Morgunblaðið - 12.01.1969, Page 12

Morgunblaðið - 12.01.1969, Page 12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1969. 12 ÁRIÐ 1968 var mikið bókaár. Hérlendis kom út fjöldi bóka, en voru ekki allir sammála um að magn og gæði þeirra hafi verið í réttum hlutföllum. Morgunblaðið leitaði til fólks og bað það að skýra frá þeim bókum er það las á árinu og þótti athyglisverðar. Ekki eru það allt útgáfubækur ársins sem viðkomandi nefna til, og ekki hafa þær heldur allar verið þýddar á íslenzku. Sverrir Hermannsson viðskipta- fræðingur: Gæfa að Kristnihaldið varð ekki leikrit Það er auðvitað enginn vandi að rifja upp athyglisverðar bæk- ur þegar verk eftir Laxness hafa birzt. Það þykir kannski ekki frumlegt núorðið en allavega á'hættulaust mannorðsins vegna. Sverrir Hermannsson Það er af sem áður var er ég, unglingspiltur, leyfði mér að hæla skáldverki eftir höfund þennan í Útvarpið, oig undireins mer'ktur ó í kjönsiknána þiessvegna og þess krafizt af ærukærum mönnum að Háskólanum yrði stirax og uwdireins kxkiað, að hann útungaði ekki fleirum af þessari sort. Því fer fjarri að mér detti í hug að fara að skýra fyrir mönnum það innihald sem ég finn í Kristnihaldi undir Jökli. Það er mitt einkamál. Og kemur engum við. Þegar höfundur hef- ir talað, kemur honum það ekki einu sinni við. Kannski allra sízt. Ég sárvorkenni þeim mönn- um sem stunda bókmenntagagn- rýni. Mér er óskiljanlegt hvernig þeir geta borið á torg skoðun sína á svo viðkvæmu einkamáli, sem skilningur á skáldverki verð ur að vera hverjum manni. Enda komast þeir ekki hjá að ota kaun um sínum í leiðinni. Nema þá kannski Hagalín, sem er gamall og vitur og verseraður 1 pólitík, enda hlær honum jafnan hugur í brjósti. Svo var sagt að Laxness hefði áformað að Kristnihaldið yrði leikrit. Það var mikil gæfa að svo varð ekki. Þó yrði það enn hrikalegra slys ef einhverntíma yrði upp á því tekið að setja það á svið. Skáldsögum, sem hafa birzt, má með engu móti snúa upp í leikrit. Fyrir mörgum ár- um varð mér það á að fara í leik- hús að sjá fslandsklukkuna. Það var mikið slys. Ég tapaði alveg áttunum og missti sjónar á hverri merkispersónu skáldsögunnar á fætur annarri. Það var helzt hinn læfði Lárusar Pálssonar, sem eftir lifði. Aðrir Jónar igengu fyr- ir ætternlsstapa. Og því var að ég álpaðist í leikhúsið árið 1968 og vita hvort ég fyndi aftur eitthivað af hinu launmyrta ágæt- isfólki. Það var voðalegt slys. Jón Hreggviðsson var til að mynda látinn hrinda hinum lærða úr Grindavík. Sá sem slíku stjórnar hefur alls ekki lesið skáldverkið, a.m.k. hefir honum sézt yfir að Jón Hreggviðsson keypti Skáldu úr ræningj ahönd- um við skótaui sínu, sem var undirstaða heilsu í denítð. Bóndi ofan af Skaga, sem slíkt gerir, hrindir ekki lærðum manni úr Grindavík. Um þverbak keyrði að sjá túlkun á hinum lærða. Oig af þessum sökum veit ég að menn skilja hvers vegna ég þorði ekki að sjá Sveik, þegar hann var færður á fjalir hér um árið. Það ætti að banna með lögum að taka skáldsögur og setja á svið og trufla þannig um fyrir mönn- um, sem kannski með miklum erfiðismunum hafa komið sér upp góðum skilningi á verkinu og fundið réttan tón. Eða má ég spyrja: Hvernig á að leika ömmu og afa í Brekkukoti þegar þeir ryðjast með það upp á senuna? Það þætti mér igaman að vita. Hins vegar verður þeim ekki skotaskuld úr að gera fítfl úr eft- irlitsmanninum og Jóa úr Stein- bænum að stórglæpamanni. í fyrsta yfirlestri fann ég að í Kristnihaldi var góður tónn. Það var mér nóg í bili. í öðrum yfir- lestri uppgötvaði ég m.a. að frö- ken Hnallþóra sagði í gjarkvöldi. Það var upplyfting. Ennfremur þegar Jódínus Álfberg segir: „Gera svo vel að segja enska sýslumanninum ........“ o.s.frv. Ég tók eftir þessu orðalagi í fyrsta skipti hjá höfundinum í Upphafi mannúðarstefnu, þegar hann hafði fengið heiílaóska- skeyti frá félagi bunustokks- manna í Sundsvall vegna Nobels- verðlauna og segir við handskrif- ara sinn þegar skeytið hafði ver- ið lesið: „Ger svo vel að endur- taka!“ Og þegar ég nú segi að fyrir mér er reiginmunur á fyrr- nefndu orðalagi eða: Gerið svo vel, þá þykjast jafnvel fleiri en óskað hafa til þess rétt að kalla miig fábjána, en við það situr. Svo ætla ég ekki að ræða fleira um þetta. En þeim sem spyrja hvernig er þessi skáldsaga, vísa ég til þess hvemig Tumi Jónsen safnaðarformaður, fór að því að segja sögu. Þeim, sem safna vilja trúarþreki, skal bent á ræðu séra Jóns Prímusar yfir vini sínum, Munda, látnum. Heimspeki er t.d. að finna í sögu séra Jóns af snjótittlingnum. Veraldarvizkan er m.a. í orðræðum Guðrúnar Sæmundsdóttur frá Neðratrað- koti. Þessi bók getur frelsað menn frá styrjöldum ef hún er lesin með réttu hugarfari. Ég ætla ekki að vitna í neitt, það tæki engan enda. Má ég aðeins rifja þetta upp eftir Umba: „Hafi ég gleymt að skrifa um veðrið, þá er það fljótgert: Hann hefur rifið af sér. Alheiður dagur. Jök- ullinn trónir alhvítur og alkyr yfir óvígðum prestlíngi sem situr á bala hjá læk að tyggja prins- pólókex og hertýgja sig í and- anum til að verja opinlberunina játningarnar og guðs kristni fyr- ir útisetumönnum, kraftaverka- mönnum hrossakaupmönnum og tólf tonnamönnum.......“. Einhver kynni að hafa gaman af þessu hjá hreppstjóra Láng- vetninga, Helga bónda á Torf- hvalastöðum, kallaður Lángvetn- ingur: „Æ mikil skelfing er að fá aldrei næði til að rabba við ykkur þarna fyrir sunnan einsog ég hef heilar hrúgurnar að dispú- tera við ykkur; allt þó í bróð- erni“. Eða þegar hann segir m.a. á bréfsnuddu til Umba: „Þrátt fyrir maskínirí mun díexelixis sigrast á dysexelixis, í mun sigr- ast á ypsilon, þar er vor trú. Mun þá vel fara. Mun þá heimur heill verða. Og ég mun kaupa stóra hesta, Helgi“. Nú er vísast að ég hafi skemmt fyrir einhverjum með því að hafa þetta yfir. (Svo kom út kver fyrir jólin, sem er einhver stærsta upplyft- ing oig yndi að lesa. En um það má ekki tala upphátt. Og óvíst að þjóðfélagið þoli meiri inspíra- sjón. Eða lloftið vierðlur radíóak- tift. Þetta eir tveggja mianna tal Matthíasar og Kj arvails. Að orð- færa það frelkar vœri eims oig að hafa legið é hleri.) Þá er þess að lokum að geta, að ýmislegt í amnálum lesið á árinu 1968 hefir orðið minnis- stætt. Ég eignaðist það sem mig vantaði í Blöndu, og Spendýrin oig Fiskana eftir Bjarna 9æ- mundsson. Ennfremur seinna bindið af Svejk sem snappað var frá mér á rúmlhelgum degi fyrir margt lömigu. 1968 var þessvegna bókmenntaár. Og það á víst að hæla því sem vel er. Mönnum er það illagt skapfellilegra, eins og það myndi einhverntíma hafa verið orðað á Snæfj allaströnd. Frú Sigurveig Guðmundsdóttir: Þær koma eins og ókunnir gestir Nýjar bækur. Þær koma eins og ókunnir igestir, Sumar skart- búmar í manglituim kápuim sum- Sigurveig Guðmundsdóttir ar stórar og þreklegar, aðrar í litlu broti og láta misjafmt yfir sér. Ein þeirra talar strax kunn- uglega. Önnur er framandleg, forvitnileg. Nýju bækurnar standa í hljóðri fylking, bíða þess að á þær sé hlustað. Nokkrar verða förunaut- ar ævilangt. Hér kemur stóra bókin hans Þorsteins Thorarensens, Gróandi þjóðlíf. Það er mikið mannamál í þeirri bók. Það heyrist glymja í þingsölum, líka svipusmellir á ingvallafundi. Annað kastið er sem setið sé yfir kaffifoollum í notalegri stofu einhvers gamla hússins, sem nú er ekki lengur til. Það er skrafað um náungann, einkum þá sem hæst bera. — Gnístran tanna í glæstri borg og grátur í Tobbukoti. Þá kemur bókin Jón biskup Arason, skrifuð af Þórhalli Gutt- orm'ssyni. Þetta er blóðrauð bók, liturinn minnir á rauðamölina í heimreiðinni að Skálholti; Skál- holts rauðu slóðir, laugaðar í blóði píslarvottsins. Þetta er góð- viljuð bók og hófsamleg. Blessaður veri hann biskup Jón bæði lífs og dauður. Jarðfræði Þorleifs Einarsson- ar er virðuleg að útliti, fallegur pappír og skýrar myndir. Þaðan er að heyra hið mikla ævintýri Drottins, sem heitri myndunar- saga íslands. Þrotlaus fróðleikur, skemmtilega og ljóst settur fram. IHér kemur fornvinur mikill: íslenzkar fornsöigur í útgáfu Skuggsjár. Þessi vinur er vel bú- inn að vanda og sómir sér í heið- urssæti, enda yfirbragðið höfð- inglegt. Samt er þessi forkunn- ingi á einhvern hátt altillegri, nærri því alúðlegri en maður á að venjast, þó í sinni fornu reisn. Við flettum mjúkum blöðum og lesum ihér Egilssögu með nútíma- stafsetningu. Þetta er drengskap- afbragð igagnvart unglingi eða krakkaanga, sem vill lesa um feðranna frægð. Og hér skýzt inn á milli lítil bók um tvo drengi, Dularfulli njósnarinn, eftir Ólöfu Jónsdótt- ur. Hér eru furðir og feiknir, æv- intýrið um hellinn dularfulla. — Það er margt sem hraunin geyma. Mörg eru gæfusporin, en þó fleiri glapstígarnir í íslenzku mannlífi Jóns Helgasonar. Seint þreytast menn á að rifja upp sög- una um hið heita blóð oig heiftina þunga á Sjöundaá. Eða þá and- stæðu þess, tuttugu og fimm barna föðurinn vestfirzka, sem kunni málsfoáttinn, að blessun vex með barni hverju. Ljóð er það eina sem lifir allt, og síðast kemur að ljóðabókun- um. Þá má til að heilsa þeim prúða gesti EÓS, Einars Ól. Sveinssonar. Þar er leikið á hörpu í dimmum skógi og bveðið lágt við hófatak fáks. Slíkur gest- ur sem EÓS fylgir manni á leið langtímunum saman. Rennur jökulhvítt fljót yfir aurgráa auðn, og við egghart grjót rennur bylgjan köld, og gráloftið hvelfist með svölum svip yfir sandi um kvöld. Sverrir Pálsson skólastjóri: Innan við múrvegginn ... Sumir höfundar kunna þá list að láta okkur, lesendur, ganga undir handarkrika s’inn, svo að við öðlumst vjð það skyggni inn í veraldir sem venjuíegum mönn um eru sveipaðar mistri og mökkva. Sumt hefur verið okkur hulið með öllu, annað óljóst. Við lesturinn víkkar sjónhringur okkar, skilningiur glæðist, for- vitnin espast. Okkur langar til að vita meira um efnið, en verð- um þó oft að l'áta ofckur nægja freistandi tálgötur ímyndunar- afls og bugarflugs, þar sem slóð þekkingarinnar sleppir. Jón prófessor Helgason hefur ritað bækiur til skýringa á forn- um kivæðum og jafnframt brugð- Sverrir Pálsson FACO — Janúar-útsalan — FACO HEFST MÁNUDAGINN 13. JANÚAR. Mikið úrval af allskonar TERYLEN- og ULLARBÚ TUM. Mikið úrval af ALULLARTEPPUM, margar stærðir. Mikið úrval af allskonar UNGLINGA- og KARLM ANNAFATNAÐI á niðursettu verði. FACO -------------- ÚTSALA - -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.