Morgunblaðið - 16.02.1969, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 16.02.1969, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 196-9. 5 ÖLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR Að gleðjast sem barn ÞAU FYRSTU byrj-a að vappa fyrir utan húsið klukkan eitt. Þau vita vel að það eru tveir tím-ar þangað ti'l sýningin hefst, en það gerir ekkert til. Biðin er hluti af athöfninni. Þessi sérkenniilega athöfn, sem hér um ræðir er köll-uð barna- sýning og fer fram í hverju kvik myndahúsi kl. þrjú á sunnudög- um. Um klukkan tvö er kominn álitlegur hópur fyrir utan dyrn ar og nú er að færast líf í hann. Þau standa og talast við, tvö og tvö eða fleiri, horfa með tortryggni á þau, sem þau ekki þekkja og hvískra um þau. Þau gera at í sumum, nærri alltaf þeim sem eru á einhvern hátt minnimáttar. Varla umgang- ast menn böirn 'lengi, án þess að sannfærast um tilveru erfðasynd arinnar. Strákarnir eru hávær- ari og óöruggari en stúlkurnar. Þeir reyna að vera karlar. Stúlk urnar taka eftir því. I rauninni horfa þær í gegn um þá, með hinu eilífa raunsæi konunnar, sem er óháð því hvort hún er ung eða gömul. Þau troðast inn. f anddyrinu fer fram mikilvægur þáttur þess arar hátíðar. Þar er selt sælgæt ið. Þau haga sér misjafnlega. Sum ganga að borðinu með valds- mannssvip og borga með hund- aðköllum. Þau láta ekki á sér sjá, að þau eigi að ski'la af- ganginum. Önnur standa og telja smápeninga. Þau verða að spyrja um verð á mörgu, til að fá upp- hæðina til að ganga upp. Þau eru ákaflega viðkvæm fyr ir eigin virðingu, þegar þau eru að verzla. Sérstaklega þau, sem eiga minnsta peninga. Það tekur líka lengstan tíma að af- greiða þau. Guð gefi að stúlk- urnar sem afgreiða skilji hvað lítið þarf til að særa þessar við kvæmu sálir. Þær hafa það ál- gerlega í sínum höndum. Þessir litlu einstaklingar hafa allt mannkynið á móti sér. Allir telja sig þess umkomna að segja þeim ti'l og skipa þeim fyrir. Það mega líka allir vera óþolinmóðir við þau. Það er ekki tifl. erfiðari stund í lífi barns, en að biðja um eitthvað í sælgætissölunni og eiga ekki fyrir því. Þá horfa all ir velviljaðir menn í aðra átt. Það er kliður í anddyrinu. Þau horfa hvert á annað. Sum- standa kyrr, svolítið kýtt í herð um. Þau eru feimin og fá ekki útrás í mannalátum. Stú'lkurnar mynda hópa, tala, kíkja útund- am sér og hlægja. Þó óttast allir karflmenn, ungir sem gamlir, að þær kunni að vera að hlægja að sér. En oftast eru þær að sbapa sér öryggi með því að gera aðra óörugga. Sér í lagi strókana. Og hvað það tekst — hvað það tekst Strákarnir hafa líka varnir. Þeir spranga um með hendur í vösum, ekki ósvipaðir kenndum körlum í réttunum. Þeir horfa með uppgerðri fyrirlitningu á stelpurnar, og á hin-a strákana með storkandi svip. Þeim finnst sumir vera of feimnir, of fínir, of ófínir, — eða verst af öllu, tála of mikið við stelpur. Sum eiga ekki peninga fyrir sælgæti. Þau stika fram og aft- ur um anddyrið, eins og þau eigi eitthvað annað erindi, á meðan hin verzl-a. Okkur er ekki tamt í velferðinmi að líta á það sem fátækt. Það skiptir ekki máli. Staðreyndin er að þau hafa ekki peninga. Þó að þaiu láti sem ekkerí sé, taka hin börnin eftir því. Og börn eru miskunmar- laus. Þau eru miskunnarlauaari en ljónin í frumskóginum, því að ljóm verj-a önnur ljón. Börn ráð- ast fyrst og fremst gegn öðrum börnum. Með sumum börnum koma full- orðnir. Aldrei þessu vant horfa þeir niður til barnanna, í stað þess að ætlast til að þau horfi upp til sín. Þetta er athöfn bam anna, ekki ólíkt því sem réttirn- ar eru athöfn bændann-a. Full- orðnir eru algerir gestir og aukafólk. Hvernig líður þessum full orðnu risum innan um þennan hóp? Yfirleitt illa. Þeir finna til eigin klunnaskapar. Elli verð ur tilfin-nanleg hjá þrítugum m-anni. Við ferskleika barnanna sjáum við okkur sjálf í nýju fljósi. Okkur dettur í hug hvern- ig við munum líta út í þeirra augum. Sumir eru að þykkna um Framhald á bls. 8 KAFFI + KÖKUR HEITT SÚKKULAÐI HEITAR VÖFFLUR HEITAR PYLSUR GRILL-INN AUSTURVERI Háaleitisbraut 68 SMURT BRAUÐ HEITAR SAMLOKUR ÍS-RÉTTIR MILK SHAKE. Odýr réttur dugsins ullon duginn. Höium einnig hinn ljnflengu grill-rétti. NÆG BÍLASTÆÐI Sendum heim ef óskað er — Sífni 82455 SALTKJÖT SPRENGIDAGINN - BAUNIR - REYKT OG SALTAÐ FLESK GULRÓFUR ss BÚÐIRNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.