Morgunblaðið - 27.03.1969, Page 5

Morgunblaðið - 27.03.1969, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1©69 5 Jökull Jakobsson: Það er ekki hægt að skjóta frelsisþrá og ættjarðarást RÆÐA Á GRIKKLANDSVOKU I TJARNARBÚÐ 25. MARZ FIMMTUDAGINN 20. apríl gekk lífið sinn vanagang í Aþenu, borg inni þar sem vagga lýðræðisins hafði staðið öldum áður. Þessi dagur var í engu frábrugðinn öðrum sólskinsdögum í hinni fornfrægu borg þar sem Sókrates gekk um götur með lærisveinum sínum og Períkles réði ríkjum forðum. Að venju var straumur af amerískum og þýzkum túrist- um um þröngar og hilykkjóttar göturnar í Plaka, gamla borg- arhverfinu við rætur Akrópólis, minjagripasalar höfðu hengt út litskrúðug ofin teppi og fyllt gangstéttir af koparkötlum, pott- um og pönnum, á markaðstorg- inu gaf að líta grískar húsmæð- ur og þjónustustúlkur velja sér ávexti, kjötmeti, og annan varn- ing, þar var prangað og prúttað, hænsn görguðu í búrum sínum og hundar gengu um snuðrandi í leit að æti, skóburstararnir sátu í löngum röðum á gangstéttum og ákölluðu viðskiptavini hástöf- um. Á gangstéttarkaffihúsunum sátu grískir karlmenn yfir kaffi- bolla eða glasi af úsó, endurnærð ir eftir síðdegissvefninn og áttu í heitum kappræðum sín á milli um pólitík og viðskipti. Krárnar opnuðu hver á fætur annarri og út um gluggana 'hljómaði búsúkí, sérkennileg tónlist Grikkja sem eins og margt annað speglaði ná lægð þeirra við Austurlönd, öðru hverju heyrðust drunur í lofti þar sem risaþotur smugu yfir borgina og niður í Píreus, hinni fornfrægu hafnarbórg var stöð- ugur straumur skipa frá öllum þjóðlöndum. Á Syntagma-torgi fyrir framan þinghúsið þreyttu bifreiðar kappakstur á breiðgöt- unum og var ekki spurt að um- ferðarreglum. Úti fyrir konungs- höllinni spígsporuðu lífverðir konungs, evsónarnir, á stórum tréskóm, klæddir stuttpilsum og báru sig hermannlega. í stórum verzlunargluggum miðborgarinn- ar var útstillt nýjustu Parísar- tízku og þar á næstu grösum verður lítil sígaunatelpa á vegi þér og réttir út báðar hendur eftir fáeinum drökmum í því hún þylur á bjagaðri ensku trega- þrnnginni röddu: no father, no mother, no food, no clothes, no home, no nothing. Það var heldur átakanlegt að mæta þassum litla munaðarleysingja í fyrsta sinn en hýrnar heldur yfir manni þeg ar ksmur í ljós að no father og no mother bíða ljóslifandi í næsta húsasundi eftir tekjum dóttur sinnar. Allstaðar var ið- andi mannlíf, skvaldur, erill, ys og önn. Þegar við vöknum næsta morg un, — þann 21. apríl er engu líkara en borgin sé andvana, það mætti ætla að hún hafi orðið bráð kvödd um nóttina. Hvergi er sála á ferli, göturnar auðar og mann- lausar, hvergi bíll á ferð, engin flugvél, við höfnina er allt hljótt og kyrrt. Fyrir flestum gluggum voru hlerar og dyr læstar á verzlunarbúðum og þó skein sól í heiði eins og daginn áður. Það er ekkert dagblað og þegar þér verður á að taka upp símtólið, þá er enginn sónn. Það er held- ur ónotaleg tilfinning að vakna þannig í dauðri borg og vita ekki sitt rjúkandi ráð og loks þegar verður hreyfing á götunni eru þar á ferð þrír skröltandi skrið- drekar og beina byssukjöftunum í ýmsar áttir — hrædýrin eru lögst á náinn. Hermenn gráir fyrir járnum fylgja í humátt á eftir og taka sér stöðu á götuhornum. Hvað hefur gerst? Er þetta draumur eða v’aka? Martröð? Þú gengur inn í herbergið þar sem börnin þrjú sofa, það yngsta er vaknað og farið að hjala við sjálft sig. Víst er þetta raunveruleiki. Hér hef ekki annað gerst en að lýðræðið hefur verið afnumið á einni nóttu meðan landið svaf. Brátt tóku tilskipanir að streyma út um útvarpsviðtækin: herinn hafði tekið völd i landinu til að bjarga þjóðinni úr klónum á kommúnistum, stjórnarskráin var ekki lengur í gildi, útgöngubann sett á, dauðadómur leiddur í lög, málfrelsi afnumið, dagblöð bönn uð, símakerfinu lokað. Inn á milli voru tilskipanir annars eðl is en engu að síður alvarlegar: Framhald á bls. 17 Merki Heyrnarhjálpar Kaupa skurðtæki — til heyrnar- lækninga HEYRNARHJÁLP, samtök heyrnardaufra á íslandi, gengst nú fyrir merkjasölu og verður ágóðanum varið til kaupa á skurðtækjum til heyrnarlækn- inga. Samtökin hafa nýlega gefið Þjóðleikhúsinu rafsegulmagnara- kerfi, sem gerir fólki, sem notar heyrnartæki, kleift að sækja leik hús sér að fullum notum. Heyrnarhjálp rekur skrifstofu að Ingólfsstræti 16. Kaupið borðstofusett fyrir ferminguna | FYRIR 1500 KRÓNUR á mánuði og 15 00,00 út eignizt jbér BORÐSTOFUBORÐ og 4—8 stóla. FYRIR 2000 KRÓNUR á mánubi og 2000,oo út eignizt jbér BORÐSTOFUSKÁP, BORÐ og 4—8 stóla. STOLAR KOSTA: 1.450.-, 2.390.-, 2.810.-, BORÐ — 6.880.-, 7.345.-, 7.760.-, SKÁPAR — 12.845.-, 13.345.-, 13.900.-, 2.985. -, 3.375.- 8.985. -, 9.365.- 15.845.-. 17.585.- Eingöngu vnndnðnr vörur <rtf r>cx \~> c>l I i r-9 ® 22900 LAUGAVEG 26 BRflun VÖNDUÐU RAFMAGNS- RAKVÉLARNAR BRAUN fyrir allan straum, forhleðslu og rafhlöður. BRAUN við allar aðstæður: • heima • á ferðalaginu • í bllnum • um borð. ALLAR GERÐIR jafnan til! GÓÐ GJÖF — GÓÐ EIGN! 4 SllHI S 44 XO f NUMJIMJAT* lO 4 HUNAN6SGVLT-DÖKKGRÆNT-GULT0KKUK LJÓHAGULT ^ÖÍjflíVÍTT M- »1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.