Morgunblaðið - 27.03.1969, Side 28
r
AUGLVSIHGAR
SÍIVII SS*4*8Q
FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1969
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA
SÍMI 10*100
Mikill og fallegur neta-
f iskur á land í Grindavík
MIKILL afli berst nú á land í
Grindavík. Undanfarna daga
hafa komið á land um 800 tonn
á dag og eru það metdagar á
vertíðinni. Um 50 bátar hafa
lagt upp afla sinn í Grindavík.
Eru það bæði heimabátar og að-
komubátar og er afla ekið í
Garðinn, Vogana, til Keflavíkur,
Hafnarfjarðar, Reykjavíkur og
Njarðvíkur.
Bátamir eru allir komnir með
net, og fá góðan og fallegan fisk
í þau. Við þennan mikla afla
hefur skapazt stöðug vinna.
Á briðjudag var Albert hæsti
báturinn, með 38 to'nn, og á
mánudag var Þorbjörn II hæst-
ur með 35 tonn. En bátar voru
ekki allir komnir að í gær-
kvöldi, er Mbl. hafði samband
við Grindavík. f Grindavík er
Albert aflahæsta skipið, komið
með 656 lestir, og naesti bátur
er Geirfugl með 640 lestir.
390 LESTIR TIL SANDGERÐIS
Fréttaritari Mbl. í Sandgerði
símaði í gær aflafréttir: 47 bát-
ar lönduðu í Sandgerðd, ein-
göngu bolíiski, alls 390 lestum.
Þar var Mummi aflahiæstur
línubáta með 11,2 lestir. Andri
var aflahæstur netabáta með
32,5 lestir. Nú eru bátamir sem
óðast að skipta yfdr á net og
hafa margir loðnubátar tekið
netin. — P.P.
Mótmœli kaupmanna:
Allar verzlanir
lokaðar 16. apríl
Frá vinstri: Hróbjartur Hróbjartsson, arkitekt, Lovísa Christensen, sem mætti fyrir hönd eigin-
manns síns Óla Þórðarsonar og Ingimundur Sveinsson, arkitekt, standa við líkan af tillögunni,
sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppninni.
Á AÐALFUNDI Kaupmanna-
samtakanna fyrir skömmu var
samþykkt að loka verzlunum I
einn dag til að árétta andstöðu
félagsmanna við rangindi þau og
órökstuitt fyrirkomulag, sem
kaupmenn telja að verzlunin
eigi við að búa. Hetfur verið á-
Minningaralhöin
um skipverja
ul Fagranesi
I DAG kl. 13.30 fer fram í Hall-
griniskirkju minningarathöfn um
þá sem fórust með m/b Fagra-
nesi 7. marz sl. Þeir voru Einar
Guðmundsson, skipstjóri úr Hafn
arfirði, en búsettur á Akranesi,
Sigurður Stefánsson, vélstjóri úr
Hafnarfirði og Þorlákur Gríms-
son, háseti frá Akranesi.
kveðið að lotounardagur verzlan-
anna verði 16. apríl.
Sigurður Magnússon, fram-
fcvæmdastjóri samtakanna, sagði
Mbl., að samihliða lotoun verzl-
ananna þennan daig, mundu kaup
menn þann dag hafa í frammi
víðtæka upplýsinigastarfsemi um
yerðla.gsmálin, sem þeir teldu
öllum almenningi og verzluninni
til stórtjóns, og mundu þeir þá
óska eftir sanwinnu við fjöimiðl-
unartætoi. Hins vegar hetfðu kaup
menn kosið að láta þessa lokun
aðeins standa í einn dag, til að
valda aimenningi sem minnstum
óþægindum og yrði dagurinn til-
kynntur rækilega fyrirtfram, jvo
fóllk gæti keypt það sem það
þyríti.
Annars Jtvað Sigurður málið
vera á dagskrá hjá stjóm sam-
takanna á fundi í dag og yrði
þá fjallað nánar um það hvernig
úthreiðslustartfseminni yrðd hag-
að. Því gæti hann ektoi sagt nán-
ar frá því nú.
Úli Þórðarson hlaut
fyrstu verðlaun
— í samkeppni um œskulýðs-
heimili við Tjarnargötu 12
um
GÆR voru tilkynnt úrslit
samkeppnj Æskulýðsráðs
æskulýðsheimili við
Tjarnargötu 12. Fyrstu verð-
laun hlaut Óli Þórðarson,
cand. arch., og nema þau
105 þúsund krónum. Önnur
verðlaun hlaut Ingimundur
Sveinsson, arkitekt, kr. 70
þúsund og þriðju verðlaun
hlaut Hróbjartur Hróbjarts-
son, arkitekt, kr. 30 þúsund.
Heilbrigðismálaráðherra í rœðu á Alþingi:
Höfuðnauösyn að koma kobalt-
tækjunum sem fyrst í notkun
í dómnefndinni áttu sæti Þór
Sandholt, formaður, Reynir G.
Karisson, Styrmir Gunnarsson,
Helgi Hjálmarsson og Jóhann
Eyfells. Alls bárust 20 tillögur.
I dómsúrskurði segir svo um
tillögu Óla Þórðar>sonar:
„Meginkosti þessarar tillögu
telur dómnefndin góða heildar-
lausn. Þótt nokkrir smærri gall-
ar séu á byggingunni eru þeir
að áliti dómnefndar auðleysan-
legir. Lausn þessi getur því þró-
azt í góða og nýtilega æskulýðs-
byggingu að Tjarnargötu 12“.
Um tillögu Ingimundar Sveins-
sonar, sem hlaut önnur verðlaun,
segir svo í dómsúrskurði:
„Megin kosti þessárar tillögu
telur dómnefnd athyglisverðar
hugmyndir að gerð samkomusal-
ar, „opinshúss“, og innri rúm-
myndana“.
Um tillögu Hróbjartar Hró-
bjartssonar, sem hlaut þriðju
verðlaun segir í dómsúrskurði:
„Megin kosti þessarar tillögu
telur dómnefndin einfalda heild-
arlausn, sem grundvallast á
snjallri hugmynd um „opið hús“.
Þrjár tillögur hlutu innkaup
Framhald á bls. 27
|Stal frystikistu
ömntu sinnar
i
i
:
| ÁTJÁN ára piltur stal nýlega
frystikistu frá ömmlu sinni
og seldi. Kaupandinn skilaði
1 kistunni til rannsóknarlög-
reglunnar, sem handtók pilt
i inn enda hafði hún hann
grunaðan um fleiri þjófnaði.
Við yfirheyrslur kom í ljós,
að pilturinn hefur að auki
iðkað þjófnað úr bilum; m.a.
stal hann 20 þúsund króna
útvarpstæki úr einum og
varahjólum stal hann af sex
bílum. Þýtfið seldi hann svo
allt eins og frystikistuna
hennar ömmu sinnar, en
i kaupendurnir hafa nú allir
skilað vörunum til rannsókn-
arlögreglunnar. — Pilturinn
situr í gæzluvarðhaldi.
Góður afli á Vopnafirði
Þar veiddist Litla Brosma
Ef beðið hefði verið eftir skipulagi Landsspítalasvœðisins,
hefði það getað dregizt í nokkur ár — Rœtt um að fœra
Hringbrautina til suðurs og stœkka þannig lóð Landsspítalans
A ÞINGFUNDI Sameinaðs Al-
þingis í gær svaraði Jóhann Haf-
stein heilbrigðismáiaráðherra
fyrirspurn um stækkun Fæðing-
ardeildar Landsspítalans og að-
stöðu til nútíma geislalækn-
inga.
1 ræðu sinni gerði ráðherra
grein fyrir byggingarmálefnum
Landsspítalans í heiid en unnið
hefur verið mikið að skipulags-
málum þeirra að undanförnu.
f svari ráðherra kom fram, að
miðað við aðstæður er varla
þess að vænta að hafizt verði
fcanda um stækkun fæðingar-
deiidarinnar fyrr en eftir tvö ár,
en aðstaða til nútíma geisla-
lækninga ætti að verða til stað-
ar á þessu ári. Með bráðabirgða-
byggingu yfir kobalt-tæki þau
er Landsspítalinn fékk að gjöf
verður bætt úr brýnni þörf, og
verður hún tii þess að tækin
koma til notkunar a.m.k. 4—5
árum fyrr en ef beðiJ hefði ver-
ið eftir byggingu geislalækninga-
deildar. Sagðist ráðherra ekki
hafa treyst sér til þess að bera
ábyrgð á, að nokkurra ára bið
yrði enn á því, að hinar mikil-
vægu nútímageislalækningar
gætu hafizt hér á landi, og hefði
hann því tekið ákvörðun um að
umrætt bráðabirgðahús yrði
reist, þótt það hefði mætt and-
stöðu.
I svari ráðherra kom fram, að
í ársbyrjun 1965 fól hann bygg-
ingarnefnd Landssptíalans það
verkefni að gera tillögur um
Framhald á bís. 12
VOPNAFIRÐI 26 marz — Brett-
ingur kom hér í morgun með
80 tonn af þorski. Hefur hann
þá landað á einini viku 160 tonn-
um. Fiskurinn er í meðallagi
stór, en meyr, því hamn er full-
ur af loðnu.
Hetfur verið samfelld vinna í
frystihúsdnu og við söltum og
var einmig unnið á sunnudag.
Atvinn'uástand hefur batnað hér
geysimikið við þen’nan afla. Má
heita að flestir vinnandi menn
hafi vinnu.
Brettingur koan með einkenmi-
legan og fáséðan fisk, Liil'u
Brosmu, sem ekki hefur fyrr
veiðzt fyrir austan ísland. Hann
mun hatfa fundizt fyrst 1903 hér
við land, og hefur síðan fundizt
nokkuð fyrir sunman landið, en
aldrei við Austurland.
Fiskurinn er 60—70 sm lang-
ur og kviðugginn vaxinn út I
nokkurs komar fálmara, sem ná
aftur fyrir miðjan fisk. Heimr
kynni Ldtlu Brosmu eru Finn-
mörk, Kattegat og frá Bret-
land’seyjum allt suður í Mið-
jarðarhaf. — Ragnar.