Morgunblaðið - 27.03.1969, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 106®
21
ÆÐARVARPIÐ f HÆTTU
Tillögur um eyðingu Svartbaks
ettir Gísla Vagnsson Mýrum í Dýrafirði
í lögum nr. 50, 18. maí 1965,
um eyðingu svartbaks segir svo
í 3. gr.: „Ráða skal sérstaka
menn til eyðingar svartbaks, til
lengri eða skemmri tíma eftir
ástæðum. Skulu menn þessir
starfa undir stjórn Veiðistjóra
og sér hann um ráðningu þeirra*.
í 4. gr. segir: „Hinir ráðnu
veiðimenn skulu vera vel út-
búnir að öllum taekjum og lyfj-
um, sem best henta við eyðingu
svartbaks...“
í 5. gr. sömu laga segir: „Heim
ilt er Veiðistjóra að fela áður-
nefndum ráðnum mönnum eyð-
ingu minka, refa og hverskon-
ar varfugla, sem herja á æðar-
varp ...“
„15. gr.: Lög þessi öðlast þeg
ar gildi.“
Lög þessi eru svo undir skrif
uð af Forseta íslands hr. Ás-
geiri Ásgeirssyni 18. maí 1965.
Hverjar eru svo efndirnar við
víkjandi eyðingu svartbaksins?
Til hvers semur háttvirt Alþingi
lög og fær þau samþykkt, ef ekk
ert er gert til að framkvæma
þau?
Á hverju ári hef ég rætt
þetta mál við Veiðistjóra Svein
Einarsson og alltaf fengið sama
svarið. Það hefur ekkert fé feng
ist til að ráða menn í þennan
starfa. Á þessa leið hefur svar
Veiðimálastjóra verið, undanfar-
in ár og mun svo enn vera, nema
Alþingi sjái sér fært að vei'ta
ríflega fjárhæð, sem sérstaklega
sé ætluð til eyðingar svartbaks.
Það er augljóst mál, að svart-
bak fjölgar stórlega í landinu.
Á sama tíma stórfækkar æðar-
fuglinum, sem er þó aðal nytja-
fug'linn, af villtum fugli að vera.
DCNTEKJA MINKAR
Á árunum 1923—1930 komst
dúntekja í Æðey á ísafjarðar-
djúpi upp í 210 kg af full hreins
uðum dún, nú er dúntekja þar
90 kg. Sauðanes í N-Þingeyjar-
sýslu var ein mesta dúntekju
jörð á landinu. Árið 1910 var
dúntekja þar rúml. 200 kg., en
er nú mjög mikið minni. Á Laxa-
mýri í Þingeyjarsýslu var ann-
að eða þriðja mesta æðavarp á
landinu, en nú segja Húsvíking-
ar mér, að það sé orðið mjög
lítið. Sama er að segja um Hraun
í Fljótum og Árnesi í Stranda-
sýslu. Á báðum stöðum var mik-
ið æðavarp en hefur nú stórlega
minnkað. Um 1918 var dúntekja
á Reykholti allt að 50 kg.
af hreinum dún. Nú er þar 10—
12 kg. Svipaða sögu er að segja
víðsvegar af landinu.
Á árunum 1923—30 var talið,
að dúntekja af öllu landinu væri
um 4500 kg. Nú má þykja gott,
ef hún nær 2000 kg. Raunar er
ekki hægt að fá nákvæmar tölur
um túntekju á landinu, þar sem
skattskýrslur kunna að vera
ónákvæmar. En það er augljóst
mál að dúntekja hefur stórlega
minnkað á síðustu árum. T.d. hér
á Mýrum hefur dúntekja minnk
að um 20 kg. á 5 árum, þó er
mun meiri vinna lögð í að verja
varpið fyrir vargi, en áður var
gert. Enda er það svo, að þó
hver kolla fari með 4—6 unga
úr varpinu þá sézt varla ungi á
sjónum að mánuði liðnum, svart
bakurinn hefur hirt þá.
Ég gæti lagt fram vottorð fleiri
manns, sem hefur horft á svart-
bakinn tína upp ungana frá koll
unum unz enginn var eftir. Það
er ekki hægt að horfa á það,
aðgerðarlaus, að svartbakur og
hrafn eyði svo æðarfugli, að
dúntekja leggist niður á íslandi.
HVAÐ ER TIL RÁÐA
Hvað er þá til ráða? Alþingi
hefur samið lög um eyðingu svart
baks — meira að segja viturleg
lög — en Adam var ekki lengi
í Paradís. Það er ekki liðið ár-
ið, þegar þessum viturlegu lög-
um er breytt og þau gerð þýð-
ingarlaus með ákvæði 25. gr.
fuglafriðunarlaganna frá 28. apr.
1966, þar sem bann er lagt við
lyfjanotkun „til að tortíma fugl-
um“, nema með sérstöku leyfi
fuglafriðunarnefndar. Þessu verð
ur Alþingi að breyta. Það verð
ur að nema úr lögunum ákvæði
25. gr. fuglafriðunarlaganna og
sjá svo til, að lögunum frá 18.
maí 1965 um eyðingu svartbaks
verði framfylgt.
Hér dugir ekkert kák, ef ein
hver árangur á að nást. Það þýð
ir ekkert að lofa svo og svo
háum skotlaunum fyrir hvern
svartbak. Hann er var um sig
fyrir byssunni, svo með henni
verður honum aldrei fækkað,
enda ómannúðlegri aðferð, en
svæfingin. Það er ekkert annað
en lyf, og þau notuð fyrst og
fremst í verstöðvunum sem duga.
Fyrir 2 árum reyndi Veiðimála
stjóri Svenin Einarsson svefn-
duftið Phenemalum við svartbak
og hrafn með mjög góðum ár-
angri. Síðastliðið vor náði ég
í þetta duft og var það reynt
einnig með góðum árangri, þó
var það aðallega hrafn, sem
neytti þess, sökum þess að svart
bakurinn hélt sig þá meir við
verstöðvar.
Nú hefur verið sett lögbann
á sölu þessa ágæta lyfs og varp
eigendum er þar með meinað, að
notfæra sér þess góðu kosti. Um
forsendu fyrir þessu lögbanni
veit ég ekki, en sé varpeigend-
um ekki trúað fyrir að fara með
þetta lyf, verður Ríkið að sjá
til þess, að hægt sé að ráða
menn til þessa starfa og er það
samkvæmt lögunum frá 18. maí
1965.
f sambandi við þau kemur mér
í hug, að landinu væri skipt í
7 eftirtalin svæði: 1. Frá Snæ-
að Látrabjargi. 2. Breiðafjörð
frá Bjargi að Stykkishólmi. 3.
Frá Stykkishólmi um allt Snæ-
fellsnes og Faxaflóa. 4. Austur-
strandir til Siglufjarðar.. 5. Frá
Siglufirði til Þórshafnar á Langa
nesi. 6. Allir Austfirðir. 7. Suð-
urland.
Ef til vifl væri hægt að jafna
þessu eitthvað hagkvæmar niður
en hér er gert, skiptir þó ekki
máli. Það sem máli skiptir, er að
hægt sé að ráða trúverðuga menn
á þessi svæði, sem ætti að vera
frá áramótum til 15. maí, eða
meðain á vetrarvertíð stendur
— nema svæði númer 2, eflaust
mundi því henta annar tími.
Ég hugsa mér, að hver maður
færi minnst 2 ferðir um sitt
svæði á þessum tíma og dveldi
viku í hverri veiðistöð við að
svæfa varginn með Phenemal-
um, eða öðru svefnlyfi, ef hent-
ugra þætti.
Fáist þessu ekki framgengt,
verður að fara aðra leið, sem
er að heimila varpeigendum kaup
á svefnlyfjum til eyðingar á
hrafni og svartbak, og skyldi
bæjar og sveitarfélög, þar sem
útgerð er, til herferðar gegn
þessum vargi.
HÆGT AÐ STÓRAUKA
ÆÐARVARPIÐ
Ég hef nú gert grein fyrir
nauðsyn þess, að þessi herferð,
til verndar æðarfuglinum verði
hafin þegar á þessu ári. Þær
jarðir, sem hafa æðarvarp, munu
stórhækka í verði í því fast-
eignamati, sem nú er að komast
í framkvæmd og fasteignagjöld
stórhækka þar með. Einnig er
nú góður markaður fyrir dún í
Þýzkalandi og hátt verð fyrir
góðan dún, miðað við núverandi
gengi íslenzku krónunnar. Því
fé er því ekki á glæ kastað,
sem varið er til aukningar æðra-
varpi í landinu.
Enginn vafi er á, að það mætti
stórauka það æðavarp, sem nú
er og koma upp nýjum varp-
stöðvum, ef vargurinn hirti ekki
megnið af viðkomunni.
Það eru víða ungir bændur,
sem hafa áhuga á að koma upp
æðarvarpi hjá sér og skilyrði
til þess, landfræðilega, mega
heita óþrjótandi. Sama er að
segja um fæðumöguleika fyrir
fuglinn, þeir mega teljast óþrjót
andi kringum allt land, að sönd
unum við suðurströndina undan
skýldum. Þó eru í skerjagarðin-
um fyrir Stokkseyri og Eyrar-
bakka — svo og við sunnan-
vert Reykjanes, ágæt skilyrði til
fæðuöflunar. Þá eru mjög góð
skilyrði til að koma upp æðar-
varpi í hólmum Ölfusár og Þjórs
ár og í töngum, sem ganga út
í þessar ár.
Einnig þar er sömu sögu að
segja og annarsstaðar, vargur-
inn einkum svartbakurinn tætir
upp hreiðrin fyrir þeim kollum,
sem hafa reynt að setjast þar
að.
Væri hægt að fækka vargin-
um til einhverra muna svo meiri
friður fengist í varplöndum og
verum æðarfuglsins, væri hægt
að tvöfalda, eða þrefalda það
dúnmagn, sem nú fæst af land-
inu.
Þegar skilyrði hafa verið sköp
uð fyrir aukningu æðarvarps
þarf leiðbeinanda eða ti'l að leið
beina því fólki, sem hefur áhuga
og landfræðileg skilyrði til að
koma upp æðarvarpi en skortir
þekkingu í meðferð varps og
dúns.
Það má furðulegt teljast, að
þessari fornu og verðmætu bú-
grein skuli ekki hafa verið sýnd
ur sá sómi að sjá henni fyrir
leiðbeinanda, eins og öllum bú-
greinum. Þetta er þó sú búgrein
sem borgar bezt þá vinnu, sem
til hennar fer.
Það eru því vinsamleg tilmæli
mín til hins háa Alþingis — og
ég veit að undir þá ósk taka all
ir varpeigendur — að unnið
verði að framgangi þessa máls
á því þingi, sem nú situr.
Það er von allra varpþega,
að á þetta mál sé hlustað og
framkvæmt eftir annarri hvorri
þeirra leiða, sem hér hefur verið
bent á.
Prófarkalestur
Morgunblaðið óskar eftir prófarkalesara.
Um hálfs dags starf getur verið að ræða.
Skriflegar umsóknir, þar sem getið er
menntunar og fyrri starfa, sendist blaðinu
merktar: „Mbl—Prófarkalestur — 6513“.
Ferðatöskur
handtöskur
snyrtitöskur (beauty box)
alls konar,
stórar og smáar
í miklu úrvali.
GEÍSÍP
H
Vesturgötu 1.
í þeim fjölda
kúlupenna, sem
eru á markaðinum,
er einn sérstakur —-
BALLOGRAF,
sem sker sig úr
vegna þess,
hversu þægilegur
hann er í hendi.
Hið sígilda form
pennans gerir
skriftina auðveldari,
svo að skrifþreyta
gerir ekki vart við sig.
•
BALLOGRAF-
EPOCA
blekhylki endast til að
skrifa 10.000 metra
(sem jafngildir
eins árs eðlilegri
notkun).
Skriftin er
ætíð hrein og mjúk,
vegna þess að
blekoddurinn er úr
ryðfríu stáli,
sem ekki slitnar.
Þessir pennar eru
seldir um allan heim
í milljóna tall.
Alls staðar njóta þeir
mikilla vinsælda.
epoca
HINN HEIMSFRÆGI SÆNSKI KÚLUPENNI