Morgunblaðið - 25.02.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.02.1969, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1969. BÍLALEIBANFAIURhf car rental service © 22-0*22* RAUÐARÁRSTÍG 31 cz. Hverfiscötu 103. Simi eftir lokun 31160. magnúsar 4K!t>Hom 21 s*ma«21190 :'eftlrlokon»lf«i 40381 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Sími 14970 BÍLALEIGAN AKBRAUT Mjög hagstætt leigugjaJd. SÍMI 8-23-47 VEIZLU MATUR Heitur og kaldur SMURTBRAUÐ 0G SNITTUR Sent hvert sem óskað er, simi 24447 • A* 9 Svar hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur „í dálkum Velvakanda í dag (21.2) er fyrirspurn, undirrituð Domus M.“, um það „samspil milli samlaga", þegar menn flytja búferlum, að skil manns við sjúkrasamlag á fyrra dval- arstað skuli skipta máli um rétt- indi í samlagi á nýja dvalar- staðnum. Virðist spyrjandi telja það réttlætismál, að maður fái óskoruð réttindi í nýju samlagi, jafnskjótt og hann verður þar gjaldskyldur, án tillits til þess hvort hann hefir verið í skilum við fyrri samlagið og notið tryggingar hjá því. Telji spyrjandi einnig þá reglu óhafandi, að samlagsmaður njóti því aðeins réttinda óslitið 1 einu og sama samlagi, að iðgjalda- greiðsla hans til þess samlags falli ekki niður, þá er von að hann sé óánægður með „samspil- ið“. — Telji hann það hins vegar eðlilegt, að samfelld iðgjalda- greiðsla sé skilyrði fyrir sam- fellum réttindum, — og það er sú regla sem gildir — þá er ekki auðskilið, hvers vegna hann telur sjálfsagt að láta þá, sem skipta um samlag, vera betur setta en hina, sem um kyrrt eru. í 48. gr. almannatryggingalaga segir: „Þeir, sem verða samlags- menn þegar við 16 ára aldur eða Skriistofuherbergi Fundurherbergi — Geymslur 2 samliggjandi herbergi á góðum stað í Miðbænum til leigu. Hentug fyrir skrifstofur, eða sem fundar- herbergi fyrir félagasamtök. Símaþjónusta getur fylgt. Til greina kæmi leiga á fleiri samliggjandi herbergj- um, ef með þyrfti. Upplýsingar í síma 22000. CLERULL mIálpappír Fiberglas ÞURRKAÐ flytjast milli samlaga samkvæmt 53 gr„ öðlast réttindi án bið- tima. Biðtími annarra, þar á með al þeirra, sem misst hafa rétt- indi vegna vanskila, sbr. 74. gr, skal að jafnaði vera 6 mánuðir frá því að iðgjaldagreiðsla þeirra hófst .. “ Sjúkrasamlag Reykjavíkur." 9 Munur á hárgreiðslu- stofum „Kæri Velvakandi! Mig langar að skrifa þér nokkr ar línur um hárgreiðslustofu nokkra hér í borg Ég er ein þeirra kvenna, sem fer stöku sinnum í hárgreiðslu. í morgun fór ég í lagningu en varð mjög undrandi, þegar lagningin ásamt háriakki og lagningarvökva hafði hækkað um 19 kr. siðan i janúar, en í desember hækkaði hún um 12 kr. Ég borgaði sem sé 165 kr. fyrir hárgreiðsluna, en ná- grannakona mín, sem fer í aðra stofu, borga 144 kr. fyrir það sama. Viðskiptavinum í þeirri stofu, sem ég fer i, er óheimilt að hafa með sér hárlakk og lagn ingarvökva, sem er þó heimilt í mörgum stofum. Eigandinn sér nefnilega meiri hagnað í að selja viðskiptavinum þessi efni sjálfur en að vera liðlegur við þá og fengju þeir þá lagninguna 42 kr. ódýrari. 9 Aðeins lærlingar að verki Vissulega getur eigandinn haft þetta í hendi sér, en það ein- kennilega er við þessa stofu, að þar hef ég hvorki séð svein né meistara síðustu vikurnar. Lær- lingarnir eru þrír og vinna þeir störf sín af mikilli prýði, þar sem enginn er til að leiðbeina þeim. Að sjálfsögðu taka lærling- arnir fullt verð fyrir sína vinnu, (en fá enga tilsögn og allt of lágt kaup), meira að segja ný- byrjaður lærlingur er farinn að greiða hár viðskiptakvenna og tekur fyrir það (e.t.v. eitthvað minna) En ætti ekki sú geiðsla að vera ókeypis, þar sem hann er algjörlega óvanur og enginn til að leiðbeina? — Er ekki eitthvert eftirlit með þessum hárgreiðslustofum? Þetta er sannkölluð rányrkja finnst mér og engin furða þótt hárgreiðslustofan beri sig Lær- lingarnir vinna iðulega eftir- vinnu, en fá þó aldrei neina upp- bót á hið lága mánaðarkaup sitt sem sé vinnukrafturinn eins ó- dýr og hæft er, á meðan verðið hækkar stöðugt. Með fyrirfram þakklæti. Kær kveðja frá reykvískri húsmóður." 9 Gestanauð eða átroðn- ingur óboðinna „Mig langar að skrifa Velvak- anda út af langvarandi óánægju. Þannig er, ef við hjónin erum heima um helgar, þá fyllist hús- ið af óboðnum gestum. En sunnu dagarnir eru einu dagamir, sem fjölskyldan getur verið saman. Svo þurfum við að vinna ýmiss konar störf og börnin að undir- búa sig undir skólann. Ekki er það betra á sumrin, ef við erum úti í garði, að njóta sólar og hvíla lúin bein, þá fyllist garð- urinn af óboðnum gestum fyrr en varir, svo að við njótum engr ar hvíldar, eins og til var ætlazt. Svo að við sjáum okkur ekki annað fært en að fara út úr bæn- um til að njóta hvíldar. Ek ka um til að njóta hvíldar. Ekki má taka orð min þannig, að ég sé á móti gestum, en þeg- ar við hjónin vinnum úti alla virka daga, langar okkur til að eiga rólega stund saman. Aftur á móti finnst okkur tilvalið að fá gesti á kvöldin, og er það góð hvíld frá sjónvarpi. Ein nöldurskjóða." — Oftast er nú gaman að fá gesti, en sjálfsagt er að þeir hringi áður, svo að þeir viti, hvort vel eða illa stendur á. Sér staklega vel skilur Velvakandi þá ósk fólks að vilja fá að vera i friði á sunnudögum. Það er ó- þolandi að vera margræstur á hverjum sunnudagsmorgni allan ásrins hring af betlilýð eða merkjasölukrökkum og þurfa svo að taka á móti óboðnum gestum strax eftir hádegismat- inn, þegar allir viija hafa það náðugt í skauti fjölskyldunnar. Biafra-söfnun Bauða hross íslands Aliir bankar og spari- sjóðir taka við gjöfum. Framlög til Rauða krossins eru frádrátt- arbær til skatts. 'unruzr ^Ji^eiriion Suðurlandsbraut 16. Laugavegl 33. - Sími 35200. Lf. TEflK ÞURRKUÐ FURA TIMBURVERZLUNIN VÖLUNDUR HF. E. TH. MATHIESEN H.F. SUÐURGÖTU 23 — HAFNARFIRÐI — SlMI 50152

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.