Morgunblaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1968 hvert skip sem laumufarþegi. Skyldi vera eins heitt í Le Havre og það var í París? Enn höfðu þeir ekki fundið leigubílinn, sem talið var að hefði flutt Maríu Serre og far- angur hennar. Og starfsliðið á Norðuratöðinni kannaðist ekkert við hana. Um klukkan þrjú opnaði Mai gret blaðið, sem Ernestine hafði sett tilkynninguna í. Svo hljóð- andi: „Komdu aftur til Parísar, Al- fred. Engin hætta Tine“. Klukkan hálffimm sat hann enn i stólnum sínum með blað- ið á hnjánum. Hann hafði ekki flett því meira. Hann hafði sofn að og munnurinn á honum var skraufþurr og hann verkjaði í bakið. Enginn lögreglubíll var á staðn um, svo að hann var að taka leigubíl úti á götunni. — í Bæjargötu í Neully. Ég skal segja yður hvenær á að stanza. Hann var næstum sofnaður aft >ur. Klukkuna vantaði fimm mín- útur í fimm, þegar hann loks- ins staðnæmdist fyrir framan kaffihúsið, sem hanr. var farinn að þekkja svo vel. Enginn var við borðin úti fyrir. Lengra í burtu mátti sjá þreklegt vaxtar- lag Torrence, þar sem hann gekk fram og aftur í skugganum. Hann borgaði eklinum og sett- ist niður og var feginn að geta það. — Hvað má bjóða yður, hr. Maigret? Auðvitað bjór! Hann var svo þyrstur, að hann hefði getað skellt í sig fimm-sex glösum í einum teyg. — Hann hefur ekki komið inn aftur? — Tannlæknirinn? Nei, ég sá í morgun hana móður hans, þeg- ar hún gekk í áttina til Wall- %HÓ seljum aftur EKTA FRANSKAR KARTÖFLUR einnig hofum viÓ d boóstólum ÞÝZKT KARTÖFLU SALAT Og FRANSKAR KARTÖFLUR ÚR DUFTI suðurlamhbraut 14 simi 88550 OaiW “ uúf “R lJa|ly DRVKHUR ace-breiðgötunnar. Nú ískraði í járnhliðinu. Snar leg gömul kona gekk út á hina gangstéttina og Maigret Greiddi drykkinn sinn og náði í hana, rétt þegar hún var komin að jaðrinum á Boulognaskóginum. — Frú Eugenie? — Hvað viljið þér? Þetta heimilisfólk þarna í Neu illy var ekki sérlega altilegt. — Bara tala dálítið við yður. — Ég hef engan tíma til þess. Ég á öll húsverkin eftir þegar ég kem heim. — Ég er frá lögreglunni. — Það breytir engu. — Mig langaði að leggja fyr- ir yður nokkrar spurningar. — Þarf ég að svara þeim? — Já, það væri yður áreiðan lega hollara. — Ég er ekkert hrifin af lög- reglumönnum. — Það biður yður heldur eng inn um það. En kunnið þér vel við húsbændurna yðar? 21 — Nei, fjandinn. — Líka frú Serre? — Hún er bölvuð skepna Þau höfðu stanzað á biðstöð strætisvagns. Maigret lyfti hendi til að stöðva leigubíl, sem framhjá fór. — Ég ætla að skjóta yður heim. — Ég kæri mig nú ekkert sér lega um að láta sjó mig með löggum, en kannski er það nú tilvinnandi samt. Síðan steig hún virðulega upp í bílinn. — Hvað hafið þér svona mikið á móti húsbændum yðar? — Hvað um yður sjálfan. Til hvers eruð þér að stinga nefinu í þeirra athafnir? — Unga frú Serre er farin? — Unga! sagði hún háðslega — Jæja, við skulum segja tengdadóttirin. — Já hún er farin. OG hefði mátt fyrr vera. — Var hún líka slæm? — Nei. — En þér kunnuð ekki við hana? Hún var alltaf að ráðast í búrið þegar matartíminn tók að nálgast. Ég gat aldrei fund- ið helminginn af matnum, sem ég var búni að hafa til. — Hvenær fór hún? — Á þriðjudaginn var. Þau voru að fara yfir brúna. Eugenie barði í rúðuna. — Við erum komin, sagði hún. Þurfið þér mín nokkuð meira með? — Gæti ég komið upp með yð- ur, andartak? Þau voru komin á þéttskipað torg og hreingerningakonan gekk inn í húsagang, til hægri við búð, tók að brölta upp stiga, þar sem allt þefjaði af skólpi. — Ef þér bara gætuð sagt þeim að láta hann son minn í friði. — Sagt hverjum? — En lögreglunni. Þeim, sem hér eru í kring. Þeir eru alltaf að ónáða hann. — Hvað gerir hann? — Hann vinnur. — Við hvað? rafh/öður fyrír ÖU viðtæki Heildsala-smásala VILBERG & ÞORSTEIIMINl Laugavegi 72 simi 10259 Ég er að koma — hve oft þarf að segja þér það maður. — Hvernig ætti ég að vita það? Það er ekki gott, þegar maður verður að gera öll hús- verkin sjálfur. Ég get ekki gert hreint hjá mér, þegar ég þarf að gera það hjá öðrum allan daginn. Hún opnaði glugga, af því að þarna var illt loft, en annars var ekkert í ólagi nema óumbúið rúm úti í horni, en stofan, sem var hvorttveggja í senn borð- og setustofa, var næstum snyrti- leg. Hvað er eiginlega á seiði? spurði hún. — María Serre finnst hvergi. — Vitanlega ekki. Hún sem er í Hollandi. — Hún finnst he'ldur ekki þar. — Til hvers vilja menn finna hana? Við höfum ástæðu til að halda að hún hafi verið myrt. Ofurlítill neisti glampaði í aug um konunnar. — Hversvegna takið þið þau þá ekki föst? spurði hún. — Við höfum engar sannanir enn. — Og eruð kannski að bíða eftir þeim frá mér? I&prnillr Dönsku lelrvttpurnap f úrvall mm Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 - Sfmi 22804 L DESEMBER Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Þú verður fyrir vonbrigðum í einkamálum, ef þú ekki gætii þín. Nautið 20. apríl — 20. maí Smáerjur geta valdið vinslitum. Farðu bil beggja, ef kostur er. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Tilviljanir geta breytt ástandinu. Erfitt er að finna samvinnu og skilning. Krabbinn 21. júní — 22. júií Reyndu að vinna og vera rólegur. Talaðu sem minnst. Ekki er gott að segja hvað verður úr möguleikunum. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Rétt er að sýna þolinmæði þótt tafsamt verði. Ekki er hægt að gera allt strax. Meyjan 23. ágúst — 22. september Eitthvert vandamál eða þarfir annarra krefjast meiri fjárút- láta en þú hafðir ætlað. Skeyttu öfund og samkeppni engu. Vogin 23. september — 22. október Vonbrigði eru óhjákvæmileg. Huggaðu þig við góðæri í róman- tíkinni innan skamms. Notaðu tímann til að kynna þér málin frem ur en að fara að rífast. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember Slæmur timi til fasteigna viðskipta. Farðu vel með heilsuna Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember. Illa fer í tilfinningamáium og rómantíkinni. Bezta lækningin er að hlaða sjálfan sig önnum. Steingeitin 22. desember — 19. janúar Tilfinningalífið verður þrungið þennan mánuð. Málefni þín, einkum sparifjármál, verða fyrir ágangi. Treystu varla á nokk- urn hlut þennan mánuð annaö en það, að þú munt hafa yfrið r.óg að starfa fyrstu tíu dagana. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Ættingjarnir hella áhyggjum sínum yfir þig. Gerðu þitt bezta I öllu þessu ónæði Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz Frestaðu ferðalögum. Reyndu að vera dálitið þakklátur. Hef- urðu nokkurn tíma reynt að yrkja?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.