Morgunblaðið - 16.01.1969, Blaðsíða 4
-e.
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1969
Simi 22-0-22
Rauðarárstig 31
siM' 1-44-44
mfíiF/m
Hverfiscötu 103.
Siml eftir lokun 31160.
MAGIMÚSAR
sKiPHout21 símar21190
eftir lokon slmi 40381
BÍLALEIGAN
- VAKUR -
SundUugavegi 12. Simi 35135.
Eftir lokun 34936 of 36217.
350,- kr. ðaggjaið.
3,50 kr. taver kílómetri.
Jóhann Ragnarsson
hæstaréttarlögmaður.
Vonarstræti 4. - Sími 19085.
BiLAKAUR^
Vel með farnir bílar til sölu |
og sýnis f bílageymslu okkar
að Laugavegi 105, Tækifæri
til að gera góð bílakaup.. —
Hagstæð greiðslukjör. —
Bílaskipti koma til greina.
Árg. 66 Skoda Combi, 75 þ
— 65 Vauxh. Vict. 135 þ.
— 63 Dafodil, 60 þús.
— 63 Benz 17 farþ. 250
þús.
— 65 Ford 500, vörub.
110 þús.
— 63 Buick Elecha 250 þ
— 62 Transit sendib 80 þ
— 68 Cortina 240 þús.
— 62 Ren. Dauph. 50 þ.
— 59 Plymouth 85 þ.
— 63 Volvo Duett, 105 þ.
— 66 Saab special 175 þ.
— 66 Bronco 250 þús.
— 64 Volksw. sendb 55 þ
— 63 Volkswagen 75 þ.
—. 63 Renault R 8 80 þús
— 65 Opel Record 140 þ.
— 68 Landrover 265 þ.
— 62 Zephyr 4 75 þús.
— 62 Willy’s 130 þús.
— 67 Volksw 1300, 150 þ
— 62 Benz 2205 160 þús.
— 68 Trab. Station 100 þ
— 64 Landrov, dís. 150 þ
Ödýrir bílar, góð greiðslu-
kjör.
62 Ren. Dauph. 35 þ.
59 Moskwitoh 20 þús.
61 Skoda Okt. 35 þús.
55 Landrover 50 þús
55 Chevrolet 45 þús.
62 Gipsy 45 þús.
54 Chevrolet 30 þ.
— 64 Trabant 25 þús.
— 55 Chevrol. stat. 30 þ.
Höfum kaupanda að sendib
Hanomag, árg. 67, 68, 69.
Tökum góða bíla í umboðssölul
Höfum rúmgott sýningarsvæði |
innanhúss. ]
Árg.
UMBOÐIÐ
SVEINN EGILSSON H.F.
LAUGAVEG 105 SiMI 22466
0 Afleit sagnaritun
ísfirðingur skrifar:
Kæri Velvakandi,
Mig langar til að koma smá
aithugasemd á framfæri við þir
um Ársrit Sögufélags ísfirðimga,
sem náð hefur töluverðum vin-
sældum undir ritstjóm Jóhanns
Gunnars Ólafssonar sýslumanns
og fleiri góðra manna. í síðasta
hefti ritsins er m.a. lokagrein um
ísfirzka blaðamennsku eftir Krist
ján Jónsson frá Garðstöðum. Krist
ján frá Garðstöðum, sem er mætis
maður hefur skrifað margt athygl
isvert og fróðlegt 1 ritið, m.a.
um ísfirzk blöð og blaðamenn.
En þessi síðasta grein hans er
afleit sagnfræði. Hún er svo á-
berandi hlutdræg að undnin sæt-
ir. Hann segir að vísu að Vest-
urland hafi orðið „nokkru fjöl-
breyttara að efni og fréttir sett-
ar með smá letri nokkru ýtar-
legri" eftir að Sigurður frá Vig-
ur tók við ritstjóm þess í árs-
byrjun 1942. En við tsfirðingar
munum að blaðið var þá allt
annað og efnismeira blað. Krist-
ján segir m.a. í grein sinni.
„Sigurður Bjarnason skrifar
fremur sjaldan verulegar skamm
argreinar í blað sitt.“
Þetta er í stórum dráttum rétt.
Mjög dró úr persónulegum ádeil-
um í Vesturlandi undir ritstjóm
Sigurðar Bjarnasonar. En þó kom
það fyrir, enda var hann undir
stöðugum stórárásum frá mál-
gögmum kratanna. Vesturland
var á þessum árum einn skelegg
asti málsvari Sjálfstæðisstefnun-
ar í landinu og hélt uppi harðri
gagnrýni á margt, sem aflaga
fór í þjóðfélaginu. ísafjörður var
þá háborg sósíalismans á íslandi.
Sigurður Bjarnason hóf harða
sókn gegn krötunum og vann
mikinn sigur á þeim, bæði í Norð
ur-ísafjarðarsýslu og á ísafirði.
Það er eitt dæmi um lélega
sagnfræði Kristjáns frá Garðstöð
um I fyrrgreindri tímaritsgrein
að hann segir að Siguður frá
Vigur hafi árið 1942 „náð kosn-
ingu með 511 atkvæðum, Barði
Guðmundsson (Alþfl.) fékk 432
atkvæði, en Kristján frá Garð-
stöðum (Framsóknarfl.) 148“. Sann
leikurinn er sá að Sigurður
Bjarnason var kjörinn í Norður-
ísafjarðansýslu árið 1942, ekki
með 511 atkv. heldur 611 atkvæð
um þar með hreinum meirihluta
atkvæða. Um haustið er kosning-
ar fóru fram á ný var Sigurður
frá Vigur kjörinn með 672 atkv.
en bæði frambjóðendur Jafnaðar
manna og Fnamsóknarmanna töp
uðu verulega atkvæðum.
Á þetta er ekkert minnzt á I
greininni í Söguritinu, sem ann-
ars segir yfirleitt trúverðuglega
frá slíkum atburðum eins og vera
ber. Skil ég hreint ekki I höf-
undinum að umgangast söguleg-
ar staðreyndir þannig.
Ársrit Sögufélags ísfirðinga er
ekkert áróðursrit. Það á að herma
staðreyndir og fólk á að geta
treyst upplýsingum í greinum
þess.
fsfirðingur".
Töskuútsnlan hófst í morgun
Mikið úrval af alls konar töskum, fallegum og ódýrum.
Notið tækifærið nú, þar sem þetta verður sennilegast
síðasta „ódýra“ töskuútsalain.
TÖSKUBÚÐIN, Laugavegi 73.
Simanúmer okkar er
83800
Ármúla 5
Simanúmer okkar er
18252
Bankastræti 9
Simanúmer okkar er
18251
Andrés, Skólavörðustig 22b
Q Skjaldborg um stjórn-
skipuð réttindi
Opið bréf frá „Kærum samborg
ara“ til Sigurðar A. Magnússon-
ar og dreifibréfsfélaga hains, að
Kleppsvegi 2, Rvík.
Reykjavík, 11. janúar 1969
Kæri herra SAM:
Ég hef móttekið bréf ykkar
félaganna (ódagsett), varðandi
það sem þér nefnið atlögu Reykja
vikurlögreglunnar gegn óbreytt-
um borgurum, skort skyldurækni
mannvonzku og uppþotahneigð
helztu fréttamiðla landsmanna,
löggæzlumanna og sundrungar-
mögnun Morgunblaðsins í þjóð-
félaginu. — Þetta allt hef ég at-
hugað og ihugað og einnig á-
skorun yðar, að ég hjálpi yður
til að slá skjaldborg um stjórn-
skipuð réttindi okkar þegnanna
til að (orðrétt:) „mótmæla í orði
og athöfn hvers kyns tilraunum
til að hlaða undir gerræðisfullt
lögregluvald, hvort sem slíkar til
raunir eiga upptök sln hjá lög-
reglunni sjálfri eða leigupennum
valdamanna í þjóðfélaginu."
Ég hef því miður ekki aðstöðu
til að senda yður þetta svar-
bréfskom mitt í dreifibréfsformi
og hef því beðið Velvakanda,
Morgunblaðsins að flytja yður
það í dálkum sinum, en niður-
staða athugana minna á vand-
ræðum yðar er þessi.
0 Á villigötum
Þér, kæri herra SAM og dreif-
bréfsfélagar yðar eruð á villi-
götum, og hef ég þess vegna
vissa SAMúð með yður, og þó
takmarkaða þar sem ógæfa yðar
er að nokkru óheppni en að
mestu sjálfskaparvíti, — en vandi
ykkar félaganna þó raunar auð
leystur. Málið er nefnilega ekki
flóknara en svo, að þið hafið
lent 1 slæmurn félagsskap og verið
óheppnir í yali baráttufélaga.
Farið því að ráði mínu og hætt
ið SAMvinnu og SAMneyti við
rúðubrjóta, eggjakastara og sjón
varpsbráða bakfallasparkara. Snú
izt í lið með lögreglu og frið-
sömum almenningi til að slá
iskjaldborg gegn ofbeldl þessa
leina og sanna gerræðislýðs.
í Ef friðsamleg mótmæli ykkar
dreifibréfsfélaganna í orði og at-
höfn verða fyrir barðinu á lög-
reglunni, eftir væntanlegt einlægt
fráhvarf frá þessari villu vegar
þá bið ég yður að skrifa mér
annað bréf og láta mig vita, því
þá ákal ég koma og hjálpa ykk-
ur, en ekki fyrr.
En fari svo að þér kynnuð að
hyggja á framhald SAMvinnu
við ofbeldishyskið, þá minnist
þess að enginn er óskeikull, og
lögregluönnum getur, eins og
fleirum i önn dagsins, orðið á I
messunni í aðgreiningu hafranna
frá sauðunum.
Að endingu svo þetta. Gott
væri fyrir yður og fleiri að rifja
upp ýmsar almennar stjómlaga-
verndaðar reglur, sem þjóðfélag-
ið hefu komið sér upp i örygg-
is Skyni. Mætti nefna skyldu borg
arans til að hlýða leiðbeiningum
og fyrirmælum lögreglumanna t.
d. í umferðarstjórn, án mótþróa
í orði eða verki, — að ég tali
nú ekki um spörk og svívirðing
ar. Ef menn vildu reyna að hafa
ýmsar svona þjóðfélagsreglur í
huga og heiðri, held ég að ekki
ætti að vera svo mikil hætta á
að menn lendi í Steininum.
Yðar einlægur,
„Kær samborgari“.
£ Sópranraddir kórsins
falla
Skrif-Finna segir á þessa leið
í bréfi:
Akranesi 8. janúar 1969
Kæri Velvakandi!
Mig langar til að taka undir
orð Guðrúnar Jakobsen hér á
dögunum um vissan kirkjukór í
höfuðborginni Sá kór hefir þann
leiða vana eins og Guðrún Ja-
cobsen sagði að syngja í allt ann
ari tóntegund en organistinn spil
ar í. Þetta er þó að vísu ekki
alveg rétt, heldur falla sópran-
raddir kórsins (og máske fleiri
raddir) svo hressilega að hörm-
ung er á að hlýða. Væri nú ekki
athugandi fyrir, }a, t.d. söngmála
stjóra að reyna að kippa þessu
í sæmilegt horf fyrir næstu útvarps
messu, því að hún verður eflaust
fljótlega það oft syngur þessi kór
í útvarp. Ég held að það sé ekki
há krafa söngunnanda og fleiri.
Annars væri gaman að vita af-
hverju útvarpið sér sér ekki fært
að útvarpa messum utan af landi
það væri tilbreyting fyrir alla
aðila. Auk þess held ég að kórar
úti á landi tolli ekki síður á
segulbandi en aðrir kórar. Með
fyrirfram þakklæti ásamt nýárs-
óskum til þln Velvakandi góður,
og þökk sé þér fyrir dálkana á
gamlaárinu.
Skrif-Finna.
Óskum eftir að ráða
rekstrarhagfrœðing
fyrir skipulagsskrifstofu vora.
Starfssvið:
— Hagræðing vanaverka
— Skipulagning stjórnunarmála
— Aðstoð við að taka upp notkun skýrsliuvéla
— Eyðublaðagerð.
Kröfur um menntun og reynslu:
— Háskólapróf í viðskiptafræði, hagfræði eða
stjórnsýslu (business administration)
— Nokkurra ára reynsla æskileg
— Tungumálakunnátta: enska nauðsynleg, þýzka
æskileg.
Skriflegar umsóknir sendist til fslenzka Álféliagsins
h.f., Straumsvík fyrir 1. febrúar 1969. Munnlegum
fyrirspurnum skal beint til Ph. Múller, viðskiptalegs
framkvæmdastjóra.
íslenzka Álfélagið h.f.
Straumsvík.