Morgunblaðið - 16.01.1969, Blaðsíða 14
14
MORGUNBL.AÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1969
Últgleíiaindi H.f. Árváfcuir, JR-eykjavífe.
Fnamikivæmdiaisitjóri Haraldur Sveinsacai.
'Ritstjóraí Sig'urður Bjarnason. frá VigW.
Mattíhías Johannessten.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Eitstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundssoxt,
Eréttaiatjóri Björn Jóíhannsson!.
Auglýsihgiaistjióiá Árni Garðar Krisfcinsson.
Eitstjórn ng afgneiásia Aðalstrætá 6. Sími l'O-löO.
Auiglýsingar Aðalistræfci 6. Sími 22-4-ÍSO.
Áskxiftargj'ald fcr. 160.00 á miánuði innanilainids.
1 lausasiöiu; fcr. 10.00 eintafcið.
GÓÐUR ÁRANGUR Á
ALLSHERJARÞINGINU
T Ttanríkisþjónusta
^ Vt aÍi i r of
okkar
hefur oft sætt nokkurri
gagnrýni, og jafnan þegar
rætt er um nauðsyn á sparn-
aði í ríkisrekstrinum er spurt,
hvort ekki sé hægt að spara
í utanríkisþjónustunni. Ein-
*mitt vegna þeirrar gagnrýni,
sem utanríkisþjónustan verð-
ur oft fyrir er ástæða til þess
að vekja athygli á því, sem
vel er gert í hennar starfi.
í fyrradag birti Morg-
unblaðið grein eftir dr.
Gunnar G. Schram, ráðu-
naut í utanríkisráðuneytinu,
þar sem hann fjallar um tvær
tillögur, sem ísland lagði
fram á Allsherjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna og hlutu sam
þykki. önnur tillagan er þess
efnis, að alþjóðareglur verði
settar til að koma í veg fyrir
tjón á fiskistofnum vegna
mengunar í sjónum og hin
fjallar um verndun fiskstofna
á úthöfum og aukna alþjóða-
samvinnu um skynsamlega
nýtingu og varðveizlu þeirra.
Það er engan veginn auðvelt
verk að fá slíkar tillögur sam-
þykktar á þingi alþjóðasam-
taka á borð við Sameinuðu
þjóðirnar. Þar kemur fram
urmull tillagna frá þjóðum,
sem hafa mun sterkari að-
stöðu og meiri áhrif en við.
Þess vegna vekur athygli,
þegar tvær tillögur frá smá-
ríki sem íslandi hljóta sam-
þykki Allsherjarþingsins og
hafa áður komizt í gegnum
hreinsunareld hinna ýmsu
nefnda.
Samþykki þessara tveggja
tillagna á Allsherjarþinginu
sýnir einungis, að nýjum
vinnubrögðum hefur verið
beitt í utanríkisráðuneytinu
og hjá sendinefnd íslands hjá
Sameinuðu þjóðunum. Að
baki samþykkt þessara
tveggja tillagna liggur mikil
vinna og undirbúningur, sem
hefur tekizt með þeim ágæt-
utn, að íslendingar geta verið
hreyknir af.
Báðar tillögurnar fjalla um
mál, sem varða fiskveiðiþjóð
sem íslendinga miklu. Þess
vegna er flutningur þeirra
glöggt dæmi um, með hverj-
um hætti við eigum að vinna
að hagsmunamálum okkar á
vettvangi alþjóðlegra stofn-
ana. íslendingar geta vissu-
lega verið ánægðir með þann
árangur, sem fulltrúar þeirra
á Allsherjarþingi Samemuðu
þjóðanna náðu að þessu sin.ii,
og vonandi verður sá árangur
starfsfólki utanríkisþjónust-
unnar hvöt til þess að halda
áfram á sömu braut.
FÓLKIÐ í TÉKKÓ-
SLÓVAKÍU
í síðustu mánuðum hafa
^ þess sést æ fleiri merki,
að Sovétríkjunum sé smátt
og smátt að takast að beygja
helztu leiðtoga kommúnista-
flokksins í Tékkóslóvakíu til
hlýðni við sig. Frávikning
Smrkovskys, sem forseta þjóð
þingsins að kröfu Husaks, for
ingja kommúnista í Slóvakíu
benti til þess, að Sovétríkj-
unum hefði tekizt að brjóta
skarð í raðir tékkóslóvakískra
leiðtoga og að eftirleikurinn
mundi þá verða auðveldari.
Nú er hins vegar að koma
í ljós, að jafnvel þótt Sovét-
ríkjunum takist að kúga for-
ingja kommúnista í Tékkó-
slóvakíu, er engan veginn
sýnt, að þeim takist einnig
að kúga þjóðina til hlýðni
við sig. Mótmælaaldan, sem
gengið hefur yfir Tékkósló-
vakíu vegna frávikningar
Smrkovskys, andstaða verka
lýðssamtaka og nú síðast sú
ákvörðun prentara að neita
að vinna að prentun blaða,
sem flytji áróður er ekki
samrýmist umbótastefnunni
frá því í janúar, sýna svo
ekki verður um villzt, að
fólkið í Tékkóslóvakíu ber
höfuðið hátt, þrátt fyrir inn-
rás kommúnistaríkjanna og
er staðráðið í að halda sínum
hlut hvað sem á gengur.
Þessi afstaða almennings í
Tékkóslóvakíu gerir það að
verkum, að enn geta þeir at-
burðir gerzt þar í landi, sem
haft geta afgerandi áhrif á
þróun mála í A-Evrópu. Ef
til vill er það að koma í ljós
í Tékkóslóvakíu nú, að til
lengdar verða heilar þjóðir
ekki sviptar frelsi og kúgað-
ar. Hversu sterkt sem her-
veldið er, bíður það á endan-
um lægri hlut.
DREIFINGAR-
KOSTNAÐUR
T sjónvarpsþætti í fyrrakvöld
skýrði Björgvin Schram,
formaður Félags íslenzkra
stórkaupmanna frá því, að
Áfengis- og tóbaksverzlun
ríkisins þyrfti 17% álagningu
tíl þess að standa undir
dreifingarkostnaði í heild-
sölu á áfengi og 11,1% til þess
|| T AM líp IIFIMI
\inv U | nli Uli VIlIIVII
Ævi tímarits
TfMARITIÐ „The Satur-
day Evening Post“ er hætt
að koma út og af því til-
efni birtir Herald Tribune
eftirfarandi grein:
TÍMARITIÐ „The Saturday
Evening Post, sem nú er hætt
að koma út hefur þekkt
fljótfærni æskunnar, þrótt
fullorðinsáranna og kvalir
hægrar hnignunar. f byrjun
haslaði það sér völl með
skáldskap, stundum hrífandi,
stundum einföldum og á miðj-
um aldri var það mjög íhalds-
samt. En nýi lesendahópur-
inn sem það reyndi í örvænt-
ingu að draga að sér, með
bjartara útliti og spennandi
greinum, var hvorki nægilega
stór né trygglyndur.
The Saturday Evening Post,
minnti á land sem er óvisst
. um örlög heimsins en fullt
sjálfstrausts um eigin hag og
hæfileika.
Skáldsögurnar sem það
birti, greinarnar og auglýsing-
arnar og jiafnvel útsíðurnar í
sínu fallega-hugmyndaauðuga
raunsæi voru helgaðar einfald
leika lífsánægjunnar. Nær-
vera þess á biðstofum tann-
lækna, bar vitni róandi ynd-
isleik þess. Þegar þeir voru
strákar höfðu tannlæknarnir,
og líklega margir efnaðir
sjúklingar þeirra, að öllum
líkindum gengið hús úr húsi
til að selj'a áskriftir.
Það sem hreif þá var sama
trúin og gaf „Póstinum" inn-
blástur, að einstaklings'fram-
t'akið gleddi hjartað og aflaði
fjár. Lesendurnir hópuðust
að. Allt fram til 11. apríl 1942
var það selt fyrir fimm sent
og upplagið var á fjórðu millj
ón. 1959 fór það yfir sex millj-
ónir. Rithöfundarnir voru
ekki síður heillaðir. Ritstjór-
arnir höfðu þá reglu að
ákveða hvort taka skyldi
handrit innan 72 stunda frá'
því það barst, og þeir borg-
uðu vel.
Á töfravötnum vikuritsins
'gátu rit'höfundarnir ýtt á flot
persónum, sem sigldu fyrir
blásandi byr í mörgum ein-
tökum og vörpuðu loks akk-
erum í Hollywood. Þótt það
kæmis í tízku að líta með fyr-
irlitningu á bl'aðið, sem para-
dís lélegra skríbenta . sendu
margir fremstu pennar heims-
ins því greinar og skáldsögur.
Meðal þeirra voru: Edgar All-
an Poe, Jarnes Fenimore Coop
er, Jack London, Rudyard
Kipling, Harriet Beecher
Stowe, Stephen Crane, Theo-
dore Dreiser, Bret Harte,
Frank Norris og Edith Whar-
ton.
Að Warren G. Hardy undan
skildum skrifuðu allir forset-
ar Bandaríkjanna, frá McKin-
ley, fyrir Póstinn og 1964
birti það greinar eftir fjóra
forseta: Harry S. Truman,
Dwight D. Eisenhower. John
F. Kennedy og Lyndon B.
Johnson.
Sumir annarra greinarhöf-
unda voru ekki eins vel þekkt
ir. Gertrude Stein skrifaði um
peninga (Eru peningar pen-
ingar, eða eru peningar ekki
peningar), og Whittaker
Cihambers jók upplagið meira
en nokkur einn maður hafði
gert áður með greinarflokkn-
um: „Ég var vitnið“ (gegn
Alger Hiss) árið 1952).
Það var lenigi vel auðvelt að
þekkja blaðið með því að líta
augnablik á forsíðu þess. Nor-
man Rockwell, sem hafði lítið
ímyndunarafl er spilaði á til
finningar, málaði hundruð for
síðumynda.
1'897, eftir að fyrri eigandi var
látinn, eignaðist ihann lítið
vikurit. Síðasta tölubl. hafði
verið 16 síður að stærð, með
fimm litlum auglýsingum og
myndum af konu með „pilsa-
grind“ og sköllóttum manni.
Þegar George Horace Lorri-
mer, tók við stöðu ritstjóra
árið 1899 tilkynnti hann að:
Pósturinn lofaði helmingi
meiru en önnur tímarit og
ætlaði að reyna að efna helm-
ingi meira en loforðin sem gef
in væru. Árið 1909 fór upplag
ið yfir eina milljón eintaka.
Pósturinn var vitni að
dauða Colliers, og sá að hans
eigið veldi stafaði hætta af
sjónvarpinu og myndablöðum
eins og Life og Look. Til að
lengja eigin lífdaga byrjaði
hann að leggja áherzlu á grein
T^atuiday
ifwenmg
Foundod
in 1728 by
Pósturinn var eitt af fyrstu
tímaritunum sem byrjuðu að
nota liti á innsíðum ekki síður
en á útsíðum, og auglýsingarn
ar sögðu oft jafn mikla sögu
og greinarnar.
í mörg ár hélt blaðið við
þeim orðrómi að Benjamin
Franklin hefði verið .stofnandi
þess árið 1728. En eina sam-
bandið milli Benjamins og
blaðsins var að „Pennsylvania
Gazette" sem hann 'hafði gef-
ið út var prentað í sömu smiðj
unni og Pósturinn notaði fyr-
ir sín fyrstu tölublöð 1821 og
að einn af stofnendum Pósts-
ins var í félagi við sonarson
félaga Franklins.
Eftir níu ára útkomu undir
nafninu „The Saturday Ev-
ening Post“ var fimm sinnum
skipt um nafn á árun-um frá
1830 til 1845. Fullyrðingin:
Stofnað af Benjamin Frank-
lin 1728, hvarf loks af forsíð-
unni áriðl942, en það var þó
áfram í „ihausrnum". Þegar
Cyrus H. K. Curtis, keypti
ritið fyrir 1000 dollara árið
ar fremur en skáldskap. Þeg-
ar upplagið fór að minnka
reyndi Curtis útgáfufyrirtæk-
ið að „greina sjúkdóminn" og
finna lyf við honum. Árið 1962
tók Matthew J. Culligan við
útgáfustjórninni, skipaður af
nýju stjórninni sem saman-
stóð af lánardrottnum og bönk
um. Á ritstjórnarskrifstofunni
var einnig nýtt andlit, Clay
Blair, sem fyrrum vann hjá
Time, hafði tekið við ritstjórn
inni. Hbnum var falið að
bjarga blaðinu og hann til-
kynnti mönnum sínum að héð
að í frá ætti það að búa til
fréttir, ekki bara segja frá
þeim, og þetta tókst.
Welly Butts, fyrrverandi
knattspyrnuþjálfari og íþrótta
kennari við Georgíuháskóla
krafðist 10 milljóna dollara
skaðabóta þegar Pósturinn
birti grein árið 1963 þar sem
sagði að Butts hefði gefið
Paul Bryant, þjálfara Alab-
amaháskóla upplýsingar sem
urðu til þess að Alabama sigr-
Framhald á bls. 21
að standa undir sama kostn-
aði við dreifingu tóbaks.
Þessar upplýsingar eru
mjög athyglisverðar. Þetta
ríkisfyrirtæki nýtur algjörr-
ar sérstöðu að því leytí, að
það getur krafizt staðgreiðslu
ef því sýnist svo og hagað
viðskiptum sínum að vild en
yfirleitt þurfa venjulegar
heildverzlanir að láta and-
virði seldrar vöru einhvern
tíma og hafa að sjálfsögðu
kostnað af því. Samt sem áð-
ur er verzluninni gert að
dreifa mörgum þýðingarmikl
um vörutegundum fyrir 5—
7% álagningu. Þetta ættu
þeir sem mest tala um
„gróða“ verzlunarinnar að
hafa í huga.