Morgunblaðið - 16.02.1969, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FBBRÚAR 1060.
FÉKK BRÉFIN Ffifl UNNUSTANUH EFTIR 33 flR
Áhrifamikill vitnisburður um íshafsharmleikinn
í Loftsiglingunni eftir Per
Olof Sundman, sem Al-
menna bókafélagið gaf út á
sl. hausti, var sem kunnugt
er fjallað um örlög heim-
skautsleiðangurs Andrées,
sem ætlaði í loftbelg yfir
Norðurpólinn, en varð að
nauðlenda á ísnum, og lauk
svo, að leiðangursmenn, þrír
talsins, biðu bana við Hvít-
ey skammt frá Svalbarða.
Yngstur þeirra leiðangurs-
manna var Nils Strindberg,
sem var heitbundinn ungri
stúlku, Önnu Charlier. Á leið
yfir heimskautsísinn í átt til
Hvíteyjar, hraðritaði Strind
berg ástarbréf til Önnu í
dagbók sína. Þessi bréf fund
ust með öðrum föggum leið
angursmanna árið 1930. Þá
þóttu þau hins vegar vand-
meðfarin, þar sem Anna var
á lífi, gift öðrum. Voru því
viðkvæm ástarorð fjarlægð
úr bréfunum þegar birtur
var úrdráttur úr þeim, en
bréfin voru send Önnu. En
svo undarlega vildi til að
myndir, sem gerðar voru af
frumgerð bréfanna, glötuð-
Óhreinindi og blettir, svo sem fitublettir, eggja-
blettir og blóðblettir, hverfa á augabragði, ef
notað er HENK-O-MAT í þvottinn eða til að
leggja í bleyti. Síðan er þvegið á venjulegan
hátt úr DIXAN.
HENK-O-MAT, ÚRVALSVARA FRÁ
^ÓL.F=TERRI
Febolit filteppin eru eru 100% nælon,
teygjast ekki né upplitast og eru ónæm
fyrir venjulegum upplausnarefnum,
eru endingargóð og tryggja prýðilega
hljóð- og hitaeinangrun. Febolit teppin
er auðvelt að hreinsa með ryksugu,
teppahreinsara eða stífum kústi
(skrúbb). Bletti er bezt að fjarlægja
með góðu þvottaefni eða blettahreinsi-
efni.
Febolit teppin voru valin á öll stiga-
húsin hjá Framkvæmdanefnd bygg-
ingaráætlunar í Breiðholti.
Febolit teppin eru ódýr og fást hjá
okkur í glæsilegu litaúrval.
innr
ust og hafa síðan ekki verið
tiltækar. Er Per Olof Sund-
man ritaði aðra bók um
Andrée-leiðangurinn á sl.
hausti, sem heitir „Enginn
Trúlofunarmynd af Onnu Charl-
ier og Nils Strindberg.
gefningar á þeim ugg og þeirri
sorg, sem ég hef valdið þér
vegna atburða síðustu viku. —
Hversu oft hef ég ekki í þess-
ari viku kvalizt af þessari til-
hugsun, og þó er ég sannfærð-
ur um, að nú er ég að leggja
grundvöll að framtíðarham-
ingju okkar. Og þegar ég verð
kominn heim og við njótum
þeirrar hamingju að eiga hvort
annað og hugsum til þess tíma,
þá er ég viss um að sú tilhugs-
un mun eitt sinn gera okkur
hamingjusöm og valda því að
við finnum hve traustum bönd-
um við erum tengd.“
Þetta bréf til Önnu frá 21.
júlí er langt og tekur yfir níu
blaðsíður í dagbók Strindbergs.
í bréfinu er lýst nákvæmlega
atvikum, þegar loftbelgurinn
lagði upp frá Danaey 11. júli
1897. Ber bréfið vitni um það
ráðleysi og hik, sem ríkti allt
til þess að lagt var upp í þessa
fífldjörfu ferð og stuðlað þann-
ig með öðru að lausn ýmissa
lítt skiljanlegra þátta í Andrée-
gátunni, Bréfið heldur áfram á
þessa leið:
„Og svo hrópar Andrée
Strindberg og Frænkel, eruð
þið tilbúnir að stíga í loftbelgs
körfuna? Já og svo stigum
við um borð. Nú hvarflaði hugs
un mín eitt andartak til þín
og annarra ástvina heima. —
Hvernig skyldi nú ferð okkar
ganga? Og hugsanirnar brutust \
fram, en ég varð að halda
aftur af þeim. — Á þessu and-
artaki féll mér kannski tár á
kinn. — Höggvið á strengina,
heyrist Andrée hrópa — og svo
lyftist loftbelgurinn við fagn-
aðarhróp þeirra, sem niðri
standa og við svörum með:
„Lifi gamla Svíþjóð.“ Og svo
lyftumst við upp úr loftbelgs-
húsinu. Undarleg tilfinning, dá-
samleg, ólýsanleg. En maður
Anna Charlier
ótti, engin von“, birtir hann
þessi bréf í styttri, ritskoð-
aðri útgáfunni. En skömmu
fyrir síðustu jól gerðist það,
að ljósmyndir af upphaflegu
bréfi fundust í skúffu á
Surbrunnsgötu í Stokk-
hólmi. Þeirra hafði verið leit
að á vegum Dagens Nyheter,
sem strax birti grein um
málið. Er stuðzt við þá grein
í því, sem hér fer á eftir.
Ljósmyndaplöturnar af bréf-
unum fundust hjá Barbro
Strindberg, ekkju Tore Strind-
bergs, sem var yngri bróðir
Nils Strindbergs.Sagðj hún, að
frumbréfin, níu blaðsíður úr
dagbók Nils Strindbergs, hefðu
verið send rakleiðis til Önnu
Charlier, sem fékk þau þannig
í hendur þrjátíu og þremur ár-
um eftir að þau voru rituð.
„Bréf af ísjaka“, er yfirskrift
fyrsta bréfs Strindbergs til
önnu, sem er dagsett 21. júlí
1897. skömmu eftir að leiðang-
ursmenn nauðlentu á ísnum og
byrjar þannig:
„Elsku hjartans vina mín!
Þegar ég nú eftir vikudvöl, tek
mér penna í hönd til að skrifa
þér og spjalla við þig vil ég
byrja á því að biðja þig fyrir-
Fyrsta síða úr íshafsbréfum Nils Strindbergs til unnustunnar,
hraðritað eftir hraðritunarkerfi Arends.
Ný viðgerðarþiónusta
nordÍTIende
Dlial i: i: r i ^ \
Grensásvegi 3 - Sími 83430
Önnumst viðgerðir á NORDMENDE, og ELTRA
sjónvarps- og segulbandstækjum, viðtækjum,
DUAL stereómagnörum og plötuspilurum.
Veitum beztu fáanlega þjónustu.
Fljót afgreiðsla.
Munið að
hringja í síma 21999. •
Sjónvarpsverkstæði Hverfisgötu 39 ^ BUÐ,N
hefur ekki tíma til að hugsa of
mikið. — Góða nótt.“
í áðurnefndri bók Olaf Sund-
mans, „Enginn ótti, engin von“,
er þetta bréf prentað eftir rit-
skoðuðu útgáfunni sem birtist
á sínum tíma í norskri útgáfu
af „Með Erninum til póls’ins“.
Bréfið hefur ekki fyrr birzt í
Svíþjóð.
Samanburður, sem gerður
var á ritskoðuðu útgáfunni og
frumgerð bréfanna, sýnir, hvað
það var, sem menn voru eink-
um viðkvæmir fyrir um 1930.
Af tillitssemi við Önnu Charli-
er voru öll ástarorð fjarlægð
úr bréfunum. „Elsku unnustan
mín“, „góða nótt, ástin mín“ og
„Elsku hjartans vina mín“,
voru alltof viðkvæm orð til að
birtast og hurfu því úr textan-
ium. En samanburður á frum-
gerð bréfanna og því sem áður
var birt, sýnir, að ekkert hefur
verið fellt niður, sem máli
skipti fyrir rannsókn á örlög-
um Andrée-leiðangursins. En
eftirfarandi kafli var ekki birt-
ur:
„Ég svaf mjög vel í nótt og
mig dreymdi leiðinlegan draum
um þig, Anna. Mig dreymdi
nefnilega að ég hafði gleymt
því á sunnudegi, að Anna var
Framhald á bls. 19