Morgunblaðið - 16.01.1969, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.01.1969, Blaðsíða 8
8 MORGUNBIjAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1969 Guðm. G. Hagalín skrifar um BÓKMENNTIR Samtíð og framtíð Gunnar Dal: örlög og auður. Skáldsaga. Reykjavík. Bókaútgáfan Skarð. 1968. f Ekki er það nýtt á voru landi íslandi, að rithöfundar njóta eða gja.di afstöðu sinnar og fram- komu í stjórnmálum. Oftast mun sú hafa verið raunin á síðustu aldarþriðjungi, að þau skáld, er andstæð hafa verið hinum komm únistísku máttarvöldum og við- henglum þeirra, hafi sætt óvægi legri gagnrýni en hin, sem haft hafa á sér rauðleitan eða rauð- skjöldóttan farfa, og svo hefur þá mörgum ístöðu- og skoðana- litlum byrjendum á rithöfunda- brautinni fundizt öruggast að halla sér að hinni yfirleitt ó- fyrirleitnu kommúnistísku for- sjón, ýmist heilt eða hálft — og þótzt menn að meiri, því að iallt fram að þessu hefur það þótt „fínt“ að vera „róttækur" \ og þeir menn fyrst og fremst kallaðir það, sem aðhyllzt hafa kommúnisma, þó að það sé í raun inni fyrir alllöngu orðið hverj- ‘ um manni ljóst, að sama sé, hvort húri er brún eða rauð, sú böð- ulshönd, sem lyftir svipunni eða Sverðinu. Gunnar Dal hefur gefið út Ijóðasöfn og ljóðaþýðingar, og að mínum dómi er það allundarlegt og jafnved beinlínis óeðlilegt mat á ljóðlisrt að meta að litlu eða engu Ijóðabækur hans Október- ljóð og Raddir morgunsins — eða þýðingu hans á hinum merka Ijóðabálki Spámanninum. Hinir kommúnistísku ritdómarar hafa ekki séð sér hag í að hylla Gunn lar Dal sem ljóðskáld eða ljóða- þýðanda, þar eð hann hefur ekkl gengið undir þeirra merki, og —hjá mörgum öðrum hefur hann einnig goldið að nokkru óþjállr- ar og oft dintóttrar framkomu sinnar á opinberum vettvangi, én ennfremur þess hjá sumum, Sem ekki eru rauðskjöldóttir, að hann hefur látið í ljós þær skoð [ ániir á gildi íslenzkra menningar í- erfða i ljóðlist, sem eru þeim síður en svo geðfeldar, er er- lend bókmenntatízka hefur leik- r íð jafngrátt og Magnús heitinn Bálarháski tíkina sína forðum. [ Um bækur Gunnars Dal um heim Bpekisögu tel ég mig ekki bæran í að dæma, en mér hafa þótt þær í skýrt og oft skemmtilega skrif- I áðar, og víst er um það, að ís- lenzkur almenningur hefur tek- ið þeim svo vel, að Gunnar Dal hefur séð sér fært að skrifa og gefa út hvorki meira né minna en á annan tug slíkra bóka. Nú hefur þessi einföruli og um margt sérstæði maður og rit- höfundur gefið út skáldsögu, sem er hin fyrsta í flokki nýrra ís- lenzkra skáldsagna, sem hinn vandvirkni og kunnáttusami prentmeistari, Hafsteinn Guð- mundsson hefur ákveðið að gefa út, og hvað sem öðrum kann um þessa fyrstu skáldsögu Gunn ars Dal að finnast, þótti mér hæfa að lesa hana tvisvar all- vandlega, áður en ég segði um hana nokkur orð 1 þessu víð- Gunnar Dal lesnasta blaði okkar íslendinga. Það var hið fyrsta, sem ég tók eftir í gerð sögunnar, að enginn viðvaningsbragur er á máli og frásagnarhætti — og að þar gætir heldur ekki neins af- káraskapar eða fálms eftir frum leik. Málið er eðlilegt og rök- víst og stíllinn látlaus og þó í samræmi við breytilegt efni, — og yfir samtölunum, sem stund- um eru orðaskipti um viðkvæm og umdeild vandamál, er yfir- leitt svo náttúrulegur blær, sem þarna væri að verki þjálfað og orðnæmt sagnaskáld. f>á verður og lesturinn þess fljótlega vís, að höfundurinn ætl ar sér ekki fyrst og fremst að segja sögu af samskiptum þess fólks, sem fram kemur í bók- inni, og áhrifum þeirra samskipta á örlög þess, heldur hyggst hann deila hart og óvægiilega á sam- tíð sína. Hann beinir skeytum sínum að flestu því sem hann telur, að á síðustu áratugum hafi mengað hið íslenzka þjóðfélag og verið ærið áberandi og örlaga- þrungið í einkalífi fjölmargra manna og viðhorfum þeirra við þjóð sinni, högum hennar og menningu, svo sem múgsefjandi fjárhyggju og eftirsókn eftir meira og minna fánýtum þæg- indum og skemmtanalífi, stjórn- málalegu flokksræði, sem nálg- ast hjá sumum ofríki einræðis — og síðast en ekki sízt ein- stengingslegum stefnum, hunzku niðurrifs og afkára- og apakatt- arháttar í bókmenntum og list- um. Svo eru þá þær persónur, sem skáldið teflir fram, ekki aðeins einstaklingar, meira og minna mótaðir af uppeldi, aðstæðum og eðli, heldur mismunandi fulltrúar og að nokkru leiksoppar þjóðfé- lagslegra stefna og strauma ó- venjulegra tíma og þeirra lífs- og stjórnarhátta, sem eru afleið- ing þeirra. Það er mikill og við- sjáll vandi að gæða slíkar per- sónur jsá'lfstæðu og eðlilegu lífi, og Gunnar Dal tekst það að von um misjafnlega — svo sem raun ar flestum öðrum skáldsagna- eða leikritahöfundum, sem geng- ið hafa erinda fyrir fram ákveð- inna og fastmótaðra þjóðfélags- legra viðhorfa. Enginn úr hópi sögufólksins er þó án persónu- legra sérkenna, enginn með öllu lit- og líflaus gervibrúða, sem aðeins hreyfi sig, þegar höfund- ur hennar kippir í leynda stjórn taug. Tvær ógeðslegustu persónur sögunnar eru gæddar allt að því óhugnanlegu lífi, Ólafur Hreinn, magister í kínversku og og kínverskum bókmenntum, — og ráðherrasonurinn og landeyð an Álfgeir Erlendsson. Magister- inn er státinn, dómhvatur og allorðheppinn, og hann lætur mik ið til sín taka, en er í rauninni mergsoginn og dálaus siðleysingi Hann er jafneðlilegur sem ein- staklingur og hann er dæmigerð ur fulltrúi sýndarmennsku, hunzku og svokallaðra róttækra viðhorfa í bókmenntum, listum og þjóðmá'lum, kveðst ekki vera kommúnisti, nei, nei, — en vinstri sinnaður menntamaður, sem telji það hlutverk sitt að hjálpa til að brjóta niður gerspillt þjóð- félag og innantómt og úrelt menn ingar- og siðferðislíf. Álfgeir er aftur á móti aðeins ósvífið dusil menni, sem hefur látið föður 3Ínn ráða kvonfangi sínu í þeim vænd um að fá áfram aðstöðu til að lifa því eyðSlu- og hóglífi, sem hann hefur vanizt frá barnæsku, en þykist svo verða að hefna sín á þjóðfélaginu og aðstand- endum sínum og svífst einskis, einmitt skákandi í skjóli valda föður síns, þess manns, sem hann telur sér trú um, að hafi lagt lífshamingju hans í fjötra. Þá eru það fésýslumennirnir, Alexander og Þorvaldur. Þeir eru bræður, uppaldir í fátækt á koti norður í landi, hafa flutzt snauðir til Reykjavíkur, en eru nú orðnir stóreignamenn, sem eiga sín lúxushús í nýjasta og fínasta hverfi borgarinnar. Þeir hafa hvorugur verið fyrirleitnir í fjársöfnun sinni, en hafa not- ið tryggs fylgis síns við mesta ráðamann landsins og eru honum ærið háðir og hans flokki. Þeir vita þetta og una þvi í rauninni hvorugur vel, en þótt þeir séu bræður, er skapgerð þeirra ó- lík. Alexander sættir sig við að- stæðurnar og leggur síðan mikla áherzlu á að koma fé sínu tryggi lega fyrir, hvað sem í kunni að skerast í fjármálalífi þjóðarinn- ar, og einmitt skuldabréf i hús- unum í lúxushverfinu hefur hann talið öruggasta fjárfestingu. Þor valdur er hins vegar að skap- lyndi hreinskiptinn ofsi. Honum líður undir niðri allt annað en vel — og þetta kemur einkum fram, þegar hann hefur bragðað vín. Báðum þessum bræðrum er vel lýst og án il'lkvittni eða hunzku. Hins vegar verður eftir læti höfundarins, Stefán Snæfell ingur, alls ekki eins litrík og eðlileg persóna og nauðsyn kref ur, svo miklu hlutverki sem hann gegnir í sögunni. Konum þeirra Alexanders og Þorvalds og all ólíkum viðhorfum þeirra við bændum sínum lýsir höfundur af næmum ski'Iningi — en hins vegar kemst hann alls ekki vel frá að gera það eðlilegt, að Þor valdur fái sætt sig við að taka konu sína í sátt, eftir viðskipti hennar við Ólaf Hrein, enda lætur hanm þau Þorvald í raun- inni hverfa þann tíma, sem hon um virðist henta, en lesandan- um hentar alls ekki. Af kven- lýsingum sögunnar sker sig úr lýsingin á Mónu, dóttur Alexand ers og unnustu Stefáns. Þrátt fyrir það eftirlæti, sem hún nýt- ur hjá höfundinum, teksthonum að gæða hana eðlilegum töfrum, gera hana annað og meira en þá kvenlegu fyrirmynd, sem honum hentar að hún sé vegna hlutverks hennar í sögunni... Mörgum mun finnast, að lýsing- in á ástum þeirra Stefáns — og raunar fleiri lýsingar höfundar- ins á samförum karls og konu séu um of berorðar, og óhætt er að fullyrða, að þar sé óþarflega nákvæmt í sakirnar farið, en þar gætir þó hvergi sóðaskapar eða andstyggilegrar ónáttúru, — ekki einu sinni þar, sem skepn- an Ólafur Hreinn er annars veg ar. Sitthvað má finna þessari sögu til foráttu, en hún er þó ótví- rætt verk hugsandi skálds — er fer sinna ferða, og manns, sem gæddur er alvöru og geðríki, sem með nokkurri slípun og tamn ingu mun gefa orðum hans auk- ið áhrifagildi. Mörgum mun virðast, að hið óvænta og hrikalega niðurlag sögunnar sé næsta óeðlilegt — ekki sízt sakir þess, að það er tengt umhverfi, sem allir þekkja og mönnum finnst óhugsanlegt Bútasala - bútasala - bútasala Axminster, Grensásvegi 8 ÚT S ALAN ER BYRJUÐ STÓRLÆKKAÐ VERÐ ÚLPUR - JAKKAR - SKYRTUR PEYSUR - BUXUR O. M. FLEIRA GERIÐ GÓÐ KAUP pfluj) 0 (J bCtðrr* laugavegi 31. að geti orðið vettvangur slíkra atburða. Sagan endar sem sé þann ig, að fell eitt í nánd við höfuð- staðinn tekur að gjósa — og glóandi hraunstraumur flæðir yf ir hið dýra lúxushverfi, tortím- ir þar öllum verðmætum og mörg um íbúanna, meðal annara Al- exander, sem þar á al'lt sitt efna hagsöryggi — og ekki því að gleyma, að óvænt seilist það til ólafs Hreins, sem ekki hefur við slíkum aldurtila búizt, en séu þarna af saldistískri gleði eins konar upphaf þeirrar eyð- ingar, sem hann hefur vænzt og viljað að vinna. En í augum þess lesanda, sem skilur, hvað fyrir höfundinum vakir, verður hinn óvænti dramatíski endir sögunnar hreint ekki áhrifalaus fjarstæða. Sjálft ísland, hiðharð býla land út norður langt í sæ, er hefur um aldir lagt margvís- legar hörmungar á litla og fá- tæka þjóð, sem hlaut það hlut- verk af hálfu forsjónarinnar að skapa og síðan varðveita handa veröldinni stórbrotna menningu þetta land rís í ægiveldi þeirra náttúruafla, sem hafa mynd- að það endur fyrir löngu — og tortímir einmitt því og þeim, sem eru táknrænast dæmi þeirrar spillingar, sem hefur máð háska- legum þrælatökum á hinum áður af þrautum hertu og þjálfuðu börnum þess. Margur lesandinm mun þá minnast orða hins mikla kraftaskálds, Bjarna Thóraren- sen: „En megnirðu ei böm þín frá vondu að vara og vesö'ld með ódyggðum þróast þeim hjá ... “ Og hvað ber svo framtíðin 1 skauti sínu? Guðmundur Gíslason Hagalín. TIL SÖLU 2ja herb. 55 ferm. kjallara- íbúð við Akurgerði, vand- aðar innréttingar, hagstætt verð og útborgun. 2ja herb. 1. hæð í tvíbýlis- húsi við Ásvallagötu, allt sér, bílskúr með hita og rafmagni fylgir. Verð kr. 750 þús, útb. kr. 350 þús. 3ja herb. 2. hæð í tvíbýlis- húsi við Þinghólsbraut, lóð að mestu fullfrágengin, hag stætt verð og útb. 3ja herb. 95 ferm. 4. hæð við Stóragerði. Vandaðar inn- réttingar, hagstætt verð og útb. 3ja herb. 3. hæð við Ljósvalla götu. íbúðin er öll nýstand- sett og lítur sérlega vel út, hagstætt verð og útb. 4ra herb. 117 ferm. endaíbúð á 1. hæð við Laugarnesveg, hagstæðar útb. 4ra herb. 108 ferm. 4. hæð við Háaleitisbraut, vandaðar innréttingar, suðursvalir, fullfrágengin lóð. 5 herb. 115 ferm. 2. hæð í tvi- býlishúsi við öldutún, mik- ið af skápum, vönduð íbúð, hagstætt verð og útb. 6 herb. 130 ferm. 3. hæð við Háaleitisbraút, vandaðar innréttingar, bílskúr, fullfrá gengin lóð, skipti á 4ra her- bergja íbúð koma til greina. Á Seltjarnamesi er parhús að mestu fullfrá- gengið á 1. hæð er bílskúr, geymsla og kyndiklefi, á 2. hæð er stór stofa, eldhús, bað, hol og 2—2 svefnherb., allar innréttingar úr harð- viði og plasti, stórar suður- svalir, hagstætt verð. Fasteignasala Sigurðar Pálssonar byggingameistara og Gunnars Jónssonar lögmanns. Kambsveg 32. Símar 34472 og 38414. Kvöldsími sölumanns 35392. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.