Morgunblaðið - 28.01.1969, Side 12

Morgunblaðið - 28.01.1969, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1969. JltwgwitMiifeffr tJltglelaindi H.f. Árvafcuir, ReykiaivÆk. Fmmkvæmdaistj óri Haraldur Sveinsson. 'Ritstjóraí Sigurður Bjarnason firá Viglur. Mattfaías Johannesden. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstj órnarfulltrúi Þorbjörn Guðxnundsson'. Fréttaisitjóri Bjiörn Jófaannssora. AuglýsingaBtjöri Árni Garðar Krisitinsson. Ritstjórn oig afigreiðsla Aðalstræti 6. Sími Í'O-IOI). Auglýsingaa? Aðsdstræti 6. Sími 22-4-80. Asfcrifitargjald kr. 150.00 á xraánuði innanlands. í lausasöiu’ kr. 10.00 eintakið. LOÐNAN BÍDUR Um helgina var frá því skýrt, að mikil loðna hefði fundizt úti fyrir Austfjörðum, og í viðtali við Mbl. sl. sunnu dag sagði Hjálmar Vilhjálms- son, fiskifræðingur á rann- sóknarskipinu Árna Friðriks- syni, að ekkert væri því til fyrirstöðu að hægt væri að moka upp loðnu á þessum 'slóðum næstu daga. Þessi fregn hefur að sjálf- sögðu vakið mikla athygli, enda veitir ekki af, þegar að kreppir að nýta hvert tæki- færi til þess að sækja gull í greipar Ægis. En meðan loðn an bíður fyrir austan liggja bátarnir bundnir við bryggju og samningamenn sjómanna og útgerðarmanna ræðast við, að því er virðist með litlum árangri enn sem komið er. Þetta er hörmulegt og óvið unandi ástand. Þessi þjóð hefur engin efni á því að láta afkastamestu framleiðslutæki sín liggja aðgerðarlaus svo dögum og vikum skiptir. Samningamenn sjómanna og útgerðarmanna verða að gera sér fyllilega Ijóst, hver ábyrgð hvílir á herðum þeirra. Bátarnir verða að kom ast á sjó og sækja þann feng, sem fæst. Um land allt bíða menn þess, að sjómannaverk fallið leysist. Er þess því að vænta, að verulegur skriður komist á samningana nú og að verkfallið leysist hið skjót asta. ÚTFLUTNINGUR IÐNAÐARVARA l/axandi áherzla er nú lögð •' á að flytja íslenzkar ull- arvörur út til annarra landa. Álafossverksmiðjurnar hafa hafizt handa um sölu á ullar- vörum til Bandaríkjanna og Frakklands og þegar náð um- talsverðum árangri, enda beitt nýtízkulegum auglýs- ingaaðferðum. Auk sölusamn ingsins við Sovétríkin hefur Samband ísl. samvinnufélaga ákveðið að hefja mikla sölu- herferð á ullarvörum á er- lendum mörkuðum m.a. á Nor ðurlöndum. Hér er tvímælalaust á ferð- ‘inni árangur þeirrar hag- stæðu aðstöðu til útflutnings, sem gengisbreytingin hefur skapað íslenzkum iðnaði. Það er í alla staði eðlilegt, að svo mikil áherzla er lögð á út- flutning íslenzkra ullarvara. Þar er um að ræða innlent hráefni, sem tvímælalaust fel- ur í sér mikla möguleika og ef vel tekst til kann að vera, að ullarvöruframleiðsla verði umfangsmikil iðngrein hér á landi. Jafnframt er nauðsynlegt að kanna til hlýtar þau tæki- færi, sem fyrir hendi eru til útflutnings á öðrum sviðum. Skipasmíðastöðvarnar hafa átt í erfiðleikum vegna verk- efnaskorts, og þá er spurning in, hvort unnt er að afla mark aða fyrir íslenzk stálskip er- lendis. Þau fiskiskip, sem smíðuð hafa verið innanlands, hafa verið fyllilega sambæri- leg að verði og gæðum við stálskip smíðuð erlendis, og gengisbréytingin hefur tví- mælalaust styrkt mjög sam- keppnisaðstöðu skipasmíða- stöðvanna erlendis. Þess vegna er nauðsynlegt að kanna þau tækifæri, sem þarna eru fyrir hendi. Við eigum eipnig mjög full- komna veiðarfæraverksmiðju, sem framleiðir nýjustu teg- undir veiðarfæra úr gervi- efnum. Gengisbreytingin hef- ur vafalaust einnig bætt mjög samkeppnisaðstöðu þeirrar iðnframleiðslu, og er sjálfsagt að kanna möguleika til útflutnings á því sviði. Samningurinn um sölu á ullarvörum til Sovétríkjanna fyrir 88 milljónir króna sýnir glögglega, að miklir mögu- leikar liggja í útflutningi iðn- aðarvara, og er nú höfuðnauð syn, að allir leggist á eitt um að efla slíkan útflutning. MISSKILNINGUR LEIÐRÉTTUR ess misskilnings virðist gæta í sambandi við fiskverðið og lögin um ráð- stafanir í sjávarútvegsmálum, sem samþykkt voru á Alþingi skömmu fyrir jól, að framlag til Stofnlánasjóðs fiskiskipa og hlutdeild í auknum útgerð- arkostnaði vegna gengisbreyt ingarinnar verði dregin frá fiskverðinu eins og það verð- ur ákveðið. Um þetta er ekki að ræða. Fiskverðið eins og það verð- ur ákveðið kemur til skipta milli sjómanna og útgerðar- innar, án þess að nokkuð sé frá því dregið. Hins vegar greiðir fiskkaupandi eða fisk- móttakandi sérstakt 10% gjald í Stofnlánasjóð fiski- skipa og 17% gjald sem hlut- deild í auknum útgerðarkostn aði vegna gengisbreytingar- innar. Er nauðsynlegt að ekki sízt sjómenn geri sér skýra grein fyrir þessu. ÉkxrM W3 UTAN UR HEIMl RÚSA LUXEMBURG: NÝ HETJA BYLTINGARSINNA Hugsjónir hennar endurvaktar 50 árum eftir dauða hennar 'FYRIR fimmtíu árum var •smávaxin kona leidd út um dyr Eden Hotel í Berlín. — 'Varðmaður við dyrnar rak 'byssusikefti af öllu afli í höf- •uð henni. Aðrir hermenn bánu konuna út í bifreið, og ■einn þeirra skaut hana í höf- 'Uðið er þeir óku af stað. Bif- ireiðin staðnæmdist á brúnni 'yfir Landwehr-skurð, lí.ki kon 'unnar var fleygt í skurðinn fag hermennirnir héldu leiðar '■sinnar. 1 Þannig lauk ævi Rósu Lux •emburg, eins mesta byltingar •sinna þessarar aldar. — iSkömmu áður hafði félagi faennar, Karl Liebknecfht, beð •Ið svipuð örlög. Þýzka bylt- ingin var á hallanda fæti. Scs íaldemókratar höfðu ákveð- ;ið að koma á lögum og reglu 1 og beðið um aðstoð hersins itil þess að verja hið nýja Weimarlýðveldi gegn vinstri- ;sinnum og verkamönnum. iHinn nýstofnaði Kommúnista flokkur Þýzkalands hafði und lir forustu Rósu Luxemburg, Karl Liebknecht og annarra leiðtoga ögrað ríkisstjórninni með allsherjarverkfalli og síð :an hvatt tij byltingar þr.átt fyrir ýmsar efasemdir, því að óbreyttir stuðningsmenn 'flokksins voru fullir bylting- areldmóðs. Herinn bældi upp reisnina niður, og lokaþáttur- inn var morðið á tveimur 'kunnustu leiðtogum faennar. Hugsjónir endurvaktar. Um ailan heim hefur á und anförnum mánuðum vaknað ■mikill áhugi á Rósu Luxem- ‘burg og hugsjónum hennar. Raunaleg saga hennar hefur öðlazt ýtt inntak. ' Hún var marxisti (Lenín taldi hana „einhvern hrein- ræktaðasta fulltrúa marxism- ans“), en var ekki kreddu- faundin. Hún tortryggði hið þrautskipulagða skriffinnsku- kerfi bolsévíka og hafði ým.u- gust á samsærishiugsjónar- hætti þeirra. Þrátt fyrir það fagnaði hún októberbylting- unni af heilum hug. ' Rósa Luxemburg kaus held ur, að byltingu yrði kornið til leiðar með vítækri þátttöku fjöldans, sem kæmi áhrifum sínum á framfæri á nýjan lýð ræðislegan hátt í verkamanna ráðum og verkalýðsfélögum. Ekkert valdar.án skyldi fara fram heldur skyldu byltingar menn aðeins taka völdin í sín ar hendur þegar mikill meiri- hluti verkalýðsstéttarinnar væri því fylgjandi. Hún leit svo á, að þetta „byltingar- lýðveldi fjöldan,s“ yrðj aðeins starfhæft við fullkomið rit- og skoðunarfrelsi og hún kom firam með slagorð sem margir faafa misnotað, þess efnis, að „frelsi er frelsi þess sem hugs ar öðruvísi." Allar þessar hugsjónir höfða í ríkum mæli til öfga- sinnaðra vinstri manna um þessar mundir. í Austur-Ev- rópa lesa fjandmenn valda- einokunar kommúnistaflokks ins, rit hennar fullir bjart- sýni. í Vestur-Evrópu finna .ungir vinstri sinnaðir mennta menn í hugsuraum hennar rétt llætingu fyrir vaxandi baráttu þeirra gegn sósíaldemókröi- ,um og frjálshyggjumönnum, sem telja sig einu verjendur faugsjóna hins frjálsa þjóðfé- lags. , í Vestur-Berlín hafa bylt- ingarsinnaðir stúdentar til dæmis smátt og smátt fengið leið á prófessor Herbert Marc use og sagt skilið við hug- sjónir hans um ,,úrval mennta manna“, sem hann segir þá einu, sem sóu þessu umkomn- ir að berjast sem „sósialist- ísikt afl“ nú á tímum. í þess stað snúa þeir sér að kenning •um Liebknecht og Luxem- faurg, þar sem meiri bjartsýni gætir og meiri áherzla er lögð á hlutverk verkamanna. Þeg- ar stúdentar lögðu undir sig Freie Universitát, var hásikól- inn undir eins skírður „Stofn un Rósu Luxemfaurg“. Gegn pólsku sjálfstæði. Þótt Rósa Luxemburg sé aðallega fræg fyrir stjórn- málaafskipti sín í Þýzkalandi, var hún fædd í Pollandi. For- eldrar hennar voru efnaðir Gyðingar, sem áttu heima í Zamosc, og pólska var móð- urmál hennar. Árið 1886, þeg ar faún var 15 ára skólastúlka í Varsjá, sem þá var hluti hins rússneska hluta Póllands tók hún þátt í kappræðum í félögum byltingarsinnaðra sósíalista og var þá þegar upp full af hugmyndum. Nokkr- um árum gíðar var hún rekin í útlegð til Sviss, þar sem hún 'kynntist Leo Jogiches, sem var henni tryggur félagi og samherji ævilangt. En Rósa studdi aldrei bar- áttu Pólverja fyrir sjálfstæði. Hún leit svo á, að það væri ekki verðugt markmið sósíal- ista að berjast fyrir endur- reisn pólska ríkisins. Að henn ar áliti var venkalýðsstéttin alþjóðleg, og föðurlandsást var borgaraleg hugmynd. — Hún var félagi í fámennum flokksbrotum sósíalista og menntamanna, og meðal fé- laga hennar vaT Felix Dzier- zynski, sem síðar varð stofn- andi sovézku öryggislögregl- unnar. í þessum hópum barð ist hún með oddi og egg gegn pólska sósíalistaflokknum, er var langtum fjölmennari og öflugri og barðist fyrir þjóð- legu sjálfstæði. Þanniig gerði hún þá alvarlegu skyssu að gera lítið úr hinu gífurlega mikla og varanlega afli þjóð- ernistilfinninga Evrópuþjóð- anna, og eftir dauða hennar varð „lúxemburgistísk al- þjóðahyggja" villutrú í kenn- ingarheimi kommúnista. Stalín og mar.gir aðrir hafa fordæmt hana. í umrótinu mikla í Póllandi í fyrra hélt hugmyndafræðingurinn Andr zej Werblan því fram, að „lux emburgismi" væri hugar- ástand, sem pólskur kommún ismi hefði smitazt af á frum- skeiði sínu. Að dórni Wer- blans áttu Gyðingaöfl í borgaralegum" og óþjóðleg- flokknum oft sök á „heims- um hugsjónum, sem grafið hefðu um sig á fyrstu árum flokksins. Rósa Luxemburg. Spartakistar. Rósa fluttist til ÞýzkaLands og gerðist félagi í þýzka sós- íaldemókrataflokknum (SP D), sem þá var talinn virðu- legasti arftaki hugsjóna Marx og Engels. En hún komsi brátt að raun um, að þótt mikið væri talað um byltingu var lítill áhugi á að reyna byltingu. Flokkurinn, sem var geysifjölmennuT, og öfl- ugur, beið aðeins eftir því að auðvaldsþjóðfélagið liðaðist í í sundur og völdin komust honum í hendur fyrirhafnar- laust. Rósa vildi virka stefnu. Þegar SPD samþykkti lög um stríðslán af einskærri holl ustu gerði hún og Liebknecht uppreisn. Árið 1915 stofnuði þau „Spartakus, hreyfinguna“ í því augnamiði að gera sós- íalistigka byltingu, og þeim var varpað í fangelsi. Eftir hrunið 1918 breiddust bylting ar út um Þýzkaland og sett voru á stofn ráð verkamanna og hermanna. „Spartakistar" gengu í lið með verkalýðstfor ingjum og „óháðum sósíal- demókrötum" í þeim tilgangi að koma á laggirnar threin- ræktuðu lýðveldi verka- manna og bænda. Gegn þekn stóðu gamli sósíaldemóikrata- flokkurinn undir forustu hins varkára leiðtoga síns, Fried- rich Eberts, sem óttaðist öng- þveiti og vildi varðveita heil steypt þýzkt ríki án ófyrir- sjáanlegra breytinga og trufi unar á lögum og reglu. Að lokum siguðu sósíaldemókrat- ar heiftræknum hermönnum á uppreisnarmennina, og ör- lög Rósu Luxemburg og Karls Liebknechts voru ráð- in. Rósa Luxemburg var eld- heitur ræðuskörungur og leið togi. Hún var viðfelldin og snyrtileg, en henni féll það alltaf þungt, að hún var ekki sérstaklega lagleg. Jafinvel meðan hún var á Mfi var það notað gegn henni að hún var Gyðingur, en hún taldi upp- runa sinn aldrei s'kipta máli og hleypidóma í sinn garð vegna þess að hún var Gyð- ingur taldi hún alltaf bera vott um um fávizku. Húr var hugprúð og taldj rét' að hætta lífi sínu fyrir þær þúsundir manna, sem hún leiddi út í byltingu með for- ustuhæfileikum sínum. Nú á dögum taka opinberir aðilar einkennilega afstöðu til minningar hennar. í Aust- Framhald á bls. 15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.