki allir, og ef kenn ingin um meðfædda afbrota- hneigð þýðir að þeir sem fædd ir séu með xYY séu fyrir- fram dæmdir til að verða glæpamenn, er allfcof sterkt til orða tekið. Djilas segir ógnunina frá Rússum breytta ,,Heimsveldisstefna endurnýjuð" New York, 28. nóv. NTB. MILOVAN Djilas, fyrrum vara- forseti Júgóslavíu, sagði í New York í gærkvöld, að ógnun Rússa í garð Vesturlanda mundi að lok- um snúast upp í efnahagslega ógnun. Harm sagði, að eðli ógnunar þeirrar sem Vesfcurlöndum sfcaf- aði frá Rússum hefði breytzt verulega. Rússar væru í þamn vegimin að sn.úa affcur ti'l sígiildr- ar fcegundar rússnesbrar heims- veldisstefnu — heiimsveldissfcefnu keisaranna. — Sovétríkin bæru sifellt minni keim af stórveldi hugmyndafræði og byltingar, en æ meiri keim af hernaðar- keisaranna legu sfcórveldi og yrðu seinnilega í framtíðinni efinahagslegt sfcór- veldi. Djiiias, sem hefur verið í heim sókn í Bandaríkjunium síðan hann var leystur úr stofufang- elsi í Júgóslaivíu, sagði í viðtali við „New York Times“, að Ba.nda ríkjamönmum mundi reynast aðveldar að fást við heimsveldis sinnaða Rússa en byltimgarsimn- aða ef Bamdaríkim héldu mæifcti sínum óskerfcum oig hefðu sam- vinnu við Sovéfcríkin á sviðum menningair- og efnahiagsmála. „Kína er hæfctulegt Sovétríkj- umum“, sagði Djiias enn fremur, „því að Kína gebur ekki fumdið möguleika til úfcþenslu ammars gtaðar en í Sovétríkjumum jatfn- framt því sem Kínverjar hafa vissfc þjóðernislegt tiikail til Mongolíu og nokkurs hluta Sí- beríu“. Gestopo-menn dæmdir Darmstadt 29. nóv. NTB. DÓMSTÖLL í Darmstadt dæmdí í dag sjö fyrrverandi Gestapo foringja til allt að fimmtán ára fangelsisvistar fyrir striðsglæpi, en þeir tóku þátt í morðum á þúsundum Rússa og Gyðinga í Úkraínu í heimsstyrjöldinni síð- ari. Ein alvarlegasta ákæran á hendur sjömenningunum var, að hafa tekið þátt í hinum illræmdu fjöldamorðum í Babi Jardalnum árið 1941. Þessi stríðsglæparéttarhöld í Darmstadt eru hin umfanigsmesfcu í Vesfcur-Þýzkalandi síðam lokið var Austchwitz-málunum í Framk furt fyrir þremur árum. þjóðin hefur á margan hátt sýnt skilning sinn á aðstöðu íslendinga. Það er staðreynd, sem allir íslendingar fagna að á síðustu árum hafa Dan- ir og íslendingar stöðugt ver- ið að tengjast traustari tengsl um. Framkoma þings og stjómar Danmerkur við lausn handritamálsins mótaðist af drengskap og víðsýni, sem allir íslendingar meta og þakka. Milli Dana og íslend- inga er nú ekkert ágreinings- efni. Milli þeirra ríkir einlæg vinátta, sem engan skugga ber á. Að loknu hálfrar aldar full- veldistímabil er ný kynslóð tekin til starfa á íslandi. Sú kynslóð þakkar þeim, sem færðu þjóð hennar fullveldi og frelsi. Öllu máli skiptir nú að þjóðin skilji og muni að sjálfstæðisbaráttan er æv- arandi. Henni lauk hvorki 1918 né 1944. Frelsið er fjör- eggið í hendi allra kynslóða á íslandi. Því megum við aldrei gleyma. Að svo mæltu árnar Morg- unblaðið íslendingum gæfu og gengis á tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.