Morgunblaðið - 16.02.1969, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 16.02.1969, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1&69. 13 „Það getur vel verið að ég láti mína brúðu byrja í skúla næsta ár“ „Mín brúða heitir Lídía og hún er tveggja ára göm- ul“, sagði Ingibjörg Hilmars dóttir 5 ára gömuil. Ingibjörg sagðist eiga 4 systkini og vera Ingibjörg Hilmarsdóttir með brúðuna Lídiu. yngst þeirra. „En brúðurnar mínar eru flestar yngri“, sagði hún. „Af hverju heitir hún Líd- ía? „Af hverju“ svaraði . Ingi- björg undrandi. „Af því að ég sikírði hana það“. „Hvernig hegðar hún sér á daginn?1 „Hún er nú alltaf fín“, svar aði Ingibjörg og hallaði undir flatt og hélt síðan áfram eft ir nokkrar vangaveltur: „Já, hún er stillt og fer alltaf að sofa þegar ég segi henni það. Ég fer alltaf að sofa klukk- an 9, en stundum leyfi ég henni að vaka alla nóttina." „Er hún þá ekki syfjuð?“, skaut ég inn í. „Nei, nei,“ svaraði Ingibjörg „Hún er ekkert syfjuð, hún er svo dugleg. Og veiztu það, hú verður voða sjaldan veik því að .hún er svo hraust og faer aldrei flensu. Ég fer líka stundum með hana í göngutúr og þá skoðum við okkur um Hún fer aldrei ein út á götu, ég er alveg búin að banna henni það, en ég hugsa að hana langi það stundum." „Þykir þér ekki vænt um brúðuna þína?“ „Jú, mér þykir mjög vænt um hana við erum svo góðir vinir“. Inigibjörg var stöðugt að dytta að kjól Lídíu á meðan samtalið fór fram, því kjóllinn var svolítið krumpaður og það er meira en boðlegt er ungri og fallegri brúðu. Svo var Lídía að missa af sér aðra hosuna, en Ingibjörg lagaði það varfærnum höndum. „Átt þú fleiri brúður Ingi- björg?“ „Já, eina aðra og svo á ég lika baingsa og svoleiðis dót“ „Er hin brúðan lík Lídíu?“ „Nei, 'hún er eogum lik. Veiztu, það getur vel verið að ég láti hana byrja í skóla næsta ár.“ Svo hvarf þessi litla sæta stú'lka með brúðuna í fang- imu aftur imn í hóp vintovenma sinna, sem sungu og léku sam- an. „Ég er aldrei í vandræibim meb litlu $kinnin“ „Ég er búin að eiga þessa brúðu í 3 ár, hún héitir Dúna, eftir mömmu minni af því að hún gaf mér hana. Ég á fleiri brúður og þær heita: Ingi- björg, Jóhamna, Soffía, Stína, Dóra, Sigga, Soffía og Linda." Sjö ára hnáta, Valgerður Hallgrímsdóttir, sat með brúð una sína í fanginu en brúð- an hennar, hún Dúna, var vel dúðuð í kuldaú'lpu af því að hún hafði verið með flensuna sagði Valgerður, sem er nem- ahdi í ísaksskóla. „Er ekki erfitt að ala upp svona margar brúður? „Nei, nei, þær eru allar stilltar. Ég er aldrei í vand- ræðum með litiu skinmim.“ „Er nokkur í uppáhaldi, séretaikilega?" „Já, eiginlega þykir mér vænzt um Dúniu." „Heldur þú upp á afmælið þeinra allra?“ „Þær eiga stundum afmæli, en það er ekkert ákveðið. Ég hélí upp á afmælið þeirra, þegair ég var litifl. „Leikur Dúna sér við aðra en þig?‘ „Hún hefur einu sinni leik- ið sér við strák. I>að var bezti vinur minm, en hann er fluttur í burtu í Kópaivx>ginin.“ „Er ekki erfitt að koma öll- um brúðunum í svefn á kvöld in?“ „Þær fara snemma að sofa allar saman. Oft um leið og' ég. Ég fer alltaf með bænir- nar á hverju kvöldi í hljóði og þá líka fyrir brúðurnar mínar af því að þær kunna ekki að tala.“ Valgerður Hallgrímsdóttir með brúðuna sína Dúnu. * „Eg hef hana alltaf í herberginu hjá mér“ Eftir því sem stúlkurnar verða eldri verður hugmynda flugið um brúðuna minna, en Sigríður Geirsdóttir með Rögnu. aftur á móti verður brúðan haldgóður minjagripur, sem öllum stúlkum á öllum aldri, jafnvel fram á elliár, þykir vænt um. Sigríðúr Geirsdóttir 12 ára gömul var í hópi elztu stúlkn anna á brúðufundinum og all ar 12 ára stúlkur fara vel með brúðumar sínar. „Hvað ert þú búin að eiga þína brúðu lengi, Sigríður?“ „Ég er búin að eiga þessa í 6 ár. Hún varð 6 ára á jól- unum. Ég á líka einn banigsa og tvær litlar brúður." „Hvemig leikur þú þérmeð brúðurnar?“ „Ég leik mér oft með þær og þær eru oft hjá mér í rúm- inu ,þegar ég sofna en svo tekur mamma þær. Ég og vinkona mín leikum okkur sturudum með brúður- mar. Við látum þær fara í föt og svo förum við út að ganga með þær í dúkkuvögnum." „Hvað heitir þessi brúða?“ „Hún heitir Ragna af því að maðurinn, sem gaf mér hana hét Ragnar.“ „Hvar geymir þú Rögnu, þegar þú ert ekki að leika þér með hana?“ „Ég hef hana alltaf í her- bergintu hjá mér, þar sem dú'klkuirúmiið heninar , er en ég liæt hana oftast sotfa í vagninium. Mér þykir mjög vaent um dúkkumar rminar.“ „Dún á pínulítiö margar dúkkur“ „Kristín, ekki krækja hend inni í peysuna mína. Vertu nú stillt, sérðu ekki að maðurinn er að tala við oktour.“ Það var 5 ára gömuil stúlka Margrét Kristín Sigurðardótt ir, sem var að siða brúðuna sína, Kristínu um leið og hún kom sér þægilega fyrir í stóln um gegint mér með sólskins- bros og báðar hendurnar utan um brúðuna sína. „Hvað er Kristín þín göm- uim, Kristín?“ „Ég veit ekki hvað ég er búin að eiga hana lengi, en ég er búin að eiga hana voða liengi.“ „Hlýðir húin þér ailltaf?“ „Hún er þæg, skinnið og fer eiginlega alltaf að sofa þegar ég bý um hana. En stundum er hún óþæg að borða og ég er nú líka stundum svo- lítið óþæg að borða, en ekki a*taf.“ „Á Kristín afmæflisdaig?“ „Hún á afmæli sama dag og ég, 11 desember. Ég á eina vinkonu og býð henni þá með börnin sin, sem viija koma, en hún á pínulítið margar dúkkur. „Leikið þið Kristín ykkur oft úti?. „Ég leik mér oft úti og stundum fer ég með Kristínu líksa. Ég fer út með hana i kerru og stundum held ég á henni. Henni finnst svo gam- an að lába rugga sér, stund- um á píniulítilli fleygiferð. Henni finnst pínulítið gaman að fara út, ef það er gott veður, en ég fer aldei með Kristínu út í snjó. Einu sinni fór ég með Camilhi dúkkuna mína út í snjó og henni fannst voða gaimin. Fimnst þér gam- an í snjó? Ágústa Helga Sigurðardóttir fyrir ofan með dúkknna sina Hönnu. Fyrir neðan er systir hennar Margrét Kristín með brúðuna Kristínu. „Já, svaraði ég. „Mér lika, snjórinn er svo fallegur og svo er hann líka eins og stór lieir. Einu sinni fór ég á kaf inn í snjóinn í snjóhús og það fann mig eng- inn fyrr en ég sagði gú gú. Hvenær æbli snjórinn komi aftur?“ „Hún vill heldur sælgæti“ Ágústa Helga Sigurðar- dóttir, systir Margrétar var einnig á brúðufundinum, Ág- Framhald á bls. 23 „Súsý fær stundum að spila á píanóiá“ „Ég er í fjórðu sveit í KFUK og þar eru stelpur á öllum aldri, sagði Margrét Eggertsdóttir 8 ára gömul, en hún er nemandi í Melaskólan- um. „Ég er búin að eiga þessa brúðu í þrjú ár, sagði hún, „Og hún heitir Súsanna. Ég kallia hiana Súsý. Annars er ég búin að eiga alls 10 brúð- Margrét Eggertsdóttir með ' Súsý og Snata. ur með bangsanum og þær hafa heitið misjöfnum nöfnum Mér hefur þótt mjög vænt um þær aUar.“ „Hvernig er að umgangast brúðiur?“ „Ég læt alveg eins með brúðuna eins og hún sé lif- andi. Ég læt hana borða þeg- ar hún er svöng og ég legg á borð fyrir hana með brúðu matarstélli og brúðubolla- stelli. Hún er alltaf mjög stilllt við matborðið. Svo fer ég stundum með hana á daginn í gönguferðir, en ég hátta hana aRtaf á milli klukkan 8 og 9 á kivöldin.“ „Talarðu við hama.“ „Já, já, ég tala við hgna. Ég segi henni sögur og stund um les ég fyrir hana úr bók- um. Ég er nýlega búin að lesa fyrir hana úr ævintýr- um Æskuninar.“ „Hvenær á Súsý afmiæli?“ „Hún á afmiæli 1. miairz og þá held ég brúðweizhi. Sein- ast bauð ég vinkonum mínum með brúðurnar sínar og mamma keypti handa okkur gosdrykki og gaf okkur kök- ur með.“ „Syngur þú fyrir Súsý? „Ég raula stundum af því að mér finnst það gaman. En ég spi'la svolítið , svona með einuim puitta á orgefl eða pía- nó og svolítið á flautu, Oft þegar ég er að æfá mig læt ég Súsý hliusta á. Ég læt haina stundum líka spila á píanóið og hún hefur fengið að spila úr nótnaibókinni lög úr Souind oif misic.“ „Hvair færðu fötin á Súsý?“ „Miamma saumar yfirleitt fötin á brúðurnar og líka frænkur mínar, en ég keypti líka á Súsý galla og kjól, þeg ar ég fór í ferðalag ti'l vin- konu minnar í Dainmörku í fyrra. Þessi vinkona mín átti heima í Reykjavík en fluttist út til Danmerkur af því að ún var hálfdönsk. Ég reyni líka stundum að sauma á Súsý.“ „Þú hefur aldrei kennt Súsý að lesa!“ „Jú, það gerði ég einu sinni“, sagði Margrét og brosti við, Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.