Morgunblaðið - 16.01.1969, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1968
— 72 — — — 61.630,—
Hjón kr. 66.384, — þ.e. 90%
af lífeyri tveggja einstaklinga,
sem bæði tóku lífeyri frá 67 ára
aldri.
Meðaltalið í framanskráðum
ellilífeyri eru hækkanir í des.
1967, sem greiddar voru á árinu
1968. Hækkanirnar námu frá kr.
94.— hjá þeim, sem fyrst tóku
lífeyri frá 67 ára aldri, upp í kr.
153,— hjá þeim, sem fyrst tóku
lífeyri frá 72 ára aldri.
Ef hjón, annað eða bæði, frest-
uðu töku lífeyris, hækkaði líf-
eyrir þeirra um 90% af aldurs-
hækkun einstaklinga. Ef t.d. ann
að hjóna frestaði töku lífeyris til
68 ára aldurs, en hitt til 69 'ira
aldurs, þá var lífeyrir þeirra ár-
ið 1968 90% af kr. 40,036,— +
kr. 44.645,— eða kr. 76,212.
Öryrkjar, sem hafa örorkustig
75% eða meira, fengu sömu upp-
hæð og þeir, sem byrjuðu að taka
ellilífeyri strax frá 67 ára aldri.
Færa skal í kr. dálk þá upp-
hæð, sem framteljandi fékk
greidda á árinu.
9. Sjúkra- eða slysabætur
(dagpeningar).
Hér skal færa ajúkra- og slysa-
dagpeninga. Ef þeir eru frá al-
mannatryggingum, sjúkrasam-
lögum eða úr sjúkrasjóðum stétt
arfélaga, þá koma þeir einnig
til frádráttar, sbr. frádráttarlið
14.
10. Fjölskyldubætur
(og mæðralaun).
Greiðslur úr almannatrygging-
um vegna barna (aðrar en barna
lífeyrir og meðlag) nefnast fjöl-
skyldubætur og mæðralaun. Fjöl
skyldubætur skulu færðar til
tekna undir lið 10. Einnig má
færa þar mæðralaun og skal þá
bæta við í lesmálsdálk orðunum
„og mæðralaun". Annars skulu
mæðralaun færð til tekna undir
lið 13 „Aðrar tekjur“.
Fjölskyldubætur á árinu 1968
voru kr. 3.961,— fyrir hvert
barn á framfæri allt árið. Marg-
falda skal þá upphæð með barna
fjölda og færa heildarupphæð
fjölskyldubóta í kr. dálk.
Fyrir börn, sem bætast við á
árinu, og börn, sem ná 16 ára
aldri á árinu, þarf að reikna bæt
ur sérstaklega. Fjölskyldubætur
fyrir barn, sem fæðist á árinu,
eru greiddar frá 1. næsta mán-
aðar eftir fæðingu. Fyrir barn,
sem verður 16 ára á árinu, eru
bætur greiddar fyrir afmælis-
mánuðinn.
Fjölskyldubætur árið 1968
voru kr. 330,08 á mánuði.
Mæðralaun eru greidd ekkj-
um, ógiftum mæðrum og fráskild
um konum, sem hafa börn undir
16 ára á framfæri sínu.
Á árinu 1968 voru mæðralaun
sem hér segir:
Fyrir 1 barn kr. 3.235,—, 2 börn
kr. 17.563,—, 3 börn og fleiri kr.
35,125,—.
Meðtaldar eru hækkanir í des.
1967, sem greiddar voru á árinu
1968. Hækkanirnar námu kr.
8,— fyrir 1 barn, kr. 45,— fyrir
2 börn og kr. 90,— fyrir 3 börn
eða fleiri.
Ef barn bætist við á árinu eða
börnum fækkar, verður að
reikna sjálfstætt hvert tímabil,
sem móðir nýtur bóta fyrir 1
barn, fyrir 2 börn o.s.frv., og
leggja saman bætur hvers tíma-
bils og færa í einu lagi í kr. dálk.
Greiðslur á árinu 1968 voru
sem hér segir:
Fyrir 1 barn: kr. 268.92 á mán.
Fyrir 2 böm: kr. 1.459,75 á
mánuði.
Fyrr 3 böm og fleiri: kr.
2.919,58 á mánuði.
11. Tekjur barna.
Útfylla skal F-lið bls. 4 eins og
eyðublaðið segir til um.
Samanlagðar tekjur barna, að
undanskildum skattfrjálsum
vaxtatekjum (sbr. tölulið 4, IH.),
skal síðan færa í kr. dálk 11.
tekjuliðs.
Ef bam (börn) hér tilgreint
stundar nám í framhaldsskóla,
skal færa námsfrádrátt skv.
mati ríkisskattanefndar í kr.
dálk frádráttarliðs 15, bls. 2 fær-
ist ekki námsfrádráttur, heldur
sá mismunur, sem er milli tekna
barnsins skv. 11 tölulið og kr.
20.700,—, (þ.e. tekjur að frá-
dregnum kr. 20.700,—).
12. Launatekjur konu.
Hér skal færa launatekjur
eiginkonu. f lesmálsdálk skal
rita nafn launagreiðanda og
launaupphæð í kr. dálk. Það at-
hugist, að þótt helmingur af
launatekjum giftrar konu sé
skattfrjáls, ber að telja allar tekj
urnar hér.
13. Aðrar tekjur.
Hér skal tilfæra hverjar þær
skattskyldar tekjur, sem áður
eru ótaldar, svo sem:
1. Greiðslur úr lífeyrissjóðum
(tilgreinið nafn sjóðsins), þar
með talinn barnalífeyrir.
2. Greiðslur frá almannatrygg-
ingum, svo sem makabætur,
ekkjubætur, mæðralaun (ef ekki
talin í tekjulið 10) og barnalíf-
eyri, greiddur vegna örorku eða
elli foreldra (framfæranda).
3. Styrktarfé, gjafir (aðrar en
tækifærisgjafir), happdrættis-
vinninga (sem ekki eru skatt-
frjálsir) og aðra vinninga svip-
aðs eðlis.
4. Arð af eignum, töldum und-
ir eignarlið 11, skattskyldan sölu
hagnað af eignum, sbr. D-lið bls.
4, afföll af keyptum verðbref-
um og arð af hlutabréfum vegna
félagsslita eða skattskyldra jöfn-
unarhlutabréfa.
5. Eigin vinnu við eigið hús
eða íbúð, að því leyti, sem hún
er skattskyld.
6. Bifreiðastyrki, þar með tal-
ið km. gjald og hverja aðra beina
eða óbeina þóknun fyrir afnot bif
reiðar, risnufé og endurgreidd-
an ferðakostnað, þar með taldir
dagpeningar. Sjá þó lið IV, tölu-
lið 15, um frádrátt
IV. FRÁDRÁTTUR.
1. Kostnaður við húseignir.
Um útfyllingu þesisa liður sjá
„Kostnaður við húseignir" síðast
í leiðbeiningum um útfyllingu
eignarliðar 3. Fasteignir.
2. Vaxtagjöld.
Hér skal færa í kr. dálk sam-
talstölu vaxtagjalda skv. C-lið
bls. 3. Færa má alla sannanlega
greidda vexti af lánum, þar
með talda vexti af lánum, sem
tekin hafa verið og/eða greidd
upp á árinu.
3. Eignarskattur.
í kr. dálk skal færa eignar-
skatt greiddan á árinu.
4. Eignarútsvar.
f kr. dálk skal færa eignarút-
svar greitt á árinu.
5. Iðgjald af Iífeyristryggingu.
Hér skal aðeins færa framlag
framteljanda sjálfs til viður-
kenndra lífeyrissjóða eða greidd
iðgjöld af lífeyristrygggnu til
viðurkenndra vátryggingarfélaga
eða stofnana.
Reglur hinna ýmsu tryggingar
aðila um iðjöld eru mismunandi,
og frádráttarhæfni iðgjaldanna
því einnig mismunand hjá fram-
teljendum. Er því rétt, að fram-
teljandi leyti upplýsinga hjá við
komandi tryggingaraðila eða
skattstjóra, ef honum er ekki
fullkomlega ljóst, hvaða upphæð
skuli færa hér til frádráttar.
6. Iðgjald af lífsábyrgð.
Hér skal færa greitt iðgjald af
líftryggingu. Hámarksfrádráttur
fyrir þá, er greiða í lífeyrissjóð
og njóta frádráttar skv. frádrátt-
arlið 5, er kr. 6.000,—, en kr.
9.000,— fyrir aðrar.
7. Sjúkrasamlag.
Hér skal færa greitt sjúkrasam
lagsgjald fyrir árið 1968, eins og
það var á samlagsi?væði framtelj-
anda. Sjúkrasamlagsgjald iðln-
nema og sjómanna, sem greitt
er af vinnuveitanda, færist því
ekki á þennan lið.
í Reykjavík var gjaldið kr.
1.800.— fyrir einhleypan og kr.
3.600.— fyrir hjón.
8. Alm. tryggingagjald.
Hér skal færa almannatrygg-
ingagjald álagt 1968. Fullt gjald
var: Kr. 4.730.— fyrir hjón, kr.
4.300,— fyrir einhl. karl og kr.
3.225.— fyrir einhl. konu .
Innemar greiða ekki sjálfir
alm. tryggingagjald. Framtelj-
endur yngri en 16 ára og 67 ára
og eldri greiða ekki alm. trygg-
ingagjald. Þessir aðilar færa því
ekkert í þennan frádráttarlið.
9. Stéttarfélagsgjald.
Hér skal rita nafn stéttarfélags
og ársgjaldið í kr. dálk.
10. Greitt fæði á sjó .... dagar.
Hér skal rita dagfjölda, sem
framteljandi er skráður á ís-
lenzkt fiskiskip og greiðir fæði
sitt sjálfur. Síðan skal margfalda
dagfjölda með tölunni 64 og færa
útkomu í kr. dálk.
11. Slysatr. á íslenzku skipi . . .
vikur.
Hér skal rita vikufjölda, sem
framteljandi er háður sljrsatrygg
ingarðjaldi sem lögskráður sjó-
maður á íslenzku skipi. Elf fram-
teljandi er lögskráður á íslenzkt
skip í 26 vikur eða lengur, skal
margfalda vikufjöldann með töl-
unni 808 og færa útkomu í kr.
dálk. Sé framteljandi lögskráður
á íslenzkt skip skemur en 26 vik-
ur, skal margfalda vikufjöldann
með tölunni 116 og færa útkomu
í kr. dálk.
Hlutaráðnir menn skulu og
njóta sama frádráttar, þótt þeir
séu eigi lögskráðr, enda geri út-
gerðarmaður fulla grein fyrir,
hvernig hlutaskiptum er farið
og yfir hvaða tímabil launþegi
hefir tekið kaup eftir hlutaskipt-
um.
12. Skylduspamaður.
Hér skal færa þá upphæð, sem
framteljanda, á aldrinum 16-25
ára, var skylt að spara og inn-
færð er í sparimerkjabók árið
1968.
Skyldusparnaður er 15% af
launatekjum eða sambærilegum
atvinnutekjum, sem unnið er fyr-
ir á árinu.
Sparimerkjakaup umfram
skyldu eru ekki frádráttarbær.
13. a. 50% af launatekjum konu.
Hér færist helmingur upphæð-
ar, sem talin er í tekjulið 12. Ef
teknanna er aflað hjá fyrirtæki,
sem hjónin eiga, annað hvort eða
bæði, eða ófjárráða börn þeirra,
skal frádráttur ekki færður í
þennan lið, heldur í b-lið þessa
töluliðar.
b. Vegna starfa konu við atv.r.
hjóna.
Hér skal færa frádrátt vegna
starfa eiginkonu við atvinnu-
rekstur, sem hjónin eiga, annað
hvort eða bæði, eða ófjárráða
börn þeirra.
Meta skal hluta konunnar af
sameiginlegum hreinum tekjum
hjónanna, miðað við beint vinnu-
framlag hennar við öflun tekn-
anna. Til frádráttar leyfist 50%
af hluta hennar, þó aldrei hærri
upphæð en kr. 15.000,—.
14. Sjúkra- eða slysadagpeningar
Hér skal færa til frádráttar
sjúkra- eða slysadagpeninga úr
almannatryggingum, sjúkrasam-
lögum og sjúkrasjóðum stéttar-
félaga, sem jafnframt ber að
telja til tekna undir tekjulið 9.
15. Annar frádráttur.
Hér skal færa þá frádráttar-
liði, sem áður eru ótaldir og
heimilt er að draga frá tekjum.
Þar til má nefna:
1. Afföll af seldum verðbréf-
um (sbr. A-lið 12. gr. laga).
2. Ferðakostnað vegna lang-
ferða (sbr. c-lið 12. gr. laga)
3. Gjafir til menningarmála,
vísindalegra rannsóknar-
stofnana, viðurkenndrar
líknarstarfsemi og kirkjufé-
laga (sbr. D-lið 12. gr.
laga). Skilyrði fyrir frá-
drætti er, að framtali fylgi
kvittun frá stofun, sjóði eða
félagi, sem ríkisskattstjóri
hefur veitt viðurkenningu,
skv. 36. gr. reglugerðar nr.
245/1963.
4. Kostnað við öflun bóka,
tímarita og áhalda til vísinda-
legra og sérfræðilegra starfa,
enda sé þessi kostnaðarliður
studdur fullnægjandi gögnum
(sbr. E-lið 12. gr. laga).
5. Kr. 41.300,— til frádráttar
tekjum hjóna, sem gengið hafa í
lögmætt hjónaband á árinu.
6. Frádráttur v/björgunar-
launa (sbr. B-lið 13. gr. laga).
7. Frádráttur einstæðs foreldr-
is, er heimili heldur fyrir börn
sín, kr. 20.700,—, að viðbættum
kr. 4.140,—, fyrir hvert barn.
8. Námsfrádráttur, meðan á
námi stendur, skv. mati ríkis-
skattanefndar. Tilgreina skal
nafn skóla og bekk. Nemandi,
sem náð hefur 20 ára aldri, skal
útfylla þar til gert eyðublað um
námskostnað, óski hann eftir að
njóta réttar til frádráttar náms-
kostnaðar að námi loknu, sbr.
næsta tölulið.
9. Námskostnað, sem stofnað
var til eftir 20 ára aldur og veit-
ist til frádráttar að námi loknu,
enda hafi framteljandi gert full-
nægjandi grein fyrir kostnaðin-
um, á þar til gerðum eyðublöð-
um (sbr. E-lið 13. gr. laga).
10. Afskrift heimæðargjalds
v/hitaveitu í eldri byggingar
10% á ári, næstu 10 árin eftir að
hitaveita var innlögð.
Heimæðagjald vegna hita-
veitu í nýbyggingar telst með
byggingakostnaði og má ekki af-
skrifa sér í lagi.
11. Sannanlegan risnukostnað,
þó eigi hærri upphæð en nemur
risnufé til tekna, sbr. lið III, 13.
Greinargerð um risnukostnað
fylgi framtal, þar með skýringar
vinnuveitenda á risnuþörf.
12. Sannanlegan kostnað vegna
rekstrar bifreiðar í þágu vinnu-
veitenda. Útfylla skal þar til
gert eyðublað „Bifreiðastyrkur
og bifreiðarekstur", eins og
form þess segr til um. Enn frem-
ur skal fylgja greinargerð frá
vinnuveitanda um ástæður fyrir
greiðslu bifreiðastyrksins. Til
frádráttar kemur sá hlut heildar
rekstrarkostnaðar bifreiðarinnar,
er svarar til afnota hennar í
þágu vinnuveitanda, þó eigi
hærri upphæð en nemur bifreiða
styrk til tekna, sbr. lið III, 13.
Hafi framteljandi fengið
greiðslu frá ríkinu á árinu 1968
fyrir akstur eign bifreiðar sinn-
ar í þess þágu og greiðslan var
miðuð við gjaldskrá fjármála-
ráðuneytisins fyrir ekinn km., er
honum heimilt að færa hér til
frádráttar sömu upphæð og færð
var til tekna vagna þessarar
greiðslu, sbr. III, 13., án sérstakr
ar greinargerðar.
13.1 Ferðakostnað og annan
kostnað, sem framteljandi hefur
fengið endurgreiddan vegna fjar
veru frá heimili sínu um stund-
arsakir vegna starfa í almenn-
ingsþarfir. Til frádráttar kemur
sama uppæð og talin er til tekna,
sbr. ni, 13.
13. 2 Beinan kostnað vegna
ferða í annnarra þágu, þó eigi
hærri upphæð en endurgreidd
hefur verið og til tekna er talin,
sbr. III, 13.
Aðar liði framtals skal útfylla
eins og eyðublaðið segir til um,
svo seln:
Á bls. 2 færist greidd heimilis-
aðstoð, álagður tekjuskattur og
tekjuútsvar svo og greidd húsa-
leiga.
Á bls. 4 í D-lið ber að gera ná-
kvæma grein fyrir kaupum og
sölum fasteigna, bifreiða, skipa,
véla, verðbréfa og hvers konar
annarra verðmætra réttinda. Enn
fremur ber að tilgreina þár
greidd sölulaun, stimpilgjöld og
þinglesningarkostnað svo og af-
föll af seldum verðbréfum.
í G-lið á sömu bls. skulu ‘il-
færðar skýringar eða athuga-
semdir framteljanda. Ennfremur
umsókn um tekjuskattsívilnanir
skv. ákvæðum 52. gr. laganna
(sbr. 49. gr. reglugerðar nr. 245/
1963). Umsókn skulu fylgja full-
nægjandi upplýsingar og gögn,
t.d. læknisvottorð.
Að lokum skal framtalið dag-
sett og undirritað af framtelj-
anda. Ef um sameiginlegt fram
tal hjóna er að ræða, skulu þau
bæði undirrita það.
ATHYGLI skal vakin á því, að
sérhverjum framtalsskyldum að-
ila ber að gæta þess, að fyrir
hendi séu upplýsingar og gögn,
er leggja megi til grundvallar
framtali hans og sannprófunar
þess, ef skattyfirvöld krefjast.
Öll slík gögn, sem framtalið
varða, skulu geymd a.m.k. í 6. ár,
miðað við framlagnignu skatt-
skrár.
Lagatilvitnanir í leiðbiningum
þessum eru í lög nr. 90/1965, sbr.
lög nr. 78/1967, um tekjuskatt og
eignarskatt.
Reykjavík, 10. janúar 1967
Ríkisskattstjóri.
HÆTTA Á NÆSTA LEITI eftir John Saunders og Alden McWilliams
,,Velkominn, herra Lake. Herra Raven
bíður yðar við barinn. Hann er niður.
sokkinn í einhverja bókina, eins og venju
lega . . .
. . . Mig minnir, að hann segði hana
fjalla um hagfræði og alþjóðleg viðskipti."
„Sá, sem les slika þvælu, hlýtur að vera
drepleiðinlegur!“
„Það leyfi ég mér að efast um, Troy.
Þarna er hann. Gott kvöld, Danny!“