Morgunblaðið - 16.02.1969, Side 3

Morgunblaðið - 16.02.1969, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1909. Pr. Sigurbjörn Einarsson, biskup: TASTfl Með öskudegi byrjar sá tími kirkju- ársins, sem heitir fasta (langafasta, sjö- viknafasta). P’lestir mumiu sfeiljia þetta orð. Það merkir nánast sama og bindindi. Nú er oftast átt við vín, þegar talað er um bindindi. En það er hægt að neita sér um fleira. Þegar menn takmarka neyzlu sina í mat og drykk er það kallað að fasta. Oftast hafa menn lagt fleira á sig samhliða matföstu. Föstur hafa verið iðkaðar í mörgum trúarbrögðum. Tilgangurinn hefur far- ið eftir eðli átrúnaðarins. Víða hafa menn trúað því, að þeir gætu aflað sér hylli guða sinna með því að fasta. Á Indlandi hafa strangar föstur og önnur meinlæti verið meðal viðurkenndra að- ferða til þess að losa andann úr ánauð iíkamans, sálina úr fjötrum endurgjalds lögmálsins. í frumstæðari trúarbrögð- um hafa töframenn talið föstur gagn- legar til þess að ná tökum á öndum, góðum eða illum, og hafa af. þeim tíð- indi eða önnur not. f Gamla tiestamentinu er oft minnzt á föstu. Þegar vanda bar að, þegar sérstakrar einbeitingar var þörf, þeg- ar menn vildu gera yfirbætur misgerða sinna eða voru í vafa um vilja Guðs, þótti eðlilegt að fasta. En spámennirn- ir fluttu nýjan boðskap um eðli og markmið allrar trúariðkunar. Hjá þeim fær fastan siðgæðislegan tilgang, sem var áður óþekktur í sögu trúarbragð- anna. Og þeir bylta um öllu mati: „Sú fasta, sem Guði líkar, er að leysa fjötra rangsleitninnar, l'áta rakna bönd oks- ins, gefa frjálsa hina hrjáðu og sund- urbrjóta sérhvert ok. Það er að þú miðlir hinum hugruðu af brauði þínu, hýsir bágstadda, 'hælislausa menn“ (Jes. 58). Á þessum grunni stendur Nýja testa- mentið. Þar er gengið út frá því, að menn fasti. Jesús fastaði, þegar hann var að búa sig undir starf sitt. Hann varaði við því að fasta að hætti hræsn- ara en gerir ráð fyrir, að lærisveinar sínir muni fasta síðar meir, þó að ekki væri eðlilegt að krefjast slíks af þeim, meðan þeir nutu þeirrar gleði að hafa hann hjá sér (Mark. 2, 18). Postulasag- an ber með sér, að kristnir menn hafa iagt á sig föstur af sérstökum tilefn- um, en engar reglur eru um það settar í Nýja testamentinu. Sniemma á öldum mótast sú venja með kristnum mönnum að undirbúa hina miklu höfuðhátíð, páskana, með ýmsum háttum, sem miðuðu að trúarlegu upp- eldi saifnaða og eins'talklingia. Þegar á 4. öld er farið að miða þennan tíma við 40 daga og var þá höfð hliðsjón af því, að Jesús fastaði 40 daiga eftir ski.m sína. Frá öskudegi eru 40 virkir dagar til páska. Sunnudagar voru ekki tald- ir með í þessu dagatali, því að þá var aldrei fastað. Smám saman voru settar reglur um föstiihaldið: Menn skyldu neita sér um kjötmeti og láta sér nægja eina fulla máltíð á dag. Þeir áttu einnig að gæta hófs og bindindissemi á öðrum sviðum. Þá var brýnt fyrir mönnum að leggja alúð við bænaííf sitt, prófa sjálfa sig, leita sátta við aðra menn, líkna nauð- stödduim og geffa til 'guðsþalklka. Margt fór úrskeiðis á tímabilum. Kirkjan gleymdi því stundum, að regl- ur og fyrirmæii eru til masnsins vegna, ekki í eigin tilgangi né hennar vegna. Lúther var á móti því að binda mönn- um byrðar mieð valdaboðum. Því voru föstu f y r iinmæl i n feffld niöur í ibirkju hans. En hún lagði ekki síður en áður var gert áheralu á það, að föstutím- inn skyldi örva til íhugunar, bænrækni og mannkærleika. Fyrr og síðar hefur föstutíminn rifj- að upp píslarferil Krists. Menn minnast þess, að Kristur leið vegna vorra synda fórnaði öllu öðrum til hjálpar, lagði lífið í sölur oss til lífs. Þetta hugleið- ingarefni hlýtur að vekja til alvöru. Og engum kristnum manni getur þótt það óeðliilegt að temja sig vdð moiklkra sjá'lfsafniei'tun, þegar hanin fylgir 'í anda krossferli frelsara síns. Það er ekki heldur langsótt að láta ákveðnar lífs- venjur eða tilbreytni í lífsháttum minna sig á þá staðreynd, að lífið er meira en fæðan. Guðræknisiðkanir fyrri tíma eru marg ar fallnar í fyrnsku. Forfeður vorir lentu stundum í öfgum. Það væri vel fallið til áfellisdóms yfir þeim, ef öfg- ar væru fátíðar orðnar eða horfnar. Má vera að eitthvað hafi týnzt niður, sem andlega glöggskyggnir menn höfðu reynt að góðu og iðkað sér til ábata. Nú vinnur enginn að sáluhjálp sinni með því að fasta. En hitt hefur runnið upp fyrir mönnum á síðustu tímum, að það getur verið líkamleg hjeilsubót að spara við sig mat. Stundum er það alger nauðsyn, ef menn vilja bjarga heilsu sinni og enda lífi. Og þær eða þeir, sem telja sig þurfa að megra sigvegna útlits síns, leggja víst stundum á sig föstur, sem jafnast á við meinlæti fyrri tíma. Ættum við ekki að halda föstuna að þessu sinni á gamla og góða vísu að vissu marki? Ég minni aftur á orð Biblíunnar: Sú fasta, sem Guði líkar, er að þú miðlir hinum hungruðu af brauði þínu. Getum við ekki orðið á eitt sátt um það, að þetta sé frambæri- leg kenning, hvað sem annars kynni að bera í milli? Margir eru hungraðir í heiminum. Jafnvel hér á landi, þar sem margt óhóf hefur verið áberandi undanfarin ár, er nú þröngt í búi víða. En það hygg ég, að miklum hluta þjóðarinnar verði fyrst hugsað til Biafra, þegar þeir minnast nauðstaddra manna. Það hefur verið safnað verulegu fé hér á landi til hjálpar þessu þjáða fólki, aðallega fyr- ir forgöngu Rauða krossins. En mjög margir finna, að við þurfum að gera meira og getum meira gert. Ég lét þess getið í einum þátta minna hér um dag- inn, að ég mundi leggja til, að langa- fastan yrði að þessu sinni tileinkuð Bi- afra-mönnum sérstaklega, að þeirra væri minnzt í kirkjum landsins og menn hefðu a-lmenna samstöðu um það að láta eitthvað af hendi rakna þeim til bjarg- ar. Nú vil ég ítreka þetta og jafnframt benda á, -að skipulögð fjársöfnun er að fara af stað, sem mörg samtök eiga hlut að. Þetta átak er miðað við tímann fram að páskum, föstuna. Það verður reynt að tryggja það, að allir geti verið með í myndarlegu íslenzku framlagi til þess að bjarga einhverjum í þessu landi ólýs anlegra hörmunga, Biafra. Ég hygg, að öllum væri hollt að neita sér um eitthvað og verja því sem spar- ast til þess að leggja skerf, meiri eða minni, ti-1 þessara samskota. Við getum flest sparað við okkur svo sem eina mál tíð á viku, að ég niefni ekki munað og óþarfa, sem flest okkar láta eftir sér. Slíkt væri fasta, sem Guði líkar. Lítil stúlka hafði fengið loforð um peninga til þess að kaupa dá'lítiinn. hlut, sem hún hafði fjarska mikla löngun L Eitt 'kvöld urðu umræður í fjölskyld- unni um börnin í Biafra. Litla stúlkan lagði ekkert til mála og var lengi hljóð á eftir. En um leið og hún bjó sig í hátt- inn trúði hún mömmu sinni fyrir því, að sig langaði ekki lengur í draumahlut inn sinn. Hún vildi heldur gefa pen- ingana einhverju svöngu, dauðvona barni í Biafra. Stúlkan litla túlkaði það mál sem ég hef hér vikið að, á áhrifameiri hátt en orð geta gert. Sigurbjörn Einarsson. Wilson segír leikrit Hochnuts ruddalegt MÓÐURMÁL HAROLD Wilson, forsætisráð- herra Brctlands, hefur vísað með hörðum orðum á bug þeim ásökunum í garð Sir Winston ChurchUls, fyrrum forsætisráð- herra, sem fram koma í leik- ritinu „Hermennirnir" eftir Vest ur-Þjóðverjann Rolf Hochhuth, að Churchin hafi staðið að baki dauða pólska hershöfðingjans og stjórnmálaleiðtogans, Sikorskis, árið 1943. Kom þetta fram, er Wilson svaraði fyrirspurn í brezka þing- inu fyrir nokknum dögum, þar sem áskorun kom fram frá þing- manni einum um, að ný rann- sókn yrði látin fara fram vegna þessa máls. Kvaðst Wilson hafa lesið allt það, sem fram hefði komið hjá vitnum í fyrri rann- sókn málsins, er fram fór eftir flugslysið, þar sem Sikorski beið ibana. Sagði Wilson að ekki væri að finna neitit það í rannsókn málsins, sem hefði að geyma minnsta sönnunarvott um, að hrap flugvélar þeirrar, sem fórst við Gibraltar og Sikorski var í, hefði verið annað en raunveru- legt flu.gslys. Engin ástæða væri til að láta nýja rannsókn fara fram. Þetta væri „mjög ruddalegt leikrit" og ásökunum þeim, sem í því kæmu fram, ætti að vísa á bug með þeirri fyrirlitningu, sem þær Sítt hór úr tízku London 13. febr. — NTB SÍTT hár er komið úr tízku hjá 'karlmönnum, og á hárið nú að vera stutt að framan en heldur lengra í hnakka og á vöngum, að því er tveir brezkir rakarar, Roger og Don s-egja. Þeir ættu -að vita það, þar sem þeir starfa báð ir hjá hinum heimsþekkta kven- hárgreiðslumanni Vidal Sasson, sem tók -að sér að -greiða karl- mönnum, sem kvörtuðu undan því að aðrir rakarar réðu ekki við makka þeirra! verðskulduðu, sagði forsæ-tisráð- herrann. Var ljóst að Wilson hafði gefið sér tíma til þess að kanna ásakanir þær, sem fram koma í leikritinu á h-endur Churohill, mjög gaumgæfilega og að hann áliti að hér væri um al- vör-umál að ræða. Wilson svaraði spurningum um, hvort ekki væri rétt að birta þau skjöl um þetta mál, sem fyrir hendi væru, á þann veg, að hann áliti, að það væri ekki •nauðsynlegt. Það væri þeirra, sem ásakanirnar bæru fr-am, að koma fram með þó ekki væri nema minnsta sönmmarvott þess, að rannisóknarn-efndin, sem ann- aðis-t rannsóikn flugslyssins á sín- um tíma, hefði ekki komizt að réttri niðurstöðu. MÓÐURMÁL nefnist ný náms- bók handa barniaskólum, sem Ríkisútgáfa námsbóka hefur gef ið út. Höfundur er Ársæll Sig- urðason fyrrv. skólastjóri. Bal't- asar hefur myn-dskreytt bókin-a, sem prentuð er í litum. Bók þessi er eins konar fram- hald af Ritæfingum eftir sama höfund og er einkum ætluð 10 ára nemendu-m. Hér er því um að ræða hluta námabókar í móð- urmáli, og er gert ráð fyrir einu hefti til viðbótar. Bókin er með nokkuð öðru sniði um fnamsetn- ingu og efnisskipan, en hér hef- ur tíðkazt. Við samningu henn- ar hefur verið leitazt við að sam eina í einni námsbók þrjá þætti móðurmálskennslunnar: stílgerð, stafsetningu og málíræði, þann- ig, að hver þáttur vedtti öðrum nauðsynlegan stuðning. Áherzla er lögð á sjálfstæða f-rásögn, m.a. með my-ndasögum og sérstökum þáttum, sem líita má á sem umræðuefni og inn- gang að verkefnum, er á eftir koma. Gerð hefur verið tilnaun til að haga viðfangsefni þannig, að allir hiafi næg venkefini við si-tt -hæfi, en geti þó fylgzt að í námsbókinni. Bókin er sett í Alþýðuprent- smiðjimni, en pren-tuð í Litbrá h.f. Kynlegir forþegnr Tustin, Kaliforníu, 12. febrúar — AP Þ RI R vegalögreglumenn ásamt lögreglumanni frá Tustin þustu til aðstoðar er þeir sáu sportbíl velta á New port-þjóðveginum í gær, og fundu alla farþega bílsins ómeidda: 30 ára gamla dans- stúlku, gleraugnaslöngu, skröltorm og 25 kg. þunga kyrkislöngu! Ungfrúin út- skýrði, að eiturkirtlar snák- anna hefðu verið fjarlægðir, og hún notaði þá við dans- sýningar sínar. Vildu lögreglu mennirnir vera svo elskuleg- ir að hjálpa henni að hand- sama slöngurnar? „Mér þykir leitt að þurfa að viðurkenna“, sagði Lawr- ence McMichael, lögreglu- maður, „en ungfrúin verður að handsama gripi sína ein síns liðs!“ " SÆKIÐ SUMARIÐ HEIM UM HÁVETUR PÁSKAFERÐIR ÚTSÝNAR 1969 TORREMOLINOS LONDON Brottför 28. marz. Á SÓLARSTRÖND SPÁNAR COSTA DEL SOL — er allt í feg- ursta skrúða um páskana. Bezta loftslag og sólríkasti staður Evrópu með meira en 320 sólskinsdaga á ári. Úrvalshótel og fjöldi skemmtl- staða. Fyrir þá, sem kæra sig ekki um að liggja alla daga í sólbaði er fjölbreytt úrval kynnisferða um Sólarströndina til Granada, Sevilla eða yfir sundið til Afríku. Eftir- sóttasti ferðamannastaður Spánar árið um kring. f sumar mun ÚTSÝN halda uppi hálfsmánaðarferðum með þotuflugi beint á COSTA DEL SOL, vinsæl- asta ferðamannastað álfunnar. Með fyrstá flokks gistingu er verðið frá kr. 15.000.— KANARIEYJAR — LONDON Á KANARIEYJUM er sumarpara- dís meðan vetrarríkið herjar á norðurhjara heims, enda eru þær aftirsóttasti dvalarstaður Evrópu- búa á veturna og allt upppantað marga mánuði fram í tímann. Vegna sérstaklega hagstæðra samninga getur ÚTSÝN boðið nokkur sæti á mjög lágu verði til Kanarieyja um páskana. Verð frá kr. 24.800.— ÚTSÝNARFERÐ — ÓDÝR EN FYRSTA FLOKKS. Ferðaskrifstofan ÚTSÝN Austurstræti 17. Símar 20100 og 23510.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.