Morgunblaðið - 12.01.1969, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANÚAB 1969.
27
- FORSYTE
Framhald af bls. 10
ur barnshafandi af völdum
kvænts manns — og svona
er það enn í dag. Það er litið
niður á lausaleiksbörn.
— Mér finnst Jolyon yngri
lang skemmtilegastur. Hann
umber mannlegan breyzk-
leika, enda hefur hann sjálf-
ur brotið siðaraglurnar.
— Soames finnst mér alveg
óþolandi. Hann fer svo inni-
lega í taugarnar á mér, að
það færi áreiðanlega um mig
hrollur, ef ég þyrfti að koma
inn í sama herbergi og hann.
— Irene finnst mér dásam-
leg og ég skil ekki hvernig
hún gat gifzt Soames. f þá
daga átti einstæð stúlka í
þessari stétt eiginlega ekki
annars úrkosta — en ég held
að í hennar sporum hefði ég
heldur reynt að vinna fyrir
mér með kennslu en selja mig.
Enda vildi hún ekki uppfyffla
helming kaupmálans, þegar
að því kom.
— Hvernig mér finnst hún
hafa komið fram gagnvart
June? — Ég segi nú eins og
oft er sagt: „All is fair in
love and war“.
— Mér finnst gott að íslend
ingar skuli sjá þessa mynd.
Þá læra þeir kannski betur
að skilja Bretana.
VANHUGSAÐ HJÁ IRENE
Að GIFTAST SOAMES
H-elgi Pétursson nemandi:
— Eins og er stend ég með
Soames. Ég álít hann heil-
steyptasta persónuleikann í
— sannur Forsyte. Soames er
hópi þeirra, sem nú eru í
sviðátjósinu, en annars var
ég hrifnastur af gamla Jo-
lyon. Hann var bæði mann-
legur og „maður eignanna"
aftur á móti 'lítið annað en
„maður eignanna". En þó að
ég halldi með Soames veilt ég
ekki hvort mér myndi líka við
hann, ef ég þyrfti að hafa
einhver samskipti við hann.
— Jolyon yngri finnst mér
aftur á móti veikgeðja. Hann
tekur aldrei neinar ákvarð-
anir, heldur lætur ráðast.
— Irene er falleg og við-
kvæm og þegar hún giftist
Soames átti hún ekki í ann-
að hús að venda. En þrátt
fyrir það finnst mér vanhugs
að hjá henni að ganga að
eiga Soames með þessum skil
málum, enda hlauit að koma
að því að svona færi. En
mér finnst óskiljanlegt þetta
mikla hatur, sem hún leggur
á Soames. Hann hefur marg-
beðið hana fyrirgefningar, án
þess að biðja um nokkuð
meira og mér finnst hún gæti
fyrirgefið honum, án þess að
gera nokkuð meira fyrir
hann.
— En í heild veitir myndin
innsýn í skemmtilegt tímabil í
sögunni. Enda keyptu Rússar
kvikmyndina og það verða
að teljaat meðmæli, því að
þeir kaupa yfirleitt ekkert
drasl að vestan.
MÁNUDAGSKVÖLDIN
ORÐIN ÁGÆTISKVÖLD
AðalheiSur Sigvaldadóttir
kennari:
— Mér firrhst sjónvarps-
þættirnir um Forsyteættina
skemmtilegir og mjög vel
leiknir. Ég var búin að lesa
bókina, sem er mjög vel skrif-
uð og ég verð að segja að
mér finnst furðulegt hvað
þeir ná vel flestum atriðum
bókarinnar, þegar tifflit er tek
ið til þess að hún er yfir þús-
und síður. Og persónurnar í
myndinni eru alveg eins og ég
hafði hugsað mér þær.
— f þessari miklu ætt, sem
maður kynnist, fléttast hvað
inn í annað og undirsfaðan,
eru Irene og Soames. Ég hef
orðið geysi'lega samúð með
Soames. Hann er mikili mátt-
arstólpi og hjálpar sínum
nánustu. Hann er harður og
lífið hefur leikið hann grátit,
en þrátt fyrir hörkuna er
hann mannlegur. Hann á erf-
irtt með að láta frá sér það,
sem hann hefur fengið, hvort
sem það eru eignir, peningar
eða eiginkona. Hann er sann-
kallaður „maður eignanna".
— Irene fer illa með Soam-
es. Hún er mjög óhamingju-
söm framan af, en er á líður
kemur eigingirni hennar æ
betur í ljós. Og munurinn á
henni og Soames kemur bezt
í ljós, þegar hún á orðið son
og hann dóttur. Hann er reiðu
búinn að fórna öllu fyrir dótt-
ur sína, en Irene verður allt-
af númer eitt, sonur hennar
númer tvö.
— Jo'lyon yngri finnst mér
skemmtillegur. Hann er létt-
ur, rómantískur og lífsglað-
ur og lætur hverjum degi
nægja sínar þjáningar. —
Annette, franska konam hans
Soames finnst mér leiðinleg.
— Ég verð vör við það að
nemendur mínir, sem eru 9
og 11 ára fylgjast margir með
sögunni. Ég heyri stundum á
tal þeirra og þeir þekkja
helzrtu persónurnar með
nafni.
— Og ég verð að segja að
eftir að Forsyteættin byrjaði
eru mánudagskvöldin, sem
mér þóttu áður heldur leiðin-
leg, orðin mestu ágætiskvölcL
Framkvæmdastjóri
Líknarfélag óskar eftir duglegum framkvæmdastjóra
með góða málkunnáttu. Þeir sem áhuga kynnu að hafa
á starfinu sendi nöfn sín með upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf á afgreiðslu blaðsins, merkt:
„Framkvæmdstjóri — I — 6358“ fyrir 21. þessa
mánaðar.
Héraðsdýralœknir
í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Brynjólfur Sandholt hefur tekið við störfum héraðs-
dýralæknis í Gullbringu- og Kjósarsýsluumdæmi frá
síðastliðnum áramótum. Sími hans er 38345.
Rúðuglerið komið
Tvöfalt einangrunargler, glerísetning.
5 ára ábyrgð á tvöfalda glerinu, kynnið ykkur
verð og gæði.
Seljum einnig á heildsöliuverði í heilum kistum.
GLUGGAÞJÓNUSTAN, Hátúni 4 A.
Hrossaeigendur
Áformað er að starfrækja tamningastöð Geysis að Hellu
í vetur með sama hætti og undanfarin ár. Tamninga-
stjóri verður Ingimar ísleifsson. Stöðin hefur starf-
semi sína í byrjun febrúar.
Þeir sem óska eftir að fá tamið hross í vetur vinsam-
lega gefi sig fram sem fyrst við Magnús Finnboga-
son, Lágafelli, sími um Hvolsvöll.
Tilboð óskast
í nokkrar fólksbifreiðar er verða sýndar að Grensás-
vegi 9 miðvikudaginn 15. janúar 1969 kl. 12—3.
Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri Austurstræti 7
kl. 5 sama dag.
Sölunefnd varnarliðseigna.
Ibúðir í byggingarsamvinnulélagi
3ja OG 4ra HERBERGJA ÍBÚÐIR
Til ráðstöfunar eru enn nokkrar 3ja herb. (77 ferm.) og 4ra herb. (94 ferm.) íbúðir í fjórum stigahúsum, sem verið er að byggja á einum
fegursta stað í Breiðholtshverfi. íbúðir þessa r afhendast ti.búnar undir tréverk og mátning u, með frágenginni sameign. í kjallara eru
geymslur og sameiginlegt húsnæði. 6 íbúðir eru í hverju stigahúsi. Búið er að sækja um Húsnæðismálastjórnarlán. Verð á þessum íbúðum
verður mjög hagstætt. Teikningar og allar upplýsingar liggja frammi á skrifstofu B.S.F.R. L augavegi 103.
BYGGINGARSAMVINNUFÉLAG REYKJAVÍKUR.
Trésmiðjan Víðir hf. auglýsir
Seljum næstu daga nokkurt magn af borðstofuhiísgögnum úr
tekki með allt að 20—25%afslætti. Það er skápur borð og 6 stk.
stólar samt. 21.400./— áður — nú 16.900./—
Notið yður þetta einstæða tækifæri og gerið góð kaup. Látið
yður verða mikið úr peningunum og verzlið þar sem úrvalið er
mest og kjörin bezt.
Víðir hf. Laugaveg
Sími 22229 og 22222.