Morgunblaðið - 12.01.1969, Side 28
AUGLYSINGAR
SÍMI SS»4«80
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA
SÍMI 10*100
248.618 tonnum
minni afli —
— fyrstu 10 mánuði ársins 7968
HEILDARAFH landsmanna frá
áramótum til 30. september 1968
var 481.848 tonn en á sama tíma-
bili árið áður var heildaraflinn
730.466 tonn, að því er fram
kemur í skýrslu Fiskifélagsins
um fiskafla.
Frá áramótum til 30. sept-
ember 1968 var togarafiskur
samtals 63.569 tonn og bátafiskur
260.623 tonn. Síldarafli var á
þessum tíma samtals 75.881 tonn
og loðnuaflinn 78.166 tonn.
Á sama tímabili 1967 var tog-
arafiskurinn 60.299 tonn, báta-
fiskurinn 233.932 tonn, síldarafl-
inn var 335.328 tonn o>g loðnu-
a-flinn 97.165 tonn.
Sjömannafélag Hafnar-
fjarðar boðar verkfall
— Aðilar rœðast við í dag
FULLTRÚAR útvegsmanna og
aðildarfélaga Sjómannasambands
Islands áttu viðræðufund í gær
og stóð hann frá klukkan 10 til
hádegis. Nýr fundur er ákveð
inn klukkan 14 í dag. í gær boð
aði Sjómannafélag Hafnarfjarð
ar til verkfalls frá 20. janúar og
er það fyrsta sjómannafélagið,
sem verkfall boðar, en einnig
hafa boðað verkfall Vélstjórafé-
lag íslands frá 15. janúar, skip-
stjóra- og stýrimannafélögin Ald
an í Reykjavík, Kári í Hafnar-
firði og Vísir í Keflavík frá 18.
janúar.
Að sögn Kristján Ragnarssonar
hjá LÍÚ sru kröfur skipstjóra-
og stýrimanniafélaigainina um fríibt
fæði um borð, aðild að lifeyris-
sjóði og að kauptrygiging verði
26.000 króniuir á mánuði.
Þegar orlof og lífeyrissjóður
hafa verið reiknuð á þessu
kauptryggimgu jafmgilkiir hún
29.500 kiróna mán.aðanlaiumium en
fæðiökostmað reikina félögdm ekki
lægri en 4000 krónur á mánuði
og er þá hedldartorafain um
33.650 króna lágmarkslauin é
mánuði, siem er 80% hætotoun
±rá því sem m er, en í daig eru
Slys ó flkranesi
iágmarkslaiun skipstjóra- og stýri
manna á bátaiflotan 18.637 torónur
með orfofi og föstu kaupi.
Reykjavíkurhöfn undir hækkandi sól. — Ljósm. Ól. K. M.
Stdrar síldartorfur 250
mílur austur af landinu
— Engin vandkvœði á söltun ef síld berst að landi
NORSKA síldarleitarskipið
Johan Hjort tilkynnti í gær-
morgun, að það hefði fundið
stórar og góðar síldartorfur á
svæðinu 65 gr. 20 mín. n. br.
og milli 2. og 3. gr. v. 1., sem
er um 250 sjómílur austur frá
Dalatanga. Síldin stóð nokk-
uð djúpt; allt niður á 60
faðma dýpi.
Jaköb jakobsson, fiskifræðing-
ur, sagði Morgunblaðinu í gær,
að þama væri vafalaust á ferð-
inni norska síldin, sem íslenzku
skipin voru að berjast við að
veiða í haust. Sagði Jakob, að
þetta væri stór síld og góð, átu-
Aukiö heitt vatn
Dalvík 11. janúar.
EINS og áður hefur verið sagt
frá, er nú borað eftir heitu vatni
biá Harnri í Svarfaðardal. Klukk
metrar á dýpt. Eftir þessa síð-
ustu viðbót er vatnsmagnið mjög
tekið að nálgast að vera nóg til
hitaveitu á Dalvík. — HÞ.
laus og þyldi þvi vel flutninga.
Morgunblaðið sneri sér til Síld-
arútvegsnefndar og fékk þau
svör, að enn vantaði mikið magn
upp í síldarsölusamninga og sæi
nefndin engin vandkvæði á að
salta þessa síld,ef hún berst að
landi.
Síldarleiitarekipið Árni Frið-
rikssom er nú á leið til liedtar fyx
ir austam land. Fór skipið frá
Reykjavík 4. janúar en flenisa
herjaði svo skipverja að snúa
varð við aftur og kom skipið til
Reykjavíkur 7. janúar. Fóru
nokkrir skipverjar í land, þ.á.m.
skipstjórinn en síðan laigði Árni
enn afstað austur á bóginn. Skip
stjóri er nú Valgarður Þorkels-
son og leitarstjóri Hjálmiar Vil-
hjálmsson, fiskifræðingur.
Biafra-söfnun
Rauða Kross
íslands
| BIAFRA-söfnun Rauða Kross
íslands heldur enn áfram, þar
' sem þörfin á aðstoð er nú sízt
minni en þegar söfnunin hófst.
Fólkið þar líður ólýsanlegar
þjáningar og þarfnast skjótr-
ar hjálpar.
Rétt er að vekja athygli á
fyrstadags umslögunum með
frímerkjum þeim, sem gefin
voru út í Bandaríkjunum með
styttu Leifs Eirikssonar og
I Rauði Krossinn hefur nú til
sölu. íslenzki Rauði Krossinn
fékk að gjöf nokkurt upplag
af slíkum umslögum og hefur
látið númera þau og gert þau
enn eftirsóknarverðari. Marg
ir frímerkjasafnarar hafa
tryffSt sér slík umslög, en þau,
sem eftir eru, eru seld á skrif
stofu Rauða Krossins að Öldu
götu 4 og í blaðsöluturninum
i í Bókaverzlun Sigfúsar Ey-
mundssonar í Austurstræti.
Framhald á bls. 3
OKUMAÐUR Opel bifreiðar
stórslasaðist í árekstri við Volvo-
bifreið á Akranesi um hádegis-
bilið í gær. Ekki er gerla vitað
með hverjum hætti slysið varð,
en talið að „vinstri villa“ hafi átt
sök á. Hinn slasaði mjaðmar-
grindarbrotnaði m.a., en ökumað
ur Volvo bifreiðarinnar slapp
ómeiddur.
an 9 í gær hófst borun aftur að
loknuim jólum. Þegar síðast var
mælt í holunni var rennslið um
5 sekúntulítrar af um 50 stiga
heitu vatni. Eftir um tveggja
tíma borun í gær fór rennslið
að aukast og óx á skömmum
tíma í 13 sek.I. af 53 stiga heitu
vatni og j-afnframt óx þrýsting-
ur talsvert. Holan er nú um 109
Is tekinn nm borð í Þorstein RE 303 í Reykjavíkurhöfn í
gær. S já frétt á bls. 2. Ljós m. Mbl. Ól. K. M.
Áformað að tvöfalda framleiðslu-
getu kísilgúrverksmiðj unnar
MAGNÚS JÓNSSON, fjármála-
ráðherra, formaður stjórnar Kís-
iliðjunnar hf. hefur skýrt svo
frá, að stjórn félagsins hafi á
fundi sínum hinn 10. þ. m. á-
kveðið að mæla með því við
hluthafa félagsins, að hafizt yrði
handa um að tvöfalda fram-
leiðslu kísilgúrverksmiðjunnar
við Mývatn með því að auka af-
kastagetu hennar um amk. 12.000
smálestir á ári. Taldi stjórnin
rétt að mæla með því, að þessi
stækkun verksmiðjunnar yrði
framkvæmd svo fljótt sem að-
stæður Ieyfa.
Tillaga þessi er nú til athug-
unar hjá aðalhluthöfum félags-
ins, þ. e. iðnaðarmálaráðherra
f. h. rikissjóðs og Johns-Manville
Corporation í New York. Munu
þeir m. a. kanna möguleika á út-
Vegun fjármagns til framkvæmd-
anna.
Gert er ráð fyrir því, ef til-
lagan hlýtur samþykki aðalhlut-
hafanna, að framkvæmdir við
stækkunina verði hafnar þegar
á þessu ári og þeim lokið á árinu
1970. Mun toísilgúrverksmiðjan
þá hafa náð afkastagetu sem
nem-ur 22—24 þús. smálestum af
síunargúr á ári, en það er sú
verksmiðjustærð, sem hinir upp-
haflegu samningar rikisstjórnar-
innar og Johns-Manville Corpor-
ation ná til. Er hluti af fram-
leiðslumannvirk j um verksmið j -
-unnar þegar miðaður við þessa
afka-stagetu, og felst hin fyrir-
h-ugaða framkvæmd einkum í
st-ækkun á þeim hluta verksmiðj-
unnar, sem hráefnið er þurrkað
í, auk þess sem byg-gja þarf
nýjar vör-u-geymslur í Húsavík
og við Mývat-n.
Kísiliðjan h.f. hóf framleiðslu
á kísligúr í verksmiðju sinni í
maímá-nuði 1-968, og er hann not-
aður til síunar á vökvum við
margskonar framleiðslu og aðra
starfsemi. Var efnið selt mörgum
notendum í Evrópu á sl. ári, og
var það samdóma reynsla þeirra,
að gæði þess væru framúrskar-
andi, og stæðist það fyllilega sam
jöfnuð við þau efni, sem fyrir
væru á markaðnum. Búizt er við
því, að núverandi framleiðslugeta
verksmiðjunnar verði fullnýtt á
yfirstandandi ári, og við hi-na
fyrirhuguðu stækkun mun hún
væntanlega geta mætt aukinni
eftirspurn á næsta ári, svo sem
að framan igreinir.
(Frá stjórn Kísiliðjunnar h.f.)