Morgunblaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 17
MORGU'NBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1968 17 Jón Pálmason áttræður Jón Pálimason varð áttræður finimtudaginn 28. nóv. sl. Jón er sl íkur þjóðskörunngur og svo kiumnur al verkum sínum að óþarft eir að fara mör.gum orð- um um ágæii hans. Ekki fer á milli mála, að Jón er einn sköru- legasti maður úr bændastétt, sem sietið hefutr á Alþingi fyiT og síðar. Áhugamál hans eru margþætt, en þó hefur hann með elðlilegum hætti ætíð látið veil- ferð landbúnaðarins sig mestu skipta. Jón Pálmason er maður hikiaus í skoðunum og ófeiminn að láta þær uppi við hvem sem er. Að eðiisfari er hann mikill baráttumaður og nýtur þess að vera í orrahríð. Hann er óvenju Stjórnaráðsliúsið. REYKJAVÍKURBRÉF hreinskilinn, faJs býr ekki í hans huga. Fordæmi hanis sýnir hversu miklu persónulegar vin- sældir og virðing geta ráðið um kjör manna til Alþingis. Sjálf- stæðismenn hafa sennilega veri’ð í minnihluta í kjördæmi Jóns allan þann aldarfjórðueg, sem hann htaut þar ósiitið kosningu. Þegar deilt er um, hvort heppi- legra sé að hafa einmennings- kjördæmi með meirihlutakosn- iugu eða hl utfa 1Jskosningar í all- stórum kjördæmum, þá eru fáar röksemdir frekar til styrktar ein- menningskjördæmum en hið margendurtekna kjör Jóns Pálmasonar og þau afrek, sem honum þess vegna tólsst að vinna á Alþingi íslendinga. ísleudingar fengu lirslitavaldið Endurreisn Alþingis 1845, við- urkenning á löggjafarvaldi þiingsins 1874, lögfesting heima- stjórnar og þingræðis 1904 og brottfall sambandslaganina í raun 1940 en lögformlega 1944, allir þessir atburðir höfðu í fram kvæmd meiri þýðirugu en sam- þykkt sambandslaganna 1918. Ein réttarleg eða lögfræðileg þýðing sambandslaganna var þó öllum hinum atburðunum meiri. Með þeim var rofin hin daoska ríkis- heild eða eining, sem dönisk stjórnarvöld höfðu þangað til haldið dauðahaldi í. Því hafði naunar öðru hvorn verið lýst, að Danir hirtu ekki um að halda ís- lendingum nauðugum í Dana- veldi, en fbrmJega, réttarlega skuldbindingu þessa efnis, femg- ust þeir aldrei til að gefa fyrr en 1918. Með samibaaidslögunum var það lagt í vald ístendinga einma að kveða á um það, hvort sam- band landanna sikyldi haldast eft- ir árslok 1943. Þess vegna skiptir það í sjáMu sér ekki öllu, þó að ekki yrði ýkja mikil breyting efnisLega á meðferð mála ís- lendinga 1. des. 1918, frá því sem verið hafði. Ef íslendingar höfðu sjálfir nógu sterkan vilja til fullkomins sjálfstæðis, þá tryggðu sambandslögin, áö sá vilji fengi að ráða að 25 árum liðnurn. Skiljanlegt er, að þeir, sem óttuðust, að Sambandslög- in yrðu til að slæva sjálfstæðis- vilja þjóðarinnár, væru andstæð- iir setningu þeirra. Sá ótti reynd- ist sem betur fer ástæðulaus, en það væri sögufölsun, ef því væri haldið fram, að margir íslend- imgar hefðu ekki talið, að með sambandslöigunum væri loka- markinu náð. Við meira frelsi hefðu íslendingar ekld að gera. Það var sjálf atburðarásin sem skar úr um fánýti sambandsins. Höfuðkostur Sambandslaganma var, að þau tryggðu, að því var hægt að slíta me'ð þeim hætti, sem Daniir höfðu sjálfir fyrir- frtam lagt samþykki sitt á. Laugardagur 30. nóv.. Mannval Af þessum sökum er óumdeil- anlegt, að setning Sambandsilag- anna var mikili sigur í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar. Sá sigur vannst fyrir baráttu margra kynslóða og er ekki neinum einum eða fáum for- ustumönnum eingöngu að þakka. Hin hagkvæmu úrslit 1918 hefðu þó ekki fengizt nema því að- eins, að þá var vel á málum haldið. Þeir, sem þar koma öll- um öðrum fremur við sögu, voru þáverandi ráðherrar, Jón Magn- ússon, Sigurður Eggerz og Sig- uröur Jónsson og sambands- laganefndarmeninirnir, Jóhannes Jóhannesson, formaður nefndar- innar, Bjarni Jónsson frá Vogi, Einar Amórsson og Þorsteinn M. Jónsson. Af þessum mönnum hafði Bjarni frá Vogi verið þol- inmóðastur og skeleggastur for- - vígisimaður í réttindakröfum þjóðiinni til handa. Sigurðuir Eggerz var eini ráðherrann, seim látið hafði af völdum, vegna þess að hann kom ekki fram gegn kommgsvaldinu og Dönum þeim kröfum, sem Alþimgi hafði falið honum að knýja fram. Ein- ar Arnórsson var lærðastur lög-. fræðingur allira þeirra sem hér komu við sögu, þekkti allar réttarlheiimildir til hlítar ýtinn og fundvís á rök, sem máttu verða máLstað okkar til styrkt- ar. Jóhannes Jóhannesson ger- þekkti málin frá þátttöku sinni í samningunum 1908 og hafði allra manna bezt lag á að koma máli sínu fram með háttprýði og góðviild. Þorsteinn M. Jóns- son var á þessum árum enn ung- ur og lítt reyndur en fylginn sér og einarður í sjálfstæðisvilja sín- um. Yanþakklæti laun heimsins Á engan er þó hallað þó að fullyrt sé, að mest hafi reynt á Jón Magnússon forsætisráð- herra. Honum var manna mest að þakka, að samningar voru reyndir og teknir udp á jafnrétt- isgrundveili. Lagni hans og þolin mæði réðu sennilega úrslituim til að sannfæra dönsku fulltrúana um, að öllum væri fyrir beztu að fallizt yrði á kröfur íslendinga. Ef hægt er að segja, að nokkur einn maður hafi unnið sigur 1918, var það því Jón Magnús- son. Sigur sinn vann hann í þesiu 'höfuðefni, sem stjórnmál þjóðar- innar ihöfðu snúizt um frá þvi, að sjálfræðisvilji hennar vakn- aði á ný. Engu a!ð síður urðu ör- lög Jón Magnússonar þau, að tæpu ári síðar féll hann. með nokkurra atkvæða ntun við þing kosninigar hér í Reykjavík. Auðvitað féll Jón Magnússon ekki vegna aískipta sinna af sambandsmáHnu heldur af innan landsástæðum. En fall hans er glöggt dæmi hverfulleika stjórn- málagæfunnar og hversu minni- háttar mál eru oft meira metiin en þau, er meiri þýðingu hafa. Jón Magnússon hefur naumast enn hlotið þann sess í sögunni eða meðvitund þjóðarinnar, sem hann á skilið. Þetta mun að nokkru stafa af yfirlætisleysi Jóns sjáifs. Benedikt Sveinsson, sem lengstum var harður and- stæðiingur hans og var honum samtímis á þingi hátt á annan áratug, sagðist á fyrri árium sam- vistar þeirra þar naumast háfa tekið efir Jóni og alls efcki gert sér grein fyrir hve áhrifamikill hann var. Treystu honum að lokum bezt Svili Jóns, Hannes Þorsteins- son skjalavörður, segir um hann í Endurmiinningum sínum: „Hann var ágætur námsmaður og gleðimaður á ungum aldri, en síðar varð hann nokkuð dulur í skapi og fályndur og sjaldan með fullu gleðibragði, þótt hann kæmist til vegs og valda. Var eins og eitthvað farg lægi jafnan á honum og hamlaði gleði hans og munu því hafa valdi'ð ein- hverjar óþægilegar minningar frá fyrri dögum.“ Heldur er það ólíkiega til getið hjá hinum mikla sagnfræðingi Hannesi, að Jón hafi verið svo þjakaður af minningum fyrri daga, að hann hafi fyrir þær sakir misst gleði siína. Hitt mun sancnara, að þeirra í milli hafði ætíð verið heldur köld mágaást. En hvað um það, Jón hafði a.m.k. hjá andstæðingum sínum ætfð fremur orð fyrir hyggindi og þá stundum of mikj hyggindi held- ur en skörungsskap og glæsi- brag. Flestum flokkismönnum Jóns þótti aftur á móti mikið til Jóns koma, og því meira sem þeir kynntust honum nánar. Magnús heitinn Jónsson, sem kosinn var á þing sem harður andstæðingur Jóns, en var síðan árum saman samflokksmaður hans, sagðist hafa gerbreytt um skoðun á Jóni við kynnni af honum. Eitt af því, sem Jóni var löngum fund- ið til foráttu var, að hann væri úrskurðarlítill og hliðraði sér við óþægilegum ákvöröunum, en Ma.gnús sagði að Jón hefði á stundum, þegar mikið lá við, tek ið af skarið, þótt hinir yngri og fyrirferðameiri flokksmenn hik- uðu. Á fáum mönnum hefur Pétur Ottesen og meiri mætur en Jóni Magnússyni, og kom hann. þó eíns og Magnús Jónsson upp- haflega úr fylkingu mjög and- snúiinni Jóni. Þá hafði Bjarni frá Vogi mikil tengsl við Jón þótt þeir væm ætíð andstæðing- ar í stjórnmálum. Segir það og sína sögu um raunverulegt mat manna á Jóni Magnússyni, að hans hörtðustu andstreðingar úr Sjálfstæðisfiokknium gamla, Bjarni frá Vogi, Benedikt Sveins- son, Hjörtur Snorrason, Jakoib Möller og Siigurður Egger^ réðu úrslitum um það, að honum tókst stjórnarmyndun 1924, eftir að Jóni Þorlákssyni hafði mistekizt að fá stuðning meirihluta Alþing is. „Setti stefnuna á íullveldi" 1 hinni fróðlegu bók Gísla Jónssonar menntaskólakennara á Akureyri „1918“, sem kom út tú fyrir fáum dögum, ryfjar Gísli upp, það að á sextugsafmæli Jóns Magnússonar hafi Ber- lingske Tidende m a. sagt um hann. Jón Magnússon „Hann greip stjórnvöldin með traustri hendi þögull, gætinn, en þó stefnuvissari en f.yrri stjórn- málamenn íslendinga Og hann setti stefnuna þegar á fullveldi íslendinga. Flokkana fékk hann fljótt með sér, og sama trausts og hann naut á íslandi aflaði hann sér í Kaupma nnahöfn. Nú kom skriður á málið og því lauk með sambandsiögunum nafn- buninu. Það er Jóni Magnússyni fram- ar öllum öðrum íslendingum áð þakka, að hinum vandasömu samnmgum lauk svo friðsam- lega. Jón Magnússon skilur dansk an hugsunarhátt. Fr.'ðsamiegia, gætilega og diplomatískt greiddi hann úr vandræðuniun jafnan." Eftir Þorsteini M. Jónssyni sem nú er einn eftirlifandi þeirra, er áttu sæti í samninganefndinni 1918, hefur Gísli þetta: „Á bak við tjöldin mun enginn hafa unnið betur og verið meir á verði en hinr hægláti forsætis- ráðherra íslands og sennilega hefur hann oft taláð við döinsku nefndarmeninina og sannfært þá um, að þeir yrðu að ganga að mestu leyti að kröfum Islend- inga, ef samningar ættu að tak- ast.“ „Hvað með skörung að gerató Og enn hefur Gísli eftir Þor- steini: „Ég álít, að hann hafi verið ein.n Jagnasti samninge- og stjórn málamaður á sínum tíma, hann var vitmaður, góðgjarn og iétt- sýnn. Það var ekki litið á hann sem neinn skörung, hann var mjög varfærinn máður og stund- um borið á brýn, að hann væri óákveðinn í skoðunum, en ég hygg það orð hafi komizt á vegna varfærni haras og samvizkusemi. En á úrslitastundum var harun ákveðinn og einarður foringi. Þótt hann væri ekki mælsku- maður, tei ég, að en.ginn þing- maður hafi verið bemskeyttari en hann, ef á þurfti að halda. Ekki var gott að hrekja roksemd ir hans, enda þótt hann væri ekki skörulegur ræðumaður." Um beinskeytni Jóns, ef í hon- um hitnáði, getur sá borið er þetta ritar. Harn minnizt þess, að hafa heyrt hörð orðaskipti þ«irra Jóns Magnússonar og Jónasar Jónssonar frá Hriflu í efri deild Alþingis, sennilega fyrnhluta árs 1926. Jónas var þá á léttasta skeiði, harður og ó'/æginn í siókin, en Jón kominn á sitt síðasta ald- ursár. Þeim, sem þær umræður heyrði gat ekki blandazt hugur um, að Jón Magnússon fór með sigurorð af þeim fundi. Skemmtilegust er kannski saga, sem Gísli Jónsson vitnar í eftir Þorsteini Gíslasyni rit- stjóra Lögréttu. Þorsteinn sagði í blaði sínu um Jóm: „Þeir eru alltaf að tuggast á því, að ég sé enginn skörungur", sag’ði hann eímu sinni við rit- stjóra þessa blaðs, er hann Jcom inn til hans, og lagði um leið bros andi frá sér blað, sem hann var að lasa. „En hvenær heí ég sagzt vera skörungur og hvað ætla þeir með skórung að gera?“ Fjórir enn uppi standandi Þegar litið er til atburðanna 1918, er sérstök ástæða til að gera sér þess grein, að enn eru á lífi fjórir þeirra þíngmanna, sem þá fjölluðu um málið á Al- þingi: Jörundur Brynjólfsson, Karl Einarsson, Pétur Ottesen og Þorsteinn M. Jónssun. Af þessum fjórum er m.a.s. eirm, Þonsteinn M. Jónsson, sem þá þegar hafði unnið sér slíkt traust, að hann var kosinn í sjálfa samninga- nefndina. Karl Einarsson er þess- ara manna lang elztur, hinir „að- eiins“ liðlega áttræðir og enn í fullu fjöri andJega, þótt e.t.v. séu þeir ekki jafn fráir á fæti og þeir voru á léttasta skeiði. Allir eiga þeir fjórmenningarnir það sameigirdegit, að þeir voru mikiur áhugamenn um fulla viðurkenn- ing sjáifstæðisins og geta því með mikilli ánægju litið ti] baka og fagna'ð því, að ekki var stað- næmzt í dyrunum, sem opnaðar voru 1918, heldur sótt fram til fulls frelsis, enda frelsið orðið þjóðin.ni sá aflgjafi, sem þeir á srnum æskudögum vonuðu og byggðu sannfæringu sina á. Ævi þessara manna er einnig glöiggt vitni þess, hversu lítið er að ótt- azt, þótt nokkrar skuldbindingar séu á sig teknar um árabil, ef það er skilyrði þess, að góðu móli verði komið áleiðis. Fjórmenningarnir lifðu ekki ei'nungis þau 25 ár, sem líða þurftu tii þess að íslendingar gætu samkv. sarr bandslögunum sjálfum losað sig undan skuld- bindingum þeirra. Þeir hafa nú einnig lifað nær önnur 25 ár eftir að skuldbindingartimi sam- bandslaganna var liðinn. \ldar- fjórðung, er íslendingar nubu fulls frelsis og þegar skuldbind- ingarnar, sem menn urðu að taka á sig 19i 8 til að fá frelst3,\ iður- kenningum, hafa einungis sögu- lega og fræðilega þý’ðingu. Þær þykja nú þegar sivo litlu skipta, að fæstir gera sér grein fyrir þeim eða hsfa hugmynd um í hverju þær voru fólgnar. Ef til mikils á að vinna, mega menn ekki láta sér andvirðið í augum vaxa, og allra sízt láta eifiðlerka hamla sér á framfarabraut, held- ur sækja því festar að ákveðnu marki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.