Morgunblaðið - 16.02.1969, Side 19

Morgunblaðið - 16.02.1969, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1909. 19 - FÉKK BRÉFIN Framhald af bls. 14 komin til Stokkhólms og ég hafði lofað að sækja þig. Ég mundi ekki eftir þes'.su fyrr en kvöld var komið og þá þaut ég upp á Yasagötu til að sækja þig. Já, þetta var heimsku- legt/ í öðru bréfi til Önnu segir Nils Strindberg frá því, þegar hann og félagar hans tveir kom,u sér fyrir í áfangastað eftir að hafa dregið sleðana í tíu klukkustundir. Skap leið- angursmanna er nú farið að þyngjast og þeir hugleiða, hvert þeir muni neyðast til að hafa enn vetursetu á íshafinu. „Veslings litla Anna, hve ör- vingluð þú myndir verða, ef við kæmum ekki heim næsta haust. Og þú mátrt trúa því, að það kvelur mig einnig að hugsa til þess, ekki mín vtegna, því að það gerir mér ekkert þó að ég verði að erfiða, ef ég bara ein- hverntíma kemst heim.“ Hér klippti ritskoðunin 1930, en framhaldið er á þessa leið: „og fái að njóta þeirrar ham- ingju að verma mig aftur í sól ástar þinnar.“ Þessi kveðja til unnustunnar úr íshafinu var talin of við- kvæmt einkamál til að sjá dags- ins Ijós. Síðasta bréf Nils Strindbergs til Önnu er dagsett 31. júlí 1897 og því lýkur með þessum orð- um: „26. júlí gengum við yfir renn una og losuðum birgðirnar hinu megin og umskipuðum þeim til að skilja eftir dálítið af vistum og birgðum." Þetta voru lokaorðin í bréf- um Nils Strindbergs til Önnu. Hún fékk þau í hendur þrjátíu og þremur árum síðar. skömmu eftir að kistur þremenninganna höfðu verið fluttar til Stokk- hólms. Rannsóknir síðari ára hafa svipt Andréeleiðangursmennina allri hetjudýrð sem heimskauts- könnuði. En heimildir bera því vitni, að þessir þrír menn sýndu mannlega hetjulund í ríkum mæli k þriggja mánaða ferð sinnd á heimskautaísnum í op- inn dauðann. Anna Charlier, stúlkan sem Nils Strindberg skrifaði ástar- bréf á helgöngu sinni ’yfir hetm skautaísinn, var einkakennari þegar hún kynntist Nils, sem þá stundaði sömu atvinnugrein. Þau léku saman á hljóðfæri, hún á píanó og hann á fiðlu og op- inberuðu trúlofun sína skömmu áður en Andrée-leiðangursmenn lögðu upp. Anna gleymdi aldrei Nils Strindberg. í þrettán ár beið hún unnusta síns í heimskauta- íSnum, en giftist þá enskum kennara, Gilbert Hawtrey, og fluttist með honum til Banda- ríkjanna, en aftur til Englands í upphafi heimsstyrjaldarinnar fyrri. Árið 1930 kom Anna í stutta heimsókn til Svíþjóðar. Síðustu dagana sem hún dvaldist þar, kom hún út á götu að morgni og las svohljóðandi frétt á fregn miðum dagblaðanna: „Andrée- mennirnir fundnir. Gröf Strind bergs fannst...“ Næstu daga varð hún að halda áfram ferð sinni til að hitta mann sinn í Bandaríkjun um. Hún gat ekki beðið og ver- ið viðstödd jarðarförina, en varð að láta sér nægja að senda lítinn krans. Skömmu síðar fékk hún bréf in frá Nils Strindberg, sem bróð ir hans sendi henni í pósti, er hraðritunin hafði verið þýdd. Bróðurdóttir Nils Strindbergs heimsótti Önnu í Englandi 1947 og hetfur m.a. lýst heimsókninni þannig: „Maður Önnu, Gilbert Haw- trey, var dásamlegur maður, sem gerði allt sem hann gat til að hjálpa Önnu í sorg hennar. En allt kom fyrir ekki. Anna gat ekki gleymt. Heimili hennar var krökt af æskumyndum af Nils Strind- berg.“ Anna lézt 1947 eða 1948 eftir langvarandi veikindi. Börn eign aðist hún ekki með manni sín- um, sem einnig er látinn fyrir mörgum árum. En áður en Haw trey lézt, uppfyllti hann síðustu ósk Önnu. Líkami hennar hvíl ir í litlum ensikum kirkjugarði og eiginmaðurinn við hlið henn ar. En hjarta Önnu var brennt og liggur við hliðina á kistu Nils Strindbergs í Norra kirkju garðinum í Stokkhólmi. Til söln er sérhæíí í Austurborginni 150 ferm. 4ra herb. þar af tvö með Skápum, sam- liggjandi stofur og hol, gott eldhús með borðkrók, flísalagt bað með lituðum tækjum, þvottaherbergi á hæðinni, allt teppalagt, stórar suðursvalir. STEINN JÓNSSON, HDL., fasteignasali, Kirkjuhvoli. Sími 19090 og 14951. Uppl. í dag frá kl. 2—5 e.h. IBM GÖTUN Stórt og traust fyrirtæki óskar að ráða stúlku til að vinna við IBM götunarvélar. Gagnfræðaskólamenntun, verzlunardeild og vélritunarkunn- átta nauðsynleg. Reglusemi, samvizkusemi og góð ástundun áskilin. Aldurstakmörk 18—26 ára. Tilboð merkt: „Áhugasöm •=— 6020“ sendist Morgunblaðinu sem allra fyrst. Húseigendui Við smíðum handrið allt fyrir arin, hlið og alls konar list- smíði. Vönduð vinna. Afborgunarskilmálar. Hringið í síma 51212. Járnsmiðja Harry Sönderskov Vesturgötu 40, Hafnarfirði. HÖFUÐ- OG HEYRNARHLÍFAR Viðurkenndar af Öryggiseftirliti ríkisins Heyrnarhlífar Hlífðarhjálmur Ullarhúfur undir hjálma. Verð mjög hagstœtt — Heildsala Hjálmur með heyrnarhlífum smásala DYNJANDI S.F. SKEIFAN, Reykjavík Sími 82670. HEIMDALLUR - ÚÐINN SPILAKVÖLD SPILAKVÖLD SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA í REYKJAVÍK VERÐUR FIMMTUDAGINN 20. FEBRÚAR KL. 20.30 í SJÁLFSTÆÐISHÚSINU. 1) SPILUÐ FÉLAGSVIST. 4) DREGIÐ f HAPPDRÆTTI. 2) ÁVARP: Steinar Berg Björnsson Glæsilegir vinningar. formaður Heimdallar. 5) KVIKMYNDASÝNING. 3) SPILAVERÐLAUN AFIIENT. IIÚSIÐ OPNAÐ KL. 20. — Sætamiðar afhentir í Sjálfstæðishúsinu á venjulegum skrifstofutima. SKEMMTINEFNDIN.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.