Morgunblaðið - 25.02.1969, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.02.1969, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1969. — Ég veit svei mér ekki, hvað skal segja um það, sagði Lísa. — en líklega er það nokkuð, sem hver einstakur verður að gera upp við sjálfan sig. Farðu nú í skóna, annars verðum við of sein. Éf við förum strax niður, höfum við tíma til að borða morgunverð, og getum svo komið aftur og látið í töskurnar okkar. Meðan þær biðu eftir lyftunni, fór Lísa að hugsa um fyrstu hugmyndir sjálfrar sín um hjóna bandið, ef hún giftist Steve: „Má ég kynna manninn minn“ „stöðug karlmannssamfylgd“, „heilir dagarnir í búðarápi". En „unga frúin“, „kokteilsamkvæmi" þetta var allt hreinasta vitleysa, sagði hún við sjálfa sig. Ég er orðin þreytt á að hugsa ein- göngu um sjálfa mig. Ég vildi láta einhvern sem ég elskaði og virti hafa allt vald yfir mér. En þó vildi ég allra helzt geta hleg- ið með einhverjum, sem yrði aldrei leiðinlegur og færi aldrei í taugarnar á mér. En gagnkvæm ást og vrðing er ekki einhlít — ég vil eitthvað meira. . .eitthvað miklu meira. Þær voru nú komnar til hinna í borðsalnum. Þar var verið að ræða orðróminn um, að þau fengju ekkert að stanza í Eng- landi, heldur yrðu að leggja af stað um hæl með nýtt hlass af flóttafólki. Aðeins yrði ný áhöfn á vélinni. Henni var alveg sama. Þetta var vinna, sem var fyrir- hafnarinnar virði. Hún var að hugsa um þetta við morgunverðinn. Nú, þegar hún kunni það sem kunna þurfti var þetta allt miklu auðveldara. Samt vonaði hún, að ekki yrðu fleiri há-óléttar konur í farþega hópnum. 11. kafli Lísa stóð við hliðina á Peter Fraser í stjórnklefanum og hlust aði á vísbendingar frá Darw 4| in, en þær hljóðuðu uppá gott veður og allt í lagi. Henni varð litið við og sá þá flugstjórann standa fyrir aftan sig með glettn issvip á andlitinu. — O, það er ekki orði af þessu að trúa, sagði hann. Við verðum í átján þúsund feta hæð og þar verða nógir sviptivindar svo að þér er bezt að koma fyr- ir fölsku augnabrúnunum þín- um og bezta postulíninu og súrra þig vel niður. Meðan hún var að taka saman óhreinu kaffibollana, sagði véla maðurinn: — Það er heldur lítil smurning á númer eitt. Hún gekk til eldhússins með fullan bakkann, en á leiðinni þangað minntist hún kvikmynd- ar, sem hún hafði nýlega séð. Þar var flugvél í nauðum stödd að brjótast gegn um hræðilegan storm á einum hreyfli. Flugfreyj an hafði staðið sig með ágætum og róað farþegana og að lokum hjálpað flugmanninum, sem var 40 orðinn að fram kominn af súr efnisleysi til að lenda. En flugið til Singapore var ekkert þessu líkt. Lísa fékk ekk ert tækifæri til að sanna hug- rekki sitt. Þær skiptust á um að hafa til mat handa áhöfninni, en þess í milli, sváfu þær eða spiluðu. Flugstjórinn fól Peter flugið að mestu leyti, en sat í hinu sætinu og las reyfara. Einu sinni kom hann aftur í, stanzaði hjá Lísu, en tók svo allt í einu bókina, sem hún var TALIÐ VID MANNINN, SEM Á VALE ÁÐUB EN ÞÉR FESTIÐ KAUP Á LYFTARA Hvort sem þörf er fyrir lítinn eða stóran lyftara, drifinn raf- magns-, benzín- eða diesel-hreyfli, til innanhúsnota eða utan, fæst VALE sem hentar Eftirtalin islenzk fyrirtæki eru mebal Jbúsunda annarra um allan heim, sem nota VALE' LYFTARA Síldarverksmiðjur ríkisins Kassagerð Reykjavíkur h.f. Eimskipafélag íslands h.f. Vegagerð ríkisins Sölunefnd varnarliðseigna Hraðfrystihús Sig. Ágústssonar Söltunarstöðin Síldin h.f. Kaupfélag Héraðsbúa Hafaldan h.f. Flugfélag íslands h.f. ísbjörninn h.f. H. Benediktsson h.f. Bernharð Petersen J. Þorláksson & Norðmann h.f. K. Jónsson & Co. h.f. Skeljungur h.f. Síldarverksmiðjan Rauðubjörg Eyjólfur Ágústsson, vélsmiður Niðursuðu- og hraðfrystihús Langeyrar. KyM VALE' - V.liii VALE t mmmm Grjótagötu 7 Sími 24250. að lesa út úr höndunum á henni, athugaði hana andartak og rétti hana síðan að henni aftur. Hann lytfi brúnum um leið og hann horfði á hana og sagði: — Merkilegt! en útskýrði það ann ars ekki neitt nánar. Rétt áður en komið var til Kalang, tók ein hreyfillinn að hósta. Flugstjórinn fór fram í, til þess að taka við stjórninni .Pet- er hf "i átt að lenda og hafði hlakkað til þess, þar eð hann hafði enn ekki réttindi til að lenda með farþega. En Blake McCall sat kyrr undir stýri og tókst lendingin vel, þrátt fyrir einn dauðan hreyfil. Þegar þau komu í gistihúsið, þar sem þau áttu að borða, með- an verið væri að athuga hreyf- ilinn, komst orðrómur á kreik um, að ef til vill yrði nauðsyn- legt að skipta um hreyfil. En það þýddi sama sem að þau urðu að vera þarna yfir nóttina. Og skömmu seinna kom vélamaður- inn og staðfesti þennan orðróm, en hann var kominn utan af flug vellinum og hafði með sér far- angur áhafnarinnar. Joy tók strax að gera ráð- stafanir um gistingu fyrir þau öll, og Lísu leiddist að hafa ekk ert að gera. Hún óskaði þess heitast, að hún gæti farið út á flugvöllinn og fært flugstjóran- um mat því að hún þóttist þess viss, að hann væri þar hjá Við- gerðarflokknum. Á flestum stöðum þar sem við var komið, var áhöfninni veitt aukaaðild að betri klúbbum. Einn þeirra var Tanglinklúbb- urinn i Singaport. Lísa hafði heyrt að þar væri ágæt sund- laug. Joy sagðist ætla að skrifa honum Hamish og sofa svo dá- lítið meira. Lísa hugsaði séi að fara ein í klúbbinn og synda. Hún vissi að ef hún flýtti sér ekki af stað, mundi Peter elta hana, svo að hún flýtti sér upp í herbergið, se.n hún hafði með Joy, hafði fataskipti, tók sund- fötin sín og var komin út úr gistihúsinu, áður en nokkurt hinna varð þes3 vart Þegar hún ók í leigubíl fram með ströndinni, sá hún ofurlitla gufu leggja upp úr jörðinni, rétt eins og regn hefði nýlega fallið á hana heita. Allir litir á trjám og öðrum gróðri voru frískir og sterkir í rakanum. Hún hafði gaman af handvögn- unum og strákunum með skrítnu hattana, sem drógu þá og svo kínversku konurnar í snotru bómullartreyjanum sínum með uppistandandi krögunum. Sumar voru í svörtum buxum en hvít- um skyrtum að ofan, en aðrar voru í alfatnaði úr rósóttu sirsi. Stúlkurnar í vestrænum bún ingum voru ekki líkt því eins snotrar. Hún fór framhjá hinu fræga Raffles-nóteli, þar sem fólk sat úti á svölunum undir skugga „Blossa“trjáa, en lengra í burtu var kriketvöllur ásamt klúbbhúsi, þar sem margir Ev- rópumenn sátu úti á svölum. Þarna voru margir glæsilegir veitingastaðir og ein afskaplega há bygging, þarsem var nætur- klúbbur uppi á þakinu. Hún heyrði glymj andi austurlanda- tóniist, sem kjm í glefsum utan Hrúturinn, 21. marz — 19 .apríl Mikið er annríkið, og enginn virðist sérlega viðbragðsfljótur. Nautið, 20 apríl — 20. maí Forðaztu mjög miklar breytingar á efnahag þínum, og taktu ráðum þeirra, sem eldri eru. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní Þú eyði talsverðum tíma til einskis, en reyndu að fara ná- kvæmlega eftir kröfum nútímans. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí Það er óþarfi að luma á upplýsingum gagngert til að villa heimildir á sér og fleirum Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst Eitthvað nýstárlegt birtist þér I tengslum þínum við fólk. Meyjan, 23 ágúst — 22. september Heimildum er snúið, en láttu þér fátt um finnast. Vogin, 23. september — 22. október Þú skalt ræða málin alvarlega við þá, sem þér standa næst Sporðdrekinn. 23. október — 21. nóvember Útilokaðu smáatriðin frá því, sem þú tekur þér fyrir hendur. Gerðu þér grein fyrir fjárhagnum. Bogamaðurinn, 22. nóvember — 21. desember Ágætur dagur fyrir félagslíf. Taktu saman skuldir þínar, og gerðu upp Steingeitin, 22. desember — 19. janúar Starfið útheimtir óvenju mikið af þér, og það skaltu gjarnan gefa, í þetta sinn, en þó af það mikilli lævísi, að það verði ekki níðst á þér af hefð Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar Ákvarðanir og athafnir þínar kunna að falla yngra fólki illa í geð en það er óhjákvæmilegt í bili. Ráðgaztu við þér fremri menn. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz Lánið leikur við þig, svo að þér er óhætt að taka lifinu með ró. Farðu yfir gömul skjöl i dag, og eyddu kvöldinu með ættingjum þínum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.