Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 11
 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1968 11 - I I8TIR B{ l ISTIR inni“, viðfangsefnið tekið beint úr daglega lifinu, og við þekkj- um öll þær persónur, sem höf- undur sér út um gluggann. í „slappaðu af“ getur að líta nokk- urt nýmæli í orðavali, og má sjálfsagt deila um, hvort það eigi rétt á sér, þó að mér per- sóriulega finnist það allt í lagi. Þegar litið er í heild á þessa plötu, verður strax ljós sú geysi- lega vinna, sem lögð hefur verlð í æfingar, enda er árangurinn eftir því. Allir, sem með ísl. hljómsveitum fylgjast, vita, að piltarnir í Flowers eru í fremstu röð hljóðfæraleikara, en sérstök ástæða er þó til að benda á út- komu trommanna og bassans, sem er frábær, þótt góð upptaka hjálpí að sjálfsögðu til. Einnig virðist vera ástæða til að fagna komu þeirra Karls og Arnars í hópi ísienzkra lagasmiða. Að öllu samanlögðu mundi ég segja, að hér væri á ferðinni bezta 4ra laga pop-plata, sem gefin hafi verið út hérlendis, en einnig sú dýrasta, og mun 200 þús. kr. vera nærri lagi, en skv. upplýsingum fengnum frá Jónasi Jónssyni söngvara, hefur s'alan gengið vel, og hann skýrði einnig frá, að þeir félagar væru að hefja undirbún- ing að 12 laga plötu, sem von- andi sæi dagsins ljós með vor- inu. Ástæða er til að vekja athygli á hinum mörgu ísl. plötum, sem út koma nú í nóvember og des- ember. SG hljómplötur gefa út stóra plötu með Ómari Ragnars- s'yni, Kirkjukór Akureyrar og Hljómum svo og litla plötu með barnasöngleiknum „Litla Ljót“. Tónaútgáfan gefur út litlar plöt- Ur með Kristínu ólafsdóttur og Flowers. Frá Fálkanum koma plötur með Lúðrasveit Reykjavík ur og ísfirzku kórunum, helgi- plata með norðlenzkum kröftum auk Gullna hliðsins eftir Davíð Stéfánsson og Sögurnar af dátan- um eftir Stravinsky. Faxafón gefur út plötu með Hauki Morth- ens og lítil plta með Sverri Guð- jónsssyni er nýkomin, og þessa dagana er einnig að koma á mark að stór plata með jólalögum, og eru þau flutt af Barnakórnum á Selfossi. Verður getið um þessar plötur eftir því sem tími vinnst til. Grettissaga með nútíma statsetningu GRETTISSAGA. Halldór Kiljan Laxness gaf út. Fyrsta prentun 1946. Textinn ljósprentaður 1968. Útgefandi: Helgafell. ÞETTA ÁR er um margt tákn- rænt fyrir íklenska fomritaút- gáfu. Bókaútgefendur keppast nú um að gefa fslendingasögur út með nútímastafsetningu. Áð- Þá er Ieið á sumarið, fýsti Grettí aftur til byggða. Mynd eftir Þorvald Skúlason. ur fyrr var það saga tid næsta bæjar þegar Helgafell lét prenta fornsögurnar tvær: Njálu og Grettlu að nútímahætti, og hver stóð fyrir þessu annar en hiran umdeildi rithöfundur, að margra áliti þjóðhættulegi, Halldór Lax ness, sem þá hét Haildór Kiljan Laxness, eins og stendur á titil- blaði þeirrar Grettissögu, sem nýlega er komin í bókavers'lain- ir. Nú finnst flestum sjáifsagt að lesa fomsögurnar í útgáfu Laxness og annarra, sem eru sama sinnis um raauðsyn þess að gera sögurnar aðgengilegar hverju mannsbami. Fyrstu útgáfur Njálu og Grett lu hjá Helgafelli voru gerðar fyrir kraftamenn, stórar bækur um sig og þuragar þannig að erfitt var að taka þær með sér í rúmið á kvöldin án þess að eiga á hættu að slys Mytist af, færi svefn á lesandann skyndi- lega og hann missti bókina úr höndum sér. Þess vegna m.a. ber að fagna nýju útgáfunni, sem er í venjulegri bókarstærð. Ljós- prentun bókarinnar hefur einn ig tekist sæmilega. í eftirmála leggur Hatldór Laxness áherslu á, að sú skoð- un á manngildi, sem höfundur Grettissögu geri úrslitaniður- stöðu verksins, sé fjarri krist- inni hyggju. Hann skrifar: „Hitt er sönnu nær, að í þessu mati sé fram dregin innsti kjami ís- lenzku hetjusögunnar, sem á í seran rætur sínar djúpt i heiðni qg niðrí siðblindu ví'kingslegs hugsunarháttar; hér er hreystin rómuð skilyrðislaust, hvort held ur verk manras eru vond eða góð, svo jafnvel hinn mesti illvirki er afbragð manna ef hann lætur aldrei bugast og sleppir ekki eirau sinni vopni sínu dauður; í anraarri grein þessa mats er ját azt undir forneskjulegan aním- isma, átrúnað á forynjur, ó- freskjur og vættir al'lskonar, sem byggi heimiran auk manna, og aðeins mestum hetjum sé lag- ið að etja við, en sigra þó aldrei að fullu; og loks ber matið í sér viðurkenniingu sjálfrar blóð- hefndarinnar sem ímyndar rétt- lætis.“ Svo mörg eru þau orð, og verða ekki véíengd hér. Þorvaldur Skúlason og Gunn- laugur Scheving gerðu myndir við Grettissögu. Myndir Þor- valds eru hrjúfari, tröllslegri; Gunnlaugs fínlegri, en þó viða búnar þeirri hörku, óvægni, sem andi sögunnar segir til um. Erf- itt er að gera upp á milli þeirra Þorvalds Skúlasonar og Gunn- laugs Schevings í þessari bók, smekksatriði ráða oftast sliku mati. En aftur á móti gegnir furðu hve jafn ólíkir listamenn fari vel saman; bræðralag þeirra í bókinni er óumdeilan- legt. Ég sé ekki betur en styrk ur þessara mynda standi af sér öll veður; þær eru enn bókar prýði og það sem meira er um vert: þær gáfu og gefa enn í dag mikil fyrirheit. Það er menn ingarleg skömm, að íslenskir myndlistarmenn skuli ekki hafa oftar fengið tækifæri til að reyna við fornsögurnar — ef til vill ræður dugleysi margra þeirra þar einhverju um? Norsk ir listamenn myndskreyttu á sinni tíð Heimskringlu með svo miklum ágætum, að þessi verk þeirra eru sérstakur kafli í nor rænni listasögu, nægir að nefna Halfdan Egedius. Tími er kom- inn til að ungir myndlistamenn taki við þar sem frá vaæ horfið; ýmislegt bendir til þess að graf ísk list sé að hefjast til virðing- ar á ný — en kannski er til of mikils ætlaist, að búast við að hér geti hún náð svipuðum blóma og meðal skandiraavískra þjóða. Til þess að ná árangri í bókaskreytingum þurfa menn að læra si'tt fag, það nægir ekki að vera snjall málari, teikningin gerir ekki minni kröfur. Grettissaga í útgáfu Hall- dórs Laxness er þörf bók. Ég geri mér vonir um að Njáila verði endurprentuð í sama formi á vegum Helgafells. Jafnframt er ástæða til að gleðjast yfir þeim skilndngi, sem nú er ríkj- andi fyrir því að íslendingasög ur séu gefnar út með nútíma- stafsetningu. Það á ekki að fæla börn og unigliraga frá merkustu bókmenntum okkar með innan- tómri sérvisku; handlhægar út- gáfur handa alþýðu eiga að geta þrifist við hlið vísindalegra út- gáfna. En er Grettissaga hollur lestur? Ef til vill ekki. En hún er ein af þeim bókum, sem eng- inn íslendingur getur komist hjá að þekkja. Jóhann Hjálmarsson. FÍFULJÚS Ólafur Þorvaldsson: ÁÐUR EN FÍFAN FÝKUR Skuggsjá 1968. ÓLAFUR ÞORVALDSSON skrá ir í þessari bók atvinnu og verslunarsögu Hafnarfjarðar og nágrennis á síðari hluta nítj- ándu aldar. Hann hefur lifað 'tvenna tímana, hefur frá ýmsu að segja, en gefur sér aldrei [k(§] fD llvíAAflJÍAvi lœkjartorgi & vesturveri Bókhaldsvél Vel með farin bókhaldsvél óskast til kaups. Tilboð sendist Mbl. fyrir 30. þ.m. „Bókhalds- vél — 6634“. Foreldrar Seljum vegna flutnings nokkra model- smíðaða leikfangaskápa að Sólvallagötu 58 kjallara. Kápumynd eftir Atla Má. lausan tauminn. I formálsorðum, segir Ólafur: „Við fífuljós grófu margir fræðimenn og grúskarar upp og skrásettu margan gaml- an fróðleik, bæði úr eigin mirani og svo gamals fólks, sem ella hefði farið í gröfina með þvi, og því aldrei verið skráð. Sú fífa hafði því ekki verið tínd í tíma, hún var fokin." Áður en fífan fýkur, er að ! mjög litlu leyti ævisaga Ólafs ' Þorvaldssonar sjálfs; hann ieit- ast við í staðinn að lýsa því : umihverfi, sem hann heifur alist i upp í eða kvnnst á annan hátt. '' Bókin hefði grætt á fleiri frá- sögnum úr lífi höfundar, vit neskju um hvernig hann leit á það, sem var að gerast á upp- vaxtarárum hans. Hafnfirsku kaupmennirnir, sem hann gerir sér far um að lýsa, hafa eftir öllum sólarmerkjum að dæma verið heiðursmenn, en fátt verð- ur eftirminnilegt af því, sem Ól- afur hefur að segja um þá. Á víð og dreif í bókinni eru aftur á móti stuttir kaflar, sem veita furðu glögga innsýn í liðna tíð. Krijtján Z'emsen kaupmaður kom því til leiðar upp úr 1870 Framhald á bls. 13. Óvenju spennandi skáldsaga um ástir frægrar Ieikkonu og duttlunga örlagana sem ógna bæði henni og fjölskyldu .hennar. Þetta var hættulegur leikur. Flugið er allt með eðlilegum hætti, þar til vélin er yfir Arizona. Þá hverfur hún af ratsjárskermi fyrir augunum á skelfingu lostnum umsjónar- manni. Afgr. er f Kjörgarðl sfml 14510 Afgr. er í Kjörgarðí sfmi 14510 GRAGAS KEFLAVf K GRAGAS keflavIk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.