Morgunblaðið - 28.01.1969, Side 24

Morgunblaðið - 28.01.1969, Side 24
OC ttgt trjrggt. •C Ugar Metnr ALMENNAR TRYGGINGARP ÞRIÐJUDAGUR 28. JANUAR 1969 AU6LYSIN6AR SÍMI SS*4*8Q BÍLFARMUR AF FRÍHOLT- UM HVERFUR LÖGREGLAN á Selfossi leitaði til rannsóknarlögreglunnar um aðstoð vegna þjófnaðar á bíl- farmi af bíldekkjum, sem áttu að fara á hafnargarðinn í Þor- lákshöfn sem fríholt. Lágu dekk- inn á sandkambi hjá Þorláks- höfn, er þeim var stolið. Biður rannsóknarlögrelan alla þá, sem einhverjar upplýsingar geta gef- ið um þjófnað þennan að hafa samband við sig eða lögregluna á Selfossi. Frá fundi atvinnumálanefndanna í gæi Atvinnumálanefnd rík- isins á fundum með atvinnumálanefnd kjördœmanna Ekki úr lífshættu SIGURÐUR Sigurðsson, kaup- maður, sem varð fyrir hnífs- stungu í sl. viku, var ekki íal- inn úr allri hættu í gær. Þó er líðan hans talin eftir vonum. Atvinnumálanefnd ríkisins og tvinnumálanefndir kjördæmanna komu saman til sameiginiegs fund ar í Reykjavík í gær. Bjami Benediktsson, forsætisráffherra, setti fund'inn og stjórnaffi honum. Á fundinum í gær voru lögð fram drög að starfsreglu atvinnu málanefndanna, sem Jónas Haralz forstöðumaður Efnahagstofnunar innar skýrði, en síðan fóru fram nokkrar umræður um þær. Síðari hluta dags í gær hófust síðan fundir einstakra atvinnu- málanefnda, en í dag mun at- vinnumálanefnd ríkisins halda fundi með hverri atvinnumála- nefnd fyrir sig, en á morgun, miðvikudag, verður haldinn sam- eiginlegur fundur allra nefnd anna á ný og genigið frá starfs- reglum þeirra. Þá er jafnframt gert ráð fyrir, að gefin verði út tilkynning um störf fundarins. .Siglósíld’ í fullan gang í byrjun febrúar — Laxfoss að ferma dósir handa verk- smiðjunni í Noregi um þessar mundir GERT er ráff fyrir aff starfsemi Siglósíldar á Siglufirffi hefjist aftur af fullum krafti fyrstu vikuna í febrúar, en hún hefur legiff niffri í 10—15 daga vegna skorts á dósum. Hafa dósir verið pantaðar frá Noregi og eru væntanlegar meff Laxfossi, sem lestar einmitt um þeissar mundir í Noregi en siglir þaffan beint til Norffurlands, aff því er Gunn- laugur Briem, framkvæmda- stjóri, tjáffi Mbl. í gær. Sáttafund- ur stóð enn SÁTTAFUNDUR í sjómanna- deilunni hófst í gær kl. 3, og stóð hann enn þegar blaðið fór í prentun í nótt. Gunnlaugur kvað niðursuðu- verksmiðjuna hafa átt 400 þús- und gaffalbitadósir, þegar geng- ið var til sölusamninga við Rússa um miðjan desember, en verksmiðjan hefði ekki treyst sér til að liggja með meiri birgðir af dósum meðan ekki var vitað í hvaða dósaformi Rússarnir vildu fá síldina. Samninigarnir við Rússa hljóða á þá leið, að þeir kaupa alls 3 millj. dósa af gaffaibitum og 36 þúsund dósir af kryddsíldar- flökum, og skiptist þetta magn til helminga milli Siglósíldar og niðursuðuverksmiðju K. Jóns- sonar á Akureyri. Þegar ljóst var, hve magnið yrði mikið, var um það tvennt að velja — að vinna strax í þær 400 þúsund dósir sem til voru eða bíða þar til nýjar dósir Framhald á bls. 16 Frá Hafísáffstefnunni, sem varí gær. Fremst sitja forseti íslands og menntamálaáffherra og hjá þeim próf. Trausti Einarsson. Lengst til hægri má fremst greina Sveinbjörn Bjömsson, sem var fundarstjóri og nokkra fyrirlesara á ráffstefnunni, dr. Unnstein Stefánsson, dr. Finn Guðmunds- son, Sigurjón Rist, Borgþór H. Jónsson, veffurfræffing, Guttorm Sigurbjarnarson, jarffefflisfræff- ing, dr. Sturlu Friffriksson o. fl. Frá hafísráðstefnunni, sem var sett í gœr: vTNDAR HÆTTULEGRI EN ÍSMAGNID N0RDUR FRÁ, sögðu tveir fyrirlesarar HAFÍSRÁÐSTEFNAN var sett í gær í húsi Slysavamafélags ís- lands, að viðstöddum forseta ís- LOÐNUAFURÐIR SELJAST VEL UM ÞESSAR MUNDIR Nauðsyn að hafnar verði loðnuveiðar fyrr en verið hefur Síldarleitarskipið Á r n i Friffriksson fann sem kunn- ugt er mikiff magn loðnu um 70 til 80 mílur réttvísandi út af Dalatanga. Morgunblaffið sneri sér í gær til Jónasar Jónssonar, framkvæmdastjóra Síldar-og fiskimjölsverksmiffj unnar hf. og spurffi hann um markaffshorfur á loffnuafurff- um. Jónas kvaff þær mjög vel seljanlegar um þessar mundir — lýsiff væri aff vísu í fremur lágu verffi en allgott verff fengist fyrir mjöliff. Ailar mjölbirgðir | landinu hafa þegar veriff seldar. Á undanförnum árum hef- ur loðnunnar yfirleitt orðið fyrst vart á móts við Horna- fjörð um mánaðamót janúar- fébrúar. Ljóst er að hún kemur norðan úr höfum, en ekkí er fyllilega vitað, hvar hún kemur að landi, en likur benda til þess að hún komi fyrst að Langanesi. Ferð loðnunar mun síðan liggja suður með Austfjörðum, vest- ur með suðurströndinni, og þegar hún kemur að Reykja- nesi hefsf veiði á henni að einhverju ráði. Fylgja veiði- skipin henni áfram norður með vesturströndinni í Breiða fjörðinn, þar sem hún lýkur för sinni. Fulltrúum í Félagi sildar- verksmiðja hefur löngum ver ið það kappsmál, að veiðar á loðnu yrðu hafnar miiklu fyrr en verið hefur — veiði- Framhald á bls. 16 lands, Kristjáni Eldjárn, og menntamálaráffherra Gylfa Þ. Gíslasyni. Voru strax á fyrsta degi ráffstefnunnar flutt fjögur erindi um hafís, veffurfar og haf- strauma. Er mikill áhugi á ráð- stefnunni, og sækja hana um hundrað manns. Næsta hálfan mánuð flytja vísindamenn 30 er- indi. f anddyri fundarstaðar hefur veriff komið fyrir sýningarmun- um varffandi hafískomur til ís- land. Próf. Trausti Einarsson setti ráðstefnuna. Kvað hann Þorvald Thoroddsen hafa verið fyrsta vis indamann, sem athugaði hafís- inn við ísland, en síðan hætti hafísinn að láta sjá sig og þá minnkaði áhugi vís- indamanna, þar til hann kom aftur 1965 og enn 1967 og 1968. Þá fæddist hugmyndin að þess- ari ráðstefnu, þar sem ætlunin er að safna gögnum af ýmsu tagi. Með rannsókn og þekkingu ætti að vera hægt að draga úr óþæg- indum þeim, er hafísinn veldur. Þó talsvert af gögnum muni liggja eftir ráðstefnuna, þar sem menn hafa safnað miklum upp- lýsingum til erinda sinna, sagði dr. Trausti að koma mundi i ljós í lok ráðstefnunnar, að mörg ó- leyst verkefni liggja fyrir og mætti hún þá verða vísindamönn um hvöt til að takast á við þau. Sagði hann ráðstefnuna helgaða minningu Jóns Eyþórssonar, veð urfræðings, sem hefði orðið 74 ára þennan dag, en hann var manna fróðastur um hafís og veðurfar sl. 40 ár, þar eð hann kannaði lengst af hitabreyting- ar og safnaði hafísfréttum eftir 1950 og stofnaði Jöklarannsókn- arfélagið og tímaritið Jökul, þar sem erindi ráðstefnunnar verða Framhald á hls. 17 ÞRIR TOGARAR SFLDU ERLENDIS ÞRÍR togarar seld,u erlendis í vikunni og einn bátur. Togarinn Sigurður seldi á fimmtudag 1 Bremerhaven 205 tonn fyrir 176 þús. mörk, Þormóður goði seldi sama dag í Cuxbaven 122 tonn fyrir 103 þús. mörk og á föstu- dag seldi Jón Þorláiksson 1 Cuxhaven 92 tonn fyrir 76.700 mörk. Á fimmtudag seldi vJb. 'Ögri 22 tonn í Grimsby fyxir 4050 pund.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.