Morgunblaðið - 16.01.1969, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.01.1969, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1969 Rósa Björnsdóttir Minning hennar fyrir stofnun kvæða- manná félagsins Iðunnar, og var Rósa þá sextán ára, meðal stofn enda. Björn var síðan ýmist for- maður eða ritari Iðunnar meðan honum entist aldur. Sjálf átti Rósa sseti í stjórn, og nefndum Iðunnar, og helgaði félaginu krafta sína i þau fjörutíu ár sem félagið hefur starfað. Hún varð heiðursfélagi Iðunnar 1959, elsk uð og virt af öllum er henni kynntust. Með ljúfmannlegri framkomu, fórnfýsi og góðvild á vann hún sér traust allra þéirra er hún starfaði með. Við Iðunnarfélagar kveðjum hana með söknuði, en um fram allt með þakklæti fyrir óeigin- gjarnt starf, og fölskvalausa vin áttu. Við vottum aðstandendum hennar okkar innilegustu samúð. 15.1 1969, Ulrich Richter. Dáin horfin, þessi orð hljóma ótrúlega í mínum eyrum. Það er ekki spurt um stað né stund þegar dauðinn ber að dyrum, en hversu snöggt finnst manni ekki hann skera á lífsþráðinn á stund um. Svo var mér hugsað er ég frétti lát frænku minnar, Rósu Björnsdóttur, þó engum er hana þekktu hafi dulist að hún hafði ekki gengið heil til skógar hin síðari ár, oft meira af hörku, vilja og ósérhlífni að hún stund aði sína vinnu, en að hún hefði þrek til þess. Hún bar sín veik- indi í hljóði. Gerði ætíð lítið úr að væri nokkuð að sér. Hún var trygglynd, glaðlynd og hrein- lynd, sagði því ekki ætíð það sem fólk vildi helst heyra í það og það skiftið, stundum vill þannig hugarfar vera misskilið. Hún var tryggur vinur for- eldra minna og okkar systkin- anna. Hún kom ávallt í stutta heimsókn á hverju sumri til okkar á meðan foreldrar mínir bjuggu í Gröf, ef við áttum leið til Reykjavíkur bjuggum við hjá Rósu og verður það seint þakkað allt sem hún gerði fyrir foreldra mína og mitt heimili. Eftir að fað ir minn dó fluttist móðir mín hingað til Reykjavíkur á elli- heimilið Grund og átti Rósa þang að ófáar ferðir til að gleðja hana. Hún kom hér síðast 3. nóvem ber 6.1. á 75 ára afmæli móður minnar alltaf átti hún tíma og rúm til að gleðja aðra. Æfisögu hinnar látnu ætla ég ekki að rekja hér í þessum fáu linum, það gera mér færari. Er ég stend við hinstu hvílu þína hugsa ég um gengna ævibraut Þakka ég þér allt við mig og mína ævinlega, bæði í gleði og þraut. Jarðarför móður og tengda- móður okkar Ingigerðar Kristjánsdóttur sem lézt á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund þann 12. jan. fer fram frá Norðtungukirkju laugardaginn 18. jan. kl. 2 eftir hádegi. Bílferð verður frá Umferðarstöðinni sama dag kl. 10 árdegis. Börn og tengdabörn. Minningarathöfn um eigin- mann minn og föður okkar Gunnar B. Jónsson bryta, sem fórst aá m.s. Fjallfossi 9. des. sl. fer fram í Langholts- kirkju laugardaginn 18. þ. m. kl. 13,30 e. h. Hlíf Valdimarsdóttir og börn. Útför föður okkar og tengda- föður Árna Jónssonar stórkaupmanns fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 17. janúar kl. 2 eftir hádegL Stefán Árnason, Gylfi Árnason, Kristín Kristjánsdóttir, Kristrún Jónsdóttir. Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og jarð arför litla sonar okkar og bróður Guðjóns Matthíassonar. Fjóla Guðjónsdóttir, Matthías Björnsson og systkinin. F. 15.2 1913 D. 12.1 1969. Rósa Björnsdóttir fæddist 15. dag febrúarmánaðar, 1913, að Ás bjarnarstöðum í Vestur-Hópi. Foreldrar hennar voru þau hjón Ásdís Björnsdóttir, og Björn Friðriksson. Á æskuheimili henn- ar ríkti mikill menningarbrag- ur, þar voru þjóðlegar listir í heiðri hafðar, svo sem kveðskap ur, og ljóðagerð. Árið 1924 flutt- ist fjölskyldan til Reykjavíkur, og heimilið varð brátt miðstöð hagyrðinga og kvæðamanna. Ár- ið 1929 gekkst svo Björn faðir t Eiginkona mín Ingibjörg Úlfarsdóttir Dalbraut 1, andaðist þriðjudaginn 14. jan- úar. Guðjón Þorgeirsson. t Hjartkær faðir okkar, tengda- faðir og afi Jón Jónsson trésmiður, Freyjugötu 9, lézt á Landspítalanum 15. janúar. Fyrir hönd aðstand- enda. Betsy Jónsdóttir. t Fósturfaðir okkar og frændi Sigurður Sv. Sveinsson Vinaminni, Borgarfirði-eystra, andaðist að Sólvangi Hafnar- firði 14. janúar 1969. Guðný Friðriksdóttir, Stefanía Ágústsdóttir, Ottó Oddsson. t Konan mín Helga Sigríður Helgadóttir sem andaðist 10. janúar sl. verður jarðsungin frá Gaul- verjabæjarkirkju, laugardag- inn 18. janúar og hefst athöfn in með húskveðju að heimili hinnar látnu, Hólum í Stokks eyrarhreppi kl. 13,30. Magnús Hannesson. t Útför Helgu S. Geirsdóttur, er lézt að Hlévangí í Kefla- vík 7. þ. m. fer fram frá Keflavíkurkirkju, laugardag- inn 18. þ. m. kl. 2 síðdegis. Þeir, sem hafa hugsað sér að minnast hennar, vinsam- legast láti Keflavíkurkirkju njóta þess. Fyrir hönd vandamanna. Ölafur Þorsteinsson. Hugheilar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför konu minnar, fósturmóður og syst- Ur Sigrúnar Guðbrandsdóttur Hundadal, Dalasýslu. Grímur Jónsson, fóstursonur og systkin hinnar látnu. t Innilegar þakkir fyrir vin- semd og samúð við andlát og jarðarför Birgis Thoroddsen skipstjóra. Hrefna Thoroddsen, Gísli Thoroddsen, Ragnar Thoroddsen. Birgir litli, Adda Gerður, Börkur Thoroddsen og systkin hins látna. Alúðarþakkir færum við öll- um þeim, sem auðsýndu okk- ur samúð við andlát og jarð- arför sonar okkar og bróður, Þóris Inga Þórissonar Heiðargerði 54. Jenný Ingimundardóttir Þórir Jensson og systkinin. t Hjartanlega þakka ég alla hjálp og hluttekningu við frá- fall mannsins míns Jóns Ólafssonar Meðalholti 21. Sérstaklega vil ég þakka söngstjóra og kirkjukór Nes- kirkju fyrir ómetaplega vin- áttu og tryggð við hinn látna. Guð hlessi ykkur ÖIL Kristgerður E. Gísladóttir. Systkinum og öðrum vanda- I frænka, far þú í friði, friður mönnum, hinnar látnu, votta ég Guðs þig blessi, hafðu þökk fyr- dýpstu samúð. Vertu sæl kæra I ir allt og allt. Ásta Gunnarsd. Þórir Ingi Þórisson — Minningarorð Þegar ég frétti fyrir fáum dög- um um lát félaga míns og frænda, Þóris Inga Þórissonar, sóttu áð mér hugrenningar um hina ógn- þrungnu leynd lífsins. — Þær ráðstafanir almáttugs Guðs, að kalla til sín ungt fólk, sem björt framtíð virðist brosa við, en þyrma þeim hinum, er saddir eru lífsdaga og hafa lokið sínu dagsverki, veitist okkur mönnun um erfitt að skilja. Barátta manna við sjúkdóma er einn þáttur í sögu hans. Víst er um það, að svo mjög hefur sótzt fram á því sviði hin síðari ár, að einná helzt má líkja við býltingu. Samt sem áður fer því fjarri, áð sigrazt hafa verið á sjúkdómum, og ólíklegt er, að það takist nokkru sinni. Rétt eins og garðagróður á ávallt í vændum nýjar árásir illgresis og harðleiknis, þannig á mannkynið í vændum, að á það herji nýr sjúkdómur, þegar einn hefur verið upprættur. Sjúkdómarnir bregða sér aðeins í nýtt gervi með nýjum tima og breyttri menningu. Síðla sumars varð ljóst, að Þórir Ingi hafði teki'ð vægðar- lausan sjúkdóm; sjúkdóm, sem mannkynið á enn engan mótleik við. Hann lézt á Landspítalanum mánudaginn 6. janúar síðastlið- inn. Fregnin um lát hins unga drengs kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, þrátt fyrir undan- gengin veikindi hans. Hann setti sér markið hátt og var þegar farinn að vinna að hugsjónum sínum. Þórir Ingi var listrænn mjög og sýndi mikinn áhuga á íslenzkum bókmenntum. Skyn- semi bar hann með sér, og um- fram allt samvizkusemi og dyggð, hvort heldur sem var við vinnu eða nám. Þórir Ingi var fæddur 18. ágúst árið 1953, sonur hjónanna Jennýj ar Ingimundardóttur og Þóris Jenssonar. Hann varð þri'ðja barn þeirra af fimm, sem þau hjónin reistu fyrirmyndarheimili að Heiðargerði 54 í Reykjavík. Með Þóri Inga er genginn góður drengur langt fyrir aldur fram, Góði vinur. Þegar ég nú kveð þig hinztu kveðju, vil ég þakka þér fyrir björt Qg glöð æskuár — þakka þér fyrir falslausa vináttu við allt og alla. Megi sá Guð, er sólina skóp, gefa þér sinn frið og ástvinum þínum huggun og styrk í þungum harmi. Frændi. Vilhjálmur Grétar Arnason — Minning f. 1. maí 1942 - d. 18. des. 1968. KVEÐJA frá starfsbræðrum í lögregluliði Keflavíkur. Sagt er, að sorgin gleymi eng- um. Dauðinn gleymir víst heldur engum. Sorgin og dauðinn hafa ekki gleymt fjölskyldunni að Garðavegi 5 í Keflavík. Fjórum sinnum hafa þau lagt þangað leið sína í sameiningu. Hið fyrsta sinnið, er húsmóðirin, móðir fjögurra barna, varð slegin sjúk- dómi þeim, er um árabil þjakaði hana, unz hann fékk hana að velli lagt, löngu fyrir aldur fram. Síðan hið annað og þriðja sinnið, er tveir sonanna féllu í valinn með skömmu millibilL báðir í æs'kublóma. Næst var sorgin ein í för, er dóttirin, fyrir um það bil einu ári síðan, veiktist hastarlega af sjúkdómi þeim, er ennþá heldur henni í greipum sér. ungri konu og móður þriggja, lítilla stúlkna. Síðast nú, fylgdust þau að á ný, dauðinn og sorgin, þegar þriðji og síðasti sonurinn, Vil- hjálmur Grétar, veiktist skyndi- lega og lézt á þriðja degi þar frá. Þessi ungi og gjörfilegi maður hafði þá að sönnu lifað í skugga dauðans um hart nær þriggja ára skeið, en þá varð hann hið fyrra sinnið sveigður til beðs, sem margir hugðu þá, að verða myndi dánarbeður, af völdum hins sama sjúkdóms. í það skipti fór þó svo, að hann sýndist hafa náð fullri heilsu á ný og Framhald a bls. 17 Hjartans þakkir sendi ég öll- um vinum mínum fjær og nær, sem heiðruðu mig og sýndu vinsemd með heilla- óskum, gjöfum og heimsókn- um á 80 ára afmælí mínu 28. désember síðastliðinn. Guð blessi ykkur öll. 1 Sigríður Jónsdóttir, Þingeyri. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og bálför móður okkar, tengdamóður og ömmu EMILÍU G. Þ. SÖEBECH Kleppsvegi 58. Friðrik F. Söebech og fjölskylda, Sig. Þ. Söebech og f jölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.