Morgunblaðið - 28.03.1969, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.03.1969, Qupperneq 2
2 MOBGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. MARZ 1:999 Lánveitingar til hitaveitu- og vatns !;*■*'»* veituframkvæmda og hafnargeröa í athugun hjá Atvinnumálanefnd ríkisins Mikill fjöldi umsókna frá sveitarfélögum t RÆÐU sinni á Alþingi í gær, skýrði Bjarni Benedikts son forsætisráðherra frá því að Atvinnumálanefnd ríkis- ins hefði borizt mikill fjöldi umsókna um lán til opin- benra framkvæmda frá flest- um sveitarfélögum í þétt- býli. Lánin sem um er sótt ís hindrnr póstferðii STYKKISHÓLMI 25. marz. — Þrjár póstferðir til Brjánslækj- ar frá Stykkishólmi hiafa að U'ndanförnu ekki verið farnar vegna íss. Baldur hefir annazt þessar ferðir vikulega og á vetr- um eru ferðirnar farnar á laug- ardögum. en ekki hefir verið i þessum mánuði hægt að komast alla leið fyrr en í gær að Bald- ur fór með póstinn vestur til Brjánslækjar um leið og hann fór í flutningaferð til Reykja- víkur. Mestur is er nú farinn af Hvammsfirði og allur úr ná- grenni Stykkishólmis. Eitthvað er samt enn við Vestureyjar. Talsverður snjór er ennþá í Stykkishólmi og nágrenni. Flug- vö’llurinn fyrir otfan bæinn var mokaður sl. laugardag svo nú er hægt að lenda þaT flugvélum, en það var ekki hægt fyrir nokkru sökum snjóa. Vegir allir færjr um héraðið. - Fréttaritari. nema um 200 milljónum króna en þær framkvæmdir sem um er að ræða í ár munu kosta um 300 milljónir kr. Forsætisráðherra benti á, að þess væri ætlazt að lán til at- vinnufyrirtækja gengju fyrir. Hins vegar hefði þegar verið ákveðið að veita Hitaveitu Reykjavíkur lán að upphæð 20 milljónir króna sem ásamt jafnháu láni frá Atvinnuleysis- tryggingasjóði gerir Hitaveitu Reykjavíkur kleift að halda uppi framkvæmdum á þessu ári er kosta 70—80 milljónir kr. Nokkrar aðrar framkvæmdir eru í athugun hjá Atvinnumála- nefnd ríkisins. Er þar einkum ura að ræða hitaveitu- og vatns- veituframkvæmdir og hafnar- gerðir, en slíkar framkvæmd- ir hafa mikla þýðingu fyrir at- vinnu þegar í stað og fyrir fram tíðarheill byggðarlaganna. Enn er ekki hægt að segja um hversu háar fjárhæðir hér get- ur verið um að ræða en tillög- ur um þetta efni liggja þegar fyrir frá atvinnumálanefndum kjördæmanna. Sjá nánar ræðu forsætisráð- herra á bls. 1, 12 og 19. Eisenhowers l „ENN hefur dregið úr þreki Dwights D. Eisenhowers 1 fyrrum forseta," segir í til- | kynningu lækna við Walter Reed sjúkrahúsið við Was-1 hington í dag. Segja lækn-, amir að Eisenhower sofi nú lengur en áður, en þess á i milli sé hann með fulla rænu | og geti rætt við sína nánustu. í gær tilkynntu læknarair ' að Eisenhower hefði mjög hrakað, og að tilraunir þeirra | til að bæta úr hjartatregðu | hans hefðu engan árangur borið. Frú Mamie Eisenhower er | stöðugt við sjúkrabeð manns i síns, og segja læknar að hún sé öllum til mikillar uppörv- unar, jafnt sjúklingum sjálf-1 um sem gestum, er til hans i koma. Áætlun gerð um smíöi fiski- skipa í skipasmíðastöövum sem verði fyrir hendi þegar eftirsgurn eykst á ný — 50 milljónir þarf til efl- ingar skipasmíðunum með þessum hœtti ATVINNUMALANEFND ríkisins hefur nú til athug- unar með hverjum hætti unnt er að stuðla að áfram- haldandi eflingu skipasmíða- stöðvanna þannig að fyrir hendi verði ný og hentug fiskiskip þegar eftirspurn eftir þeim fer vaxandi á ný. Hefur Atvinnumálanefndin í huga að láta gera sérstakar ráðstafanir hið bráðasta um þessar smíðar og verja hluta af því fjármagni, sem hún Mao fse-tung líkt við Hitler í sovézku blaði „Sá rauðasti af öllum rauðum er alls ekki rauður heldur ataður mannsblóði'* FÚKYRÐI um Mao Tse-tung og oflof um rússneska her- menn ,sem þátt tóku í bardög unum fyrir skömmu á landa- mærum Sovétríkjanna og Kína, náðu nýju hámarki í sovézkum blöðum fyrir skömmu. í einni grein í mál- gagni sovézka hersins, Rauðu stjörnunni ,er kinverski leið- toginn undir rós borinn sam- an við Adolf Hitler og honum lýst sem morðingja. Mao, segir í greininni, væri „einfaldlega svikari við hinn heilaga málstað kommúnism- ans. Sá rauðasti af rauðum væri alls ekki rauður heldur útataður mannsblóði". Með augljósari skírskotun til krafna Kinverja til land- svæðis á austurlandamærum Sovétríkjanna segir Rauða stjarnan: „Einu sinni merkti viss maður, Adolf Hitler, sér Moskvu og Uralfjöllin sem landareign sína á landakort- inu. Hann merkti sér þau — en rotnaði upp — og heimur- inn er glaður yfir því“. Eftir tilkyningu stjórnarinn ar sl. föstudag, að hún hefði veitt nokkrum þeirra, sem þátt tóku í bardögunum 2. til 15. marz sl. við Kínverja á Damansky-eyju, æðstu heið- ursmerki hersins, mátti sjá það af sovézkum blöðum, að stjórnarvöldin notfærðu sér ástandið til þess að kynda að nýju undir þjóðernistilfinn- ingu fólks. Þjóðernislegt yfirbragð á þvi máli, sem notað hefur ver ið, hefur minnt margt vest- rænt fólk, sem búsett var í Moskvu, er Sovétríkin dróg- ust inn í heimsstyrjöldina síð ari 1940, á viðhorf þeirra þá. f forystugrein á forsíðu Pravda, málgagns sovézka kommúnistaflokksins, er bor- ið lof á sovézku hermennina, sem barizt hafa á austurlanda mærunum og sagt: „Blóð það, sem þeir fórnuðu við að verja landamæri föðurlands okkar, er heilagt.....“ „Hinar frækilegu dáðir þeirra munu verða færðar í letur í annála um 'hetjulegar orrustur okkar sósíalistíska föðurlands sem skínandi dæmi þess, hvernig sovézkir hefur til umráða til þessara framkvæmda. Dugar þar sennilega ekki minna en 50 milljónir króna. Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra, skýrði frá þessu í ræðu á Alþingi í gær og sagði að skipasmíði innanlands væri mjög til þess löguð að bæta í bráð úr atvinnuleysi og tryggja atvinnu til frambúðar. Iðnaðarmálaráðuneytið hefur haft þetta mál til sérstakrar athugunar, svo og Fiskveiða- sjóður en sá vandi er á hönd- um að Fiskveiðasjóður hefur mjög takmarkað fé til þessara þarfa og mun svo verða næstu árin meðan veri’ð er að greiða niður lán af fiskiskipum þeim, sem keypt hafa verið frá út- löndum á undanförnum árum. Forsætisráðherra sagði að At- vinnumálanefnd ríkisins legði megináherzlu á framgang þessa máls. Sjá nánar ræðu forsætisráð- herra á bls. 1, 12 og 19. Gestur Pólsson leibnri Idtinn GESTUR Pálsson leikari lézt í fyrrinótt, 64 ára að aldri. Hann var fæddur á Ólafsfirði og voru foreldrar hans Páll Bergsson, kaupmaður og útgerðarmaður í Hrisey, og kona hans, Svanhild- ur Jörundsdóttir. Gestur var kunnastur fyrir leikstörf sín, en hann starfaði hjá Leikfélagi Reykjavíkur frá 1924-49. Formaður Leikfélags Reykjavíkur var hann 1939-40 og aftur 1948 og næstu ár. Leikari við Þjóðleikhúsið var hann frá 1949 til 1958. Gestur Pálsson var lögfræðing ur að mennt og starfaði sem full trúi hjá Tóbakseinkasölunni 1931 til .1941, en 1941-49 var hann aðalbókari hjá Olíuverzlun fs- lands, auk þess sem hann hafði með höndum málflutningsstörf. Gestur var kvæntur Dóru Þór- arinsdóttur, Þorlákssonar listmál ara, sem lifir mann sinn. Sýning d listo- verkum nemenda MR ÞESSA dagana stendur yfir list sýning ListafélagsM. R. og er hún haldin í nýbyggingu skólans (Casa Nova). Sýningin er opin um helgar frá 2-10 síðdegis, en aðra daga á skólatíma (til kl. 7 síðdegis). Sýningunni lýkur n.k. miðvikudag. Þarna eru eingöngu sýnd verk nemenda og kennir þar margra grasa. Þarna má sjá málverk, höggmyndir, útsaum, lágmyndir og hvers konar „pop-verk“. Á sýningunni eru 89 verk eftir 31 nemanda, sem eru úr 3. bekk og upp í 6. bek’k. Wilson kominn til Lagos Hann mun ferðast um Nigeríu og kanna lausn á borgarastyrjöldinni Mao Tse-tung Brezhnev, leiðtogi sovézka kommúnistaflokksins. Klögumálin ganga á víxl. hermenn framkvæma heilag- ar skyldur sínar“. f grein Rauðu stjörnunnar segir ennfremur, að Ijóðskáld og tónskáld hefðu þegar sam- ið fyrstu verk sín til heiðurs „hetjunum á Damanskeyju". Þar segir: „Það verða samin fleiri verk og orð þeirra níunu hljóma með glæsibrag og krafti sem ljóð um hugrekki þeirra er verja okkar heilaga föðurland“. Lagos, 27. marz AP—NTB HAROLD Wilson, forsætisráð- herra Bretlands, kom til Lagos, höfuðborgar Nigeríu í dag og hét því að aðstoða sambandsstjórn landsins við að koma á réttlát- um friði, sem báðir aðilar gætu sætt sig við. Gowon hershöfð- ingi, leiðtogi sambandsstjóraar- innar, sagði við komu Wilsons, að stjórn sín væri jafn fús og hún hefði alltaf verið til þess að ganga að samningaborðinu, svo framarlega sem líkur væru á varanlegum friði. Haft var eft ir Wilson sjálfum, að ekki bæri að gera ráð fyrir óvæntum á- rangri af ferð sinni og hann myndi að líkindum ekki gera neinar beinar tilraunir til þess að koma á sáttum í borgarastyrjöld inni. Gert er ráð fyrir, að för Wil- sons standi yfir í þrjá daga og að hann muni fyrst og fremst skýra frá áhyggjum brezku stjórnarinnar vegna borgara- styrjaldarinnar og gera sér grein frá fyrstu hendi fyrir, hvað er að gerast um þessar mundir í Ni- geríu. Wilson hefur í hyggju að fara til borganna, Enugu, Port Har- court og Calabar og einhverjir möguleikar eru taldir fyrir hendi á, að hann hitti að máli Ojukwu hershöfðingja, leiðtogá Biafra. Fyrir för Wilsons hafði Stewart utanríkisráðherra Bretlands skýrt frá því, að Wilson mýndi ekki vera mótfallinn því að hitta Ojukwu að máli, en út- varpið í Biafra sagði frá því í dag, að ekkert hefði verið minnzt neitt á boð af opinberri hálfu þar í því skyni né heldur hefði FrarahaU & bls. 31

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.