Morgunblaðið - 10.12.1968, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.12.1968, Blaðsíða 31
MORGUN3LAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMRER 106« 31 - FANGARNIR Framhald af bls. 3. 12, en þar voru tveir þessara stór þjófa gieymd'ir. Eftir svolMa stund fór ég til að sinna kallinu, en þannig háttar til þama, að ég verð að opna hurðina upp á fulla gátt til að ná sambandi við tBangana. >á skiptir engium tog- um, að báðir fangarnir ráðast á mig, og verða þarna nokkur á- tök, sem lyktar með því a'ð öðrum þeirra tekst að ná lyki- unum úr hendi mér. Annar þessara manna er auð- sjáanlega forsprakki þjófanna, og hann skipaði félaga sínum að fara og opna fyrir félögum þeirra tveimur, sem voru í næsta kletfa. Þegar hinn fanginn hafði gert eins og fyrir hann var lagt, kom aðeins annar fanginn í klefa 11 þeim til hjálpar, hinn virtist ekki vilja taka þátt í þessum aðgerð- tim. En þessum þremur tókst í sam einingu að koma mér inn í fangaklefann, og þá sagði for- sprakikinn, að nú væri nóg kom- ið. Þeir ætluðu sér að komast út, og ef ég villdi hafa hægt um mig, yr’ði ekki meira gert. Eg svaraði því til, að ég væri ekki þama stadd,ur til neinna saamn- iingaviðræðna, og að ég mundi gera hvað ég megnaði til að hindra þá í því að fara út. — f»á er ekki um annað að gera en binda þig, sagði þá forsprakkinn, og siðan réðusrt þeir þrír á mig og bundu á höndum og fótum. Ég geri ráð fyrir að hafa legi'ð í klefanmn í u.þ.b. klukkustund, en þá kom Guðbjöm, fangavörð- urinn, sem býr á efri hæðinni í Hegningarhúsinu, með hóp lög- reglumanna, og leysti mig úr prísundinni. Hafði dóttir faniga- varðarins, Ingigerður, orðið var við köll milli glugga á fanga- klefahæðinni og fundisit það athugavert, þannig að hún tók sér bíl nfður á lögreglustöð og gerði lögreglunni aðvart. Hefði hún ekki sýnt þetta snarræði, er óvísrt hvenær ég hefði losnað. Þá vil ég einnig geta þess, að fangi í einum klefanum varð var við skarkalann, og hann reyndi að berja í loftið á klefa sínum til að - SVARTAHAF Framhald af bls. 1 að Tyrkland Uti ekki á flug- skeyti sem árásarvopn. Af hálfu Bandaríkjastjómar hefur það verið ítrekað hvað efitir annað, að sigling þessara skipa, sem eru úr 6. flota Banda- ríkjanna á Miðjar’ðarhafi, fæii ekki í sér neina ögrun. Stjóramálafréttaritarar í Was- hington hafa hins vegar benit á, að sigling skipanna stæði í sam- bandi við vaxandi áhyggjur bandarisku srtjómarinnar yfir flotastyrk Sovétríkjanna á Mið- jarðarhafi. Þá er ennfremur tal- ið, að bandaríska stjómin vilji leggja áherzlu á, að hún sé áhyggjufuli vegna innrásarinnar í Tékkóslóvakiu og vegna þess, að hemaðarátök eiga sér stað hvað eftir annað nú í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsims. Ekki er gert rá*ð fyrir, að „Tumer“ og „Dyessí1 muni sigla inn í neina tyrkneska höfn, en samkvæmrt áreiðanlegum heim- dldum er talið, að tundurspiUam- ir muni sigla í áttina til Eregli og Sinop. í grennd við Eregli er NATO-birgðastöð fyrir kafbáta og í Sinop er mikil bandarísk fjarskiptastöð. Pravda, málgagn sovézka kommúnisrtaflokksims, sagði á sunnudag, að Bandaríkin óginuðu friði og öryggi með því að senda þessi skip frá Miðjarðarhafi til Svartahafs, Væri þetta gert til þess „að sýna afl sitt rétt vi'ð sovézku landamærin og sem hefði á sér yfirbragð greinilegrar ögrunar". Haft er eftir óstaðfesrtum frétt- að sézrt hefði í ratsjá til þnggja sovézkra tundurspilla tæplega 10 km frá Bosporus. Sovézku herskipin hefðu hins vegar horfið af skermi ratsjánna a mámudagsmorgum, þegar banda rí-sku tundurspillamir sigldu inn a Svartahaf, að því er haft var efitir sömu heimildum. gera aðvarrt að eitthvað væri óvenjulegt á sefði. FYRIRFRAM AKVEÐIN ARAS Við spurðum Gunnar, hvort hann teldi, að fangamir fjórir hefðu verið búnir að leggja á ráðin um filóttann áðiur. Hann taldi svo vera. „Klefar þessara manna voru samhliða," sagði hann, ,,og gátu þeir auðveldlega talað siaman á miilli giiugga, og þannig verið búnir að undirbúa þetta. En aðallega byggi ég þessa sko'ðun míma á því, að ég spurði þriðja fangann, þegar hinir tveir höfðu opnað fyrir honum og hann kom þeim til hjálpar, hvorrt hann gerði sér greie fyrir, hvað hann væri að gera. Hann svaraði því játandi, en kvaðst ekki vilja svikja félaga sína. Fjórði fang- inn snerti hins vegar aldrei á mér, virtisrt ekki vilja taka þátt í þeim aðgerðum, enda þótt hann færi með þeim.“ EINN FANGAVÖRÐUR A NÆTURVAKT Famgaverðir við Hegningahúsið eru sex, a'ð sögn Gunnars, og eru tveir jafnan á dagvakit en einn á næturvakrt. Þessi eini næturfanga vörður getur stundum orðið að sinna allt að fimm föngum 1 einum klefa, og iðulega tveimur, og hann verður að opna klefa- dymar á fulla gátt til að geta náð sambandi við þá. Núna eru 23 farngar í Hegningahúsinu, eða nær jafnmargir og á Litla- Hrauni, en fangaverðir hér eru næstum helmiingi færri. Þá verða þessir tveir fangaverðir á dag- vaktinni a'ð matreiða handa öll- um föngunum, þannig að þeir hafa ærið að starfa. Það kom fram í samtali okkar við Gunnar í gær að fangaverðir við Hegn- ingarhúsið muni verða tregir til að vera aftur einir á næturvakt þarna að fenginni þessari reynslu, ★ SKIPULAG FANGAVARÐA MÁLA 12 ÁRA GAMALT Að fengnum þessum upplýs- ingum sneri Morgunblaðið sér til Þórðar Björnssonar, yfirsafcadóm ara, og spurðist fyrir um það, hvort breytinga væri að vænta á skipulagi vakta fangaviarðannia, þannig að tveir menn yrðu jiafn iam á næturvakt. Þórður svaraði með því að láta okkur fá ítar- legt yfirlit um skipulag fanga- varðamála í Hegningarhúsinu á þessari öld. Hann aagði, að frá 1874 og fram yfir 1930 hefði einungis ver ið einn fangavörður við Hegn- ingarhúsið, en á árunum milli 1930 og 40 hefði þeim verið fjölg að í tvo. Á fyrstu árunum eftir stríðslok var þeim svo fjölgað í þrjá og í fjóra árið 1953. Vakta skiptin voru þannig, að allrtaf var einn á vakt, nema frá kl. 12.30 til 18.30. Þá voru þeir tveir á vaktinni. Næsta breyting varð svo 1956, er fangavörðunum var fjölgað úr fjórum í sex, og það fyrirkomulag gildir ennþá. Þá urðu vaktimar þrjár á sólar- hring og er skipulag þeima þann ig, að tveir fangaverðir eru jafn an á tveimur vaktanna — á tíma bilinu frá kl. 8—16 og frá 16 til miðnættis, en þá er aðeins eimn fangavörður, nema einia nótt af sjö í viku hverri, þá eru þeir tveir. Þórður kvað þetta ennþá vera meginreglunia, en þó kæmi iðu- lega fyrir, að fenginn væri auka- maður á næturvaktina hinum til aðstoðar, þegar í Hegningarhús- inu væri geymdur maður eða menn, sem væru taldir hættuleg ir sér eða öðrum. Hann kvað þessar öryggisvaktir hafa farið vaxandi með hverju árinu og nefndi tölur í þessu sambandi: Árið 1964 voru slíkar öryggisvakt ir í 16 nætur, 1965 voru slíkar vaktir í 15 nætur, árið á eftir voru þær í 26 nætur. í fyma fjölgaði þeim mjög, þannig að öryggisvaktir voru hafðar í 226 nætur, og það sem af er þessu ári hafa öyrggisvaktir verið 44 nætur. * ÖRYGGISVAKTIRNAR ENGIN FRAMBÚÐAR- LAUSN Uppreisn fanganna fjögurra nú Þannig leit út í sumarbústaðnum, er að var komið. Fangarnir höfðu tekið til dýnur og ýmis kon ar smávarning, eins og sjá má. kom er ekki var talið þörf að hafia öryggisvakt í hegningarhús- inu. Á hinn bóginn var vaktin strax sett á, þegar mennimir voru aftur komnir bak við lás og slá, endia orðið ljóst að þeir væru hættulegir umhverfi sínu. Á hinn bóginn sagði Þórður, að þessar öryggisvaktir væru óæski legt 'ástand og ekki fengist nokk- ur raunhæf lausn á þessu vanda máli fyrr en verðimir væru orðn ir tveir á næturvaktinni. En til þess að það yrði, þyrfti að koma til breyting á skipulaginu, og á- kvörðun um það, væri í hönd- um stiórnarvalda. - SURPRISE Framhald af hls 32. prise í 8 ár samtals. Erlingur Guðmundsson, ýtustjóri, er þarna líka, en notuð er ýta við að ýta sandinum frá tog- aranum. Og srvo er þama vél- stjórinn, Salomon Loftsson, sem við hitrtum fyrst á srtraind- stað morguninn sem skipið tók niðri. Hann hefur verið þarna næstum allan tímann, og sér um vélarnar, og ætlar aftur með Surprise á sjó, þegar hann losnar úr þessum svarta sandi, sem nú hleðst að hon- um. Skipið hefur færzt nokkúð til, síðan það strandaði. Það hafði verið koanið alveg þvert fyrir, en nú er búið að rétta það af og ná þvi í svipaða Stöðu og var í upphafi. Það hefur valdið talsverðum erffð- leikum, að engin fesrta er þarna. Akkerin, sem strengja festingar út, dragasit alltaf. Bergur segir að þetta sé allrt annað en fyrir austan, þar sé sandur og hald í honum, en hér fíngerð perlumöl. Nú séu þeir koinnir með tvo strengi og tvö akkeri á hvorum og mun meiri útbúnað en hann hafi nokkum tíma notað, en allt komi fyrir ekki. Annars sögðu þeir félagar, að skipið hefði verið ailveg laust og flotið í síðaista stóra flóðinu fyrir hálfurn mánuði. Varðskip var fyrir uitan til að draga skipið út, en kom ekki strenigjum í land, Þá var veð- ur mjög gott og fannsrt þeim slæmrt að hafa misst af því flóði. Tækifærin eru ekki nema fá, þegar hæst er í sjó, því skipið strandaði á háflæði. Næst ætti þetta því að ganga, þann 20. desember. Það er heldur óhrjálegit að vena þarna niðri á söndunum í skammdeginu. Og þó togar- inn sé óskemmdur, verður allit löðrandi í olíu um borð. Surprise á strandstað. Mennirnir, sem virana þama, nota gamlan strætisvagn til skjóls í fjörunni. Á strand- stáð má komast á góðum jeppa, en aka þarf yfir sanda og lón og er það vægt sagt ekki greiðfært. Vonandi losna björgunarmenn fyrir jól, en þeir 'láta ekki uppi neina óþol- iramæði. - GENGISHAGNAÐ Framhald af hls 32. aði feragjust fyrir útfluttar mjólfc urafuTðir. Hins vegar væri mifc- ill samdráttur í útflutníngi slíkra afurða, sem stafaði af mimnkandi miólkurframleiðislu. Eysteinn Jónsson sagði að í frumivarpi 'þessu fælist óeðlilega víðtæk heimi'ld fyrir ráðherra til ráðstöfuinar fjárimuna. Nauðsyn- legt væri að setja inm í lögin, til hvaða stanfeemi landibúnaðarins þessi fjárhæð sfcyldi gamga. Þá spurðist þingmaðurinn fyrir um til hvers 45 millj. kr. gengisihagn aði af landbúnaðarafurðium hefði verið ráðstafað í fyrra. Ingó'M.ur Jónsison landíbúnaðar- ráðherra sagði, að gengisihagmað inum í fyrra hefði allur verið lát inn renna til útflurtnimigsiuppbóta. Hvernig geragiáhagmaðin'um nú yrði ráðstafað, murndi verða rætt við stjórn Stéttarsamibands bænda og athugað yrði gaum- gæfilega á hvaða hátt þessi upp- hæð yrði bezt notuð í þágu bændastéttarinnar. Frumvarpinu var síðan visað til 2. umræðu og fjárhagsmefind- ar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.