Morgunblaðið - 28.03.1969, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. MARZ 1969
1
Velheppnaö ferðalag Varðbergs
og S.V.S. til Bandaríkjanna
Fjörutíu manna hópur kominn heim úr
ellefu daga ferðalagi þangað
FJÖRUTÍU manna hópur úr
félögunum Varðbergi og
Samtökum um vestræna sam-
vinnu kom í gær heim úr 11
daga ferðalagi til Bandaríkj-
anna. Var þar um að ræða
kynningar- og fræðsluíerð og
var dvalizt í Norfolk í Virg-
iníu, Fort Bragg í North-
Carolina og síðan 5 daga í
höfuðborginni, Washington.
í Norfolk er aðalflotastöð
Bandaríkjanna við Atlants-
‘haf og þar er einnig yfir-
flotastjórn NATO. Skoðaði
hópurinn ýmsar mikilvægar
stofnanir þar, flotamannvirki
og herSkip, þar á meðal her-
skipin Springfield og John F.
Kennedy, sem er flugmóður-
skip, en bæði eru þessi skip
á meðal stærstu herskipa
Bandaríkjanna.
Jafnframt þessu voru ýms-
ar merkisbyggingar og minj-
ar í Virginíuríki skoðaðar
eins og bærinn Williamsburg,
sem var höfuðstaður þar 1776,
er Bandaríkin lýstu yfir sjálf-
stæði sínu, en Williamsburg
hefur verið endurbyggð þann-
ig, að hún lýtur nákvæmlega
eins út nú og 1776.
í Fort Bragg er ein af
stærstu bækistöðvum landhers
ins í Bandaríkjunum og þar
er einnig mikilvægur fLugvöll-
ur, Pope Air Force Base.
Þarna hefur svokölluð 82.
Airborne Division stöðvar sín-
ar m. a. en þess-arar herdeild
ar er oft getið í fréttum, því
að herlið úr henni má flytja
fyrirvaralaust með flugvélum
til hvaða staðar á jörðinni sem
er á mjög stuttum tíma og er
allur búnaður og hergögn
hennar flutt flugleiðia.
Þannig var t. d. nú fyrir ör-
fáum dögum fiutt herlið í
skyndi til Suður-Kóreu og lát-
ið svífa til jarðar ekiki fjarri
landamærum Norður-Kóreu,
en talsverðar skærur hafa átt
sér stað þarna að undanförnu
og hermdarverkamenn komm-
únista oft farið yfir landa-
mærin til Suður-Kóreu.
í Washington skoðuðu fé-
lagar Varðbergs og S.V.S.
ýmis minnismerki og bygg-
ingar. Ennfremur var farið í
Arlington-kirkjugarðinn að
leiði þeirra bræðra, John F.
Kennedys forseta og Roberts
Kennedys öldungadeildarþing-
manns, en eldur er látinn
loga dag og nótt á leiði for-
setans fyrrverandi.
Þá var þinghúsið, The Capi-
ol, Skoðað, bæði öldungadeild
in, The Senate, og fulltrúa-
deildin, The Congress. Gafst
mönnum tækifæri til þess að
hlýða þar á Mike Manafield,
leiðtoga þingflofcks demó-
kraita í öldungadeildinni,
halda ræðu og var hann ó-
myrfcur í miáli í gagnrýni
sinni á Nixon forseta.
Einnig var litið inn í fund-
arsal utanríkismálanefndar
fulltrúadeildarinnar, þar sem
G. Yatron, fulltrúadeildai’þing
maður frá Pennsylvaníu og
meðlimur nefndarinnar,
skýrði frá starfsemi hennar,
en þetta er ein mikilvægasta
nefnd Bandaríkjaiþings.
Þá gafst einnig tækifæri til
þess að hlýða á málflutning
fyrir Hæstarétti Bandarikj-
anna, sem Earl Warren, for-
seti réttarins, stýrði, en hann
er löngu heimsfcunnur maður
og stjórnaði m. a. rannsókn-
inni á morði John F. Kenne-
dys forseta.
Ýmsar aðrar merkisstofnan-
ir voru skoðaðar eins og dóms-
málaráðuneytið, þar sem FBI,
bandaríska alríkislögrelgan er
til húsa, svo og Pentagon,
bygging varnarmálaráðuneytis
ins, en í henni einni vinna
hvoriki meira né minna en
35.000 manns.
Hluti Hvíta hússins er að
jafnaði opinn ferðamönnum,
e:» sökum þess ,að Pierre Elli-
ott Trudeau, fonsætisriáðherra
Kanada, var í opinberri heim
sókn í Washington, var mikil
viðhöfn í Hvíta húsinu og í
borginni sjálfri og Hvíta hús-
in-u algjörlega lokað af þeim
sökuim, þannig að öklki gafst
tækifæri til þess að skoða það
eins og fyrirhugað hafði ver-
ið. —
Það vafcti athygli, að ekki
var síður bent á það af leið-
sögumönnum hópsins, sem bet
ur mætti fara í Bandaríkjun-
um jafnframt því mikla, sem
Bandarífcin geta státað af og
verið stolt af.
Sendiherra íslands í Was-
hington, Pétur Thorsteinsson,
og kona hans, frú Oddný,
höfðu móttökuboð inni fyrir
hópinn á heimili þeirra sl.
sunnudag.
Þátttakendur í þessu ferða-
lagi Varðbergs og Samtaka
um vestræna samvinnu voru
samimála um, að ferðin hefði
í senn verið fróðleg og
skemmtileg og tekizt vel í alla
staði, enda voru móttökur frá
bærar, jafnt af hálfu opin-
berra aðila og einstakra fjöl-
skytdna, sem þátttakendum
gafst tæfcifæri til þess að
heimsækja.
Fararstjóri í þessari ferð
var Magnús Þórðarson.
Félagar Varðbergs og S.V.S. um borð í flugmóðurskipinu John F. Kennedy í Norfolk í Virginíu. Nokkra menn úr fararhóp
num vantar á myndina.
Læknishéruð verði ekki aflögð
FRUMVARP um breytingu á
læknaskipunarlögunum kom til
3. umræðu í neðri deild í gær,
en mál þetta var eitt af fyrstu
málunum er lagt var fyrir Al-
þingi í haust. Var það þá afgreitt
frá nefnd, en þar náðist ekki
samstaða um það. Heilbrigðis-
BlLAR
Arg. 68 Daf.
— 66 Saab.
— 65 Simca 1000
— 65 Renault R 8.
— 67 Fiat 1100 station.
— 64 Opol Cadett.
— 63 Skoda Combi sation.
— 63 Volkswagen.
— 66 PMC Gloria.
— 64 Benz 190.
— 62 Ford Zephyr 4.
— 68 Rússajeppi með dísil
vél og blæju.
— 59 Rússajeppi, benzín.
— 66 Bronco.
— 62 Landrover dísil.
— 63 Austin Gipsy, benzín
á fjöðrum.
— 62 Austin Gipsy, dísil.
Alls konar skipti koma til
greina.
Opið kl. 5—8 á kvöldin og
alla laugardaga.
Bílasala Selfoss,
Eyrarv. 22. — Sími 1416.
málaráðherra, Jóhann Hafstein,
óskaði þá eftir því að afgreiðslu
málsins yrði frestað um hrið og
reynt að ná samkomulagi um
það, þar sem hér væri um mjög
veigamikið og viðkvæmt mál að
ræða.
Vélapokkningar
De Soto
BMC — Austin Gipsy
Chrysler
Buick
Chevrolet, flestar tegundir
Dodge
Bedford, dísil
Ford, enskur
Ford Taunus
GMC
Bedford, dísil
Thomes Trader
Mercedes Benz, flestar teg.
Gaz '59
Pobeda
Volkswagen
Skoda 1100—1200
Renault Dauphine
Þ. Jónsson & Co.
Sími 84515 og 84516.
Skerfan 17.
Gjöf til Jökluannsóhnarfélagsins
Tók heilbrigðismálanefnd
deildarinnar frunwarpið aftur
til attiugunar, og kallaði á sinn
fund Sigurvin Einarsson er var
fyrsti flutningsmaður breytingar-
tillagna við frumvarpið og land-
lækni. Tókst að ná samifcomulagi
um deiluatriðin, en þau voru
helzt, að læknishéruð yrðu ekfci
lögð niður þótt læknamiðstöðvar
yrðu stofnaðar.
Guðlaugur Gíslason mælti fyr
ir breytingartillögu nefndarinnar
í gær. Sagði hann að nefndin
hefði orðið sammála um að
flytja þá breytingu, að þegar
liðin væru 5 ár frá því að læfcna-
miðstöð tók til starfa, verði
svæði það, sem stöðin þjónar,
eitt læknishérað, ef um fleiri en
eitt hérað er að ræða, og áfcveð-
ur ráðlherra nafn hins nýja hér-
aðs. Ákvæði þessi gilda einnig,
þegar svæði læknamiðstöðvar er
stækkað.
Auk Guðlaugs tóku þátt í um-
ræðunum Sigurvin Einarsson,
Jóhann Hafstein, heilbrigðis-
málaráðlhera, Jónas Pétursson,
Jónas Jónsson og Vilhjálmur
Hjálmarsson.
HINN 20. marz sl. boðaði Jón N.
Sigurðsson, hæstaréttarlögmað-
ur, formann og gjaldfcera Jökla-
rannsóknafélags íslands heim til
Eyþórs, sonar Jóns heitins Ey-
þórssonar, veðurfræðings, og
voru þar Jf/rir aðrir erfingjar
Jóns. Tilfcynnti hæstaréttarlög-
maðurinn að skv. erfðaskrá Jóns,
dagsettri 1. des. 1967, hefði Jón
arfleitt Jöklarannsófcnafélagið að
100 þúsund krónum og fengi fé-
lagið þessa upphæð nú óskerta
að krónutölu þareð erfingjar
Jóns hefðu borgað þann hluta
erfðafjárskatts, sem ekfci fæst
undanþága frá.
Jón Eyþórsson hefur því ekki
gert það endasleppt við óska-
barn sitt, Jöklarannsóknafélagið.
Hefur félagsstjómin það helzt í
hyggju, að láta fjárupphæð þessa
í sjóð, er bæri nafn Jóns og varið
yrði til eflingar jöklarannsókn-
um hérlendis, enda leyfir félags-
stjórnin sér að vænta þess, að
einhverjir verði til þess að
styrkja slíkan sjóð og heiðra þar
með minningu þess mæta manns,
sem var brautryðjandi nútima
jöklarannsókna á ísiandi.
Gjaldkeri félagsins er nú Sig-
urjón Rist, en Sigurður Þórar-
insson formaður. (Frétt frá fé-
lagsstjórninni).
Lægri fargjöld til Færeyja
með óætlunarflugi F. í.
FLUGF5LAG íslands hefur tefc-
ið upp ný og lægri fargjöld milli
íslands og Færeyja og ganga
þau í gildi 1. apríl, hljóti þau
samþykfci stjórnvalda. Flugferð
til Færeyja og heim aftur mun
þá kosta 5649 kr. og telja Flug-
félagsmenn það ódýrustu utan-
landsferð í ár. í áætlun eru tvær
Færeyjaferðir í vilku, á miðviku-
dögum.
Flugfélag íslands hefur síðan
sumarið 1964 haldið uppi áætl-
Skrifstofuhúsnœði
við Miðbæinn eru til leigu 4—6 fullkomin skrifstofuherbergi.
Fagurt útsýni yfir höfnina, leiga sanngjörn.
Upplýsingar í sima 13126.
una-rflugi til Færeyja, fyrstu ár-
in aðeins að sumrinu, en síðustu
ár allt árið. Hafa margir íslend-
ingar lagt leið sína til Færeyja,
einkanleiga um Ólafsvöfcuna,
þjóðhátíð Færeyja, og róma
mjög móttökur og gestrisni Fær-
eyinga. Færeyjar eru faguirt
land og sérkennilegt og margt
sögulegra minja. Góðar sam-
göngur eru milli hinna stærri
og fjölbyggðari eyja. Flugvöllur-
inn er á eyjunni Vogar, en það-
an er tveggja stur.da ferð til
Þórshafnar. Flogfélag Föroyja
fer með aðalumboð FÍ í Færeyj-
Aufc flugs mi'lli íslands og
Færeyja, heldur FÍ uppi fLugi
milli Færeyja og Glasgow yfir
sumarm^nuðina. Flug milli Fær-
eyja og Skandinavíu er refcið af
FLugfélaginu og SAS í sarnein-
ingu.