Morgunblaðið - 25.02.1969, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1969.
27
Bridge — íslandsmeistaramót:
Eitt stig skildi
efstu pörin
nr. 2 Steinunn Snorradóttir og
Þorgerður Þórarinsdóttir 1155 st.,
nr. 3 Þórarinn Sigurþórsson og
Hjálmar Hjálmarsson 1135 stig.
D-riðill
nr. 1 Ólafur Gíslason og Reimar
Sigurðsson 1187 stig,
nr. 2 Arnar Hinriksson og Jakob
Möller 1173 stig,
nr. 3—4 Helgi Einarsson og
Orwill Utly 1112 stig,
nr. 3—4 Sigurbjörg Asbjörns-
dóttir og Guðríður Guðjónsdóttir
1112 stig.
Samningavon í Berlín
V-Berlínarbúum heimilar heimsóknir til
setakjörið verður flutt frá borginni
ÍSLANDSMÓTIÐ í tvimennings-
keppni í bridge var haldið um
helgina í Domus Medica með
þátttöku 188 spilara.
1 meistaraflokki ke-pptu 28 pör
og var mjög hörð keppni um
efsta sætið, sem lyktaði þannig,
að aðeins einu stigi munaði á 1.
og 2. pari. íslandsmeistarar árið
1969 urðu þeir Benedikt Jó-
'hannsson og Jóhann Jónsson með
1582 stig, en í öðru sæti urðu
íslandsmeistararnir 1968 þeir
Hjalti Elíasson og Ásmundur
Pálsson með 1581 stig, nr. 3 Jón
Ásbjörnsson og Karl Sigurhjart-
arson 1536 stig, nr 4 Hannes Þorr
finnsson og Jakob Ármannsson
1489 stig.
í 1. flokki urðu úrslit þessi:
B-riðill
nr. 1 Guðlaugur Jóhannsson og
Guðmundur Pétursson 1263 stig,
nr. 2 Hafsteinn Ólafsson og
Böðvar Guðmundsson 1140 stig,
nr 3 Guðlaugur Níelsson og
Birgir Sigurðsson 1111 stig.
C-riðill
nr. 1 Águst Helgason og Theódór
Jónsson 1186 stig,
Lítil leiðrétting
Þorkell Sigurbjörnsson segiir
í gagnrýni sinni í Mbl. 19.2 í
sambandi við orgeltónleika Jean
Luc Jaquenod í Dómkirkjunni
14. febr. að „nokkrar nótur hafi
þagað í sumum röddunum". Þetta
var ekki rétt með farið. Hins
vegar þögðu nokkrar nótur í
sumum röddum orgelsins daginn
fyrir tónleikana og raunar til
Id. 4.30 um daginn sem tónleik-
árnir voru haldnir, en þá hafði
Pálmar ísólfsson sett allar þær
raddir í samband, sem þagað
höfðu. Ég þykist viba að Þor-
kell hafi frétt um nóturnar, sem
þögðu, en varasamt var að
treysta því, að það yrði ekki
lagfært áður en tónleikarnir hæf
ust. Mér þykir rétt að biðja
Mbl. fyrir þessa leiðréttingu ým
issa ástæðna vegna.
Framhald af bls. 2
snertir raunhæfar kjarabætur
hefur oft á tíðum orðið enginn
eða jafnvel neikvæður, ef tekið
er tillit til bess, að oft hefur
hann kostað dýra verkfallsbar-
Það er því meira en tímabært
áttu, sem ekki lefur orðið bætt.
að kannaðir séu möguleikar
á því að taka upp nýtt fyrir-
komulag og starfshætti í þessum
efnum, er fullnægi aðstæðum í
nútíma þjóðfélagi í stað þess
að byggja á fyrirkomulagi, sem
er arfur frá fortíðinni og gat
e.t.v. hentað aðstæðum þá, þó að
það geri það ekki nú. í ná-
grannalöndum okkar gegna
stofnanir, sem byggðar eru upp
líkt og hið nýiega stofnaða Hag-
ráð hér á landi, sem samtök at-
vinnurekenda, launþega og rík-
isvaldið eiga aðild að, mjög mik-
ilvægu hlutverki í þessu efni.
Slíkar stofnanir fá til méðferð-
ar víðtækar kjaradeilur og gera
tillögur til lausnar þeim. Þótt
vald stofnananna sé að vísu að
eins ráðgefandi mun reynslan
víða hafa sýnt það, að mjög er
eftir slíkum tillögum farið, ef
sæmilega víðtækt samkomulag
næst um þær innan stofnananna.
Eitt af því, sem til álita kæmi
í þessu sambandi, væri að auka
starfsemi Hagráðs frá því, sem
niú er, þannig að til þess væri
ættazt, að það gerði ákveðnar til
lögur um lausn meiri háttar efna
hagsvandamála, sem á döfinni
Berlín og Bonn, 24. febr.
(AP-NTB)
• Sendiherra Sovétríkjanna í
Bonn, Semyon Tsarapkin, ræddi
á sunnudag við Kurt Georg
Kiesinger kanzlara. Skýrði sendi
herrann svo frá, að sennilega
væri unnt að ná samningum við
austur-þýzk yfirvöld um heim-
ild fyrir íbúa Vestur-Berlínar
til að heimsækja ættingja sína
í Austur-Berlín um páskana, ef
stjórnin og þingið í Bonn hættu
við að láta kosningu nýs forseta
Vestur-Þýzkalands fara fram í
Vestur-Berlín, eins og fyrirhug-
að er.
O IJpplýsingar þessar komu
mjög á óvart, en bæði sovézk
og austur-þýzk yfirvöld hafa að
undanförnu hvað eftir annað
mótmælt þeirri ráðstöfun að
efna til forsetakosninga í Vest-
ur-Berlín 5. marz.
9 Eftir viðræður sendiherrans
við Kiesinger bárust fregnir frá
Austur-Berlín um að Walter
Ulbricht, forseti og flokksleið-
togi, hefði ritað Willy Brandt
utanrikisráðherra bréf og gefið
í skyn að unnt yrði að ná sam-
komulagi um heimsóknaleyfi
eru hverju sinni, og auðvitað
gastu slíkar tillögur verið mis-
munandi frá fulltrúum hinna
ýmsu hagsmunahópa. Eftir þeirri
reynslu, sem hingað tii hefur
verið af starfsemi Hagráðs er
þó að mínu áliti aðeins takmark
aðs árangurs ið vænta af slíku.
Sú leið, sem ég tel l'íklegasta
ti’l þess að verða a.m.k. spor í
rétta átt í þessu efni væri að
lögfesta að fulltrúar vinnuveit-
enda, launþega og ríkisvalds sett
ust á rökstóla a.m.k. tveim mán
uðum áður en allsherjar kjara-
samningar rynnu út og gerðu á
því allsherjar könnun á grund-
velli beztu fáanlegra upplýs-
inga um afkomu atvinnuveganna
og þjóðarbúsins hverjar séu þær
hæstu rauntekjur, er launþeg-
ar geti borið úr býtum, án þess
að til álmenns taprekstrar og
þar af. leiðandi atvinnuleysis
leiði. Ef að slíku væri unnið af
raunsæi og ábyrgðartilfinningu
af hálfu þeirra aðila, er hlut
eiga að máli, má fyrir fram telja
líklegt, að í flestum tilvikum ná
ist samkomulag.
En hvað nú, ef samkomulag
næst ekki? Ég er þeirrar skoð-
unar, að lögbann gegn vinnu-
stöðvunum, hvort heldur eru
verkföll eða verkbönn, sé ó-
raunhæft. Hins vegar tel ég, að
til athugunar gæti komið, ef áð-
rnefndar samningaumleitanir
bera ekki ánngur, hvort ekki
sé unnt að fara þá leið í ríkara
mæli en nú er, að samtök laun-
þega ákveði einhliða kauptaxta,
gegn því að forsetakosningarn-
ar færu fram annars staðar en í
Vestur-Berlín.
• Þegar þessar fregnir höfðu
borizt um tilboð Austur-Þjóð-
verja, var borgarstjórn Vestur-
Berlínar kvödd saman til auka-
fundar. Að þeim fundi loknum
sagði Klaus Schiitz, borgarstjóri,
að strax yrði reynt að ganga úr
skugga um hvort austur-þýzk
yfirvöld væru reiðubúin til að
hefja samningaviðræður um
aukið ferðafrelsi íbúa Vestur-
Berlínar.
• Ibúar Vestur-Berlínar hafa
ekki getað heimsótt ættingja
sína í Austur-Berlín undanfarin
2Vs ár. Fyrir þann tima náðust
nokkrum sinnum samningar um
heimsóknarheimildir á páskum
og jólum, en engar heimsóknir
hafa verið Ieyfðar síðan á hvíta-
sunnu árið 1966.
Samkvæmt eigin ósk lætur
Heinrich Liibke af embætti för-
seta Véstur-Þýzkalands á næst-
unni, og hefur því verið boðað
til nýrra forsetakosninga þar í
landi 5. marz. Forsetakosningar
fóru fyrst fram í Berlín árið
1954, og hefur sú regla haldizt
en beri þá auðvitað ábyrgð á
því, að vinna fáist fyrir þá
taxta. Hér er engan veginn um
nýjung að ræða, þar sem all-
fjölmennar stéttir hafa þegar
fengið slíka aðstöðu viður-
kennda, svo sem bifreiðastjórar,
tannlæknar, verkfræðingar, lög
fræðingar o.fl., auk þess sem svo
mun raunverulega vera um fjöl
menmar stéttir iðnaðarmanna,
sem vinna eft.ir uppmælingum.
Aðhald um það. að slíkar ákvarð
anir yrðu ekki teknar á algjör
lega óábyrgan nátt, kæmi fram
í því, að auðvitað yrðu þeir,
sem slíkan rétt fengju, að bera
ábyrgð á atvinnumöguleikum
sínum, á sama hátt og leigubif-
reiðastjórar verða nú einir að
bera ábyrgð á því, að gjöld fyr-
ir afnot leigubifreiða séu ekki
svo há, að fæstir hafi efni á því
að nota þær. Þetta fyrirkomu-
lag getur því auðvitað ekki náð
til opinberra starfsmanna eða
annarra, sem hafa tryggða fasta
vinnu, þeirra launamál verð-
ur að leysa með öðru móti.
Þó að slíkt fyrirkomulag
tryggi auðvitað ekki, að til sam
dráttar og jafnvel stöðvunar í
einistökum atvinnugreinum geti
komið, ef taxtarnir eru ákveðn-
ir óhæfilega háir, mundi það að
verulegu leyti fyrirbyggja það
mikla tjón og óþægindi, sem víð
tækar vinnustöðvanir oft valda
saklausum almenningi, sem eng-
in áhrif getur haft á lausn
þeirra mála, er vinnudeilan
stendur um.
A-Berlínar, ef for-
síðan. Þegar ákveðið var að
halda uppteknum hætti að þessu
sinni, bárust strax harðorð mót-
mæli frá sovézkum og austur-
þýzkum yfirvöldum, siem vilja
halda því fram a'ð Vestur-Ber-
lín sé ekki hluti Vestur-Þýzka-
lands, heldur nokkurs konar
borgríki undir stjórn Vestur-
veldanna þriggja, Bandaríkjanna,
Bretlands og Frakklands.
Forseti Vestur-Þýzkalands er
ekki kjörinn með almennum
kosningum, heldur eru það allir
518 þingmenn Sambandsþings-
ins í Bonn og jafnmargir full-
trúar fylkisþinganna, sem kjósa
hann. Þegar ljóst var að kosn-
ingarnar áttu að fara fram í
Vestur-Berlín, gripu austur-þýzk
yfirvöld til þess ráðs að banna
þingmönnum að fara landleið-
ina frá Vestur-Þýzkalandi til
Vestur-Berlínar. Einnig hafa
verið boðaðar nýjar heræfingar
Varsjárbandalagsins í námunda
við Berlín um það leyti, sem for-
setakosningarnar fara fram.
Nú síðast á laugardag ræddi
Kiesinger kanzlari Vestur-Þýzka
lands við Tsarapkin sendiherra í
Bonn og ítrekáði ákvörðun
stjómar sinnar um að halda
kosningarnar í Berlín. Afhenti
Kiesinger Tsarapkin orðsend-
ingu vestur-þýzku stjórnarinnar
þessa efnis. Þegar svo þeir Kies-
inger og Tsarapkin hittust á ný
á sunnudag, var gert ráð fyrir
að þeir ræddu áfram þetta deilu
mál, en ekki búizt við neinum
nýjum tillögum.
Þegar Tsarapkin skýrði Kies-
inger frá möguleikum á því að
íbúar Vestur-Berlínar fengju að
heimsækja ættingja í Austur-
Berlín ef forsetakjörið færi
fram utan Berlínar, tók Kiesing-
tillögunni vel. Sagði hann að
Bonn-stjórnin væri reiðubúin til
að hefja strax samningaviðræð
ur, en nauðsynlegt væri að kom
ast að „varanlegu samkomu-
lagi", ekki aðeins samkomulagi
um heimsóknir yfir páskahátíð-
ina í ár.
Willy Brandt utanríkisráðherra
er staddur í New York, og þang-
að bárust honum fréttirnar af til
boði Austur-Þjóðverja. Kvaðst
hann í fyrstu ekki vita hvort
unnt reyndist að flytja forseta-
kosningarnar frá Vestur-Berlín
með svo stuttum fyrirvara, en
hins vegar bæri að athuga án
tafar möguleika á því að bæta
úr einangrun íbúa Vestur-Ber-
línar.
Borgarstjóri Vestur-Berlínar
sagði að loknum borgarstjórnar-
fundi í dag að hann væri reiðu-
búinn til að senda fulltrúa sinn
til viðræðna við austur-þýzk
yfirvöld um mál þetta og fá úr
því skorið hvort samningsgrund
völlur sé fyrir hendi. Sagði
hann við fréttamenn að ljóst
væri að sovézk yfirvöld hefðu
Framhald af bls. 28
vinnuiveganna. Hann teldi öll rök
hníga að þörf hinna lægst laun-
uðu til hækkaðra launa, þeir
hafi ekki talið sér fært að bera
fram kröfur um það. Miálið hefði
verið rætt frá sjónarmiði beggja
og orðið að samkomulagi að kaila
til sáttasemjara, til að hann tæki
að sér verkstjórn við umræðurn-
ar.
áhuga á að koma á samningum
um heimildir til heimsókna í
Berlín, en ekki væri jafn ljóst
hvern áhuga austur-þýzku yfir-
völdin hefðu. Sagði Schutz borg
arstjóri að á'ður en gengið yrði
til samninga þyrfti að liggja
ljóst fyrir að austur-þýzk yfir-
völd væru reiðubúin til að heim
ila Vestur-Berlínarbúum að
heimsækja ættingja sína í Aust-
ur-Berlín — ekki aðeins á pásk-
unum, heldur oftar. Samningar
yrðu að gilda að minnsta kosti
í eitt ár, og gera ráð fyrir fléiri
heimsóknar-tímabilum.
— Skólatónleikar
Framhald af bls. 3.
um sínum og syngja við undir-
leik hljómsveitarinnar „Það er
'leikur að læra“. Var þessu tek-
ið með áköfum fögnuði áheyr-
enda.
Sinfóníuhljómsveitin mun síð-
an efna til samkepprti fyrir á-
heyrendur, sem eiga að skrifa
hljómsveitinni fyrir marztónleik
ana og segja frá því, sem þeim
fannst skemmtilegast. Verðlaun-
in fyrir bezta bréfið verða þau,
að bréfritara verður boðið að
koma og stjórna hljómsveitinni
á næstu tónleikum ? marz.
Innbrotið
í Skólonesi
upplýst
í HAUST var brotizt inn í verzl
un á Skálanesi í Gufudalshreppi
og stolið 8000 kr. Nú hefur verið
upplýst, að valdur að innbrotinu
var drengur só, sem tvívegis hef
ur strokið af bæ þar í nánd og
nú síðast var leitað að með miklu
liði og fannst þá á Þorskafjarð-
arheiði. Var hann þá með pen-
inga á sér, og játaði að þá hefði
hann tekið er hann brauzt inn í
verzlunina í Skálanesi.
Spilokvöld
í Hnfnorfirði
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í
Hafnarfirði halda spilakvöld
fimmtudaginn 27. febr. kl. 8.30 í
Sjálfstæðishúsinu.
Framreiddar verða kaffiveit-
ingar og góð verðlaun veitt að
lokinni spilakeppni.
Sjálfstæðisfólk er hvatt til að
fjölmenna stundvíslega.
Ragnar Björnsson
— Kjarasamningar