Morgunblaðið - 16.02.1969, Side 21

Morgunblaðið - 16.02.1969, Side 21
— Hefðbundnar... Framhald af bls. 11 til 1799, segir Sigfús. Þetta eru m.a. bréf til undirmanna hans á íslandi og gefa góða hugmynd um þau fyrirmæli, sem selstöðu- kaupmenn gáfu undirmönnum sinum hér. Þar sést einnig hvern ig þessir kaupmenn litu niður á íslendinga og ekki síður íslenzka embættismenn. Kyhn var einn þeirra, sem skrifaði bækling út aif almennu bænarskránni segir þar margt óþvegið um íslenzka embættismenn. En fróðlegast er þó kannski bréf, sem hann hefur skrifað umboðsmanni sínum á Akureyri, Ólafi Waage, vorið 1 '797, þar sem hann fyrirskipar honum að taka ekkert tilli.t til Stefáns amtmanns Þórarinsson- ar eða annarra yfirvalda og láta það ekki viðgangast að þeir skipti sér á neinn hátt af verzl- uninni. Geri þeir það, þá skuli hann berja þá duglega og það þó það kosti hann sekir. Hann eigi semsé að umgangast íslenzka em- bættismenn eins og „et Skarn- agtig Kreatur". Rit um sögu ísl. verzlunar 1774-1855. — Og ert þú að vinna með þessa pakka frá Kyhn, Sigfús? — Þetta er nú í rauninni ekki nema lítill hluti af þvi, sem ég er að gera. Ég byrjaði að rann- saka heimildir um íslenzku verzl unina árið 1959. Þetta er nú orð- inn ærið langur tími. En heim- ildirnar eru feiknalegar, sum- part geymdar hér og sumpart í söfnum í Danmörku, svo að vinnu aðstaðan er á margan hátt afleit. Gallinn er nefnilega sá, að Þjóð- skjalasafnið okkar er mjög van- búið til sagnfræðiiðkana, því að það hefur t.d. næstum því al- gerlega vanrækt að láta mynda mikilvæg skjöl varðandi íslenzka sögu í erlendum söfnum. Slíkt er hins vegar verulegur þáttur í starfsemi hliðstæðra safna hér í nágrannalöndunum. — Ætlunin hefur verið að semja rit um sögu islenzkrar verzlunar á tímabilinu 1774-1855, heldur Sigfús áfram. Það er að segja um konungsverzlunina síð- ari og hið svonefnda fríhöndunar tímabil. Eftir að ég var búinn að vinna að þessu verki um skeið, þá kom í ljós, að hér er um svo vi'ðburðarríkt tímabil að ræða, og heimildirnar svo feiknarlega miklar, að ekki yrði hjá því kom izt að ■skipta því í tvennt. Fyrra bindið, sem ég er nú að semja, á að ná yfir tímabilíð 1774-1807, en hið síðara fram til 1855. Ég hefi hugsað mér að láta þetta fyrra bindi heita „Upphaf frí- höndlunar og alnmenna bænar- skráin.“ Og hafa undlrtitilinn: „fslenzka verzlunin 1774-1807“. — Hvenær kemur þetta út? — Til að vinna þetta verk hefi ég fengið nokkurn styrk úr Vís- indasjóði íslands og árið 1965 samdist svo með Verzlunarráði fslands og mér, að það styrkti mig næstu tvö árin til að semja ritið. Ætlunin var þá, að það kæmi ú.t í tilefni af 50 ára af- mæii Verzlunarráðs haustið 1967. En' þar sem verkið reyndist of yfirgripsmikið fyrir þá tímasetn ingu, sá ráðið sér ekki fært að veita mér frekari styrk til að ljúka því. Og nú verð ég ein- göngu að vinna það í hj'áverk- um, milli þess sem ég afgreiði skjöi uppi á Þjóðskjalasafni. Svo nú er algerlega óvíst hvenær þetta verk kemst á prent. — Ég held, að menn geri sér ekki almennt grein fyrir því, hve gífurlega vinnu þarf til að semja staðgott vísindarit um sögulegt efni, sagði Sigfús að lok um. En að mínu áliti er sögurit, sem inniheldur alls konar mis- sagnir, verra en óunnið. Mér finnst eitt heimildarritið, sem út kom núna fyrir jólin einmitt dæmi um það, hvernig fer, þeg- ar menn verða að baksa við slíkt í hjáverkum. En um það ætla ég að fjalla í ritdómi. — E. Pá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.