Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1968 tjifcgeíandi H.f. Átvakur, Reykjaviíik. FxiamkvÆemdastj óri Haraldur Sveinssan. 'Ritsfcjórar Sigurður Bjarrcason frá Vigur. Matthías Jdhannessten. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjöm Guðmundssoih Erétfcaistjóri Björn Jóhannsson!, Auglýsingastjóri Árni Garðar Krisfcins3on. RiMjórn og afgreiðs'la Aðalstræti 6. Sími 10-108. Auiglýsingar Aðalstrœti 6. Sími 22-4-80. Áskriftargjald kr. 100.00 á miánuði innanlands. í lausasiöiu kr. 10.00 eintakið. HVERNIG VERÐA UT- LÁNIN AUKIN? ]|/fiklar umræður hafa farið •‘•'•■'fram að undanförnu um rekstrarfjárskort atvinnuveg- anna. Menn eru sammála um, að atvinnufyrirtækin skorti rekstursfé og að gengisbreyt- ingin nái tæpast þeim til- gangi sínum að koma atvinnu lífinu í fullan gang á ný nema um verulega útlánaaukningu til atvinnufyrirtækjanna verði að ræða- Hins vegar eru menn engan veginn sam- mála um af hverju hin mikli rekstrarfjárskortur atvinnu- fyrirtækjanna stafar eða hvað an hið aukna rekstursfé á að koma. í fróðlegu erindi, sem dr. Jóhannes Nordal flutti á fundi Vinnuveitendasam- bands íslands fyrir skömmu og birt er í Mbl. í dag drep- ur hann m.a- á leiðir til þess að auka útlán bankakerfisins. Fyrsta og mikilvægasta leið- in er sú, að innlendur spam* aður í formi aukinna innlána í bankakerfinu fari vaxandi á ný en þessi innlán námu aðeins 250 milljónum króna frá áramótum til nóvember- loka. í öðru lagi mundi bætt aðstaða ríkissjóðs gagnvart Seðlabankanum auka getu bankans til þess að aðstoða atvinnuvegina með auknum lánveitingum og í þriðja lagi er svo spurningin, að hve miklu leyti unnt er að auka útlán bankakerfisins án þess að á móti komi aukinn spam aður eða bætt staða ríkissjóðs. Niðurstaða dr. Jóhannesar Nordals er sú, að eins og sak- ir standa verði verulegur hluti óhjákvæmilegrar útlána aukningar til atvinnuveganna að koma úr Seðlabankanum án þess að búast megi við í bráð verulegri aukningu sparnaðar eða bættri aðstöðu ríkissjóðs að nokkru ráði. Tel ur bankastjórinn að í þessu sé nokkur áhætta fólgin en hana verði að taka. Hins vegar skipti mestu máli, að það út- streymi fjár úr Seðlabankan- um standi ekki lengur en nauðsynlegt er til þess að tryggja heilbrigðan rekstur atvinnufyrirtækj anna. Seðlabankinn mun þegar hafa tekið allmikil lán erlend is til þess að koma í veg fyrir útlánasamdrátt. Erindi dr. Jóhannesar Nordals hefur tví mælalaust orðið til þess að skýra betur þetta mikla vanda mál íslenzkra atvinnufyrir- tækja og er þess að vænta, að í kjölfar þess fylgi aukinn skilningur á þessum málum. HVERS VEGNA ER REKSTRAR- FJÁRSKORTUR SVO MIKILL? egar rætt er um skort ís- lenzkra atvinnufyrirtækja á rekstrarfé er heldur ekki úr vegi að hugleiða hvers vegna þessi skortur er svo tilfinn- anlegur. Auðvitað er ljóst að örar verðbreytingar hafa aukið mjög rekstrarfjárþörf- ina og þeim mun meira, sem verðlagsákvæði hafa verið hér mjög ströng um langt skeið og ekki hefur verið heimilt að hækka verð á birgð um við gengisbreytingar. En þetta vandamál á sér þó miklu dýpri rætur. Meginá- stæða þess er sú, að í áratugi hefur það almenna viðhorf ríkt hér á landi, að atvinnu- fyrirtæki mættu ekki hagnast og hafi slíkt gerzt hafa þegar í stað verið gerðar ráðstafanir til þess að taka þann gróða með einum eða öðrum hætti- Afleiðing þessa almenna en skammsýna viðhorfs er svo sú, að atvinnufyrirtækin hafa yfir að ráða mjög litlu eigin fjármagni og þurfa því í mun ríkari mæli en t.d. tíðkast er- lendís að byggja rekstur sinn á lánsfé. Og það er jafnframt alveg ljóst, að rekstrarfjárvandamál íslenzkra atvinnufyrirtækja verða ekki leyst meðan það almenna viðhorf er ríkjandi, að það skuli vera feimnismál að fyrirtæki séu svo vel rek- in að þau hagnist, og svo ströngum verðlagsákvæðum beitt að í mörgum tilvikum standa þau ekki undir sann- anlegum kostnaði við fram- leiðslu, þjónustu eða dreif- ingu- Ef til vill er nú að skap ast grundvöllur meðal al- mennings fyrir breyttum við horfum í þessum efnum. Ef til vill er fólki nú Ijósar en áður, að það er allra hagur, að atvinnufyrirtækin hagnist svo, að þau geti veitt næga atvinnu. Þegar til lengdar lætur er það tvímælalaust for senda þess að nýsköpun ís- lenzks atvinnulífs geti átt sér stað, að það þyki góð tíðindi að atvinnufyrirtæki skili ríf- legum hagnaði í stað þess, að með slíkt er farið sem feimn- ismál nú. átkz&ii UTAN ÖR HEIMI ÚTLEGÐ — Orlög þeirra sem mótmæltu inn- rásinni i Tékkóslóvakiu i Moskvu HVAÐ varð um þá fáu ein- staklinga, sem efndu til opin- berra mótmælaaðg'erða í Moskvu gegn innrásinni í Tékkóslóvakíu? Hvað varð um þau Pavel Litvinov, Larissu Daniel, Konstantin Babitskij, Vladimir Delone og Vladimir Dremliuga? Nú er komið á daginn, að þau eru komin í fangabúðir austur á sléttum Siberiu og norður við íshaf. Hlutskipti þeirra varð það sama og frjálshyggjumanna í Sovétríkjunum fyrr og siðar: Útskúfun úr þjóðfélaginu og ef til vill var það mildi, að þau skyldu fá að halda lifi. Er réttarhöldin yfir þeim hófust, voru þau höfð í haldi í Lefortovskaja-fangelsinu í Moskvu og þar biðu þau dóms og síðan ákvörðunar innan- ríkisráðuneytisins hvert þau skyldu send í hegningarvinnu- búðir. Innanríkisráðuneytið er nýja eða réttara sagt gamla nafnið á því ráðuneyti, sem sér um lög og reglu. Nú er •?EsMurmanski kvæmt ákvörðun innanríkis- ráðuneytisins. Bærinn Tjita liggur við járnbrautina yfir Siberiu og er þar að auki millistöð á járnbrautarlínunni til Ulan Bator í Mongólíu og til Peking. Tjita á sér eldri orðstír, sem brottflutningsstaður fyrir fanga. Til fangabúðanna þar í kring voru á síðustu öld send- ir frjálslyndír menn úr hópi aðalsstéttarinnar einkum her- foringjar og þrældómur þeirra í námunum á þessu svæði langt í austri vék svo fyrir öðru vinnuafli, sein einnig þurfti ekki að borga fyrir. Áður en Vladimir Uljanov tók sér nafnið Lenin var hann hafður þarna í haldi um alda- mótin, er hann var að undir- búa byltingu sína en hún átti síðar eftir að verða þe,ss vald- andi, að lestin til Siberiu fylt- ist aftur af fólki, fólki, sem nýju valdhafarnir á einhvern hátt höfðu ýmigust á. Þetta svæði er eitt af köld- ustu en einnig auðugustu S0VJETUNI0NEN •MOSKVA Tuim*n •°m,lt Jrkutsk l**4 c V'/ •Tjita* V wowGoiiEf «-. 'r PEKING^ ■k \ \ j\\ /4NG KINA 1 V.l \ I _t f ____________ Þetta kort sýnir vel þá staði, sem fimmmenningarnir voru sendir til. það skammstafað MD í rúss- neskri skammstöfun, skamm- stöfun, sem allir bera ótta fyr ir og minnir á daga Stalins og Beria. Enda þótf einkalögreglu- sveitir Beria væru leystar upp eftir dauða Stalins og Beria sjálfur tekinn af lífi, hafði það ekki nauðsynlega í för með sér, að öllum nauð- ungarvinnubúðum yrði lokað og öllum pólitískum föngum sleppt. Fjöldabrottflutningi fólks var að vísu hætt og margir fanganna fengu upp- reisn æru. En þessar vinnu-búðir eru L enn fyrir hendi og þau fimm, sem nefnd voru hér í upphafi, voru send hvert á sinn stað fyrra fímmtudag. Pavel Litvinov var sendur til Tjitasvæðisins — þ. e. a. s. ekki til sjálfrar borgarinnar Tjita — austur við landamæri Mongólíu og þar á hann að dveljast næstu fimm ár sam- svæðum heims. Hvort Pavel Litvinov, sonarsonur Maxim Litvinovs utanríkisráðherra Stalins fær að dveljast að ein- hverju leyti í Tjitan sjálfri eða í fangabúðum utan henn- ar, veit enginn, né heldur, hvers konar vinnu hann verð- ur látinn stunda. I>að var tek- ið skýrt fram í tilkynningunni um brottsendingu hans, sem ekki var þó gerð opinberlega, að hann ætti að fara til Tjit- ansvæðisins. Tjitan sjálf var hvergi nefnd. Litvinov var kennari, áður en hann byrj- aði mótmælaaðgerðir sínar í Moskvu til stuðnings við vini sína Alexander Ginzburg, Juri Galanskov og gegn inn- rás samlanda sinna inn í Tékk óslóvakíu. Larissa Daniel var látin fara úr lestinni við Irkutsk, sem liggur nokkur hundruð mílum vestar við Bajkal-vatnið. — Maður hennar er nú í nauð- ungarvinnubúðum við Volgu, Pavel Lltvinoff. og nefnast þær vinnubúðir Potma og eiga að vera á með- al þeirra stærstu í Sovétríkj- unum. Það var Larissa Daniel, sem lýsti því yfir í varnar- ræðu sinni í október, að hún faefði verið sannfærð um það, er hún stóð að mótmælaað- gerðunum á Rauða torginu 25. ágúst sl., að Alexander Dubc- ek „væri ekki frjáls maður“. Hún var dæmd til fjögurra ára brottvísunar frá Moskvu. — það þýðir, að hún fær ef til vill en langt í frá örugg- lega að snúa aftur til höfuð- borgarinnar árið 1972, er manni hennar verður sleppt. Lengra vestar stendur svo borgin Omsk. Það er á því svæði, sem bókmenntagagn- rýnandinn Babitsky verður hafður í haldi næstu þrjú ár og það var á þessu sömu slóðum, sem Witte, er var ráð- herra á dögum keisarastjórnar innar, hét 6000 föngum, að refsivist þeirra yrði stytt um helming, ef þeir lykju við að byggja járnbrautina yfir Sib- eríu. Þeir hrundu síðan niður úr kulda og matarskorti. í skugga Uralfjallanna stendur Tjumen. Þar er Vladi mir Dremliuga ætlað að dvelja í nauðungarvinnubúð- um næstu þrjú árin. I>á er eft ir fimmti Sovétborgarinn, sem þátt átti í mótmælaaðgerðun- um á Rauða torginu, ljóð- skáldið Vladimir Delone, er var einn af vinum Alexand- ers Ginsburgs. Hann var sendur til Murmansk og á að vinna í nauðungarvinnubúð- um þar í grennd í tvö ár og tíu mánuði. Samkvæmt þeim rökum, sem saksóknarinn bar fyrir sig, höfðu hin ákærðu gerzt sek um „að trufla eðlilega umferð á Rauða torginu“. ;— TASS skýrði svo frá í sinni stuttu frétt af réttarhöldun- um í Moskvu í október, að mót mælaaðgerðirnar, sem fram fóru nálægt gamla aftöku- staðnum á torginu „hefðu valdið ferðamannahópum vandræðum, er voru að skoða miðhluta höfuðborgarinnar, og þeim, er voru að skoða safnið í St. Vasili dómkirkj- unni“. Var því neitað af op- inberri hálfu, að litið væri á mótmælaaðgerðir fimmmenn- inganna sem pólitískar. Burnham sigruði í Guyunu Georgetown, 10. desember (NTB) FLOKKUR Forbes Burnhams, forsætisráðherra, Þjóðþingsflokk- urinn (PNC), hefur unnið hrein- an þingmeirihluta í þingkosning- unum í Guyana. Flokkur for- sætisráðherrans fær 30 af 53 þing sætum, en flokkur Cheddi Jag- ans, Þjóðlegi framfaraflokkur- inn (PPP), 19 þingsæti og flokk- ur hægri manna (UF) fjögur þingsæti. Dr. Jagan faefur lýst því yfir, að faann muni ekki eiga sam- vinnu með stjórn Burnhams, heldur vinna að upplausn flokks hans. Hann lagði á það áherzlu, að hann rnundi aðeins beíta lög- legum ráðum, hvorki verkföll«rn né ofbeldi. Burnham he'fur ver- ið forsætisráðherra síðan Bretar veittu Guyana sjálfstæði fyrir tveimur árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.