Morgunblaðið - 10.12.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.12.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1968 11 BÓKHTIR - LISTIR - LISTIR TIR - LISTIR ROKMEiTIR - LISTIR r __ . Guðm. G. Hagalín skrifar um . T I R Sveitamaður, sveita- maður — bæ bæ! Guðmundur Frímann: Stúlkan úr Svartaskógi. Skáldsag-a. Ægisútgáfan. Guðmundur Jakobsson. ÞESS minnist ég, að þegar uingl- ingUr utan af landsbyiggðimni var tiltöiu'lega nýkominn í skóla hér í Reykjaivik,. kom það stundum fyrir, að allt í einu stanzaði í nánd við hainn á götu strákpeyi, stríðnislegur á svip, bentl á hann eða jafnvel gaf honum langt nef og kallaði: „Sveita- maður,— sveitamaður, — hæ, hæ!“, ... Og trúað gæti ég því, að einhverjir af hinum sivoköll- uðu framúrstefnumönnum — þeir hafa valið sér þetta hag- lega státnefni sjá'lfir — kynnu að ávarpa Guðmiund skáld Frí- xnanm í srvipuðum tón, jafnvel svipuðuim orðum, þá er þeir hafa lesið skáldsögu hans, Stúlkuna úr Svartaskógi ... Hitt er svo annað mál, hvort það hrín á Guðmumdi frekar en til dæmis á mér, þegar strákar bugðust gera mér gramt í geði með þvi að kalla mig sveitamann. Sanmarlega er Guðmundur Fri- mann tengdur órofa böndum átt- högum sínum, hinum húnvetnska, gróðursæla og ilmríka dal, með hjalamdi lækjum og niSþungri elfu. Þar hefur hanm dvailið í ljóð- um sínum og smiásögum, og á siífk um slóðum gierist þessi fyrsta lamga skáldsaga hams. Og þetta er svo sem ekki bitiur, spottandi og neikvæð sveitasaga, ekki saga mannhunziku, ekki einu sinni ástarsvika eða lauslætis — og ekki kemu'r þar í ljós neiin mannleg ómáttúra. Þá er forrn sögumnar. Þar eru engin nýstár- leg stíl- eða formbrögð, engar torræðmar gátur, efckert órætt táknmál Þetta er fyrst oig fremst rómantísk ástarsaga, meðj litrrku ívafi safaríkra náttúru- otg þjóðlífslýsinga. í 'kargaþýfðum túnibleðli stend ur lágrisa og hrörlegur Hamra- kotsbærinn, og yfir hann gnæfir hrikalegt fjall með ókleifum fiug um. Þarna haifa þau búið allan sinn búskap, Illuigi gamli og Þóra, nú bæði orðin farin að kröftium — og þó einkum Illugi. Hanm hefur aildrei framikvæmdamaður verið og búið hans al'ltaf hokur, en þau hafa komizt af, án þess að þurfa að leita á anmarra náðir, og fcotið eiga þau og það litla bú, sem þar er. Þau eiga som, sem Borgþór heitir. Hann er kallaður Bokki, er risi að vexti og burð- um og mesti myndanmaður í sjón. Hamn hefur lítið látið til sín taka fram að því, sem sagam hefst, en þá kaupir hann dráttar- vél og fer að plægja móa, sem eru í nesi einu spölkorm neðan við bæinn, og fleiru fimnur hóinn upp á, — hann pantar þýzka kaupakonu! Illugi gamli er errinm í skapi og illyrtur, hann bölvar og sankar dráttarvélinni og því vita- gagnslausa jarðraski, sem hún veldur, og hann er svo sem ekki hrifinn af að fá þýzka stelpu- dækju á heimilið, — hún var líka ólétt, þegar húm kom, hún Úrsúla á Mógili! Þóra gamla er beggja blands, hún veit eigin- iega ekki, hvaða afstöðu hún á að taka, hún er vön að liúta vilja bónda siíns, en sonurinn, hann segist stökkva burt af heimilimu, ef hanm £ái ekki að fara símu fram. Svo kemiur stúlkan þýzka. Hún er falleg og geðsleg, er blíð og góð við Illuga — og þá líka við Þóru, en Bokki læzt varla sjá hana. Samit minnir hún hann á ástm'eyna í Bjarmargrieifumum, beztu skáldsögu, sem hamn hefur lesið, enda heitir hún sama mafni, heitir Gabríella, og hanm setur sig í spor hinnar aðalpersónu 6Ög- umnar, sem heitir Guntram Kraft. Fegurð Gabríeellu vekuT öfund hjá nágrönmunum á Veiðilæk, þar sem eru uppkomnir symir, og þeir finna upp á því að segja, að Gabríella minni á mynd af eim um kynbótakvenmanmi Hitlers.. . En Gaibríel'la þvær sig hreina af þessu, hins vegar segir hún, að hún eigi barn heima í Svarta- skógi, hafi átt það með piltimum sínum, sem hafi verið kallaður í stríðið og fallið í orrustu. Svo gaf hún þá systur sirnrni bamið — og að lokinmi styrjöldinni fluitti hún úr landi, — alla leið norður til fslands, þar sem umigir memn eru ekki sendir til að drepa aðra .. Og G abríella vinnur hylli Illuga, hanm verður beinlíniis hrifinn af 'henmi, og húm vinmur Þóru görnlu, enda lætur hún sig ekki muna uim að hjálpa henni í Móðaeldhúsimu í Hamratooti, með þess sótugu rafta, mei, húm vinm- ur hvaða verk sem vinna þarf, og ekki leynir það sér, að hemmi leikur hugur á Bofcka. En hanm þrjózkasit, og þó sofa þau hivort á móti öðru í baðstofukytrunmi. En loks kemur þar, að samán brennur hjá þeim, og Gabríell'a, sem er fljót að læra að Skilja is- lenzku og gera sig skiljanlega, er tekin góð og gild sem verðandi húsft'eyja. Bokki bytggir hús niðri í nesinu, og al'lt er í lukk- urnnar velstandi, svo að segja má, að sagan byrji með hýrum auigma slfcotum og endi í glóðvoligri hjóna sæng, eins og Guðrnundiur á Sandi sagði, að eftirlætisreyfarar enduðu En stúlkan úr Svartaskógi verð ur efcki afgreidd með því, sem ná hefur verið saigt. Guðmumdur segir fr*á í þessari sögu af tilgerðiaTla'Usri frásagnar gleði. Stundum er hann nokkuð langorður, en yfirleitt er frásögn iim fjörleg. Málið er oftasit hreimt og glæfagurt og stundum mynd- rænt, án þess að verða torrætt. Hann býr yfir mjög mifclum orða forða og er sérlega orðhaigur, en stundum hrökkva inm á milli orð, sem effcki falla vel við blæ frásagnarininar. Náttúrulýsingar hans eru flestar gæddar Mfi, lit- um og safa, — og þó að hann sé stundum í þessari sögu, eins og í suimuim sm'ásögumium — a.l)liber- orður, þegar hann lýsir éstum karls og konu, er hamn þama hvergi blúr, hvað þá að í lýs- ingum hans gæti sóðasfcapar eða ónáttúrulosta. í rauninni er og ekkert óeðli- legt við söguþráðinn, þó að allt endi eims og bezt verður á kos- ið, atbuTðarásin sé umdir lokin í snurðulausara lagi og nokkurs sætleika gæti þar í frásögminni. Guðmundi tekst og að blósa lífi í persónurnar. Illugi gaxn'li er skamimtilega hornóttur og err- inm, en imni fyrir er hlýja, og tekst 'höfundi sögunnar vel að sýna, hvernig fram kemur sívax- andi hrifni hans af .Gabríellu sem strax finnur af sínum kven- lega næm'leik, hverjum tökum hún á að taka hann. Þóra gamla er ekkert sérkenmileg, em ein af þessum göm'lu, og þolinmóðu kon uim, sem lífið hefur ekki spil'lt, heldur svo til hreinræktað góð- leik þeirra og fórnfýsi. Bokki er dulur og fámáll, en í rauminni býr innra með honum ástríðu- magn, sem er í samrœmi við þrek hans og kapp, og Gatoríella er eil's'kuleg stúlka, sem þungar persónulegar raunir og ómemnsk- ar þjáningar þjóðar hennar hafa kennt að meta traustan maka og heimili í íslemzkum afdal þar sem hún þykisf þess viss, að barnið, sem hún ber umdir brjósti, þurfi ekki að sæla svipuðum örlögum og fjöldi þeirra ungmenoa, sem hún þe'láítir til úr átthögum sín- um. .... Em hvernig gemgur svo sambúðin og búskapurinn, þegar frarn Mða stundir, „í húsinu niðrí við ána“, þar sem „lífið situr að völdum, ungt og'dásamlegt“. Sú saga er ósögð. Guðmundur Gislason Hagalín BAR Siguiður Haukur Guðjónsson. skxifar um NA- OG UNGLINGABÆ Kll IR Jól í Ólátagarði Höfundur: Astrid Lindgren. Þýðandi: Eiríkur Sigurðsson. Myndskreyting: Ilon Wikland Prentun: Prentsmiðjan Edda hf Útgáfa: Fróði. Þetta er sérlega fögur bók og ber þar verk teiknarans hæst. Hann hefir gætt hana slíku lífi, að illa er ég svikinn, ef ungir lesendur una ekki við myndir- nar tímunum saman. Viðfangs- efnið eru hinir síðustu og erf- iðu dagar fyrir jólin, og svo náttúrlega jólahátíðin sjálf. Text inn er ekki annað en útskýr- ing á myndunum, hjálp ungum börnum við að lesa sögu teifcni- arans. Textinn er lipur og auð- skilinn og prentsmiðjan hefir val ið læsilegt letur fyrir þá, er lítt eru vanir að tína stafi í orð. Ég ráðlegg foreldrum að fletta þess ari bók, er þeir leita bókar fyr- ir 5 til 8 ára börn sín. Hún er sannarlega þess virði og Fróða til sóma. Finna vil ég að því að útgáfuár vantar. Leggjum slíka gleymsku niður. Smalastúlkan sem fér ít í víða veröld og önnur ævintýri. Endursamið úr ensku af Axel Tohrsteinssyni. Bókaútgáfan Rökkur. Prentun Prentsmiðjan Leiftur Þetta eru 34 ævintýri er flest komu upphaflega í lesbók þeirri er dagblaðið Vísir gaf út. Sér- prentuð komu þau 1937 og þau síðustu 1948. Það er engum blöð- AXEL THORSTEINSON SMALASTÚLKAN sem fór út í víða veröld og önnur ævintýrí um það að fletta, að þessi bók verður kærkomin lesning á mörg um heimilum. Til þess hefir hún líka marga kosti. Þann fyrstan, að ævintýrin eru nær undan- tekningarlaust áhugavekjandi á tilverunni í hringum okkur. Börnunum verða þau því kær- komið tækifæri til viðræðna við hina eldri, sem þannig geta leitt samræðurnar að fræðandi hlut- um. Annan kostinn tel ég þann, að frá ævintýrunum angar virð- ingin fyrir lífinu, virðingin fyr ir hinu góða og fagra. Nú þann þriðja mætti nefna, að ævintýr- in eru flest hæfilega löng til lestrar við rúmstokkinn á kvöld in. Slíkra bóka hefir oft verið leitað. Hér er ein. Málið á ævintýrunum er yfir leitt lipurt og gott, og þykir mér það batna eftir því sem á bók- ina líður. Dálæti höfundar á sumum orðum finnst mér fullmik ið. T.d. kann ég ekki við „dá- lítinn grátitt’ling" helduir ekki „dálítinn geithafur“, eða „dáílt- inn blund“; En smekkur manna er að sjálfsögðu misjafn. Ef ég væri beðinn að benda á etithvert ævintýranna, er mér þætti öðrum betra, þá væri mér mikill vandi á höndum. Hér er saga um bráðlátan frosk! hænu er fær hatt í sumargjöf! hröba- gikk, er heldur að heiman! sagan um einmanaleika þess, er flytur um set: samband hins gamla og nýja, nú svona mæfcti lengi telja. Eftirminnilegust eru mér ævintýri gæsarungans og Litli regndropinn. Þau eru bæði meitl aðar períur. Það finnst mér mið- ur, að hvergi er getið fyrirmynd ar höfundar. Slíkt er hirðuleys- islegt og ætti að heyra liðinni tíð til. Et.v. veit enginn um suma höfundana, en þeir, sem þekkj- ast, eiga kröfu á að þeirra sé get- ið. Prentunin er góð og pappír- inn mjög þokkalegur. Sem heild er þetta hin eigu- legasta bók. Hafi Rökkur þökk fyrir. Ón og Steini gera garðinn frægan. Höfundur:Axel Guðmundsson Myndskreyting: ? Prentun og útgáfa: Setberg. Bókin hefst við heimkomu Óla og Steina frá Kaupmanna- höfn. Hnakkakertir leiða þeir gljáandi hjólin sín frá skipshlið og með þótta hins siglda manns horfa þeir tíl strákanna, er í upphafi farar höfðu vakið með þeim feimnistilfinningar. Á næstu grösum biða ævintýri, sem mana til átaka. Höfundi tekst að gera þessu góð skil. Hann segir sögu vel og það skín í gegn aðdáun hins reynda manns fyrir þrótti æskunnar, bæði líkamlegum og andlegum. Hitt fer ekki milli mála, að kynni höfundar af lífs háttum í sveitum eru gömul. Æv intýri bræðranna eru merkt 30 til 40 ára skrefi aftur í tímann. Þetta dregur ekki úr gildi bók- arinnar, en það eykur kröfur- nar, til höfundair, því það er allt af erfiðara að halda athygli fólks er því er lýst, er það ekki þekk- ir Heimur bræðrannia er löngu liðin tíð en góð lesning tápmikl- um drengjum því höfundi tókst að gæða frásögnina spennu eft- irvæntingarinnar. Stíll hans er léttur og ber vott þess, að hann hefir ást á fögru máli. Ef ég ber þessa sögu saman við bækurnar, er áður hafa birzt eftir höfund inn, þá þykir mér þessi bezt. Hún er meitlaðri og vafninga- laus. Tel ég söguna því gott inn- legg á bókamarkað ársins, hún þjónar þeim ákveðna tilgangi að hjálpa ungum drengum til þroska til skilnings á sjálfum sér. Ég sakna þess að höfundar mynd- anna er ekki getið, og er það mjög miður í góðri bók. Mynd- irnar eru bráðvel gerðar utan sú á bls. 119. Af því dreg ég þá ályktun, að teiknarinn sé ungur að árum eða þá ókunnugur með öllu í sveit. Þáttur Setbergs er, sem endranær, mjög vel af hendi leystur. Prentun og pappír með ágætum og prófarkalestur nærri orðinn ágætur. Það væri vissu- lega þess virði að kynna sér staklega þau útgáfufyrirtækin, er hafa þann metnað að senda frá sér góða vöru. Setberg er eitt af þeim. Krummahöllin. Höfundur: Björn Danielsson. Myndskreyting: Garðar Lofts son. Kápumynd: Atli Már. Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgáfa Barnablaðið Æskan Hugþekkt ævintýri um vin okkar hrafninn. Höfundur hefir augsjáan'lega hugsað sér þetta fyrir yngri lesendur og víst esr ámum það, að honum hefir tekizt einbar vel. Frásögnin er hröð og hlaðin spennu. Þó vil ég und- anskilja upphafið. Þar er engu líkara en treg vél sé sett í gang. Eftir það gengur allt betur. Innihaldið er spurningin mikla um laun verkanna. Enis og þú sáir muntu uppskera, kemst höf- undur að að lokum. Að vísu gamall sannleikur en héir settur fram á nýjan og skemmtilegan hátt. Ungum ofurhugum, sem sjá aðeins mistök hinna eldri, og skilja ekki tenginguna við lífs- rótina, en höggva og brjóta nið ur, væri þetta hollur lestur. Myndirnar eru langt frá falleg- ar, þær eru heldur ekki ljótar, eitthvað listrænt við þær í ein- aldleikanum. Ævintýrið hafði orð ið miklu eigulegra, ef myndir- nar hefðu verið í litum.Mynd- ir, sem þessar, virðast mér bet- ur hæfa bókum fullorðinna. Káp an er hreint afbragð. Þar sjáum við listræmt handbragð. Prentun og pappír með ágæt- um. Enn ein góð og eiguleg bók frá Æskunni. Allar gerctir Myndamóta ■Fyrir auglýsingar Bœkur og timarit •Litprentun Minnkum og Stcekkum OPÍÐ frá kl. 8-22 MYJVDAMÓT hf. simi 17152 MOAGUNBIAOSHUSINU BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.