Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 4
c 4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESKMBER 1968 Sími 22-0-22 Raubarárstíg 31 V«s>siM11-44-44 m/UF/Ð/fí Hverfiscötu 103. Simi eftir lokun 31160. MAGIMÚSAR sKiPHoui 21 s»mar21190 eftir JoWon ilmi 40381 BÍLALEIGAN AKBRAUT SENDUM SÍMI 8-23-47 Látið ekki dragast að athuga bremsurnar, séu þær ekki lagi. — Fullkomin bremsu þjónusta. Stilling Skeif»n 11 - Simi 31340 GRILL GRILLOFN ARNIR eru meðafbrlgðum vandaðir og fallegir, vestur - þ/zk gæðavara. — 2 staerðir. • INFRA-RAUÐIR geislar • Innbyggður mótor • þrískiptur hltl • sjálfvlrkur klukkurofl • Innbyggt Ijós • öryggislampl • lok og hitapanna að ofan • fjölbreyttir fylgihlutlr GRILLFIX fyrir sælkera og þá sem vllja hollan mat — og hús- maeðurnar spara tlma og fyrlr- höfn og losna vlð stelkarbrælu. o sun I44M f IIIWHiTA M ♦ £ Jólagjafir frá útlöndum Erlent fólk, sem hér býr, send- ir Velvakanda eftirfarandi bréf undir nafninu „Jólasveinar": „Kæri Velvakandi! Ósanngimi í tollmeðferð á jóla gjöfum frá útlöndum er furðu mikil. — Á sama tíma, sem ferða fólki er leyft að kaupa fyrir 8.000.00 kr. í tollfrjálsum vam- ingi í utanferðum, má ekki taka á móti jólagjöfum fyrir meira en 1.000.00 toUfrjálst. Þegar um er að ræða gjöf —, hlut, sem móttakandi hefur hvorki pantað né óskað sérstak- lega eftir, er þetta fjarri lagi að vera sanngjörn meðferð af hálfu tollyfirvalda. Við heyrum oft um fólk, sem hefðu frekar óskað eftir, að gjaf- irnar yrðu endursendar. — Kem- ur þetta óneitanlega mjög Ula við útlendinga, sem hér eru staddir eða búsettir og fá einung- is gjafir erlendis frá. Og svo fær maður ekki einu sinni að vera viðstaddur, þegar sendingamar eru tollskoðaðar. Út lendingar, sem þykjast þekkja vel tí.1, segja, að það sé á móti lögum að opna sendingar, án þess að móttakandi fái að vera við- staddur. Eigum við ekki skilið, að toll- yfirvöld sýni það í verktnn, að þau moga koma aðeins á móts við sjálfsagðar kröfur almennings — eða skiptir þessar tollupphæð ir svo miklu máU í tekjuöflun ríkissjóðs? Á jólunum viljum við öU gleðja hvert annað, en það verður lítil gieði, þegar móttakandi hér heima verður að standa í þrasi og borga háar upphæðir til þess að leysa út jólagjafir frá ástvin- um erlendis. Með þessum orðum vonumst við til, að Velvakandi ýti eftir, að þetta verði tekið til athugunar og afgreitt tímanlega fyrir naestu jól. Með fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna, Jólasveinar". 0 „Opið hús“ í gagnfræða skólum- Móðir skrifar: „Kæri Velvakandi. Mig langar til að biðja þig að koma þessari spurningu á fnam- færi í þínum vinsæla dálki: Hvort forráðamenn gagnfræða- skóla gætu ekki séð sér fært að hafa „opið hús“ fyrir nemendur sína á gamlárskvöldi. Ég veit að þá er jólafrí hjá öllum skólamönnum, en ég er viss um að það myndu einhverjir góðir kennarar taka að sér að vera með unglingunum þetta kvöld, þvl ekki þyrfti að vera „opið“ nema frá kl. 22.00 til 01.00 Það er svo mikill fjöldi af ungl- ingum í gagnfræðaskólum eins og allir vita, og allflesta þessara unglinga langar að fara eitthvað, gera eitthvað á þessu kvöldi. Væri ekki uppiagt að nota skól- ana til að koma saman í? Ég er viss um að foreldrar myndu glað ir borga kostnað í sambandi við þetta, fyrir að vita af bamimu sínu í skólanum í umsjá góðra manna, í stað þess að viita af því einhversstaðar úti. Ef til þessa kæmi, mætti hafa skoðanakönnun hjá unglingun- um hvort þeir vildu þetta al- mennt, og ekki aðeins hér í Reykjavík, heldur allsstaðar á landinu. Móðir." 0 Gamla fólkið og strætisvagnarnir. „Kæri Velvakandi? Síðan ég las það i pistli þín- um að Tryggingastofnun ríkis- ins vildi gjarnan heyra álit landsmanna um starfsemi sína, hef ég gengið með þessa tillögu í maganum: Hvers vegna látum við ekki roskið og gaimalt fólk, sem fær ellilaun, fá um leið miða, sem gilda sem aðgangseyrir í Strætis- vagna Reykjavíkur? Fyrir gömul hjón, sem búa í vesturbænum, kostar það kr. 52.00 að heimsækja barn sitt í austur- bænum. Auðvitað myndi þetta kort ekki gtlda á mesta anna- timanum. Heldurðu ekki að fleira gamalt fól'k, sem situr heima aðgerðar- lítið mundi fara um bæinn, á íagra staði, skoða nýju hverfin, ef það þyrfti ekki að greiða far- gjald? Strætisvagnar Reykjavlkur myndu að sjálfsögðu missa eitt- hvað, en sáralítið, utan aðal anna tíma dagsins. Sem dæmi get ég sagt þér, að ég var fyrir stuttu á sunnudegi kl. 1 e.h. eini far- þeginn í leið 25 frá Kalkofns- vegi. Hvem hefði nú skaðað þótt 10—20 eldri manneskjur hefðu set ir þar líka? Þessi sami vagn er alltaf full- ur til kl. 10 f.h. millt kl. 12—2 og frá 5—7 e.h. — Á öðrum tímum fer hann oft hálftómur Mér finnst við sem yngri er- um ekkert ofgóð til að bæta S.V.R. það tjón sem af þessu hlytist, seinna mundum við e.t.v. sj álf njóta þess. Virðingarfyllst, Tlnnur Konráðs Háaleitisbraut 30“. 0 „Varúð, varúð, það er óhollt að lesa“ nefnir „Einn óhollur" eftirfarandi bréf: „Kæri Velvakandi. Er óhollt að ganga? Er óhollt að hlaupa? Er óhollt að ganga í skóla? Er óhollt að tala? Þessar spumingar komu i huga minn, þegar ég hafði lesið í blöðum um, að það sé óhollt að vera íþróttamaður. Þeim frægu prófess orum, sem unnu að þessari fjar- stæðukenndu vitleysu, vil ég benda á, að ef þeir fá kaup fyrir vís- indalegar rannsóknir á þessum sviðum sé bara óhollt fyrir þá að vera að rannsaka þessa hluti — og að það sé óhollt að þiggja kaup fyrir þessar rannsóknir. Því ef bókstaflega allt er óhollt í heiminum, þá hlýtur hver ein- asti maður að sjá það í hendi sér að eftir nokkura tíma verður bókstaflega óhollt að lifa. Nei, þessir spaklegu menn eru einfaldlega með áróður gegn íþróttastarfseminni í heiminum, og vil ég ráðleggja öllu íþrótta- fólki að taka ekki mark á þess- ari endemis þvælu. Þó efast ég stórlega um, að nokkur sannur íþróttamaður láti blekkja sig. Og að lokum, væri ekki hægt að hafla 2—3 íþróttasíður dag- lega í blöðunum. Og enn að lok- um, hvemig er þetta með sjón- varpið, það er bara hreint út sagt orðið langbezta svefnmeðal- ið. Eg efast meira að segja um að Velvakandi geti haldið opn- um augunum fyrir framan það núorðið. Með fyrirfram þökk fyrir birt inguna. Einn óhollur." Kaupið sófasettið núna Eigum mikið og fallegt úrval af sófasettum Engar hœkkanir fyrir áramót ft I Qqqna --- Q~ Sími-22900 Laugaveg 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.