Morgunblaðið - 27.03.1969, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.03.1969, Blaðsíða 6
6 MOBGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1969 LOFTPRESSUR Tökum að okkur alla loft- pressuvinnu. Vélaleiga Simonar Simonarsonar Simi 33544. fBÚÐIR 1 SMiÐlJM Til sölu eru 3ja og 4ra herb. ibúðir við Eyjabakka 13 og 15. Óskar og Bragi sf. Simi 33147 og heimasímar 30221 og 32328. GETUM ÚTVEGAÐ heitan og kaldan veizlumat. Steikhúsið hf. Simi 42340. HANGIKJÖT Ennþá bjóðum við nýreykt sauða- og lambahangikjöt á gamla verðinu. Kjötbúðin Laugaveg 32, Kjötmiðstöðin Laugalæk. HEIMSrNDíNGAR Bjóðum eitt fjölbreyttasta kjötúrval borgarinnar. Heim- sendingargj. 25 kr. Kjötmið- stöðin Laugalæk, s. 35020: Kjötb. Laugav. 32, s. 12222. ARBÆJARHVERFI - HREINSUN Fatamóttaka f. Efnal. Lindina. Pressun, frágangshreinsun, hraðhreinsum allan algengan fatnað samdægurs. Hrað- hreinsun Árbæjar, Rofabæ 7. UNGHÆNUR Hænsni 88 kr. kg., 10 stk. saman 75 kr. kg, kjúklingalæri 180 kr kg. Kjötmiðstöðin Laugalæk, Kjötbúðin Laugaveg 32. PLÖTUR A GRAFREITI ásamt uppistöðu, framieidd- ar með stuttum fyrirvara. Pöntunum veitt móttaka að Eskihlíð 33, 1. hæð, simi 12856. ÞAÐ BEZTA er aldrei of gott. 6 manna kaffi- og matarstell, aðeins kr. 1.675.00. Bollar 25 kr„ diskar 25. kr. Jón Mathiesen. sími 50101. EVRÓPSKUR STATION-BlLL óskast til kaups. Vel mað farinn og ekki eldri en 3ja— 4ra ára. Uppl. í síma 34825. ARINN Hleð eldstæði, legg flísar. Fagvinna. Sími 37707. BRÚÐUVÖGGUR Hinar vinsælu brúðuvöggur eru ávallt til í mörgum stærð um og gerðum. Körfugerðin, Ingólfsstr. 16. ÚTSALA á bekkjum, hvíldarstólum, svefnsófasettum, sv.sófum, 4ra sæta sófasett og fleira. Bólstrun Karls Adólfssonar, Skólavörðust. 15, s. 10594. TAKIÐ EFTIR Dagstofuhúsgögn, boröstofu húsg., svefnherbergishúsg., vegghúsgögn. Gamla verðiö. Húsgagnaverzlunin Hverfis- götu 50, sími 18830. KEFLAVlK — SUÐURNES Nytsamar fermingargjafir Myndavélar, myndaalbúm, filmur og flasperur, gesta- bækur, borðlampar, standl. Stapafell hf„ sími 1730. Kirkjukvöld í Hallgrímskirkju í Saurbœ verður í kvöld kl. 9. Kirkjukór Akraness syngur undir stjórn Mafn úsar Jónssonar og Hauks Guðlaugs sonar, sem einnig leikur einleik á orgel kirkjunnar. Ólafur Hauk- ur Árnason, skólastjóri flytur ræðu. Sóknarpresturinn séra Jón Einars- son les ritningarorð og flytur bæn. Allir veikomnir. FRÉTTIR Ba/ar Systrafélags Ytri-Njarðvíkur kirkju verður í Stapa Xaugardag- inn 29. marz kl. 3 Skák- og bridgedeild Trésmiðafé- lags Reykjavíkur Hraðskákkeppni deildarinnar hefst í kvöld kl. 8.15 í húsi félags- ins Laufásveg 8. Kvenfélagskonur, Keflavik Fundur í Tjarnarlundi þriðjudag inn 1. apríl kl. 8.30 Orlofsnefnd Keflavíkur verður með páskabingó eftir fund. Gestir velkomnir ' Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund í Sjómannaskólan- um þriðjudaginn 1. aprll kl. 8.30 Skemmtiatriði. Litskuggamyndir. Heimatrúboðið Almenn samkoma fimmtudaginn 27. marz kl. 8.30 Allir velkomnir Kvenfélag múrara Vinnufundir í kvöld kl. 9 að Freyjugötu 27 Hjálpræðisherinn í kvöld kl. 8.30 ALrnenn samkoma Guðs orð í söng, ræðu og vitnis- burði. Allir velkomnir. Föstud. kl. 8.30 Hjálparflokkur Félag Frímerkjasafnara minnir félagana á fundinn í kvöld kL 8.30 í Föndursalnum. Fíladelf'a Reykjavík Almenn vitnisburðasamkoma í kvöld kl. 8.30 Allir velkomnir Húsmæðrafélag Reykjavíkur inn 28. marz kL 8 i Hallveigar- stöðum. Áríðandi mál. Félagsvist og kaffi. Hjálpræðisherinn Úthlutun fatnaðar í dag og á morgun frá kl. 2 til 5 Hvítabandið heldur fund í Hallveigarstöðum þriðjudag 1. apríl fundurinn hefst kl. 8.30 Ungmennafélagið Afturelding í Mos fellshreppi minnist 60 ára afmælis sins með samsæti að Hlégarði laug- ardaginn 12. apríl kl. 3 og býður þangað félögum sinum og öðrum sveitunghm, vinum og stuðnings- mönnum. Skemmtun verður haldin kl. 9 á sama stað. Bræðrafélag Fríkirkjusafnaðarins i Reykjavík heldur aðalfund sunnudaginn 30. marz kl. 3 í Tjarnarbúð, uppi stjórnin Færeyst kveld Eins í undanfarin ár verður evnt til Föroykst kvold á Sjómansheim- inum við Skúlagötu 18 Hóskvöldi 8.30, 27.3, öll eru vælkomin taki gestir við Föringafélagi. Trúboðin. Ifenffrtmnr Pétursson. Kvenfélagskonur í Njarðvíkum Mætið sem flestar á vinnufund- inn í Stapa fimmtudaginn 27. marz kl. 8.30 Kvenfélag Lágafellssóknar Fundur að Hlégarði fimmtudag- inn 27. marz kl. 8 Geðverndarfélag fslands heldur aðalfund í Tjarnarbúð niðri, fimmtudaginn 27. marz kl. 8.30 Oddur Ólafsson yfirlæknir flyt ur erindi. Umræður og önnur mál. Kvenfélag Hreyfils heldur aðalfund fimmtudaginn 27. marz kl. 8.30 að Hallveigarstöðum Kaffiveitingar. Spakmœli dagsins Lösturinn særir oss jafnvel í mun aðinum, en dyggðin huggar oss jafn vel í þjáningunni. — Colton. fi/öð og tímarit ÆSKAN, 3 tbl marz 1969 er ný- komin út og hefur verið send Mbl. Upplag Æskunnar er nú 16000, og sýnir þessi mikla útbreiðsla glögg- lega hinar miklu vinsældir hennar meðal islenzkra barna og unglinga, og óhætt er að fullyrða að ritstjór- inn, Grimur Engilberts, hefur gert hana að stórveldi í landinu á sviði tímarita fyrir börn og unglinga. Á forsíðu hennar er mynd af danska ævintýraskáldinu, Hans Christian Andersen, í tileíni af því, að 1 þessu blaði hefst mikil getraun fyr ir lesendur Æskunnar og i sam- ráði við Flugfélag íslands, og verð launin eru ekki af lakara taginu, en aðalverðlaunin eru ferð til Od- ense í Danmörku til að heimsækja fæðingarstað skáldsins. Auk þess eru En hver er sá, sem sigrar heim- inn, nema sá sem trúir, að Jesús sé sonur Guðs? (1. Jóh. 5:5). í dag er fimmtudagur 27. marz og er það 86. dagur ársins 1969. Eftir lifa 279 dagar. Árdegisháflæði kl. 110 Slysavarðstofan í Borgarspítalan- um er opin allan sólarhringinn. Sími 81212. Nætur- og helgidagalæknir er í síma 21230. Neyðarvaktin svarar aðelns a virkum dögum frá kl. 8 til kl. I simi 1-15-10 og laugard. kl. 8-1. Keflavíkurapótek er opið virka daga kl 9-19, Iaugardaga kl. 9-2 og sunnudaga frá kl. 1-3. Borgarspitalinn i Fossvogi Heimsóknartími er daglega kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30 Borgarspítalinn i Heilsuverndar- stöðiuni Heimsóknartfmi er daglega kl. 14 00 -15.00 og 19.00-19.30 Kvöld og helgidagavarzla í lyfja búðum í Reykjavik vikuna 22.— 29. marz er í Borgarapóteki og Reykjavíkurapóteki. Næturlæknir » Hafnarfirði aðfaranótt 28 marz er Grímur Jónsson sími 52315 Næturlæknir í Keflavík 25.3—26.3 Guðjón Klemenzson 27.3 Kjartan Ólafsson 28.3.29.3 og 30.3 Arnbjörn Ólasfson 31.3 Guðjón Klemenzson Ráðleggingarstöð Þjóðkirkjunnar er í Heilsuverndarstöðinni (Mæðradeild) við Barónsstíg. Við- talstími prests er á þriðjudögum og föstudögum eftir kl. 5. Viðtals- dmi læknis er á miðvikudögum eftir kl. 5. Svarað er i síma 22406. Bilanasími Rafmagnsveitu Rvík- ur á skrifstofutíma er 18-222 Næt- ur- og helgidagavarzla 18-230. Geðverndarfélag Islands. Ráð- gjafa- og upplýsingaþjónusta að Veltusundi 3, uppi, alla mánudaga kl. 4—6 síðdegis, — sími 12139. Þjónustan er ókeypis og öllum heimil. AA-samtökin í Reykjavík. Fund- lr eru sem hér segir: í félagsheimilinu Tjarnargötu 3c. Á miðvikudögum kl. 9 e.h. Á fimmtudögum kl. 9 e.h. Á föstudögum kl. 9 e.h. í safnaðarheimilinu Langholts- kirkju: Á laugardögum kl. 2 e.h. í safnaðarheimili Neskirkju: Á laugardögum kl. 2e.h. Skrifstofa samtakanna Tjarnar- götu 3c er opin milli 5-7 e.h. alla virka daga nema laugardaga. Sími 16373. AA-samtökin í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjadeild, fundur .fimmtudaga kl. 8.30 e.h. í húsl KFUM, Orð lífsins svara í síma 10000. lOOF 5 = 1503278% = Fl. IOOF 11 = 1503278% = 9. II. mörg bókaverðlaun. Af efni Æsk- unnar að þessu sinni má nefna: Tii sögustaða á þotuöld. Er það loka- þátturinn í ferðasögu Þorkels og Emils til Noregs, en þá ferð hlutu þeir I verðlaun I getraun Æskunn- ar. Þá er fyrsta sjóferð Sindbaðs sjómanns úr 1001 nótt. Gátur Villi ferðalaingur og fíllinn hans. Sagan um froskakónginn. Þáttur um fræg ar kvikmyndastjörnur. Ævintýri Heraiklesar. Dýrheimar eftir Kipl- ing. Ný Disney-kvikmynd Nílar- fljót. Lítið ævintýri, kvæði eftir Gunnar Magnússon frá Reynisdal. íþróttaþáttur Sigurðar Helgasonar. Er þar sagt frá úrslitum í þríþraut FRÍ og Æskunnar. Tarzan apabróð ir. ísbjörn í Grímsey. Gítarþáttur Ingibjargar Þorbergs. Hvaðan kem ur það? Páskaeggin. Skyndihjálp. Þá er næst sagt frá verðlaunaget- rauninni miklu, sem endar fyrir þann hlutskarpasta í fæðingarstað H.C. Andersen. Framhaldssagan: Stína fer til Lundúna eftir Stein- unni Karlsdóttur. Uppreisnin á „Bou nty“. Frá unglingareglunni. Hvað viltu verða? Rætt um prentnám Lestu Bibliuna. Getraun. Verðlaun: ■'ikudvöl í Vatnaskógi og Vindás- hlíð. Málfræði. Leikrit Æskunnar: Draumur Fjallkonunnar, eftir Hann es J. Magnússon. Heimilisþáttur Þórunrtar Pálsdóttur. Flugþáttur Arngríms Sigurðssonar. Handavinnu þáttur Gauta Hannessonar. Afleið- ingar reykinga, saga eftir Helga Árnason og Kjartan Jónasson. Plata ársins 1968. Hér er Ástralía. Bækur Æskunnar. Spurningar og svör. Góð ur stúlknakór. Judó. Vitar á ís- landi, að vera aðlaðandi, hljómplöt ur Svavars Gests og fl. Bréfaskipti Milljónamæringur 10 ára. Mynda- framhaldssögur og ýmislegt fleira. Myndir eru ótalmargar og yfirleitt er blaðið þannig úr garði gert, að það hlýtur að vekja áhuga barna og unglinga, því að því er eitthvað fyrir alla. Prentsmiðjan Oddi prent ar, en Stórstúka íslands gefur út. Ritstjóri er, sem fyrr segir Grímur Engilberts. sd NÆST bezti Amerískur ferðamaður gisti á hóteli í Kairó. Þegar harm fór sagði hann við dyravörðinn: „Hér er bókstaflega heitara en í Víti.“ „Já, alls staðar hafið þið Ameríkanar verið,“ svaraði Egyptinn rólega. VÍSUKORN 1 Árni Pálsson kvað: / Enn þá gerist gaman nýtt, 1 gnótt er í kjallaranum. t Þá er geðið glatt og hlýtt I hjá gamla svallaranum. > Oft um marga ögurstund á andknn fellur héla, En hitt er rart, hve hýrnar lund er heyrist gutla á pela. Það er eins og leysist lönd úr læðingi margra ára, þegar hnígur heim að strönd höfug vínsins bára. Tlicodóra Thoroddsen svaraði: Bakkus kóngur kann það lag, ef köld og myrk er lundin, að breyta nótt I bjartan dag og brúa dýpstu sundin. Bjart er skúraskinið þá, skjólin mjúk og fögur, en skelfing ,vill hann skella á, þá skroppinn er uppi lögur. Augun gerast vot og veik, vitinu sumir farga. Svona eftir sælan leik svfkur hann Bakkus marga. Ritsafn Theodoru Thoroddsen. (Úr Lögbergi og Heimskringlu) Málið er leyst!!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.