Morgunblaðið - 12.01.1969, Side 18

Morgunblaðið - 12.01.1969, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1969. Jón Jónsson, fram- kvæmdarstj. - Kveðja FÆDDUR 24. ÁGÚST 1896. DÁINN 3. JANÚAR 1969. l>rátt fyrir allan jöfnuð nútím ans vaxa enn upp í íslenzku þjóð félagi menn, sem eflast úr um- komuleysi til athafna og efna. Jón Jónsson var fæddur í Krókshúsum á Rauðasandi 24. ágúst 1896. Foreldrar hans voru Jón Árnason bóndi og kona hans Ólína Benónýsdóttir. Þau voru bæði ættuð úr Rauðasandshreppi og vel metin af sveitungum sín- um. Börnin í Krókshúsum voru mörg, bújörðin lítil og efnin að vonuim lítil. Þegar Jón var 3ja ára missti hann móður sína og varð faðir hans þá að bregða búi, en bömin ólust upp á góð- um heimilum í héraðinu og urðu öll mannvænleg. Jón Jónsson ólst upp á höfuðbólinu Saurbæ á Rauðasandi, sem þá var eitt af stærstu og myndarlegustu sveitar heimilum hér á fslandi. Þar voru t Eiginmaður minn, Jón Ólason frá Seyðisfirði, andaðist á Heilsuverndarstöð- inni 10. janúar. Bergþóra Guðmundsdóttir. t Litla dóttir okkar Gunnlaug Margrét andaðist á Landakotsspítala 10. janúar. Jónína Bjarnadóttir Stefán Gunnarsson. t Minningarathöfn um elsku- legan son okkar og bróður Björn Eiríksson frá Hesti, sem lézt af slysförum í New Bedford, Massachusetts 21. des. sl., fer fram í Hallgríms- kirkju mánudaginn 13. þ. m. kl. 15. Sigríður Björnsdóttir Eiríkur Albertsson Guðfinna Eiríksdóttir Stefania Eiríksdóttir Ásta Eiriksdóttir Jón Eiríksson Friðrik Eiríksson Ragnar Eiríksson. fyrstu gæfuspor Jóns. í Saurbæ naut Jón alúðar og umhyggju éins og allir er þar dvöldu. Þar bjuggu þau merkishjónin Ólaf- ur Ó. Thorlacíus og Halldóra Aradóttir. Þau gerðu garðinn frægan með reisn sinni og rausn og greiðasemi við alla, sem að garði bar. Hefur Jón vafalaust mótast af uppeldi á slíku heim- ili. Hann var snemma ötull við vinnu og verklaginn. Man ég að húsbóndinn í Bæ sagði eitt sinn við mig með sýnilegri ánægju: „Hann Jón litli er efni í góðan sláttumann". En forsjónin hafði ætlað honum annað hlutverk. Þeg ar hann hafði aldur til hóf hann néim í trésmíði hjá Finni Thorla- cíus húsasmíðameistara í Reykja vík, syni húsbændanna í Saurbæ. Að námi loknu vann hann um 10 ára skeið sem trésmíðameisrt- ari við húsagerð í Reykjavík, en 1933 fluttist hann til Flat- eyrar við Önundafjörð. Þar gerð ist hann brátt umsvifamikill bygg ingameistari og reisti margskonar mannvirki á Vestfjörðum og víð- tar. Meðal annars reisti hann kirkjumar á Flabeyri og á Suð- ureyri við Súgandafjörð. Skömmu eftir að Jón fluttist til Flateyrar gekkst hann fyrir því, að þar var reist hraðifirysti- hús og var hann framkvæmda- stjóri þess og aðaleigandi með- an hann var búsettur á Flat- :eyri. Hann átti sæti í hrepps- nefnd Flateyrarkauptúns og auk þess gegndi hann mörgum trún- aðarstörfum fyrir kauptúnið, með al annars var hann fulltrúi við undirbúning að raforkuvirkjun fyrir Vestfirði. Það fór gott orð af honum fyrir dugnað og hag- sýni og þegar Áburðarverksmiðj an í Gufunesi var reist skipaði Alþingi hann í byggingarnefnd og stjórn verksmiðjunnar. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Kr. Magnússon Hafnargötu 47, Keflavík, verður jarðsunginn frá Kefla- víkurkirkju, þriðjudaginn kl. 1,30. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Keflavík- urkirkju. Synir, tengdadætur og barnabörn. t Jar'ðarför Bóasar Daða Guðmundssonar Hófgerði 13, Kópavogl, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Böm hins látna Ragnheiður Magnúsdóttir Árið 1943 fluttust Jón hingað til Reykjavíkur og átti hér heirna eftir það. 1945 reisti hann síld- ar- og fiskimjölsverksmiðju í Innri-Njarðvík og var eigandi og fonstjóri verksmiðjunnar til 1963, en þá lét hann af störfum enda var hann þá nær sjötugur að aldri og sjónin tekin að bila. Hér hefur verið að nokkru skýrt frá störfum Jóns Jónsson- ar, en ég þekki ekki mikið til starfa hans meðan hann bjó á Flateyri, þegar starfsorka hans var mest og athafnaþrá hans brann bezt. Samstarfsmaður hans í mörgum héraðsmálum Önfirð- inga á árunum 1937—1943, Hjört ur Hjartar framkvæmdastjóri, er þá var kaupfélagsstjóri við Kaup félag Önfirðinga, skrifaði um Jón afmælisgrein, sem birtist í Tíman um þegar Jón varð sjötugur og leyfi ég mér að taka hér upp þessi ummæli Hjartar í afmælis- greininni: „Til Jóns leituðu margir ráða Fynst Flateyringar og síðar menn af hinum fjörðunum. Og ráð Jóns þóttu duga vel, því hann var allt í senn, hagsýnn, framfarasinn- aður og kjarkmikill og sá oft tvö ráð og möguleika, þegar aðr- ir sáu engan veg.“ Það hefðu fáir spáð því, sem sátu við vöggu Jóns Jónssonar í Krókshúsum, að hann yrði slík ur aithafnamaður, sem raun varð á. Líf hans var ævintýri líkast og segja má, að hann hafi verið sérstakur gæfumaður. Árið 1921 kvæntist Jón ágætri konu, Vilhelmínu Kristjánsdóttur Hún er fædd í Mjóafirði aust- ur, en ættuð af Akranesi. Hjóna band þeirra var farsælt. Hún var honium samlhent og reyndist hon- um góður lífsförunautur. Böm þeirra eru: Sigríður, gift Guðjóni Pálssyni birgðaverði, Reykjavík, Guðmund ur Kristján, framkvæmdastjóri í Reykjavík, kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur úr Bolungarvík, Ól- t Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð við fráfall mannsins míns og föður John Von Ancken Faxabraut 1, Keflavík. Bryndís Dagbjartsdóttir Von Ancken Diana Von Ancken. t Útför Jóns Jónssonar framkvæmdastjóra, Vesturgötu 52, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 13. janúar kl. 1.30. Jarðsett verður í kirkju- garðinum við Suðurgötu. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Vilhelmína Kristjánsdóttir böm, tengdaböm og barna- böm. t Útför móður okkar Pálínu Jóhannesdóttur frá Hamarshjáleigu, síðast til heimilis a@ Máva- hlíð 44, Reykjavík, sem and- aðist að Elliheimilinu Grund hinn 8. jan. sl., fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudag- inn 15. janúar og hefst athöfn- in kl. 1.30 e.h. Jóhannes Ormsson Sigurður Ormsson. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för móður okkar, tengdamóð- ur og ömmu Theodóru Jónsdóttur Háaleitisbraut 31. Elsa Þorvaldsdóttir Anna Þorvaldsdóttir Steinn Guðmundsson Páll Þorvaldsson Halla Stefánsdóttir og barnabörn. afur Jóhann, læknir í Reykja- vik, kvæntur Ingibjörgu Þórðar dóttur úr Reykjavík og Hanna, góift Guðbjartti Hairaldssynd báf- reiðastjóra úr Hafnarfirði. Að leiðarlokum þakka ég Jóni Jónsisyni fyrir vináttu hans og tryggð um áratugi og bið konu hans og börnum blessunar. Finnbogi R. Þorvaldsson. FYRIR rúmlega hálfri öld bund- ust tveir unglingspiltar vináttu- böndum, er þeir dvöldust samian að Saurbæ á Rauðasandi. Anmai þessara pilta var faðir minn, sem var sumarlangt að Saurbæ en hinn Jón Jónsson, sem við kveðj- um nú í hinzta sinn á morgun, Þessi vinátta þeirra hélzt óslit- in, þar til faðir minn lézt fyrir rúmlega 16 árum, þótt þeir stotfn uðu sín heimili fjarri hvor öðr- um. Við lát föður míns, hefði mátt ætla að vináttuböndin, sem bund in voru að Saurbæ og haldisf í nær 40 ár, yrðu einungis minn ing er tilheyrði fortíðinni, en slíkt var ekki upplag Jóns Jóns sonar. Þá sýndi hann hve sönn vinátta getur verið mikils virði, og ávallt síðan reyndist hann okkur ráðhollur og hjálpsamur, sérstaklega eftir að við fluttum búferlum hingað til Reykjavíkur fyrir nál. 10 árum. Aldrei varð ég var við anniað hjá honum, en þessi velvild i okkar garð, væri sjálfsögð og ekki umtalsverð. Slík tryggð og vinátta, býr aðeins í brjósti göf- ugs manns. Þó kynni okkar Jóns yrðu ekki löng, voru skoðanir hans, þar sem heiðarleiki og traust voru hæst metin, mér eft irminnilegar. Ég tel mér það mik ið lán að hafa orðið þessara kynna aðnjótandi. Því mikla ævistarfi, sem þessi afkaistamikli maður Iætur eftir sig, verður ekki getið hér það mun vafalaust gert af mér kunn ugri mönnum. Með þessum fátæklegu línum vildi ég aðeins þakka þá vin- semd og tryggð, sem ég og fjöl- skylda mín höfum mætt frá Jóni Jónssyni og eftirlifandi eigin- konu hans frú Vilhelmínu Krist- jánsdóttur. Votta ég henni og börnum hennar innilega samúð- ar. Þ. Oddgeirsson. Þórir Ingi — Minning Þann 6. janúar andaðist á Land spítalanum skólabróðir okkar Þórir Inigi Þórisson Heiðargerði 54. Þórir Ingi fæddist hér í Reykjavík þann 18. ágúst 1953. Foreldrar hans eru Jenný Ingi- marsdóttir og Þórir Jensson og var Þórir Ingi næst ynigstur af fjórum börnum þeirra hjóna. Við kynntumst Þóri Inga fyrst í sjö ára bekk Breiða- gerðisskóla og tókst strax með okkur góð vinátta sem aðeins tekst meðal barna, og sú vin- átta slitnaði aldrei. Þórir var hvers manns hugljúfi, ætíð kát- ur og fjörugur enda tók hann mikinn þátt í öllum leikjum og íþróttum utan skólans og innan. En á þessu varð snögg breyt- ing, er við komum í unglinga- skólann, þá strax hætti hann ö'llum leikjum og íþróttum meðal okkar, þó við vissum ekki þá, hver ástæðan var, því Þórir var mjög dulur um sína hagi, jafnt við vini sína sem aðra. Síðast liðið sumar gerði vart við sig sá ólæknandi sjúkdómur, er leiddi hann til dauða. Við skólasyst- kini hans siem fyligzt höfum með honum í gegnum barna og ungl- ingaskólann og nú síðast í lands prófsdeild Réttarhóltsskólans. söknum góðs fólaga og skóla- bróður. Þórir Ingi hafði mikinn metnað og há'leitar hugsjónir. Uppáhaldsfag hans í skóla var móðurmálið, einnig var hann mjög listrænn í hugsun og tali. Haran blandaiði lítt geði við skóla- systkyni sín almennt en var vin ur vina sinna og þeim sem hann tók ástfóstri við, þeir áttu hug Þegar ég kom tfl Flateyrar sem ungur kaupféllagsstjóri fyr- ir 32 árum var ég þar öllu ó kunnugur. Atvik réðust þannig, að fyrstu nótt mína á staðnum var ég gestur á heimili Jóns Jónssonar og Vilhelmínu Krist- jánsdóttur konu hans. Þetta var upphaf kynna minina af Jóni og fjölskyldu hans, sem verið hafa náin og óslitin síðan, þrátt fyrri að við um sinn byggjum sitt í hvorum landshluta. En nú eru þessi góðu kynni af Jóni ÖHL, því að hann lést á Borgarsjúkna húsinu í Reykjavík 3. þ.m. og verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni á morgun. Þegar Jón varð sjötugur, þann 24. ágúst 1966, rifjaði ég upp nokkur atriði úr starfssögu hans í lítilli afmælisgrein. Ég ætla ekki að endurtaka það hér, sem ég sagði þá. Sú saga er okkur, vinum hans og kunningjum svo minnisstæð, að slíkt er óþarft. Því verður ekki gleymt, hvern ig hann á Vestfjörðum, og þá alveg sérstaklega á Flateyri, stuðlaði að og hafði forgöngu um nýja sókn og uppbyggingu atvinnulífs á örðugum tímum. Kjarkur hans og hagsýni, eim- beittur vilji og starfshugur voru öðrum hvatning og fyrirmynd, sem gott leiddi af. Ég veit það, að þegar Jón fór ungur maður frá Bæ á Rauða sandi, þar sem hann hafði verið alinn upp hjá Ólafi Thorlacius, og hédt til trésmiðanáms í Reykja vík, var veganesti hans ekki mikið á veraldarvísu. Hannlagði upp með þann arf einan, sem hann hlaut í vöggugjöf. Þessi arfur reyndist farsæll og góð- ur og dugði honum vel í líf i og starfi. Ég hefi þegar nefnt nokkur persónueinkenni hans, sem minnistæð eru og á reyndi í hinu daglega starfi. En önnur at riði eru mér ekki síður í huga nú og hafa raunar oft verið, þótt ég ekki nefndi þau í af- mæliskveðjunni fyrir rösklega 2 árum. Hversvegna lék öll verkstjóm í höndum Jóns? Hversvegna lauk hann sínum verkefnum á styttri tíma en flestir töldu mögulegt? Svarið kann ég ekki til fulls, en hitt er víst, að Framhald á bls. 17 Þórisson hans allan. Þórir Ingi var lítt gefinn fyrir að mæta á félags- fundi og skemmtanir í skólan- um, hann áleit það tímasóun á okkar stuttu ævi, sem líka er búið að koma fram. Þórir Ingi hafði hlljómfagra rödd og skýran framburð og var því oftaet valinn ti'l að lesa upp bæði sögur og Ijóð fyrir bekkkm. Þegair við hóflum nám í skólanum í haust tókum við eft ir því, að hamin hafði fjarlægzt okkur, það var eins og hann drægi sóg inn í skeí, og þeir se*n ekki þekktu hann náið áður, kynntust honum mjög lftið, svo fáskiptinn var hann, en við sem þekktum hann vel og vissum hvað að var, við skildum hann. Við vottum systkinum hans og foreldrum ninilega samúð okfear. vegna fráfalls góðs sonar og bróður. Bekkjarsystkini 3—I Réttarholtsskóla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.