Morgunblaðið - 27.03.1969, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.03.1969, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 196® 20-30 kaupendur — í íslenzku deildina á kaupstefnunni Einkaskeyti til Mbl. •frá Kaupmannahöfn. HIN yfirgripsmikla norræna fatakaupstefna Fashion Week í Kaupmannahöfn hefur vakið mikla athygli. Hana sóttu 7000— 8000 kaupendur víðsvegar að úr Vestur-Evrópu og frá Bandaríkj- unum. Ánægja ríkir með ís- lenzku sýningardeildina þar sem 10 fyrirtæki frá Reykjavík og Ákureyri sýna saman vörur sín- ar. Úlfur Sigurmundsson, fulltrúi útflutningsdeildar Félags ís lenzkra iðnrekenda, sem sér um íslenzku sýningardeildina, kveðst vera mjög ánægður. íslenzku vörurnar hafi vakið athygli, eink um hinir fallegu gærupelsar fyr- ir ungar stúlkur. Einnig hafi fallegu peysurnar í prjónlesdeild inni vakið áhuga kaupenda. 20— 30 kaupendur frá Noregi, Sví þjóð, Danmörku, Hollandi, Sviss, Bandaríkjunum og Vestur-Þýzka landi hafa heimsótt íslenzku deildina. Úlfur svaraði spurningunni um það hvort hann mundi vilja gera einhverjar breytingar á UNGLINGA TÓNLEIKAR FYRIR u. þ. b. mánuði auglýsti Sinfóníuhljómsveit íslands tón- leika fyrir unglinga á aldrinum 13 til 16 ára. Vegna ónógrar þátt- töku varð að aflýsa tónleikun- Uim á seinustu stundu. Nú ætlar hljómsveitin að efna til slíkra tónleilka á föstudaginn kemur, 28. marz, og hefjast þeir kluíkk- an 2 eftir hádegi. Fyrst leikur hljómsveitin þætti úr svítu eftir Couperin, þ. . e. 250 ára gömul dansmúsik, og . síðan svipaða dans-svítu eftir Stravinsky, sem hann samdi fyr- ir fjóruim áratugum. Ung stúlka, Júlíana Kjartans- dóttir, leikur einlekinn í fyrsta þætti G-dúr fiðlukonsertsins eft- ir Mozart, en hún er nemandi Ingvars Jónassonar í Tónlistar- skólanum í Reykjavík. Tónleik- unum lýkur með fimmtu sin- fóníu Beetlhovens. Stjórnandi tónleikanna er Þor- 'kell Sigurbjörnsson og kynnir hann jafnframt verkin og höf- undana. Aðgöngumiðar að þessum tón- leilkum eru seldir í bókabúð Lár- usar Blöndal, Skólavörðustíg 2 og kosta kr. 25.00. 'i Allir soksóttir Bern, Sviss, 26. marz — AP SVISSNESKA ríkisstjórnin I ákvað í dag, að Arabamir þrir, sem handteknir voru eft- ir árásina á ísraelsku þotuna á Ziirich-flugvelli, skyldu sótt í ir til saka fyrir rétti í Zúrich,! svo og ísraelski öryggisvörð- með tilliti til þátttöku síðar, á þá leið, að eftir reynslunni af þess- ari sýningu viidi hann gera ýms- ar smávægilegar breytingar á sýningu íslendinga. En aðalatrið- ið sé, að íslendingar muni veTða þátttakendur aftur. Dönsku blöðin hafa verið ósam mála um sköpunarhæfileika tízkuteiknaranna á Norðurlönd- um. Sum blöðin halda því fram, að á þessari kaupstefnu hafi að- eins fáir sýnt skapandi hug- myndaflug, en hinir verið með eintómar eftirlíkingar. Önnur blöð segja aftur á móti, að mik- ið hugmyndaflug og dirfska hafi einkennt norrænu fatasýning- una. Og stöku blað segir sigri hrósandi, að Norðurlandatízkan sé ekki síður djarfleg en Parísar- tízkan. Um það hafi gestir get- að sannfærzt á þessari fjögurra daga Norðurlandasýningu. — Rytgaard. Afburðaafli við Djúp Benedikt Gröndal. fsafirði, miðvikudag. MIKILL afli hefur borizt á Iand í verstöðvunum hér við Djúp undanfarna daga. Segja má að Djúpið sé fullt af rækju. Sl. mánudag fengu sjö bátar 3 tonn hver af rækju, en það er viku- skammturinn sem bátarnir mega veiða. Rækjan er yfir- leitt stór og góð. Telja sjó- menn meira rækjumagn í Benedikt Gröndol forstöðu mnðnr Fræðslumyndosnfnsins MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ skipaði í gær Benedikt Gröndal, | ritstjóra, forstöðumann Fræðslu- myndasafnsins frá 15. maí 1969, samkvæmt einróma meðmælum I stjórnar Fræðslumyndasafns rík- isins, segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu er blaðinu barst í gaer. Loðna til Austf jarða Einnig góður bolfiskafli ENN er mikil loðnuveiði í Lóns- bugt og fara bátamir með loðnu farmana inn til Norðfjarðar, Eskifjarðar og Fáskrúðsfjar'ðar. Fréttaritarinn á Norðfirði sím aði í gærkvöldi að nóttina áð- ur hefðu þrír bátar komið til Norðfjarðar með 800 tonn af loðnu, en það voru Magnús NK, Isleifur 4 og Fylkir RE. I gær- kvöldi var vitað um þrjá báta, sem mundu koma inn, Óskar Magnússon, Ólaf Sigurðsson og Örfirisey me'ð 700—800 tonn. Og líklegt talið að fleiri kæmu í nótt. Til Norðfjarðar kom líka í gær Bjartur með 25 tonn af bolfiski og Barði með 30 tonn. Svo þar var nóg að gera við að vinna aflann. Fréttaritarinn á Eskifirði sagði að Eldborgin hefði komið nótt- ina áður með loðnu og í gær komu Héðinn og Kristján Val- geir til Eskifjarðar. Einnig hafði Jón Kjartansson landað 80 tonn- um af þorski. Til Fáskrúðsfjarðar höfðu 2 eða 3 bátar komið með fullfermi af loðnu frá því við birtum frétt ir af bátunum í fyrradag. Ungt hljðmlistarfólk Á BARNATÓNLEIKUNUM í gær fengu tvö börn að stjórna hljóm sveitinni. Á morgunhljómleikun- um fékk Andrés Kristjánsson, 11 ára, úr Hafnarfirði að stjórna, og síðdegistónleikunum stjórnaði Ögmundur Skarphéðinsson, 11 ára, Laugarásvegi 71. Nafnið á litla hljómsveitarstjóranum í fyrradag, misritaðist undir mynd inni. Hljómsveitinni stjórnaði Kristín Blöndal Magnúsdóttir, 11 ára, Nóatúni 27. Á föstudaginn verða unglinga- tónleikar hjá Sinfoníuhljómsveit- inni. Þá mun 12 ára gámul stúlka, Júlíana Kjartansdóttir, leika ein- leik á fiðlu með hljómsveitinni. Bondorískur stúdenlokör syngur létt lög og negrnsólmn í Tönobæ tækifæri að hlusta á þessa vin- sælu söngvara í Tónabæ, virðist söngskráin vera við hæfi bæði ungs fólks og foreldra, og er þetta einstakt tækifæri fyrir for- eldra að heimsækja skemmtistað drap ■ urmn, sem skaut og fjórða tilræffismanninn. Formlegar ákærur hafa ekki enn verið lagðar fram. Arabarnir þrír hafa verið í haldi frá 18. febrúar, en ísra- elski öryggisvörðurinn var lát inn laus gegn 100.000 franka tryggingu í sl, viku. Ekki er búizt við því, að réttarhöldin f hefjist fyrr en í fyrsta lagi haust, því nú hefur enn eitt gerzt varðandi málið. ísra- elski aðstoðarflugmaðurinn, sem særðist alvarlega í skot- árásinni ,lézt sl. þriðjudag af sárum sínum, og gæti þetta þýtt að ákæran á hendur Ar- öbunum verði morð,- en við- urlög við því er ailt að lífs- tíðar fangelsi í Sviss. STÚDENTAKÓRINN „Campus Eohoes“ frá Jóhnson State Col- lege, Vermant í Bandarfkjunum, syngur í Tónabæ nlk. föstudags- kvöld kl. 9 e. h. Kórinn er stofnaður 1966, skip- aður 14 mönnum, og syngja þeir einkum létt lög og negrasálma. Söngstjóri er Dr. Thomas Fisher. Þó ungur sé, hefur kór- inn átt mikluim vinsældum að fagna, og getið sér góðan orð- stír í samkeppni við aðra stúd- entakóra. Hefur hann vakið at- hygli á skóla sínuon með söngn- um. Kórinn kemur frá heimaborg sinni í Bandaríkjunum og er á leið til Evrópu, nánar til tekið Luxemborgar, Austurríkis og Sviss í kynnis- og söngför. Á föstudagskvöldið er því Spilokvöld í Hafnaríirði SPILAK V ÖLD Sjálfstæðisfélag- anna 1 Hafnarfirði verður í Sjálf- stæðishúsinu í kvöld, fimmtudag, kl. 8.30. Spiluð verður félagsvist og góð kvöldverðlaun verða veitt. Kaffi verður framreitt. Eitt málverka Páls Andréssonar. Sýning Póls SÝNÍNGU Páls Andréssonar á málverkum í Hliffskjálf lýkur í kvöld klukkan 22. HeÆur bún verið opin undan- farið og aðaókn verið góð. Þetta var fyrsta sýning Páls. — Hafa margar myndir þegar selzt, en nú eru síðustu forvöð að sjá sýn- inguna. Bæða við Framsökn AÐ undanförnlu munu hafa | staffiff yfir viðræffur milli, l Hannibals Valdimarssonar og I stuffningsmanna h a n s o g Framsóknarflokksins um ein- hvers konar stjórnmálalega samvinnu þeasara affila þ. á j m. meff kosningabandalagi. Niðurstöffur þe.ssara við- ræffna muniu ekki liggja fyr- ir enn. unga fólksins og sjá þau húsa- því, aff þeir hyggffust stofna kynni, sem æskulýðsráð hefur búið ungu kynslóðinni. (Frétt frá Tónabæ). Svo sem kunnugt er Ihafa 33. Hxd7, Hxd7; 34. Dxa7?, He7t; Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson marglýst yfir ísafjarðardjúpi nú en nokkru sinni fyrr. Afli íiinuháta hefur verið ágæt ur síðuistu daga. Er það nú að- allega steinbítur sem aflast. Veiðist hann nú norðar en áður, og er orðinn mun feitari en fyrr í mánuðinum. Hafa flestir línu- bátar frá Djúpi róið suður á Barðagrunn, sem ea* út af Barða, síðustu daga. Áður urðu bátarn- ir að sækja alla leið suður að Bjargi. Eirnnig hefur verið ágæt- ur afli hjá togveiðibótum und- anfarið. Landaði Guðtoj artur Kristján á ísafirði 80 tonnum á þriðjudag, Um helgima var unnið á öll- um fiskvinnslustöðvum við Djúp á laugardag og sumnudiag. Afli netabáta hefur verið að glæðast síðustu daga, en hann hefur verið tregur fram til þessa. í Bolungarvík hefur einnig mikill afli borizt á lamd. Afla bátarnir yfirleitt ágætlega. 900 tonn af loðmu höfðu verið brædd þar í síldarverksmiðju'nni. Einn- ig er þar góður rækjuafli og hörpudiskaveiðarnar ganga ágæt lega. _ _____ Lorsen vann Tnl DANSKI stórmeistarinn Bent Lansen sigraðj Lettann Mdkhael Tal í skákeinvígimu, með 5V2 vinningi gegm 2V2 vinningd gegn 2%. Larsen vann fjórnr skákir, gerði þrjú jafntefli og tapaði að- eins einni. Það er greinilegt að sterk.ari „sksákfaugar" færðu Larsem þennan yfirburðasigur. Tal tefldi margar skemmtilegar skákir í þessu einvígi, en það var Larsen sem bló síðast í flest- um þeirra. Larsen vann 3., 4., 6. og 8. skákina. Tal vann 5. gkák- ina, en hinar urðu jafntefli. Tal verður nú að taka þátt í und- anrásum í sovézka skákmeist- aramótinu til þess að eiga mögu- leika á heimsmeistaratitlinum á næstu árum. Innan tíðar hefst einvígið um beimismieistaratitil- inn miilli heimsmeistamns Tigr- an Petrosyan og Boris Spassky, en báðir þesisir stórmeistarar eru sovézkir. 5. EINVÍGISSKÁKIN Hvítt: Larsen Svart: Tal Kóngsmd'versk vörn. 1. Rf3, Rf6; 2. c4, g6; 3. Rc3, Bg7; 4. e4, d6; 5. d4, 0-0; 6. Be2, e5; 7. 0-0, Rc6; 8. d5, Re7; 9. Rel, Rd7; 10. Rd3, f5; 11. Bd2, Rf6; 12. f3, f4; 13. c5, g5; 14. Hcl, Rg6; 16. cxd6, cxd6; 18. Rc7, gxf3; 50. Rxa8, Rxe4!; 22. Kf2, Dg2+; 24. Be3, Dxto4; . líxhí, Dxh4t; 28. Dxe2, e4; 29. Hgl, e3; 30. Dxe3, He7; 31. Hxg7t, Kxg7; 32. Hc7, Bd7; 15. Rb5, Hf7; 17. Dc2, g4; 19. gxf3, Bh3; 2 21. fxe4, Dg5t; 23. Kel, Rh4; 25. Bf2, f3; 26. 27. Rf2, fxe2; 35. Kdll, Dc4; 36. Db6, Dílt; 37. Kc2, He2t; 38. Kc3, Dclt; 39. Kd4, De3t; 40. Kc4, Hc2t. Húsköla- fyrirlestur Þorsteinn Gylfason, B.A., flyt- ur þriðja og síðasta Hannesar Árnasonar fyrirlestur sinn um heimspeki n.k. laugardag 29. marz kl. 15. Fyrirlesturin nefnist Atferli og nmhverfi. Verður þar greint laus lega frá hugmyndum og kenn- ingum samtímans, heimspekinga, lífeðlisfræðinga og sálfræðinga um vandamál svonefdrar tví- hyggju vitunarlifs og líkamsstarf semi. . Fyrirlesturinn vei'ður fluttur í Nprræna húsinu, og er öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. (Frá Háskól.a fslands). þingflokk en af þ)tí hefur Tímahrakinu er llkið og staða enn ekki orffiff af einhverjum Larsens töpuð, hanm gafst því ástæffum. Upp. Hóskólafyrirlesftur um tækni og heimspeki NÆSTKOMANDI föstuidag kl. 5,30 e. h. flytur Magda King fyrri fyrirlestur sinn af tveimur til kynrýngar á heimspelki Heid- eggers. Netfnast fyrirlestrarnir „Sannleikux og tækni (Trutih and Technology). Mun fyrirlesarínn nota eitt hið nýjaata atf verfcum Heideggers: Die Frage nach der Teehnik, sem eins konar innganig að heimspeki Heideggers al- mennt. Efni fyrirlestranna er mikil- vægt á okkar dögum, þar sem tæiknin mótar orðið líf einstakl- inga og þjóða, jafnframt því sem kynning á heimspeki Heideggers er brýat yerkefni. ... . Frú Magda King er ungversk að ætterni en búsett í Edintoorg. Bók hennar: Heidegger’s Ptoilo- sophy. A Guide to his Basic Thought, sem út kom hjá Mac,- malan fyrir nokkrum árum, toef- ur fengið mjög góða dóma. Frú Kjng hefur flutt fyrirlestra úm heimspeki við marga háskóla á Bretlandseyjum, én hinigað er húp komin í tooði guðtfræðideild- ax Hádkóla íslands. Fyrri fyrirles.turinn verður föstudag 28. marz kl. 5-30 e. h. og sá síðari laugardag 29. marz kl. 5 e. h., báðir í I. kennslu- stotfu Háíikólans. (Frá Háskála íslands). .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.