Morgunblaðið - 27.03.1969, Page 19

Morgunblaðið - 27.03.1969, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 106» 19 Kristjana J. Örnólfs dóttir — Minning Fædd 2. júlí 1909 Dáin 21. marz 1969 ÞEGAR ég minnist minnar hjart- fólgnu móðursystur, koma fram í huga minn ótalmargar ljúfar endurminningar, allt frá þeim tíma er ég man fyrst eftir mér, til 'hins síðasta lífsdags hennar. Með bros á vör og hlýjum far- sældaröskum kvaddi hún mig á fimmtudagsmorgun, frískleg að sjá, en rétt eftir miðnætti er hún dáin. Það er mikil gæfa að hafa fengið að hafa náin kynni af svo yndislegri manneskju, sem Sjana frænka var. Kærleikur, nær- gætni, hugsunarsemi, fórnfýsi, samúð og varkárni í orðum ein- kenndu hugarfar hennar. Þeir eru oTðnir margir, sem leituðu til hennar hryggir og áhyggju- fullir, en héldu af fundi bennar glaðir í bragði og bjartsýnir á tilveruna. Einig eru ótaldir þeir sjúklingar, einstæðingar og gamalmenni, sem hún heimsótti, þegar hún gat komið því við. Veikindi sín bar hún með ein- stöku hugrekki og leynd. Mér er sérstaklega minnisstæð setning, sem hún sagði svo oft: „Það er allt í lagi þó að ég sé lasin, bara að ég gæti linað þjáningar ann- arra um leið“. Hún vann öll sín góðverk í kyrrþey, og það var á móti skapi hennar, að minnzt væri á þau. Ekkert var of gott fyrir aðra. Barnelsk var hún með afbrigðum. Öll börn, sem kynnt- ust henni elskuðu hana og virtu. Alltaf gaf hún sér tíma til að tala og leika við þau, falusta á þau og fylgjast með tjáningum þeirra í leik og starfi. Minnisstæðar eru mér þær samverustundir, sem við áttum í æsku heima hjá þeim Þorláki, þegar við systkina- börnin, börn frændfólks og vina, fórum í margskonar leiki og sung um af hjartans lyst undir stjórn hennar og fleiri góðra vina. Sjana frænka var vel gefin, ljóðelsk, söngelsk og trúuð. Hún unni mjög öllu sem laut að sálar- og uppeldisfræði og las mikið um þessháttar mál. Á uppvaxt- arárum hennar, í stórum syst- kináhópi, voru námsskilyrði lítil fyrir elztu systkinin. Fátæktin hamlaði menntun þeirra og vinn- an gekk fyrir öllu, til að létta undir stóru heimili. Oft nefndi hún það við mig, að hana hefði langað til að læra þegar hún var ung, og þá sérstaklega ljósmóð- urfræði. Henni var mjög umhug- að um að allir reyndu að mennta sig eftir getu, og hún fylgdist af áhuga með því hvernig námið gekk, mælti hvatningarorð og gladdist með hverjum áfanga hjá börnum, barnabörnum, frænd- fólki og vinum. Þau hjónin áttu yndislegt heim ili, þar sem ávallt ríkti hin sanna heimilishlýja og gestrisni, glaðværð og velvild til allra. Er því mikill missir að svo um- hyggjusamri og skilningsríkri eiginkonu, móður, fósturmóður, tengdamóður, ömmu, góðri syst- ur mágkonu, frænku og vini. Elsku góða frænka. Þung skilnaðarstund er runnin upp. Við biðjum algóðan guð að styrkja okkur í hinni miklu sorg, sem nú ríkir meðal okkar. Við huggum okkur við það, að við vitum, að nú líður þér vel meðal foreldra og systkina þinna, sem þú unnir svo mjög. Kærar þakk- ir fyrir samveruna í blíðu og stríðu. Hugsanir þínar og gerðir hvetja okkur til eftirbreytni á ókomnum árum. Sérstakar þakklætiskveðjur eru þér fluttar frá okkur syst- kinabörnum þínum, sem ung að árum misstum annað foreldri okkar. Blessuð sé minning þín. Helga Magnúsdóttir. HINN 21. marz sl. lézt snögglega á heimili sínu Kristjana Júlía Örnólfsdóttir, kona Þorláks Jónssonar, rafvirkjameistara. Okkur félögum þeirra hjóna í st. Einingunni kom andlátsfréttin mjög á óvart, enda var Krist- jana til hins síðasta glöð og styrk á öllum okkar fundum. Þeim, sem þekktu bezt til, var hinsvegar kunnugt um að hin síðustu ár hafði hún ekki gengið heil til skógar. En það var í sam ræmi við skapgerð 'hennar að láta sem minnst á sliku bera. Sízt grunaði okkar það, Eining- arfélaga, er við fyrir fáum vik- um áttum ánægjulega kvöld- stund á heimili þeirra hjóna að Grettisgötu 6, að svo skammt yrði þess að bíða, að hún hyrfi úr okkar hópi. Kristjana fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð, 2. júlí 1909 og hefði því orðið 60 ára í sumar, ef henni hefði enzt líf og heilsa. Foreldrar hennar voru hjónin Örnólfur Jóhannesson og Mar- grét Guðnadóttir, dugmikið drengskaparfólk. Ólst Kristjana upp í fjölmennum og myndarleg um systkinahópi, en hún var 5. í röðinni af 16 börnum þeirra hjóna fæddum. Þrettán börn þeirra Örnólfs og Margrétar komust til fullorðinsára, en nú ■eru 9 systkini Kristj önu á lífi, 5 búsett hér í borg, 2 á Akranesi og eitt í Súgandafirði. Ekki var æskuheimili Kristjönu ríkt af veraldarauði fremur en títt var um barnmargar fjölskyldur í litlu sjávarplássi á fyrstu ára- tugum þessarar aldar. En fjöl- skyldan var samheldin, heim- ilið glaðvært og gestrisið og þar mótuðust systkinin af félags- þroska og ábyrgðartilfinningu. Kristjana giftist Þorláki Jóns- syni, sem einnig var ættaður úr Súgandafirði, hinn 25. nóvem- ber 1933. Stofnuðu þau heimili að Grettisgötu 6, en þar hafði Þorlákur fest kaup á húseign. Síðar byggði Þorlákur af dugn- aði cg reglusemi stórhýsi á þeim stað og er víst að Kristjana stóð þá sem alla tíð styrk við hlið manns síns í þeim framkvæmd- um. Reyndist hún hinn bezti lífs- förunautur; bjó manni sínum fagurt og hlýlegt heimili, en Kristjana var myndarleg hús- móðir. Oft hefur v'erið gest- kvæmt á heimili þeirra, enda frændgarðurinn stór og húsráð- endur fönguðu vel gestum. Þeim Kristjönu og Þorláki varð þriggja sona auðið, sem allt eru uppkomnir myndarmenn, en þeir eru: Páll, rafvirkjameistari, giftur Ásthildi Pétursdóttur, Jón, rafvirkj ameistari, ókvæntur, og Gunnar, fulltrúi, giftur Kol- brúnu Hauksdóttur. Auk þess ólu þau upp sem sína eigin dóttur systurdóttur Kristjönu, G'uðfinnu Ríkey Einarsdóttur, handavinnu- kennara, sem kom á heimili þeirra þriggja vikna gömul. Rík- ey er gift Magnúsi Gunnlaugs- syni. Kristjana var félagslynd. Eins og fyrr segir, starfaði hún innan vébanda IOGT og reyndist hinn ágætasti félagi, fórnfús og ósér- hlífin, enda afar skilningsrík á hlutverk og markmið bindindis- hreyfingarinnar. Hún hafði stór- stúkustig. Störf hennar ein- kenndust af því að láta gott af sér leiða og við vitum að sömu sjónarmið réðu þátttöku hennar í félagsskap burtfluttra Súgfirð- inga og í Kvenfélagi Hallgríms- kirkju, en þar starfaði hún um skeið. Með Kristjönu er gengin góð kona, er sýndi samferðafólkinu tillitssemi og velvilja. Þeir, sem áttu kunningsskap og vináttu hennar, kynntust . óvenjulegri hlýju og góðvild. Hennar verður því sárt saknað af mörgum. Við viljum persónulega og í nafni Einingarfélaga votta Þor- láki vini okkar innilega samúð sem og öðrum í fjölskyldunni. Blessuð sé minning Kristjönu Örnólfsdóttur. E. + Þ. Systurkveðja. Svo snöggt fór dauðans ljár að lífsins rót sem leiki um kaldur blær og auði mót og verði allt svo dapurt dimmt og hljótt og dagsins birta eilíf, þögul nótt. En hví að syrgja, systir væn og góð er sérhver minnig lifir tær og hljóð? Þín milda gleði, trú þín, traust og ró og tryggð-er ofar því sem með þér dó. Ég kveð þig þegar nálgast vor á ný unz norðurslóðir vermir gola hlý. Með kærri þökk — svo mun ég minnast þín sú minning eins og dýrust perla skín. Ó. Þ. í DAG er til moldar borin frá Fossvogskirkju frú Kristjana Júlía Örnólfsdóttur, Grettisgötu 6. Hún var fædd 2. júlí 1009 á Suðureyri við Súgandafjörð, dótt ir hjónanna Margrétar Guðna- dóttur og Örnólfs Jóhannessonar. Kristjana ólst upp í foreldra- húsum í stórum barnahóp. Hún andaðist að heimili sínu að kvöldi dags 21. marz sl. Hinn 25. nóvember 1933 giftist Kristjana eftirlifandi manni sín- um, Þorláki Jónssyni, rafvirkja- meistara. Þau stofnuðu heimili á Grettisgötu 6 hér í borg, og hafa búið þar æ síðan. Þau eign- uðust þrjá syni, Pál rafvirkja- meistara í Kópavogi, kvæntan Ásthildi Pétursdóttur; Jón, raf- virkjameistara í Reykjavík, ókvæntur; Gunnar fulltrúa hjá Reykjavíkurborg, kvæntan Kol- brúnu Hauksdóttur. Auk þess ólu þau upp eina systurdóttur Kristjönu, Ríkey, gifta Magnúsi Gunnlaugssyni, íþróttakennara. Móðir hennar, Ríkey, dó frá 5 börnum ungum, 1945. Öll hafa þessi börn búið við mikið ást- ríki og umhyggju, enda hjónin bæði kærleiksrík og umhyggju- söm um velferð barna sinna. Oft var gestkvæmt á heimili Krist- jönu, enda var hún mikil hús- móðir, kærleiksrík og góð kona, sem allir, skyldir og vandalausir virtu á alltan hátt og hjónin sér- staklega samhent og hjálpsöm við alla þá, sem bágt áttu. Hún mátti ekkert aumt sjá svo hún væri ekki boðin og búin til að hjálpa. Kristjana var að eðlis- fari mjög félagslynd kona, enda naut hún þess líka í ríkum mæli, þar sem maður hennar er einnig mjög félagslyndur og skemmti- legur í vinahópi. Kristjana tók virkan þátt í félagslífi í I.O.G.T. og Átthagafélagi Súgfirðinga. Þennan eiginleika höfðu bæði hjónin frá æskuárum sínum fyr- ir vestan, því þá var fjörugt og öflugt félagslíf í heimabyggð þeirra. Hjá þeim hefur þetta haldizt alla tíð og fyrir það munu vinir og kunningjar þakka. Með söknuði kveðjum við þig öll systkinin sem eftir lifum, svo og frændur og vinir, og þökkum þér fyrir alla vináttu þína og tryggð. Þegar við í dag göngum með þér hinzta spölinn, minn- umst við allra þeirra ánægju- og samverustunda er við áttum sam an með þér og sem þú veittir öll- um þeim er þú kynntist. Öll við- kynning við þig var okkur syst- kinum þínum ómetanleg. Guð gæfi að slíkar konur væru alls- staðar tU. Það er sagt, að þeir Framhald á bls. 13 PHIUPS PHILIP8 hárþurrkur 15 gerðir af stereo- og mono- plötuspilurum. og hárliðunartæki. — Einnig hjálmþurrkur á standi. Mikið úrval af gjafavörum frá Philips, bæði fyrir pilta og stúlkur. Verð frá kr. 1.492.— til FERMINGARGJAFA 8 gerðir rafmagns- 20 gerðir ferðaútvarps- rafvéla- og raf- tækja og 10—20 gerðir hlöðurakvéla. útvarpstækja fyrir straum. Verð frá kr. 1. 174.— Verð frá kr. 2.190.— FYRIR FERMINGARBARNID AÐEINS ÞAÐ BEZTA PHILIPS heimilistæki sf. TRYGGIR ÞAD HAFNARSTRÆTTI 3 - SÍMI 20455

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.