Morgunblaðið - 16.01.1969, Blaðsíða 10
10 MORGUNT3LAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1969
Richard Nixon þriggja ára Táningurinn Sjóliðsforingi í heimstyrjöld- Frambjóðandi í fyrsta sinn til Frambjóðandi í forsetakosning
gamall. inni. fulltrúadeildarinnar 1946. unum 1968.
Hinn 20. janúar n.k. tekur
nýr maður við forsetaembætti
í Bandaríkjunum, Richard M.
Nixon. Mikið hefur verið
rætt og ritað um þennan
mann nú í haust og í vetur,
svo mjög sem athyglin hefur
beinzt að honum um víða
Veröld og þegar hann hefur
tekið við forsetaembætti, verð
ur hann ekki síður fréttaefni,
maðurinn sjálfur, stjórnmála-
maðurinn og athafnir hans.
Hér fer á eftir fyrsti hluti við-
tals lítið eitt stytt, sem
Kenneth Harris, blaðainaður
við brezka blaðið The Obser-
ver, átti við Nixon fyrir
nokkru. ar greinir Nixon frá
æsku sinni, foreldrum og syst
kinum, skólanámi og aðdrag-
i
anda þess, að hann hóf af-
skipti af stjórnmálum. Síðar
í þessu viðtali, en sá hluti þess
verður birtur hér í hlaðinu á
næstunni, skýrir Nixon frá
reynslu sinni sem varaíorseti
Bandaríkjanna og greinir frá
skoðunum sínum varðandi
ýms mál, sem mestu máli
skipta nú á alþjóðavettvangi,
svo sem Atlantshafsbandalag-
ið og varnir Vestur-Evrópu,
Sovétríkin og Austur-Evrópu,
styrjöldina í Vietnam, Kína
og ástandið fyrir hotni Mið-
jarðarhafsins.
Harris: Ég veiit að þér eruð
(Erá Kalifomíu og eruð sonur
kvekarafjöl3kyldu. Gæfuð þér
sagt mér eitthvað frekar um
bernsku yðar.
' Nixon: Ég fæddist í litlum
land'búnaðarbæ, sem kallaðurer
Yorba Linda um 30 mílur frá
ILoiS Angeles. Fjölskylda móður
minnar var. kvekarar. Nafn henn
ar var Milhous og hún var kom-
in af kvekaraætt, sem fluttist
frá Co. Kildare í írlandi 1729.
Faðir minn var líka írskur að
ætt. Fjölskylda hans var metho-
distar, en þegar hann kvæntist
móður minni, gerðist hann kvek
ari.
| Þegar ég fæddist átti faðir
tninn ávaxtabúgarð, þar sem
Ihann ræktaði appelsínur og sítr-
ónur. Hann hafði áður verið
sporvagnsstjóri 1 Columbus í Oh
io og fengið kal á höndum fyr-
ir að stýra vagninum á þak-
lausum palli og fór til Suður-
Kaliforníu til þess að gerast
sporvagnsstj óri þar, af því að
þar var ekkert frost. f>ar kynnt
i3t hann móður minni, sem kom-
ið hafði þangað sem ung stúlka
með foreldrum sínum frá Indi-
ana í Miðvesturríkjunum.
Föður mínum tókst ekki að
láta ávaxtabúgarðinn bera sig,
Bvo að árið 1922, er ég var 9 ára,
ifcók hann þá litlu peninga, sem
hann átti og setti upp benzín-
Stöð og nýlenduvöruverzlun í
smáborg, sem hét Whittier, og
er nú ein af útborgum Los Ang-
eles. Whittier er að miklu leyti
kvekaraborg og ég gekk í kvek-
arakirkjuna þar. Þegar ég var
17 ára, innritaðist ég í Whittier
College, sem var Kvekarastofn-
un.
Harris: Var bernska yðar ham
ingjusöm?
Nixon: Foreldrar mínir voru
mjög gott fólk. Móðir mín var
mjög ljúflynd og faðir minn var
mjög vænn maður og góður eig-
inmaður — þér getið látið yður
detta í hug, hvers konar maður
hann var, úr því að hann gerð-
ist kvekari sökum þess að hann
var að kvænast konu sem var
kvekari. Amma mín var mjög sér-
Stök manneskja og hafði afar
ríka tilfinningu fyrir fjölskyldu
samheldni. Á afmælisdögum var
hún vön að sernja kvæði. Hún og
móðir mín voru vanar að segja
„thee“ og „thou“ hvor við aðra.
Þær höfðu báðar til að bera
mjög ákveðnar skoðanir um frið-
arstefnu, borgararéttindi og þjóð
féalgslega ábyrgð. Þetta var góð
bernska í raun og veru. Ég lærði
að leika á píanó og lék á orgel
í kirkjunni — móðir mín vildi
að ég yrði tónlistarmaður eða
kennimaður. Faðir minn virtist
ekki hafa eins mikinn áhuga á
því, hvaða starf ég tæki mér sér
staklega fyrir hendur, svo fram-
arlega sem ég fengi góða mennt-
un. Hann hafði ekki hlotið neina
menntun. Hann varð munaðar-
laus, þegar hann var 9 ára og
málfræði hans var ekki góð allt
til dauðadags. Hann var mjög
fær og hagleikinn maður og trúði
á verk handanna. Hann smíðaði
húsið sem ég fæddist í. En hann
dáðist alltaf að menntuðu fólki.
Hann hafði meiri áhuga á mennt
un minni heldur en á því starfi,
sem ég tæki mér fyrir hendur.
Harris: Hvað vilduð þér verða
þegar þér voruð að alaat upp?
Nixon: Sem barn? Vélameist-
ari við Santa Fé jámbrautina.
Árum saman fannst mér mesti
maðurinn í borginni vera véla-
meistarinn, sem stjórnaði Santa
Fé járnbrautarlestinni frá Los
Angeles til Needles. Blístrið í
lestinni var fegursta tónlistin,
sem ég hafði nokkru sinni heyrt.
Ekki vegna þess að ég hafði
áhuga á vélum, heldur sökum
þess að ég hafði áhuga á ferða-
lögum. Aðeins ein lest á dagfór
I gegnurn Yorba Linda og þegar
ég heyrði flautið, var ég vanur
að láta mig dreyma dagdrauma
um þá staði, sem ég myndi heim-
sækja einhvern tímann.
Harris: Vomð þið sæmilega
efnum búin?
Nixon: Nei, okkur gekk erfið-
lega. Þegar við vorum börn, var
móðir okkar komin á fætur fyr-
ir dögun til þess að baka brauð,
sem seld voru í verzluninni. Það
var rétt svo, að föður okkar
tókst að láta verzlunina bera
sig, en við strákarnir urðum að
hjálpa til. Við aðstoðuðum við að
búa til matinn, svo að foreldrar
okkar gætu unnið í verzluninni
og í frístundum okkar unnum
við fyrir bændur í nágrenninu.
Þegar við vorum orðnir nógu
gamlir, hjálpuðum við til við
benzíndælurnar.
Þá fékk eldri bróðir minn, Har
old, sem mér þótti mjög vænt
um, berkla. Ég sagði yður frá
þvi að ég hefði átt hamingju-
sama bernsku, en ég býst við, að
ég hafi fengið minn skerf af því
mótlæti, sem verður í lífi næst-
um hvers og eins. Móðir min
fór með Harold til Arizona, þar
sem loftslagið var þurrara og
dvaldist þar meira eða minna
stöðugt á sjúkrahúsinu í tvö ár
og stundaði hann þar, en vann
fyrir sér með þvi að vinna með
starfsliðinu. Störf hennar þar
voru ekki merkileg, því að hún
vann við eldamennsku, gólfþvott
og annað þess háttar. Faðir minn
aflaði fjár til þess að standa
straum af sjúkralhúskostnaðinum
með því að selja helming þeirr-
ar ekru lands, sem verzl-
un hans stóð á. Meðan þetta
var að gerast, lézt yngri
bróðir minn Arthur, sem varð
sjö ára gamall, úr heilahimnu-
bólgu.
Þegar Harold kom til baka,
var hann enn sjúkur, en við vor-
um enn vongóð varðandi heilsu
hans. Dag nokkurn, er honum
mig að fara með sér inn í borg-
ina til þess að kaupa gjöfhanda
móður okkar. Það var rafmagns
hrærivél. Ég fór með honum
inn til borgarinnar, en síðan
keypti hann hrærivélina og ég
fór aftur með honum heim. Eftir
það fór ég í skólann og varð
hugsað um, hve ánægður hann
hafði verið með það, sem hann
keypti. Stundarfjórðung síðar
kom einn kennaranna til mín og
sagði mér að fara heim, því að
Harold væri dáinn.
Þróttur foreldra minna var at-
hyglisverður. Þau brugðust full-
komlega við eins og trúaðir kvek
arar. Ég man eftir því, að móðir
mín sagði við jarðarförina, að
stundum væri erfitt að skilja
vegi guðs, en við vissum, að allt
væri fyrir fram ákveðið og að
lokum væri það öllum fyrir
beztu. Ég hef ekki til að bera
þolgæði foreldra minna og ég er
ekki alveg sammála þessari lífs-
skoðun, en að. sjá þolinmæði
þeirra, hugrekki og einbeitni í
að gefast ekki upp fyrir neinum
erfiðleikum, hvorki líkamlegum
eða tilfinningalegum, er á meðal
þess mikilfenglegasta, sem ég hef
nokkru sinni kynnzt. Og það hef
ur vissulega verið mér styrkur,
þegar ég hef búið við mikla
streitu og verður mér alltaf
styrkur.
Harris: Þér segið, að þér hafið
ekki til að bera þolgæði for-
eldra yðar.
Nixon: Nánar tiltekið móður
minnar. Hún leyndi tilfinningum
sínum og réð yfir dásamlegri
sjálfsstjórn. Tilfinningar föðm'
míns voru meir ólgandi, enda
þótt hann væri mjög góðlyndur.
Faðir okkar gaf okkur stundum
skell, en það gerði móðir okkar
aldrei. En einu sinni, er bróðir
minn var staðinn að því að gera
nofckuð, sem hann mátti ekki
gera, kom hann til mín og sagði:
„Mamma veit. En segðu henni að
gefa mér hirfingu. Láttu hana
ekki tala við mig“. Hún var vön
að ávíta okkur æsingalaust, en
okkur leið illa.
Nei, ég er ekki hrifinn af því
að bíða aðgerðalaus, þegar ráðist
er að mér. Fótboltaþjálfarinn i
framhaldsskólanum mínum var
vanur að segja: „Þú hlýtur að
hata það að tapa“. Maður verð-
ur að svara fyrir sig í lífinu,
einkum í stjórnmálum og framar
öðru, þegar allir eru á móti
manni.
Harris: Var það í Whittierskól
anum, sem þér ákváðuð að ger-
ast stjórnmálamaður?
Nixon: Nei. Ef þér töluðuð
við einhverja vini mína, sem
voru félagar mínir á þessum
tíma, þá myndu þeir segja yður
að ég hafi verið of óframhleyp-
inn og innhverfur til þess að
unnt væri að hugsa sér mig sem
stjórnmálamann í framtíðinni.
Nei, ég komst mjög snemma á
þá skoðun, að ég myndi vilja
verða 'lögfræðingur. Á meðan á
stóð skólaveru minni í Whittier
á aldrinum 17—20 ára, þá varð
ég stöðugt ákveðnari í því að
verða lögfræðingur.
Harris: Hvað var það, sem
hændi yður að lögfræði?
Nixon: Mér hafði alltaf þótt i
gaman að kappræðum. Jafnvel
þegar ég vor lítill drengur, hafði j
ég gaman af að tala við fólk,
ræða um hluti, koma fram með
athugasemdir, deila og ég tók að
líta á iögfræðiniginn, sem þann
mann í þjóðfélaginu, sem bezt
kyinmi að beita mælskulistinni.
Ég man eftir því, að hafa heyrt
fúllorðið fólk segja, á meðan ég
var enn lítill drengur: „Dick er
fæddur lögfræðingur". Þetita var
sagt á þann hátt eins og fullorð-
ið fólk bollaleggur, hvað verði
úr börnum, að nokkru leyti í
gamni, að nokkru í aJlvöru. Þeg-
ar ég varð 10 ára, varð ein
frænka mín tia. þess að gefa mér
bók um sögu Bandaríkjanna í
afmælisgjöf. Sagan var full af
bandairískum hetjum. Kannski
var það kvekarauppeldi hennar,
sem mestu réð um val hennar,
en ég komst að raun um, að það
voru engar hermannahetjur í
þessari bók. Allar retjurnar virt
ust vera lögfræðingar.
Þegar ég var 12 ára, átti sér
stað mikið hneyksli, sem náði til
alilra Bandaríkjanna, svonefnt
Teapot Dome hneyksli. Ég veit
ekki, hversu mikið þér vitið um
það, en menn sem sátu í Stjórnar-
embættum þá, höfðu hylmt yfir
ólöglegri notkun á olíubirgðum
stjórnarvaldanna. Ég man eftir
því, að ég heyrði föður minn
tala i'lla um „spillta stjórnmála-
menn“ og „spil’lta lögfræðinga“
vikum saman. Og ég man lítil-
lega eftir því, að ég tilkynnti
fjölskyldunni þá, að ég ætlaði
að verða lögfræðingur, „lögfræð
ingur af gamla skólanum, þess
konar lögfræðingur, sem ekki er
hægt að kaupa“. Það var að
minnsta kosti það, sem móðir
mín var vön að segja.
Árið 1933, þegar ég útskrif-
aðist frá Whittier College, komst
ég að þeirri ákvörðun, hvað ég
skyldi nema og mér tókst að
hreppa námsstyrk við Duke Uni
versity í Norður-KaroJínuríki.
Þetta var á árunum kringum
1935, þegar efnahaguir fólks var
enn mjög erfiður. Ég hefði ekki
getað farið til Duke-háskó'la, ef
ég hefði ekki hlotið námsstyrk.
Það opnaði fyrir mér mikla
möguleika. Ég var talsvert
áhyggjufullur út af því, hvort
ég myndi geta náð lögfræðiprófi
— ég skil suma vini mína, sem
sáu mig vera að lesa langt fram
eftir kvöldum og hve önnum kaf
inn ég virtisrt vera, að þeir köll
uðu mig „daufa Richard". En
mér tókst að ljúka prófinu og
móðir mín og amma (þá 87 ára
gömul) fóru með bifreið 2.600
mílur þvett yfir Bandaríkin tdfl.
þess að vera viðstödd, er ég út-
skrifaðist.
Síðan reyndi ég að komast
að hjá stóru lögfræðifirma í
New York, en hugur minn stóð
til þess þá. Ég reyndi hjá ýms-
um sem voru mjög þekkt, en
enda þótt ég hefði náð góðu
prófi í Duke-háskóla, þá tókst
mér það ekki. Ég var ókunnug-
ur og þekkti engan í þessum
lögfræðifirmum og samkeppnin
var að sjálfsögðu mjög hörð.
ferill
i Þá sótti ég um stöðu sem lög-
fræðingur hjá FBI. J. Edgar
; Hoover (þáverandi yfirmaður
FBI) skýrði mér frá því mörg-
um árum síðar, að ég myndi
hafa hlotið þessa stöðu, en stofn
un hans hefði fengið fyrirmæli
um að diraga úr útgjöldum og
að ráða ekki fleira starfsfólk,
rétt eftir að fallizt hafði verið á
umsókn mína.
Því sneri ég aftur til Whittier
og byrjaði hjá Wingert og Bew
ley, elzta lögfræðifirmanu í þess
ari liillu borg, sem þá hafði um
25.000 íbúa. Ég hlaut þar mjög
fjölbreytta starfsreyndu. Bráð-
lega var ég farinn að vinna í
hjónaskilnaðarmálum, sem veitti
mér mjög skjóta innsýn í vanda-
mál mannlegra samskipta.
Harris: Og þér höfðuð enn
ekki fengið áhuga á stjórnmál-
um?
Nixon: Nei, ekki sérstaklega.
Einmitrt um þetta leyti var það
aðaláhugamál mitt fyrir utan það
að vera þessi staðbundni náungi,
sem ætlaði að láta sér vegna vel,
að telja unga konu, sem hét Pat
Ryan, á að giftast mér. Pat hafði
komið til Whittier sem skóla-
kennari. Mér hafði verið sagt
frá því af nokkrum vinum mín-
um, hversu afar aðlaðandi hún
Framhald á bls. 17
Richard M. Nixon
Stjórnmálamaðurinn, æska hans og