Morgunblaðið - 16.02.1969, Blaðsíða 28
28
MOBGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1969.
— Vitanlega, sagði Lísa.
— Þú yrðir hrifin af honum
Hamish. Hversvegna kemurðu
bana ekki með okkur?
— Nei, það get ég bara ekki,
en það er sama sem þegið, sagði
Lísa. Ég fer áreiðanlega út með
honum Peter Fraser.
— Æ ég lít alveg hræðilega
út, sagði Joy og skoðaði sig í
speglinum. Fötin hennar lágu á
gólfinu, þar sem hún hafði fleygt
þeim. Hún greip kremdollu og
fór að maka á sig úr henni.
— Það er gallinn á mér, að ég
fer ofmikið út og ét of mikið.
Og svo fæ ég aldrei nógan svefn.
Vertu nú væn og láttu renna í
baðið fyrir mig. Þú gætir víst
ekki lánað mér neitt rómantískt
til að vera í — er ég nokkuð
mikið feitari en þú?
— Nei, það held ég ekki, sagði
Lísa hughreystandi. — En ég á
bara ekki neitt fallegt. En þú
getur litið á mitt auma fatasafn
ef þú vilt.
Hún lét renna í baðið ogbætti
við nokkrum dýrmætum, dropum
af baðolíunni sinni, þar eð hún
vissi, að Joy mundi bara taka
hana sjálf annars. Þegar hún
kom inn í svefnherbergið fann
hún Joy standandi á tánum fyr
ir framan spegilinn og hélt Ijós-
bláa kjólnum hennar upp að
brjóstinu. Þáð va.r nú kannski
kjánalegt að vera að súta einn
kjól, en Lísa bafði ekki farið í
hann síðan kvöldið góða í Bag-
dad, þegar hún var með Blake
McCall, og henni var sérlega
annt um hann. Hún hefði heldur
viljað lána allt annað en hann.
En svo illa stóð á, að Joy kærði
sig ekki um neitt annað.
— Mér skilst að þú hafir ver-
ið eitthvað mikið að hitta hann
Peter okkar litla? sagði Joy.
— Já, ég hef farið út með
honum nokkrum sinnum. Síðan
Joe stakk því að henni, að Pet-
er væri séreign Joy, hafði Lísa
oft getið sér til um samband
þeirra, en svo virtist sem ekk-
ert væri milli þeirra. Joy um-
gekkst hann nánast ein-s og
yngra bróður eða léf sem hún
sæi hann ekki.
— Er honum eitthvað að verða
alvara? hélt Joy áfram.
— Nei, ekki mundi ég halda
það, sagði Lísa.
— Þá verður það bara seinna.
— Nú, hvað mig snertir þá er
um við bara — eins og fína
fólkið segir — góðir vinir. En
þú talar eins og af einhverri
reynslu, sagði Lísa.
— Það geri ég líka, kelli mín.
Mér fannst hann svo sætur, en
ég gat aldrei komið honum til.
Ég vil hafa eitthvert fjör í karl-
mönnum. Ég er ekki ánægð fyrr
en ég hef fengið það versta út
úr þeim annars fer mér að leið
ast þeir. Vel á minnzt hvað finnst
þér um hann Svarta Mack okk-
ar sem er svo laglegur?
Lísa dró djúpt að sér andann
og reyndi að svara sem kæruleys
islegast. — Jú, hann er nógu
laglegur, en hann er svo afskap
lega harður og skapillur. Og ég
held, að hann hati kvenfólk. Ég
á nú ekki við, að hann sé hin-
seginn, en hann virðist hafa líf-
ið álit á konum.
Joy kom út úr baðherberg-
inu, sveipuð í handklæði. Hún
sýndist jafnvel enn feitari, án
fata og háu hælanna.
— Veiztu hvað, sagði hún og
33
leitaði sér að vindlingi um leið
og hún þerraði á sér axlirnar
og horfði eftir einhverjum svip
brigðum á Lísu. — Ég held bara,
að þér lítist talsvert vel á hann.
Lísa reyndi að geispa, en það
mistókst. Hún leit út um glugg-
ann, og reyndi að gefa til kynna,
að sér leiddist þetta umtalsefni,
en óskaði þess um leið heitast
að Joy héldi áfram að tala um
hann.
— Mér dettur nú í hug, að
hann sé ennþá ástfanginn af
konunni sinni . . . sagði Joy allt
í einu.
Lísa fékk fyrir hjartað, við að
heyra þetta orð. Hún heyrði sína
eigin rödd koma eins og úr
fjarska er hún sagði: — Ég ...
ég vissi ekki, að hann ætti konu.
Jæja, þar var nú það. Draum-
urinn búinn. Henni hafði aldrei
getað dottið þessi möguleiki í
hug.
— Nei, það á hann ekki leng-
ur. Það er allt búið að vera.
Hann Brad garnli sagði mér það.
Svo virðist sem konan hans
Blake hafi hlaupið burt með ein
hverjum Kana. Hún fór fram á
skilnað og Blake samþykkti það
ef hann fengi að halda í dreng-
inn þeirra. Hún gekk inná það,
GRENSASVEGI22-24
SlMAfi- 30280-3 262
LITAVER
Nœlonteppin
komin aftur
Verð pr. ferm. 270.— og 343.-
Vönduð teppi. — Litaúrval.
sagði Brad, en sveik svo allt og
fór með barnið til Banda-
ríkjanna. Blake kærði þetta og
fór á eftir henni, en í millitíð-
inni fékk veslings krakkinn ein
hverja drepsótt — ég held tauga
veiki, sagði Brad — og dó í
sjúkrahúsi í New York, rétt áð-
ur en Blake kom þangað.
Lísa dró djúpt að sér andann
og kreppti hnefana, því að nú
minntist hún einmanasvipsins á
Blake um kvöldið eftir sam-
kvæmið í Bagdad. Og svo hins,
hvað hann var góður við flótta-
mannabörnin.
— Nei, hann getur varla ver-
ið að þrá hana neitt lengur, hélt
Joy áfram. — Mér skilst hún
hafi verið bölvuð dræsa, en ég
veit, að hann sér enn eftir
drengnum. Og ég veit, að hann
sýnist vera argur út í kvenfólk,
en hann getur nú verið skemmti-
legur samt. Mér skildist hann
hafa verið orðinn háttsettur í
hernum, þangað til hún nauðaði
á honum að fara þaðan. Og
Brad sagði mér, að hann væri
sérfræðingur í ratsjám. Og ha-nn
kennir enn í flugh'erskólanum,
og þessháttar Stöðum. En lofaðu
mér nú að prófa þennan indæla
kjól.
Þær tróðu henni nú einhvern-
veginn í kjólinn og Joy gerði
sig eins mjóa og hún gat, en
dugði ekki til. Þröngi kjóllinn
sat fastur á breiðum bakhlutan-
um á Joy, og varð allur van-
skapaður bæði að ofan og neð-
an.
— Æ, mikið skratti, að maður
skuli þurfa að vera svona feit-
ur! Ég verð víst að láta mér
nægja þennan gamla svarta! Að
minnsta kosti stendur hann ekki
á beini .. . andvarpaði Joy og
brauzt einhvernveginn út úr
bláa kjólnum, með mestu erfiðis-
munum.
Með ljósa hárið og girnilegu
armana, leit hún verulega vel út,
þegar hún hafði klætt sig.
Kannski dálítið giannaleg en
kvenleg þó. Hún kom hlaupandi
aftur til þess að fá lánuð sól-
gleraugu, og þegar hún var far
in, tók Lísa til við að laga til
allt ruslið, sem hún hafði skilið
eftir.
Lísa lagaði til í herberginu og
tók síðan pappír og penna og
ætlaði að fara að skrifa Símoni.
En það var ógerningur. Þessar
staðreyndir, sem hún var nýbú-
in að frétta um hjá Joy, hring-
snerust hver innan um aðra í
höfðinu á henni. Eftir að hafa
starað á autt blaðið stundar-
korn, hætti hún við allt saman,
og ákvað að fara út og líta í
búðir og kannski kaupa eitthvað
handa honum í staðinn.
Hún lagaði vandlega á sér and
litið og fór í gráan kjól og setti
Opið alla daga öll kvöld og
um helgar.
Blómin, sem þér hafið ánægju
af að gefa, fáið þér í Blóma-
húsinu.
16. FEBRÚAR
Hrúturinn 21 marz — 19. apríl
Vináttan er sterk. Geymdu fjámiálin til betri tíma.
Nautið 20. apríi — 20. maí
Misskilningur ríkir í samstarfinu. Snúðu þér að opinberum
málum
Tvíburarnir 21. maí — 20. júní
Sunnudagurinn gengur sinn vanagang og er skemmtilegur. Tal-
aðu Skýrt til að forðast misskilning. Gleymdu engum.
Krabbinn 21. júní — 22. júlí
Vertu varkár og athugaðu staðreyndir vel Möguleiba'r eru á
fjárhagslegum úrbótum. Þú fréttir leyndarmál. Þegiðu.
I jónið 23. júli — 22 ágúst
Ef þú hefur verið sæmilega siðsamur er ekkert að óttast
Fylgdu kvenþjóðinni að málum.
Meyjan 23. ágúst — 22. september
Góður dagur til að leita kynna við fólk, sem hefux sameiginleg
áhugamál með þér.
Vogin 23. september — 22. október
Ný framkvæmdaalda grípur þig. Þú þarft að fara yfir eitt-
hvað sem þú hefur sett samian. Þú kynnist fólki í dag, sem
verður þér gagnlegt síðar.
Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember
Hafðu þolinmæði með náunganum, og vertu góður við ætt-
menni þín. Allir munu skilja hvað þú ert að fara.
Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. de^ember
Fólk er málgefið og tannhvasst. Skiptu þér ekki af því.
Steingeitin 22 desember — 19. janúar
Einhverjir vinir reyna að sýna efnalega yfirburði. Reyndu ekki
að hafa þig í frammi í þeim efnum. Það missir marks.
Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar
Bænir þínar eru þér góð uppörvum næsta hálfa árið
Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz
Reyndu að hæla öðrum líka. Þér gengur vel heima fyrir.